Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Síða 18
LAUGARDAGUR 24. MAI1997
„ dagur í lífi
Dagur í lífi sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur, sóknarprests í Hríseyjarprestakalli:
Annar í hvítasunnu
var mjög fallegur
„Annar í hvítasunnu var ein-
staklega fallegur dagur. Eftir
óvenjulega kaldan maímánuð birti
upp og hlýnaði. Því var þessi hvíta-
sunna eins og mynd af sigri og
mætti lífsins sem brýtur af sér
vetrarfjötrana. Úr prestbústaðnum
í Hrísey er undurfallegt útsýni þar
sem Krossafjall og Kötlufjall blasa
við og Þorvaldsdalurinn teygir úr
sér á milli þeirra. Ég byrjaði dag-
inn á að njóta fegurðar hans og
lofa Guö fyrir undur sköpunar
hans um leið og ég lagði daginn í
hans hendur.
Kveðjur ferjumanna um
friðsælan dag
Klukkan 9 var ég mætt um
borð í ferjuna og þáði kaffi hjá
ferjumönnunum í stýrishúsinu. í
land fylgdu mér hlýjar kveðjur
um góðan og friðsælan dag. Síðan
ók ég sem leið liggur frá Árskógs-
sandi til Möðruvallaklausturs-
kirkju og naut þess um leið að
horfa á spegilsléttan ijörðinn og
tignarleg austurfjöllin skarta
sínu fegursta.
Þegar til kirkju var komið tók
meðhjálparinn Berta Bruvík á
móti mér og uppi á kirkjulofti
heilsaði ég organistanum, Birgi
Helgasyni, og kirkjukórnum sem
er karlakór. Þaðan lá leið mín að
Mörðruvöllum II þar sem ég og
fermingarbörnin skrýddust. Áður
en við lögðum af stað til kirkju
fórum við með bæn fyrir athöfn-
inni og deginum eins og venja er.
Athöfnin gekk vel
Athöfnin var falleg og gekk vel
fyrir sig. Góður sem fyrr var
söngur kirkjukórsins. Kirkjugest-
ir tóku vel undir sönginn og
fermingarbörnin 6 fluttu jáyrði
sín og versin skýrt og fallega.
Þetta var fallegur og skemmtileg-
ur hópur sem hafði staðið sig vel
í fermingarfræðslunni og verið
dugleg að nema gildi kristinnar
trúar.
Deilur lagðar til hliðar
Allir lögðu sitt af mörkum til að
dagurinn gæti orðið sem ánægju-
legastur fyrir alla og allar deilur
innan prestakallsins lagðar til hlið-
ar. Kirkjubekkimir voru þéttsetnir
og kirkjugestir komu til að njóta
athafnarinnar með þá bæn í brjósti
aö hún mætti í alla staði fara frið-
samlega fram. Fólk kom með frið í
huga til kirkju vitandi að rétt hafi
verið að málum staðið og lögunum
um „Leysing á sóknarbandi" verið
rétt framfylgt.
Eftir athöfnina var kirkjugest-
um óskað til hamingju með daginn
og myndir teknar af hópnum. Á
eftir var afskrýðst og gengiö frá í
kirkju. Síðan var haldið strax til
fermingarveislu á Möðruvöllum.
Veisla á Akureyri
Næsta fermingarveisla var á Ak-
ureyri og áður en ég mætti þangað
brá ég mér á vorsýningu Myndlist-
arskólans á Akureyri. Þar var m.a.
fýrrverandi nábúi minn og einn af
þátttakendunum í saumaklúbb-
num sem ég er í, Ólafur Sveinsson,
að sýna lokaverkefni sitt.
Eftir málverkasýninguna tóku
fermingarveislumar við hver af
annarri, Akureyri, Þelamörk,
Hjalteyri og sveitin. Mér var hug-
leikin sú innri gleði og hamingja
sem skein úr augum fermingar-
bamanna, innri og ytri fegurð sem
umfaðmaði alla nærstadda. Dagur-
inn var auðsjáanlega í alla staði
hinn ánægjulegasti fyrir þau og
okkur öll.
Sofnaði þreytt eftir
góðan dag
Á heimleiðinni blasti við frá
Hagaásnum eitt það fallegasta sól-
arlag sem ég hef augum litið, þar
sem dimmrauð sólin settist á sjó-
inn milli Hríseyjar og Ólafsfjarðar-
múla. Ég kom heim á miðnætti og
sofnaði stuttu síðar þreytt eftir
góðan dag.“
Sr. Hulda Hrönn M.
Helgadóttir lýsir fyrir
okkur 2. í hvítasunnu,
deginum sem hún
fermdi m.a. í Mööru-
vallakirkju.
DV-mynd Ásgeir Hall-
dórsson
Finnur þú fimm breytingar? 412
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur haná ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
Hafiö þér ennþá engan áhuga á aö kaupa bremsuútbúnaöinn hjá
mér?
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og
sjöundu getraun reyndust vera:
Jenný Magnúsdóttir, Ásdís Erla Erlingsdóttir,
Blöndubakka 6, Gauksrima 11,
109 Reykjvaík. 800 Selfossi
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 412
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík