Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 1 iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimastöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centmm.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sjónvarpið firrir Hvorki hér á landi né annars staöar hefur fólk gert sér fulla grein fyrir afleiðingum sjónvarps sem helzta uppeld- istækis Vesturlanda. Má þó ljóst vera, að notkun sjón- varps sem bamapíu fyrir 5-12 ára börn hlýtur að vera að breyta lífsviðhorfum upprennandi kynslóða. Hingað til hefur verið einblínt á ofbeldisáhrif sjónvarps, þótt þau séu aðeins hluti vandamálsins. Deilur hafa lengi staðið um þessi sérstöku áhrif, af því að ýmsar rannsókn- ir á þeim hafa ekki enn leit til ótvíræðrar niðurstöðu, enda eru fleiri áhrifavaldar að verki. Hér á landi er jafhvel deilt um svo sjáifsagða staðreynd og þá, að ofbeldi hefur aukizt og orðið harðvítugra. Lög- reglan hefur birt tölur, sem eiga að sýna, að ofbeldi hafi ekki aukizt á undanfomum árum. Heilbrigð skynsemi segir okkur, að þær tölur séu tómt rugl. Aðrar tölur segja okkur, að tíðni alvarlegra meiðsla af völdum ofbeldis hafi tvöfaldazt á Reykjavíkursvæðinu á tæpum áratug, frá 1987 til 1995. Ýmislegt fleira en sjón- varp er þar að verki, svo sem aukin notkun áfengis og annarra vímugjafa meðal xmglinga og ungs fólks. Nýjar tölur frá útlöndum segja okkur, að sjónvarpið eigi mikinn þátt í þessu. Nú sýna rannsóknir, að 15% bama og unglinga, er horfa á ofbeldismyndir, sýni merki um mikla árásarhneigð, og rúmlega 35% í viðbót verði fýrir nokkrum áhrifúm í þá átt. Samtals em þetta 50%. Sjónvarpið er svo gegnsýrt af ofbeldi, að tæpast er hægt að horfa á sjónvarpsfréttir vegna innskots ofbeldisauglýs- inga um bíómyndir í kvikmyndahúsum borgarinnar. Þessar kynningar sýna sumar hverjar samfellda röð af ógeðfelldu, stjómlausu og tilgangslausu ofbeldi. Því er haldið fram, þótt ósannað sé enn, að veruleika- firring sjónvarps byrji með Tomma og Jenna, þar sem of- beldi er hrikalegt, nánast sársaukalaust, oftast fyndið og jafnan án nokkurs varanlegs líkamstjóns. Þessi firring hlýtur að síast inn í hugi 5-12 ára gamalla bama. Ofbeldi er bara eitt af mörgum vandamálum sjónvarps. Sápurnar eru ekki síður veruleikafirrtar, þótt þær séu lausar við ofbeldi. Þær sýna neyzluþjóðfélag, þar sem fólk virðist eiga frí alla daga vikunnar. Þá sjaldan sem sápurn- ar sýna vinnustaði, eru þar allir á kjaftatörn. Þannig grafa framhaldsþættir sjónvarps undan siðfræði vinnu, uppfinninga, afreka og yfirleitt öllu því, sem kost- ar fyrirhöfn, en hossa stjórnlítilli og fyrirhafnarlausri neyzlu. Þeir sýna einfaldlega ekki framleiðsluþjóðfélag, heldur skrípamynd af neyzluþjóðfélagi. Fólk á miðjum aldri hér á landi hafði ekki tækifæri til að horfa á ofbeldi og sápu á mótunarskeiði sínu á 5-12 ára aldri og gerir sér því takmarkaða grein fyrir áhrifunum á þá, sem hafa einmitt haft ofbeldi, sápu og teiknimyndasög- ur að barnapíum á þessu viðkvæma æviskeiði. í Bandaríkjunum er sjónvarpið heilli kynslóð eldra en hér. Þar hefúr því verið hægt að sjá betur þessi áhrif. Þar óttast menn nú, að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt, ann- ars vegar þá, sem hafa staðizt mótunaráhrif sjónvarps, og hins vegar þá, sem hafa látið mótast. Síðari hópinn skipa atvinnuleysingjar, sem geta ekki haldið neinni vinnu. Þeir búa í afmörkuðum fátækra- hverfum, þar sem ofbeldi og vímugjafar eru þungamiðja hversdagsins. Bömin þekkja tæplega hefðbundið fjöl- skyldumynztur og alast upp af sjónvarpi-og götunni. Hér á landi eru foreldramir úti að vinna og sjónvarpið farið að leika hlutverk uppfræðarans. Fyrr eða síðar mun- um við standa frammi fyrir alvarlegum afleiðingum. Jónas Kristjánsson Samningaviðræður NATO og Rússlands á lokastigi Viðræður milli fulltrúa Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og ríkis- stjómar Rússlands um samkomu- lag, sem tengist stækkun banda- lagsins, virðast vera komnar á lokastig. