Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Side 50
58
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 Jt^"V
kvikmyndir
Regnboginn - Öskrið:
Wes öskrar
á hryllmgsmyndaiðnaðinn svo hann hrekkur upp af
þymirósarsvefhi. Scream er ein alflottasta og skemmti-
legasta hryllingsmynd sem komið hefur fram lengi og
sýnir vel þá möguleika sem búa í hrolivekjunni. Craven
tekur upp þráðinn frá lokainnlegginu til „Nightmare on
Elmstreet“ seríunnar, sem hann átti upphafiö að, og
gengur hér enn lengra í því að spila á sjálfsmeðvitund
hrollvekjunnar.
Sagan er kunnugleg, samansett úr plottum fjölda vel-
þekktra mynda svo sem „Halloween", „Friday the 13th“
og „When a Stranger Caills“ auk „Nightmare on Elm-
street“ sjálfrar (hér er meira að segja Johnny Depp klóni (Skeet Urich)!) og segir frá
ungri stúlku (Neve Campbell) í smábæ sem er ofsótt af sálsjúkum morðingja. Milli þess
sem hann hreflir stúlkuna slægir hann önnur fómarlömb, líkt og formið krefst. En Cra-
ven býður ekki upp á neina einfalda parodíu á gamalkunnugar breflur. Hann sýnir full-
komna þekkingu og næmi á hrollvekjuna og tekst að skapa úr þessum kunnuglegu for-
múlum hressandi og hrellandi hryllingsmynd. Húmorinn og hryllingurinn spila saman
en ekki hvor gegn öðrum, líkt og í frábærri senu þegar öskureiður skólastjóri sveiflar
skærum framan í skelfda nemendur. Craven leikur sér með umræður um þátt fjölmiðla í
ofbeldi, en líkt og í formúluleiknum býður hann ekki upp á neinar einfaldar lausnir, og
hefur hvorki þörf fyrir að hreinsa sjálfan sig af áburði né skapa blóraböggla. Þó mætti
fufltrúinn fyrir fjölmiðlar-geta-líka-verið-góðir (Courteney Cox) verið meira sannfærandi
og einnig fannst mér hinum frábæra handritshöfundi Kevin Williamson fatast flugið í
þunglamalegum lífið-er-allt-ein-kvikmynd athugasemdum sem yfirþyrma seinni hlutann.
Það hefði líka verið gaman að fá fastari tök á formúluklofbragðinu undir lokin, en þegar
allt kemur til alls eru þetta smáatriði sem koma ekki í veg fyrir að þessi mynd hleypi
nýju blóði í kvikmyndategund sem margir höfðu spáð ótímabærum dauða.
Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Kevin Wiiiiamson. Kvikmyndataka: Mark Irwin. Tónlist:
Marco Beltrami. Aðallleikarar: David Arquette, Neve Campbell, Courtney Cox og Drew
Barrymore. Úlfhildur Dagsdóttir
Háskólabíó/Bíóhöllin - Dante s Peak:
Úr öskunni í eldinn
Ef ykkur þykir titillinn minn frumlegur mun myndin
koma ykkur á óvart. Ég er á þeirri skoðun að hann sé
jafn klisjukenndur og Dante’s Peak. Þar reyna eldfiáfla-
fræðingurinn Harry Dalton (Pierce Brosnan) og bæjar-
stjórinn Rachel Wando (Linda Hamilton) að koma
starfsbræðrum sínum í skilning um að tölvuteiknaða
fiallið í bakgrunni bæjarins sé í þann mund aö gjósa.
Ráðamenn draga að lýsa yfir neyðarástandi og engin
furða. Það kallast kapítalísk krísa þegar hagvöxtur og
almannaheill fara ekki saman.
Dante’s Peak er úr flokki stórslysamynda en þær voru
vinsælar á miðjum áttunda áratugnum. Almenningur
fékk þó fljótlega nóg og þegar Sankti Helena gaus 1980 þótti framleiðendum í Hollywood
lítil peningalykt af gosinu. Nú er öldin önnur. í Volcano, sem nýbúið er að frumsýna i
Bandaríkjunum, gýs miðborg Los Angeles og söguþráðurinn 1 sjónvarpsmyndinni
Volcano: Fire on the Mountain er sá sami og í Dante’s Peak.
Dalton er piparsveinn með fortíð og eignast fiölskyldu undir eldfialli. Hann er bráðgáfað-
ur, fiaflmyndarlegur og skiptir ekki skapi. Hann sýnir yfirmanni sínum jafiiaðargeð og
fyrirgefur ömmu Wando þótt hún neiti að koma niður úr fiallinu sínu. Jafnvel hundur-
inn Rufify (Voffi á íslensku) er umborinn þótt hann hlaupi burt á örlagastundu. Áhorf-
endur gætu talið ömmu og voffa beitt harðræði af hálfu handritshöfunda. Slíkt ber þó
vott um óþarfa kaldhæðni.
