Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 13
Meölimir Motley Crue með kruml- urnar í steypunni. Frá vinstri eru þaö Mick Mars, Tommy Lee, Nikki Sixx og Vince Neil. Símamyndir Reuter töffarar í steypu - Pamela mættí á staðinn Rokkhljómsveitin Motley Crae varð þess heiðurs aðnjótandi í vik- unni að fá lófaför sín steypt í Rokk- aragötuna í Hollywood, þar sem allar helstu rokkstjömur sögunnar hafa skilið eftir sig fíngrafór. Athöfnin fór fram með pomp og prakt í hljómplötuversluninni Guitar Centre. Fjöldi aðdáenda mætti auk helstu ættingja og vina hljómsveitarmeðlima. Fyrram Playboy-stúlkur voru þar áberandi enda era þrír meðlimir með slíkar gellur upp á arma. Þekktust þeirra er að sjálfsögðu Pamela Anderson, eiginkona trommuleikarans Tommy Lee, sem var Frú Febrúar 1990 í Playboy. Hinar eru Donna D’Errico, Frú September 1995 og kona bassaleikarans Nikki Sixx, og Heidi Mark, Frú Júlí 1995 og kærasta söngvarans Vince Neil. Hljómsveitin er í óðaönn að ganga frá nýrri hljómplötu sem væntanleg er á markað í næsta mánuði. Platan nefiiist því yndis- lega nafhi Live Swine! Aðdáendur bíða spenntir því litið hefur heyrst frá hljómsveitinni sem á sér litla 17 ára sögu. Pamela mætti aö sjálfsögðu meö þann stutta, Brandon Thomas Lee, svo hann gæti fagnaö með pabba gamla. Þaö leynir sér ekki aö móöurhlutverkiö á vel viö Pamelu. Hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkör og sturtur frá FM. Mattsson, Mora, Svíþjóð Mánud. -föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.