Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 jjjV „Ég vaknaði ekki fyrr en klukkan var langt gengin ellefn. Þó aðaldagurinn væri upprunninn var ég búinn með mín helstu verkefni. Ég sá því fram á rólegheit fram eftir degi og lítið annað en að fylgja hinum eftir. Starf mitt í ferðinni fólst í aö kynna okkur, auglýsa íslenska partíiö og koma Palla á framfæri. Það má segja áð síöastnefnda verkefnið hafi verið áreynslu- minnst því Palli er þannig að hann kemur til fólksins en það ekki til hans. Hann féll mjög vel í kramið hjá öllum blaðamönnum og það kom okkur vel og gerði vinnuna auðveldari og skemmtilegri. Hins vegar vildu blaðamannafundimir dragast á langinn þar sem Palli hafði svo mikið að segja. Eftir að ég hafði komið mér á fætur fór ég að hitta liðið þar sem verið var að mála og laga hár fyrir lokaæfinguna. Við sem vorum til aðstoðar fengum að sjá fyrstu lokaæfinguna en ekki aðra og þriðju. Það var góður andi í mannskapnum og ég gerði satt að segja lítið annað en að spjalla og flækjast fyrir. Það vildi svo vel til að Brynhildur, vinkona Palla, hafði komið til Dublin um morguninn. Við skelltum okkur í að prófa fjöll og tinda sem við ætluðum að vera með úti i sal en að því loknu fórum við í búðaráp í bænum. Ég var með langan innkaupalista fyrir vini og vanda- menn og hafði ekki haft tíma til að tæma hann. Þegar viö vorum komin upp á hótel eftir innkaupin var mannskapurinn kominn af síðustu lokaæfingunni. Það var ekkert meira að gera svo það ákváðu allir að safna kröftum fyrir kvöldið og hvíla sig. Eftir smá eftirmiðdagslúr fór að komast hreyfing á fólkið. Dagur í lífi Reynis Þórs Sigurðssonar, aðstoðarmanns Páls Óskars: var stiarna kvöldsins Það var haldið í íþróttahúsi hjá háskóla í grenndinni. Gríðarlegur fjöldi fólks haföi safnast saman við göngustiginn að salnum. Þegar við komum troðfullum af fólki og fylgjast með. Hljómurinn var mjög góður og allt gekk smurt fyrir sig. Kynnarnir voru í gryjfú til hliðar við aðalsviðið og þegar talningin hóst var hvítu tjaldi rúllað niður úr loftinu og tölunum varpað á það eins og á slidesmyndasýningu. Áæfingimum sem ég sá var ég mikið að velta fyrir mér hvemig þetta mundi allt ganga upp því það var svo margt sem allir þurftu að hafa á hreinu. Þess vegna var svo gaman að sjá hve örugglega keppnin rann áfram fram að síðasta keppanda, okkar manni. Ég þar f ekki að hafa mörg orð um frammistöðu Palla, hann var frábær. Eftir að öllu var lokið biðum við frammi í anddyri eftir stjömunni en þangað fóru allir keppendur. Við þurftum að bíða töluvert eftir honum því það vildu allir tala við hann. Aðeins sigurvegaramir vora ókomnir þegar Palli kom loksins. Ég notaði reyndar biðina til að skipta um föt. Ég ætlaði ekki í smóking í partíið. Ino á frekjunni Aðalkeppnin átti að hefjast klukkan átta að írskum tíma. Við sem ætluðum að vera úti í sal fengum ekki að fara baksviðs meöal keppenda og urðum að vera mætt klukkan sjö. Ég klæddi mig í smóking og lagði glerfinn af stað. Yfir á rauðu Viö ókum í lögreglufylgd að leikhúsinu. Það var alltaf gert ef keppendur og þeirra lið átti að mæta á tilteknum tíma einhvers staðar. Það er sérstök tilfinning að þykja svo mikilvægur að fá að fara yfir á rauðu á öllum gatnamótum. Palli og dansaramir ákváðu að fara ekki fyrr en klukkan átta því annars hefðu þau þurft að bíða svo lengi í græna herberginu baksviðs. Við vorum mætt í leikhúsið klukkan 19.40. Þá þurftum við að ná í gjöf, konfektkassa, sem allir gestir fengu og síðan að fara inn f sal og finna sætin okkar og bíða þar til stóra stundin rann upp. Allt gekk upp Ég hef oft séð Eurovision en það var hreint út sagt stórkostlegt að sitja • í salnum Reynir Þór Sigurösson, aöstoöarmaður Páls Óskars, lýsir einum degi í ferðinni til Dublin. á staðinn ætlaði allt um koll að keyra. Liðið öskraði bara „Iceland, Iceland“ og allir vildu heilsa Palla og taka af honum myndir. Hann v£ir stjama kvöldsins. Einhverra hluta vegna vorum við með færri miða í partíið en við áttum að fá. Öryggisgæslan á staðnum var mjög öflug og því stóðum við í miklu stappi að koma öllu okkar fólki inn í partíið. En það tókst að lokum með frekjunni og má segja að reynslan úr biðraðastappinu heima hafi komið sér vel. Sumir í fýlu Við vorum um tvo tíma í partíinu. Það voru allir mjög hressir en það vakti athygli að keppendur Rússa og Þýskalands höfðu farið í fylu eftir keppnina og mættu ekki. Sú þýska hafði átt von á að verða önnur Celine Dion en mistókst það gjörsamlega. Annars er aldrei að vita hvað úr henni verður. Það var annars gaman að hitta fólkið í partíinu en umhverfið var ekki spennandi. Úr íþróttasalnum lá leiðin niöur í bæ, á klúbb sem heitir The Pod. Þar vom strákarnir úr Boyzone með partí, þessir sem sáu um milliatriðið í keppninni, fyrir atkvæðagreiðsluna. Það var reyndar búið að loka þegar við mættum á staðinn en við fengum að fara inn bakdyramegin. Við vorum að skralla þama fram eftir nóttu. Þegar út var komið var erfitt að ná í leigubíl svo síðustu metrar ferðarinnar heim á hótel voru farnir í hestakeiru. Það var notalegt. Klukkan var um hálfsex þegar ég lagðist á koddann. Þetta haföi verið langur og strangur dagur og allir dauðþreyttir - en sælir. Palli var jú stjama kvöldsins." Finnur þú fimm breytingar? 410 Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefúr fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. Vertu ekki svona mikiil hugleysingi og kysstu hana Viggu frænku! Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og sjöundu getraun reyndust vera: Elísabet K. Grétarsdóttir, Hrefna Ásgeirsdóttir, Laufásvegi 61, Þrastarhólum 8, 101 Reykjavík ' 111 Reykjavík 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 410 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.