í Dante’s Peak rignir eldi og eimyiju. Hús hrynja í öflugum skjálftakippum og síðasta
brúin út úr bænum er rifin burt af flóðöldu. Á flóttanum aka aðalhetjumar á jeppa yfir
bráðið hraun og hápunkti er náð þegar þau fara á kænu yfir vatn sem eldgosið hefur
breytt í sýru. Á meðan sýran étur sig smám saman í gegnum botninn á bátnum syngja
þau bandarísku útgáfúna af Kátir voru karlar i máttvana tilraun til að halda geðheilsu.
Þetta er ágætis afþreying með glæsilegum brellum. Uppbyggingin er hæg sem kemur
ekki að sök en myndin dettur þó niður í lokin. Eftir að hafa séð Dante’s Peak gerir maö-
ur sér grein fyrir því hvers konar prump íslensk eldgos eru. Hraunkvikan silast áfram
og nóg er að sprauta á hana vatni eins og Vestmannaeyingar gerðu. Slík eldfiöll eru ekki
útlendingum bjóðandi.
Leikstjóri: Roger Donaldson. Aðalleikarar: Pierce Brosnan, Linda Hamilton, Jamie Renée
Smith, Jeremy Foley og Charles Hallahan. Guðni Elísson
Sambíóin - Private Parts
Misskilningur?
Ég vara ykkur við, kæru lesendur: mjög líklega hef ég
misskiliö þessa mynd. Þetta hef ég beint frá Howard, sem
byrjar og endar mynd sína á því að kvarta yfir að hann
hafi alltaf verið misskilinn (og kemur þannig snyrtilega í
veg tyrir alla neikvæða gagnrýni; hún er byggð á mis-
skilningi). Enda get ég alls ekki skilið hvað þessi sér-
bandaríska kvikmynd um alameríska útvarpsstjömu er
að gera utan landamæra USA. Howard Stem er útvarps-
maður sem byggir frægð sína á þvi að láta allt flakka
hlustendum sínum til óbærilegrar hneykslunar. Hvað eftir annað er hamrað á því að
hann hafi eitthvað mikilvægt fram að færa um bandarískt þjóðfélag og menningu en ef
svo er þá hef ég misskilið það allt saman því ég fann ekkert. Skilaboðin virtust fyrst og
fremst birtast í brjóstaberum konum og brandaramir í kringum þær vora jafhleiðigjam-
ir og þeir era lítið hneykslandi.
Myndin fellur í fríðan flokk amerískra kvikmynda sem upphefia andlega fötlun sem
merki um sakleysi og snifli. Kona Sterns vinnur með andlega vanhefla og fellur Stem
vel í þann flokk, enda virðist hún umbera hann fyrst og fremst sem slíkan. En fyrir utan
sjálft innihaldið tekst handritshöfundunum Len Blum og Michael Kalesniko og leikstjóra
Betty Thomas að skapa dálitið skemmtilegan ramma þar sem sjálfsævisaga Stems er sett
upp sem hálfgert heimavídeó, með tilheyrandi samrana persóna og leikenda, en þama
leika flestir sjálfa sig. Út á þetta og eins og einar tvær til þrjár sniðugar senur (splatter-
mynd Stems ffá háskólaáranum var frábær, útvarpsfullnægingin fyndin og leðurklædda-
veður-dómínatrixan æðisleg) úthluta ég Howard Stem einni stjörnu. En það, eins og ann-
að, er sjálfsagt á misskilningi byggt.
Leikstjóri: Betty Thomas. Handrit: Len Blum og Michael Kalesniko. Kvikmyndtaka: Walt Lloyd.
Aöalleikarar: Howard Stern, Robin Quivers og Mary McCormack. Úlfhildur Dagsdóttil’
irk
k k k l
yrfriCK
an. Presturinn kemur og gefur þau saman en þá
hættir Wally við að gefast upp og lætur umsátr-
ið halda áfram í sex daga í viðbót með ýmsum
skondnum uppákomum. Með hveijum deginum
verða það fleiri sem snúast á band með honum
og brátt er farið að tala um hann sem alþýðu-
hetju.
Þekktir ástralskir leikarar eru í aðalhlutverk-
um: Colin Friels, sem leikur Wally, er talinn
meðal bestu leikara í Ástralíu í dag. Hann er
kvæntur Judy Davis og hafa þau leikið saman í
nokkrum kvikmyndum, meðal annars Hood-
wink, Kangeroo og High Tide. Hann hlaut ástr-
alska „óskarinn" árið 1986 fyrir leik sinn í
Malcolm sem leikstýrt var af Nadia Tass, leik-
stjóra Umsátursins. Friels hefur einnig leikið í
Bandaríkjunum og meðal mynda sem hann
hefur leikið í þar era Class Action, A Good
Man in Africa og Eve of
Destraction.
