Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Síða 15
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 15 íslendingar eru sannfærðir um eigið ágæti. Þótt hér á landi búi dvergþjóð er allt mest og best og hamingjan algjör. En það er ekki nóg að vita þetta. Það þarf að fá aðra til þess að staðfesta vitneskj- una, lofa land og þjóð. litillinn blasir við Þessi einkenni smáþjóðarinnar grassera þessa dagana. Það eru fáir sem efast um það i dag að ís- lenska handboltalandsliðið sé það besta í heimi. Heimsmeistaratitill- inn í Japan blasir við. Eftir að strákamir okkar, sem svo eru nefiidir þegar vel gengur, burst- uðu Júgóslava í fyrradag fór sam- félagið á annan endcinn. Þama sýndum við umheiminum yfir- burði okkar. Aðrir komast ekki með tæmar þar sem við erum með hælana. Eftirleikurinn verð- ur auðveldur - alveg þangað til við töpum leik og dettum úr keppninni. Þá umhverfist þjóð- arsálin og þjóðhetjur gærdagsins detta af stallinum. Þá verða þær taldar hafa vanmetið andstæðing- inn, þjálfarinn verður talinn úti á þekju, leikmenn þungir og leik- gleðin á brott. Allir gerast sér- fræðingar og sjá þegar í stað hvað úrskeiðis fór. Svona hefur þetta gengið ámm og áratugum saman. Menn eru ýmist í skýjunum með frábæra frammistöðu fulltrúa hinnar ein- stöku þjóðar eða finna þeim hin- um sömu allt til foráttu. Það er gaman að vera til þegar vel geng- ur en athyglisverðara er þó að fylgjast með viðbrögðunum þegar á móti blæs. Svo við höldum okk- ur við íþróttamótin þá vantar ekki skýringarnar eftir tapleiki. Liðið fékk annaðhvort flensu eða matareitrun. Loftslagið hentaði ekki hinum norrænu köppum og vinsælast er að kenna aðstöðunni á hótelinu um tapið - ekki svefn- friður, of stutt rúm og tungumála- kunnátta herbergisþerna fyrir neðan allar hellur. Þrjóti aUar aðrar skýringar má alltaf kenna dómurunum um ófarirnar. „Há dú jú læk Æsland?" En þessar hugsanir eru víðs fjarri núna. Við möluðum Júgg- ana, lið sem margir spáðu heims- meistaratitli. Við erum með aðra höndina á bikamum. Eftir einn svona leik erum við komnir í þekkjanlega stöðu. Frægt er að útlendingar sem lenda í fyrsta skipti á flugvellin- um á Miðnesheiði eru spurðir um leið og þeir ganga út úr flugvél- inni hvemig þeim finnist ísland, „Há dú jú læk Æsland?“. Vamar- lausnir útlendingamir geta auð- vitað ekki svarað spumingunni af neinu viti en bregðast flestir við af kurteisi og segjast hrifnir af landi og þjóð. Þetta sama gerist nú í Japan. íslensku íþróttafrétta- mennimir spyrja þjálfara og leik- menn annarra þjóða, áhorfendur og alla sem þeir ná til: „Hvemig finnst þér íslenska liðið?“ Þeir fá auðvitað sömu kurteisu svörin: Jú, liðið leikur vel, það á eftir að ná langt, vömin small saman og markvarslan var góð og sóknar- menn íslands standa alltaf fyrir sínu. Eftir þessum svörum biðu fréttamennimir og skrifa þau nið- ur þegar í stað og senda heim. Þjóðin beið einnig eftir þessum spurningum og nákvæmlega þess- um svörum. Allir em því glaðir og kátir. Spennan eykst og um leið álagið á „strákimum okkar“. Krafan er ekki bara um sigur heldur að mala andstæðinginn. Ekkert er eyþjóðinni í norðri ómögulegt. Bara þessi eini dagur I íþróttakeppni kemur í ljós að íslendingar eru viðkvæmir fyrir áliti útlendinga. En það á Víðar við. Fróðlegt og um leið skemmti- legt var að fylgjast með undirbún- ingi og útsendingu bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC héð- an um miðjan mánuðinn. Nú ætl- uðu íslendingar að „meika“ það. Stórkostlegt tækifæri til kynning- ar á landi og þjóð var upprunnið. Ekkert sló það út nema hugsan- lega leiðtogafúndurmn árið 1986, sællar minningar. Á morgunþátt stöðvarinnar horfa hvorki fleiri né færri en 23 milljónir manna. Nú reið á að sýna Bandaríkja- mönnum sparihliðina. Maí er yfirleitt sólríkur sunnan heiða á íslandi. Því var árstiminn Jónas