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lét að minnsta kosti að því liggja síðastliðinn fimmtudag. Telur Jeltsin, að niðurstaða kunni að nást í næstu viku, þegar Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, heimsækir Moskvu. í ræðu, sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra flutti um utanríkis- mál á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbérgs síðastlið- inn laugardag, komst hann þannig að orði um samskipti NATO og Rússlands: „Atlantshafsbandalagið hefur að sjálfsögðu vísað á bug kröfum Rússa um neitunarvald yfir stækkun NATO en á hinn bóginn gengið til samninga við þá um náið samstarf og samráð eins og eðlilegt er, þegar verið er að koma á nýskipan evrópskra öryggis- mála. Vaxandi líkur virðast á, að Rússland semji á allra næstu vik- um við bandalagið um nánara samstarf, þrátt fyrir að NATO ætli í júlí að bjóða fyrstu nýju ríkjun- um aðild. Hið sanna próf á stað- festu bandalagsins og rikja þess kann hins vegar að fylgja í kjölfar fyrstu stækkunar þess, þegar að því kemur að bjóða fleiri ríkjum aðild.“ í þessum orðum kemur fram kjami þeirrar stefnu, sem NATO hefur fylgt í samningaviðræðun- um við Rússa. Hefur nú verið efnt til fimm viðræðufunda og takist samkomulag er ætlunin að Jeltsín og fulltrúar NATO- ríkjanna 16 riti undir það í París 27. maí næst- komandi. Takmörkun vígbúnaðar Jeltsín gaf hina jákvæðu yfir- lýsingu í sama mund og hann lagði krans á gröf óþekkta her- mannsins við Kremlarmúra, en í gær fógnuðu Rússar uppgjöf nas- ista 1945 og lyktum síðari heims- styrjaldarinnar í Evrópu. Taldi Rússlandsforseti, að um 98% sam- komulagsins væru frágengin. Fyrr í vikunni kom fram í höf- uðstöðvum NATO í Brussel, að meðal hinna óleystu mála væri að ganga frá atriðum, sem tengjast CFE-samningnum um takmörkun hefðbundinna vopna í 20 Evrópu- ríkjum. Þá hafa viðræðumar einnig snúist um þaö, hvort ætlun NATO sé að koma kjamorkuvopnum fyr- ir í hinum nýju aðildarríkjum í Mið- og Austur-Evrópu. Er sagt, að fyrir liggi skuldbinding um, að það verði ekki gert og bandalagið hafi engin áform um það, enda þjóni það engum tilgangi. Söguleg þáttaskil Atburðarásin hefur verið hröð í sögu stjómmála og öryggismála í Evrópu síðan Berlínarmúrinn Eriend tíðindi Björn Bjarnason hrundi haustið 1989. Þá hafði NATO starfað í 40 ár og kalda stríðið verið næsta tíðindalítið í Evrópu, fyrir utan spennu- og slökunarskeið, sem einkenndu það. Við upphaf níunda áratugar- ins efndu Sovétmenn til áróöurs- stríðs í því skyni að tryggja sér einokun á meðaldrægum kjam- orkuvopnum í Evrópu. Þessu stríði töpuðu Sovétmenn. Eftir aö Ronald Reagan varð forseti Bandaríkjanna töpuðu þeir síðan hverri áróðurslotunni eftir aðra. Frá hmni Berlínarmúrsins, dauða Varsjárbandalagsins og upplausn Sovétríkjanna 1991 hef- ur öfl skipan öryggismála í Evr- ópu tekið stakkaskiptum. Náist samkomulag milli NATO og Rúss- lands og verði NATO stækkað er enn unnt að tala um söguleg þátta- skil í alþjóðastjómmálum