Jacqueline Mac-
Kenzie, sem leikur
Beryl, eiginkonu
Wallys, er
ekki síður
þekkt í
Ástralíu
og hefur
leikið í
mörgum verð-
launamynd-
og
Þær fáu kvikmyndir sem hingað berast frá
Ástralíu hafa nær undantekningarlaust verið
gæðakvikmyndir. Háskólabíó hefur nú hafið
sýningar á nýrri ástralskri kvikmynd, Umsátr-
inu (Mr. Reliable), þar sem era raktir ótrúlegir
atburðir sem gerðust í raunveruleikanum þegar
smákrimminn Wally Mellish varð frægur i Ástr-
alíu og víðar þegar haft var umsátm- i átta daga
um hús sem hann var í ásamt unnustu sinni
rétt fyrir utan Sidney. Lögreglan hafði komið til
að spyrja hann og handtaka jafnvel fyrir smá-
brot. Wally tekur upp á því að fara að skjóta
skotum út um einn glugganna og þar með er
kominn upp sá orðrúmur að hann sé
hættulegur glæpamaður og sér-
sveitir lögreglunnar og mikill
liðsafli kemur að húsinu.
Wally til imdrunar hagar lög-
reglan sér eins og meiri hátt-
ar skærahemaður sé í gangi.
Þegar Wafly hefur fengið leiða
á leiknum segist hann munu
gefast upp ef hann fái prest til
sín til að gefa
Fjölskyldan sem umsátriö mikla var um, Colin Friels og Jacqueline MacKenzie í hlutverkum sínum.
Stjömubíó hefur hafið sýningar á Blóð og vín
(Blood and Wine), þar sem þeir Bob Rafelson og
Jack Nicholson taka höndum saman enn eina
ferðina, en fyrsta kvikmyndin sem þeir gerðu
saman var Five Easy Pieces, sem gerð var árið
1970. í Blóð og vín leikur Nicholson vínkaup-
manninn Alex Gates, sem lifir lífi hinna nýríku,
rekur ábatasamt fyrirtæki, á aðlaðandi eigin-
konu, kynþokkafulla hjákonu, ekur um á
rauðum BMW og er sjálfúr með dýran
smekk á víni. En ekki er aflt sem
sýnist, hann hefur reist sér
hurðarás um öxl, fyrirtækið er
illa statt fjárhagslega, hjóna-
bandið er í rúst og sam-
band hans við stjúpsoninn
er afar stirt svo ekki sé
meira sagt. Hann hefur
því ákveðið í samráði
við spilafélaga sinn að
stela mifljón dollara
hálsmeni og á þessi
þjófnaður að hjálpa hon-
um til að halda áfram að
lifa því lifi sem hann hef-
ur lifað hingað til. I stað
þess að svo verði er þjófn-
aðurinn byijuninn á endin-
um fyrir Alex Gates.
Fritt lið leikara er mótleikarar
Nicholsons. Judy Davis leikur
eiginkonu hans, nýstimið Jenni
fer Lopez leikur ástkonu hans,
Stephen Dorf leikur stjúpson-
inn og Michael Caine leik-
ur spilafélagann.
Bob Rafelson
hefur átt
mis-
jöfiiu gengi að fagna á þeim tæpum þremur árar-
tugum sem hann hefur starfað í kvikmynda-
bransanum. Hann gerði sína bestu kvikmynd,
Five Easy Pieces, snemma á sínum starfsferli,
klassíska kvikmynd sem hann hefur átt í erfið-
leikum með að fylgja eftir. Rafelson fylgdi Five
Easy Pieces eftir með ágætri mynd, The King of
Marvin Gardens, þar sem Jack Nicholson lék að-
alhlutverkið. Næstu myndar hans, Stay
Hungry, er eingöngu minnst fyrir það að
þar stigu sín fyrstu skref í kvikmynd-
um Sally Field og Arnold
Schwarzenegger. Hann náði sér
aftur á strik í The Postman
always Rings Twice og aftur
var það Jack Nicholson sem
lék aðalhlutverkið, nú á
móti Jessicu Lange, sem í
þessari kvikmynd skaust
upp á stjörnuhimininn. Af
síðar myndum Rafelsons
er vert að minnast saka-
*•> málamyndarinnar Black
Widow, þar sem þær Debra
Winger og Theresa Russell
fara á kostum, og Mountains
of the Moon, sem fiallaði um
leitina að uppruna Nílar.
Jack Nicholson
leikur vínkaupmanninn Alex
Gates sem er meö
allt niðrum sig.