Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Olíuleit við ísland Þeirri tækni sem beitt er til að leita að og vinna olíu úr iðrum jarðar hefur fleygt fram síðustu ár og áratugi. Olíu og gasi er nú dælt upp á svæðum þar sem enginn hefði talið slíkt mögulegt fyrir aðeins fáum árum. Þetta hefur gjörbreytt Qárhagslegri stöðu sumra nágrannaþjóða okkar íslendinga við Norður-Atlantshaf, einkum Norðmanna, og margir telja líklegt að það sé tiltölulega skammt í að arð- ur af olíuvinnslu fari að hafa hliðstæð áhrif á efnahag Færeyinga. Enn hefur lítt verið kannað hvort olía leynist á íslenska landgrunninu. Árið 1971 fékk þó alþjóðlega olíufyrirtækið Shell leyfi til að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar á land- grunninu. Þær fóru fram vestur af íslandi það sama ár og bentu ekki til þess að á þeim slóðum væru líkur á olíu- lindum. Frummælingar sem rannsóknarfyrirtækið Western Geophysical gerði á svæðinu út af Eyjafirði og Skjálfandaflóa fyrir um tuttugu árum gáfu hins vegar betri raun. Þær athuganir leiddu i ljós að þar væru allt að fjögurra kílómetra þykk setlög, en setlög af því tagi eru forsenda þess að olía eða gas sé til staðar á tilteknu svæði. Tilvist setlaganna var staðfest með borun í Flatey á Skjálfanda fyrir um fimmtán árum. Borholan varð hins vegar aðeins 554 metra djúp, en til að ganga úr skugga um tilvist kolvetna í setlögum þarf að bora miklu dýpra - jafn- vel um 2000 metra. Það hefur ekki enn verið gert. Vísbendingar hafa fundist um olíumyndun á jarðhita- svæði í Öxarfirði. Heimamenn hafa lengi unnið að því að fá frekari rannsóknir á svæðinu. Tilraunahola, sem boruð var árið 1991 og átti að leiða í ljós hvort olíugasmyndun- in ætti sér stað í efstu setlögunum, eða hvort hún væri ættuð úr neðri jarðlögum, misheppnaðist. Svör liggja því ekki enn fyrir. Nokkrir þingmenn hafa lagt fyrir Alþingi tillögu um að þegar verði hafnar markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnist á landgrunninu. Vísindamenn við Orkustofnun eru meðal þeirra sem ritað hafa forvitnileg- ar kjallaragreinar í DV að undanförnu um málið. Einn þeirra fullyrðir að olíu og gas sé að finna hér í ungum set- lögum: „Spurningin er ekki hvort olía og gas hafi mynd- ast heldur hvort það finnst einhvers staðar í vinnanlegu magni. Um það ríkir mikil óvissa,“ segir Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur, í grein sinni. Stjórnvöld virðast ekki hafa mikinn áhuga á að eyða þeirri óvissu með frekari rannsóknum og bera því við að vonin um að olia eða gas leynist í hafsbotninum norður af landinu sé „ákaflega veik“ svo vitnað sé til ummæla að- stoðarmanns iðnaðarráðherra. Ljóst er af grein orkumála- stjóra í DV í vikunni að olíuleit er mjög aftarlega á óska- lista Orkustofnunar. Hann vísar til þess að erlend olíufé- lög og rannsóknarstofnanir hafi sýnt málinu lítinn áhuga undanfarin ár. Það endurspeglar líklega áhugaleysi ís- lenskra stjómvalda sjálfra. Þetta sinnuleysi í málinu er illskiljanlegt með tilliti til þess hversu mikið gæti verið í húfi fyrir íslenskt þjóð- arbú. Auðvitað er nauðsynlegt að fá botn í málið. Bent hefur verið á að mikilla upplýsinga megi afla með því einu að dýpka borholuna í Flatey niður í 2000 metra, eða þá að bora niður á um 1000 metra dýpi í Grímsey sem er úrvals borpallur, að mati jarðfræðinga. Það ætti ekki að vera íslenskum stjómvöldum ofviða að fá alþjóðlega aðila til samstarfs um slíkar rannsóknir - annaðhvort