Haraldsson fréttastjóri heppilegur. Allar líkur á því að land miðnætursólarinnar stæði undir nafni í stofum og eldhúsum bandarískra heimila. Senda átti beint út frá Bláa lóninu og Aust- urvelli. Götur í miðbæ Reykjavík- ur voru háþrýstiþvegnar og blóm gróðursett á Austurvelli. Leik- myndin þurfti að vera í lagi. Sól- ríkt hafði verið nánast allan mán- uðinn og menn því bjartsýnir. En þá gerðist það óskaplega. Þennan eina morgun, 16. maí, var rigning. Og ekki nóg með það. Það var líka rok. Bara þennan eina dag því allt frá þeim degi hefur blíðan og birt- an ríkt. íslendingar hefðu viijað skipta á öllum hinum bjarta maí- mánuði fyrir þennan eina dag. En það var ekki hægt og því stóð þjóðarsálin á öndinni. Leikmyndin klikkaði Bandarísku sjónvarpsstjömu- rnar birtust á skjánum kapp- klæddar og niðurrigndar. Þær, jafnt og viðmælendur allir, voru eins og hænurassar í vindi. Leik- myndin klikkaði. Það hvarflaði ekki að neinum íslendingi að spyija útlendingana hvemig þeim þætti ísland. Mörlandinn var I losti. Hreinu göturnar sáust ekki og því síður foknu stjúpurnar á Austurvelli. Sjónvarpsmyndin var meira að segja úr fókus vegna þess hve mikið rigndi inn í linsur myndavélanna. Á þetta að vera svona? Sjónvarpsfólkið gat ekki annað en sagt frá reynslu sinni og upplif- un. Það var statt innan um skrýt- ið fólk i skrýtnu landi. Það spurði í forundran hvers konar fólk byggi eiginlega á þessum hrjóstruga stað. Þá fyrst datt álagahamurinn af hinum sönnu íslendingum. Skítt með rok og rigningu. í þessu landi býr hamingjusamasta þjóð verald- ar, hávaxnasta og langlífasta fólk- ið. íslenskar konur em þær feg- urstu í heimi og dæmi vom sýnd því til sönnunar. Svo furðulegt sem það er var vægt tekið á gjörvileika karlkynsins, utan það að nokkrir menn sýndu glímu, íklæddir síðum nærbuxum. Ósagt skal látið hvaða áhrif það hefur haft á hormónastarfsemi banda- rískra húsfreyja. Hitt er ljóst að þegar streymdu inn fyrirspurnir um hinar fögm meyjar. Niðurrigndum sjónvarpsmönn- um fannst þessi ofboðslega ham- ingja svolítið sérkennileg og veltu því fyrir sér hvort viðmiðið væri bjagað. Hvort það gæti hugsast að menn héldu að þetta ætti að vera svona. Þjóðarsálin skilur ekki því- líkar pælingar og bendir réttilega á að fólkið var óheppið. Það hitti á eina óveðursdag mánaðarins. Hafi menn óttast aukinn átroðning bandarískra ferða- manna hefur morgunþátturinn bjargað því. Eftir þann sæla þátt koma tæpast aðrir en sérvitringar eða þeir sem vilja skoða nánar fal- legu konurnar. Það er ekki víst að þeir setji fyrir sig rigningu og rok. Fróðir hipp-hopparar Þjóðremban er sérstök list- grein og mörg afrek að baki. Enn eitt afrekið í þeirri kúnst náðist í liðinni viku þegar bandaríska hipp- hopp-hljómsveitin The Fu- gees kom hingað til lands til þess að skemmta ungmennum. Hljóm- sveitin hélt blaðamannafund þar sem mönnum gafst færi á að spyrja um söng sveitarinnar og stÚ, fræðast um einstaka meðlimi hennar, hljómplötur, tónleikana sem fram undan voru og framtíð- aráform hljómsveitarinnar. Á þessu höfðu íslenskir spyrjendur engan áhuga. Trúir köllun sinni hófu þeir leikinn með hefðbund- inni fyrirspum: „Há dú jú læk Æsland?“ Hipp-hoppararnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið fremur en sjónvarpsmennirnir við Bléia lón- ið. Einn þeirra hafði þó greinilega komist í áróðursbækling um ís- land í flugvélinni og gat stamað því út úr sér að íslendingar hefðu orðið sjálfstæðir árið 1942 og að hér á landi væri elsta þing i heimi. Fyrirspyrjandi leiðrétti hipp- hopparann góðlátlega og hér eftir vita limir The Fugees að íslend- ingar urðu sjálfstæðir árið 1944. Að þessum yfirlýsingum lokn- um fóru allir sáttir til síns heima og sögðu frá íslandsþekkingu hljómsveitarinnar. Hvem varðar svo sem um útlenskt hipp-hopp?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.