Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
íþróttir
íslenski landsliðshópurinn í handknattleik,sem staddur er í Kumamoto í Japan. Slagurinn er strangur en vel hefur
gengið hingað til. Ljóst er að islendingar komast í 16 liða úrslit á mótinu og mæta þar að öllum líkindum liði
Norðmanna. Einnig er möguleiki á að ítalir verði andstæðingar okkar. Það þykir mönnum verri kostur enda vitum við
mun minna um ítali en Norðmenn. DV-mynd ÆMK
íslenski landsliðshópurinn á HM í Kumamoto:
- unriir öruggri forystu Þorbjörns og Geirs
BOSCH
Handverkfæri
GWS 21-180 J
Slípirokkur 2100w
45.591,-
GBM
Borvé
1050w
GWS 9-125
Slípirokkur 900w
GFZ16-35 AC Trésverðsög
__ Lofthöggborvél
| GSR 12 VES-2
' Borvél í tösku
með hleðslutæki
BOSC umboðiö aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
R
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
Frammistaða íslenska landsliðs-
ins í handknattleik á HM í
Kumamoto í Japan er á góðri leið
með að verða betri en bjartsýnir
menn þorðu að vona fyrir keppnina.
Þegar þetta er skrifað er leikur-
inn við Litháen að skella á og menn
vonandi að lenda eftir sigurgleðina
í kjölfar leiksins við Júgóslavíu. Að
baki eru sem sagt þrír leikir ís-
lenska liðsins og okkar menn í efsta
sæti riðilsins.
Islenska liðið stóðst prófið gegn
Japan í opnunarleiknum sl. laugar-
dag. Það er mjög erfitt að leika
opnunarleik á stórmóti sem HM og
ávallt erfitt að mæta gestgjöfum
sem gjarnan hafa á sínu bandi fullt
stórhýsi af stuðningsmönnum.
Jafnteflið ásættanlegt
þegar á allt er litið
Vitað var að leikurinn gegn Alsír
yrði erfiður. Lið Alsírbúa leikur
ekki hefðbundinn handknattleik og
margar þekktar handknattleiksþjóð-
ir hafa magalent gegn þessu sterka
liði. Ég segi ekki skemmtilega liði
vegna þess að leikur liðsins er
einfaldlega ekki skemmtilegur.
Hins vegar skilar undarlegur
vamarleikur liðsins oft árangri og
nú ber svo við að Alsír hefur eign-
ast skyttur í fremstu röð. Þessu
fengu okkar menn að kynnast og
niðurstaðan varð jafiitefli. Ásættan-
leg niðurstaða þegar á allt er litið.
Einstakt næði og
væntingar í lágmarki
Það er óþarfi að hafa mörg orð
um leik okkar manna gegn
Júgóslavíu. Betri handknattleik er
vart hægt að sýna. Sannkallaður
toppleikur hvar sem á hann er litið.
Þessi úrslit komu mörgum á óvart.
Einhverra hluta vegna hafa vænt-
ingar verið i hófi fyrir HM að þessu
sinni. Fjölmiðlar hafa farið rólega í
sakirnar og leikmenn landsliðsins
og þjálfari hafa getað unnið að und-
irbúningi liðsins fyrir keppnina í
einstöku næði.
Betri en Danaleikurinn í
Sviss 1986
Sigur íslands á Júgóslavíu, þess-
ari miklu handboltaþjóð, er sá
stærsti frá upphafi. Leikurinn í
heild er sá besti sem íslenskt lands-
lið hefur leikið í fjölmörg ár og
líklega besti landsleikur okkar í
handbolta frá upphafi. Eftir að hafa
skoðað leikinn í þrígang er það mín
niðurstaða. Ég sá leikinn gegn
Dönum á HM 1986 í Sviss og hélt að
þess yrði langt að bíða að landslið
okkar gæti sýnt betri leik. Það gerð-
ist hins vegar gegn Júgóslavíu svo
að um munaði.
