Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Qupperneq 56
F,R ETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 Steinþór Jónsson heldur hér á slitna símastrengnum í Keflavík í gær. Fjöldi fyrirtækja og íbúöarhúsa í bænum er símasambandslaus vegna sundurskorins símastrengs. DV-mynd ÆMK Símastrengur í sundur: Hugsanlega milljónatjón - segir hótelstjórinn rr „Þetta er mjög alvarlegt mál. Eg fæ bæði stórar og smáar bókanir í gegnum síma á degi hverjum. Það er ljóst að hver pöntun sem við verðum af vegna þessa getur þýtt hundraða þúsunda eða milljónatjón. Þetta getur skaðað ímynd fyrirtæk- isins þar sem væntanlegir við- skiptavinir láta hringja og hringja og enginn svarar," segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavík- ur, en fyrirtækið er nú algerlega simasambandslaust eftir að grafa klippti í sundur símalínur til fjölda fyrirtækja og íbúðarhúsa í Keflavík á fimmtudag. Rafiðnaðarsambands- menn hafa neitað að gera við bilun- ina þar sem ekki þykir um neyðar- ástand'að ræða. Steinþór ræddi við deiluaðila í gær. Báðir lýstu áhyggjum vegna málsins en hvorugur vildi gefa eftir. „Ég á milljónaviðskipti við Póst og síma á hverju ári og hlýt því að gera þær kröfúr að allt sé í lagi. Ég hef ekki kannað lagalegan rétt minn en skoða vandlega hvort ég fer fram á skaðabætur vegna þessa." Engar viðræður hafa farið fram milli deiluaöila og þær hafa ekki verið boðaðar. -sv/-ÆMK Köstuðu eggjum í vegfarendur og lögreglubíl Nokkrir unglingar, 14 og 15 ára gamlir, stóðu fyrir ósæmilegu upp- átæki við Garðatorg í gær. Unglingamir komust yfir birgðir af eggjum sem voru í gámi við verslun Hagkaups, og grýttu í veg- farendur. Lögregla var kvödd til en unglingarnir hættu ekki heldur köstuðu þá eggjum í lögreglubílinn. Lögreglumönnum tókst að ná 4 ^ pöraunglingum á hlaupum en aðrir komust í burtu. -RR L O K I Bresku kafararnir fundu lík Harðar, skipstjóra á Æsu: Yndislegt að fá sína nánustu í vígða mold - segir Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja Harðar „Það er yndisleg tilfinning að fá sína nánustu í vígða mold. Mér finnst nú að þessi barátta mín hafi skilað miklum árangri," segir Kol- brún Sverrisdóttir, ekkja Harðar Sævars Bjamasonar, skipstjóra á Æsu, eftir að bresku kafaramir í varðskipinu Óðni fundu lík sam- býlismanns hennar á ganginum milli brúar og vélarrúms um miðj- an dag í gær. Bresku kafaramir köfuðu tvisvar niður í flak Æsunnar i gær. 1 fyrri ferðinni, sem farin var um klukkan 8 í gærmorgun, fóru þeir inn í brú Æsunnar og mynd- uðu þar. Eins og DV skýrði frá í gær töldu kafaramir sig vita af líki Harðar eftir að hafa skoðað mynd- band köfunarfyrirtækisins Djúp- myndar. För þeirra í gærmorgun staðfesti síð- an það álit þeirra. 1 síð- ari ferðinni í gær gengu kafaramir frá líki Harðar í flakinu en áformað er að sækja það og lík Sverris Halldórs Sigurðsson- ar stýri- manns, foð- ur Kolbrún- Höröur Sævar Bjarnason. ar, í dag. Nokkuð öruggt er talið að lík Sverr- is sé í ká- etu þar sem hann svaf þegar skipið fórst því kafaram- ir sáu að dyr káet- unnar vora lok- aðar. Síð- an Æsan sökk utar- lega í Am- arfírði í Leiöangur bresku kafaranna á Arnarfirði fann í gærdag lík Haröar Sævars Bjarnasonar í flaki skelbátsins Æsu. Kafar- arnir gengu frá líkinu þar sem þaö er og áforma aö sækja þaö og lík Sverris Sigurössonar stýrimanns í dag. Víst er taliö aö lík Sverris sé í káetu þar sem hann lá sofandi þegar slysiö varö. Hér má sjá einn bresku kafaranna aö störfum viö búr þaö sem notaö er viö köfunina. f baksýn eru skipverjar af Óöni í gúmbát skipsins. DV-mynd Hilmar Þór Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýjast sunnan til Á morgun verður norðaustan- gola eða kaldi og dálítil slydduél noröaustan til en víðast léttskýj- að annars staðar. Hiti verður á bilinu 1-10 stig, hlýjast sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 57 sun. og mán. júlí á síðasta ári hefúr Kolbrún barist hai'ðri baráttu fyrir því að rannsakað yrði hvað olli skipskað- anum og fyrir því að fá líkin tek- in upp. Hún ritaði meðal annars öllum alþingismönnum bréf þar sem hún krafðist þess að frekari rannsókn slyssins færi fram. „Ég hefði auðvitað kosið að skipið yrði tekið upp en fyrir mig persónulega er þetta geysilega mikilvægt. Það er endi bundinn á óvissuna hvað varðar mennina. Ég vissi alltaf innst inni að þeir væru þarna. Það er hálfnaður ár- angurinn af baráttu minni,“ segir Kolbrún Sverrisdóttir. -rt - sjá nánar opinskátt viötál við Kolbrúnu á bls. 28 og 37 í í i í í í Leifsstöð: Samningum við fyrirtæki upp sagt Samningum við fyrirtæki í Leifs- stöð verður sagt upp á næstunni og verslunar- og þjónusturýmið boðið j út. Þar má nefna 300 fermetra sem íslenskur markaður nýtir sem, stendur og einnig 300 fermetra á j báðum hæðum sem nú era notaðir | til annars. Búast má við mikilli samkeppni milli nýju verslananna i sem ekki þurfa að greiða tolla eða: virðisaukaskatt af þeim vörum sem > þær bjóða upp á. Fríhöfnin verður að sjálfsögðu ( áfram en henni verður gert að í greiða hærri leigu en áður. Halldór ’ Ásgrimsson utanríkisráðherra segir ( að með þessu megi auka tekjumar j um rúmar 100 milljónir króna. -RR i i i Í i 4 i Duranona til | Eisenach Róbert OJulian Duranona, lands- liðsmaður í handknattleik, er búinn | að ganga frá samningi við þýska fé- lagið Eisenach og mun hann leika með félaginu í þýsku 1. deildinni á | næstu leiktíð. i 4 5 dyra kr. 1.259.000. Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000 @

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.