ijársterk fyrirtæki eða rannsóknarstofnanir. Vilji er allt sem þarf til að koma málinu á hreyfingu. Elías Snæland Jónsson Kosið um vöid en ekki stefnu Fyrri umferð frönsku þingkosn- inganna er á morgun, sunnudag- inn 25. maí. Það ræöst þó ekki fyrr en eftir síðari umferðina, 1. júní, hver veröur skipan franska þings- ins. Hin tvíþætta kosning í Frakk- landi á að tryggja kjósendum vald til að ráða með atkvæði sínu, hver stjómar landinu. Fyrirkomulagið er því annað en hér, þar sem kos- ið er hlutfaílskosningu, sem kallar síðan á samninga milli flokka að loknum kjördegi um það, hvaða meirihluti myndast á þingi til að styðja ríkisstjórn. Að ætla sér að fylgjast náið með frönskum stjórnmálum krefst mikils tíma, því aö atburðarásin verður oft flókin og snýst um per- sónur með þeim hætti, að erfitt er að greina þróunina á grundvelli flokkaskipunar. Sumir stjórn- málaleiötogar em næsta einir á báti en njóta viðurkenningar, sem gengur þvert á hefðbundin flokks- bönd, eins og Raymond Barre, sem á sínum tíma var forsætisráð- herra í ríkisstjóm mið- og hægri- manna. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, rauf þing og boðaði til kosn- inga í þeim tilgangi einum að styrkja pólitíska stöðu sína. For- setinn vifl, að hægrimenn haldi meirihluta sínum á þingi. Barre hefur sagt, að nái forsetinn ekki því takmarki sínu beri honum að segja af sér. Hann hafi með þing- rofinu lagt pólitíska framtíð sína að veði og verði að haga sér eftir því. Vorið 1969 boðaði Charles de Gaulle, Frakklandsforseti og stofnandi fimmta franska lýðveld- isins árið 1958, til þjóðaratkvæða- greiðslu um breytingar á stjóm- skipun Frakklands. Sjónarmið for- setans varö undir og hann sagði af sér. Raunar missti de Gaulle tökin á stjóm landsins í stúdentaóeirð- unum sumarið 1968. Forsætisráðherrann en ekki forsetinn Þótt Chirac eigi jafnmikið und- ir úrslitum kosninganna og hér hefur verið lýst, er alls ekki lík- legt, að hann segi af sér, ef hægri- menn tapa hinum gífurlega mikla meirihluta, sem þeir hafa á franska þinginu. Tapi Chirac kosningunni verður hann að fela forystumanni úr hópi sósíalista að mynda ríkisstjóm, því að stjórnin styðst við meirihluta á þingi, þótt hún starfi í umboði hins pólitíska forseta landsins. Forsetinn hefur ekki tekið bein- an þátt í kosningabaráttunni. Hann hefur hins vegar notað tím- ann til að draga að sér athygli, meðal annars með ferðalagi til Kína. Einnig verður hann gest- Erlend tíðindi Björn Bjarnason gjafi í næstu viku, hinn 27. maí, þegar leiðtogar NATO-ríkjanna koma til Parísar til að undirrita samkomulagið við Boris Jeltsín, forseta Rússlands, sem á að tryggja sæmilega sátt við rúss- nesk stjómvöld um stækkun NATO. Það er því forsætisráðherrann, sem á aflt undir í þingkosningun- um. Hann er foringi kosningabar- áttunnar af hálfu hægrimanna. Hið sérkennilega er hins vegar, að Alain Juppé, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra síðan Chirac varð forseti, hefur gefið tfl kynna, aö líklega verði skipt um forsætisráðherra að kosningum loknum, jafnvel þótt hægrimönn- um takist að halda meirihluta á þingi, eins og spáð er. Ástæðan fyrir þessari yfirlýsingu em hinar miklu óvinsældir ráðherrans. Juppé hefur því talið sigurstrang- legt í baráttunni að boða eigin af- sögn, vinni stjórnarflokkarnir undir hans forystu sigur! Höfðað til miðjunnar Við blasir, að franskur almenn- ingur hefur ekki mikinn áhuga á kosningunum. Baráttan