Fram undan eru hins vegar erfið-
ir leikir. Litháen hefur sterku liði á
að skipa, betra liði en margir reikna
með. Leikurinn gegn Sádi-Arabíu á
hins vegar að skila tveimur stigum
í hús. Allt annað er stórt slys.
Á meðal þeirra bestu og
verða það áfram
í handboltanum erum við á með-
al þeirra allra bestu og höfum verið
það lengi. Því er ekki að heilsa í
öðrum boltagreinum.
Allt of snemmt er aö spá fyrir um
endanlega útkomu Islands á HM en
sem stendur virðast möguleikamir
fleiri og betri en oft áður. Eftir sig-
urinn gegn Júgóslavíu jókst áhug-
inn á HM í Japan til muna. Nú er
svo komið að allt er að verða vit-
laust hér á landi og hámarki nær
áhuginn væntanlega næsta þriðju-
dag er ísland leikur í 16-liða úrslit-
unum, vonandi gegn Noregi.
Það er ekki skrýtið að almenning-
ur hér á landi skuli vakna um miðj-
ar nætur til að fylgjast með leik ís-
lenska liðsins. I gegnum tíðina hafa
landslið okkar í handbolta náð slík-
um árangri að auðvelt hefur verið
að hrífast meö og vakna fyrir allar
aldir. Þá er ekki spurt að því hve
margar þjóðir heimsins stundi
íþróttina. Spurt er um árangur gegn
liðum annarra þjóða á stórmótum.
Þar standa handboltamenn okkar
framar öllum öðrum sem henda eða
sparka bolta hér á landi.
Landsliöshópurinn, sem nú stend-
ur í ströngu í Japan, er vel skipað-
ur, ekki bara frá handboltanum séð
heldur eru í hópnum íþróttamenn
sem eru til fyrirmyndar í alla staði.
Fyrir hópnum fer þjáifari sem að
mörgu leyti er einstakur „karakt-
er“. Þorbjöm Jensson er sigursæll
þjálfari. Hann er jarðbundinn í öll-
um yfirlýsingum sínum, hefur yfir
að ráða ótrúlega mikilli þekkingu á
íþróttinni og sigurviljinn er slíkur
að víða myndi það hálfa nægja.
Þorbjörn er, hvemig sem allt fer í
Japan, frábær þjálfari og ekki und-
arlegt að forysta HSÍ vildi fá nafn
hans undir nýjan samning áður en
haldið var til Kumamoto.
Til fyrirmyndar eins og
venjulega
Fyrirliði liðsins, Geir Sveinsson,
hefur þegar skipað sér á bekk með-
al fremstu íþróttamanna sem við
höfum átt. Landsleikimir eru orðn-
ir á fjórða hundrað sem er eins-
dæmi í íslenskri íþróttasögu. Geir
er vel til forystu fallinn. I heild er
landsliðshópurinn æsku landsins og
íþróttamönnum framtíðarinnar til
fyrirmyndar. Þetta er og hefur ver-
ið einstakur hópur sem hefur borið
hróður íslands um nær alla heims-
byggðina. -SK
Söluaðilar:
Málningarþjonustan, Akranesi (Handverkfæri). GH verkstæðið Borgarnesi (Bílavara-
hlutirog fl). Póllinn, isafirði (Handverkfæri). KEA, Akureyri (Handverkfæri og fl).
Þórshamar, Akureyri (Bílavarahlutir og fl). KÞ Húsavík (Handverkfæri og bílavarahlutir).
Víkingur, Egilsstöðum (Handverkfæri, bílavarahlutir og (hlutir).Vélsmiðja Hornafjarðar,
Hornafirði (Handverkfæri, bílavarahlutir og fl). Byggingavörur Steinars Árnasonar hf.,
Selfossi (Handverkfæri).
Nýtt farartæki fyrir kr. 96.900.- stgr.
í vinnuna allð vikuna fyrir 200.- kr. í bensín (20 km á dag)
VISA og Euro raðgreiðslur
VÍL4UÓL OC ilíOflJí
Stórhöföa 16 • sími: 587 1135
Hönnun: Gunny Steinþórsson / BOSCH / 06. 96-001 b