og Evr- ' ópusögunni. Eðlilegt er, að eftir næsta óbreytt ástand í rúmlega 40 ár taki nokkum tíma að ná áttum við nýj- ar aðstæður. Hin nýja öryggis- skipan, sem nú er á næsta leili, ef allt gengur eftir á leiötogafundi NATO í sumar, kemur í stað þess klofnings, sem fylgdi jámtjaldinu milli austurs og vesturs í hjcirta Evrópu. Flókin úrlausnarefni Sagt var, að á tímum kalda stríðsins gætu menn auöveldlega valið milli svarts og hvíts. Auðvelt var að finna pólana og taka mið af þeim. Hitinn í baráttunni var oft mikifl. Þá héldu ýmsir sérfræðing- ar því fram, að gráu svæðin svo- nefndu væru hættulegust, því að þar væri erfiðast að átta sig á hættunum; þar leyndist ef til vifl neisti, sem síðan yrði að báli. Nú er miklu stærra svæði en áður á gráu svæði í Evrópu. Úr- lausnarefnin em einnig flóknari en áður og hættumar meiri eins og sjá má í Júgóslavíu fyrrverandi og Albaníu, svo að dæmi séu nefnd, þar sem herafli er beitt í átökum. í Sovétríkjunum fyrrver- andi er einnig tekist á með vopn- um. Stækkun NATO minnkar gráa svæðið. Stækkunin má þó hvorki eyðileggja hið góða samstarf inn- an NATO, sem er enn homsteinn jafnvægis í öryggismálum í Evr- ópu og á Atlantshafi, né skapa hræðslu í þeim ríkjum utan Rúss- lands, sem ekki fá aðild að banda- laginu. Ef þetta gerðist snerist stækkunin í andstæðu sína; yki öryggisleysi í stað þess að stuðla að meiri stöðugleika. Borís Jeltsín og Jevgení Primakov, utanríkisráöherra Rússa, ávarpa fréttamenn í Moskvu á fimmtudag. Jeltsín sagöi samkomulag viö NATO vera í augsýn. Símamynd Reuter asjenkó forseti hefúr veri að byggja upp nýtt lög- regluríki, stein fyrir stein, um leið og hann hefur styrkt einveldi sitt. Óháðum útvarpsstöðvum er lok- að, lögmætt þing landsins leyst upp. Landið hefur í þjónustu sinni fleiri lögregluþjóna en nágrannarík- ið Pófland, þó svo að Pólland sé fjórum sinnum fjöl- mennara. Nú er verið aö endurskrá hvem einasta síma og verða neytendur að lofa að nota þá ekki til að tala fjandsamlega um stjórnvöld.“ Úr forystugrein Washington Post 6. maí. Heimastjórn á villigötum „Heimastjórn Palestínumanna er á villigötum þegar hún ætlar, að sögn Friehs Abus Middeins dómsmálaráðherra, að innleiöa dauðarefsingu við sölu á landareignum til gyðinga. Ástæðan er að vísu skiljanleg. Uppkaup ísraelsmanna á landi Pa- lestínumanna á herteknu svæðunum hefur í þrjá áratugi rutt brautina fyrir nýjum landnemabyggö- um og kröfum ísraelsmanna um yfirráð." Úr forystugrein Politiken 6. maí. iskoðanir annarra | Átak í þágu eldri borgara „Ríkisstjómin hefur boðað kærkomið átak í þágu eldri borgara. Thörbjorn Jagland forsætisráðherra I leggur til að 30 milljarðar (norskra) króna verði ’ lagðir til viðbótar í umönnun aldraðra á næstu fjór- i um árum. Ekki seinna vænna. Noregur er talinn eitt ríkasta land í heimi. Það segir þó ekki alla sög- i’ una og margt gamalt fólk getur sagt hrikalegar sög- J • ur því til staðfestingar. Verkamannaflokkurinn og f hinir flokkamir í Stórþinginu bera sameiginlega | ábyrgð á því aö sýna að átakið sé eitthvað meira en ■ kosningabrella. Það er löngu kominn tími til að eitt- I hvað sé gert fyrir gamla fólkið í velferðarríkinu INoregi. Það á það svo sannarlega inni.“ Úr forystugreln Verdens Gang 7. maí. Aftur á bak í Hvíta-Rússlandi „Á sama tíma og lýðræðið vinmn- á i stórum J hluta heimsins, stefhir fyrrum Sovétlýöveldið | Hvíta-Rússland í hina áttina. Alexander Lúk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.