er ekki mjög hörð, þegar að málefnum kemur. Sósíalistar vilja afla sér trausts að nýju með framgöngu, sem sýnir, að þeir geti starfað með Jacques Chirac að hinum stóra pólitísku úrlausnarefhum. Hver sem tekur við stjómartau- munum í París er bundinn af hin- um sameiginlegu ákvörðunum innan Evrópusambandsins um að halda sér við skuldbindingar Maastricht-samkomulagsins varð- andi Evrópumyntina. Samkvæmt þeim verða Frakkar að draga úr ríkisútgjöldum og minnka fjár- hagslega velferðarþjónustu ríkis- ins. Á sama tíma og stóra flokkam- ir höfða þannig til miðjunnar með keimlíkri stefnu, þróast minni flokksfylkingar í kringum ein- staklinga eða þröng stefnumál eins og þau, sem setja svip sinn á þjóðernisfylkinguna, sem Jean- Marie le Pen stjómar. Spumingin er sú, hvort þessir flokkar draga að sér fleiri atkvæði en áður og megni að komast að í annarri um- ferð kosninganna 1. júní. Le Pen á engan mann á þingi núna. Frönsk stjórnmál era í spennu, ekki vegna átaka milli flokka, heldur hins, að stjómkerfið kallar á mótmæli þrýstihópa til að ná fram kröfum sínum. Hafi Chirac ætlað að losa um þá spennu með því að boða til kosninga, nær hann því markmiði ekki. Spurn- ing er, hvort fimmta lýðveldið, sem de Gaulle stofnaði fyrir 39 áram, sé að ganga sér til húðar. Frambjóöendur fyrir þingkosningarnar hafa fariö viöa í vikunni. Hér eru Alain Juppe og Francois Leotard viö vínsmökkun í Pommiers sl. fimmtu- dag. Símamynd Reuter ur ástand mannréttindamála í Kína versnað. Að því er utanríkisráðuneytið segir, hefur ekki einn ein- asti kinverskur andófsmaður komist hjá því að fara í fangelsi eða útlegð. Meira að segja KGB tókst ekki svo vel upp á valdatíma Leoníds Brezhnevs.“ Úr forystugrein Washington Post 22. maí. Jákvæð „vinátta" „Eftir þijú stríð og fimm áratuga fjandskap þaif miklu meira en persónulega jákvæðni til að brjóta múrinn sem skilur að Indland og Pakistan. Samt sem áður má skynja breytingar þegar forsætisráð- herra Indlands, Inder Kumal Gujral, kallar starfs- bróður sinn i Pakistan „persónulegan vin sinn“. Breytingar má einnig skynja þegar Nawaz Sharif segir um 10. forsætisráðherra Nýju Delhí: „Mér geðjast mjög vel að þessum manni." Á fyrsta fundi leiðtoganna á átta árum samþykktu þeir að hefja viðræður um Kasmír. Það, ásamt öðrum aögerðum, getur lægt öldumar og jafhvel leyst erfiðasta málið sem ríkin tvö greinir á um.“ Úr forystugrein New York Times 21. maí. oðanir annarra Blair lofar góðu „(Tony) Blair (forsætisráðherra Bretlands) hefur þegar sýnt og sannað að hann er slyngur stjórn- málamaður. Með því að leggja til að Englandsbanki fái vald til að ákvarða vexti til að vernda stöðug- leika gjaldmiðilsins, býöur hann upp á róttækar breytingar sem geta firrt stjórn hans allri ábyrgð ef hægir á hjólum efnahagslífsins. Á sama hátt eru orð stjórnarinnar um myntbandalag ESB og önnur erlend málefni vísvitandi sefandi til aö gera henni i kleift að einbeita sér að innanlandsmálum." Úr forystugrein New York Times 22. maí. Mannréttindi og kaupskapur „Þegar Clinton kom til valda hét hann því að ; tengja ástand mannréttindamála við bestu við- j skiptakjör til handa „slátruranum í Peking“ svo ! þeir mættu bæta ráð sitt. Árið 1994 kúventi hann og hafði uppi þau rök að Bandaríkjunum yrði betur ágengt þegar til lengri tíma væri litið ef ekki væru j sett skilyröi fyrir viöskiptakjörunum. Síðan þá hef- wasssssmsmmisss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.