Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Fréttir Guðrún Pétursdóttir: _No comment Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Há- skólans og fyrrum forsetaframbjóð- andi, hvorki játaöi því né neitaði í samtali við DV í gær að henni hefði verið boðið að taka 8. sætið, baráttu- sætið, á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjómarkosninum. „No comment" voru hennar einu ummæli en DV hefur fyrir því traustar heimildir aö leitað hafi ver- ið til Guðrúnar í þessum tilgangi eins og greint var frá sl. laugardag. Jafnvel frá æðstu stöðum innan flokksins. Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðs sjáffstæðisfélaganna í Reykjavík, vildi lítið um málið segja er rætt var við hann í gærkvöld. Sagði það í verkahring kjömefndar að koma með tillögur að uppstill- ingu á lista og þær tillög- ur myndu ekki liggja fyr- ir fyrr en eftir áramót. Á meðan væri engar fréttir að hafa af skipan listans. Hann vildi ekkert um það segja hvemig honum litist á að fá Guðrúnu á listann. Hvorki náðist í formann kjör- nefhdar, Svein Skúlason, í gærkvöld né Áma Sigfússon, oddvita sjálf- stæðismanna í borgarstjóm. í DV á laugardag var haft eftir honum að ekkert hefði verið rætt við sig um þessi mál. Þegar haft var samband við Ingu Jónu Þórðardóttir borgar- fúlltrúa vildi hún ekkert tjá sig um málið. -bjb V iðskiptaráðuneytið: Veit ekki hvenær ég byrja - segir Björn Friðfinnsson Björn Friðfmsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins, mun á næsta ári hefja aftur störf sem ráðuneytisstjóri samkvæmt samningi sem við hann var gerður þegar hann kom heim frá störfum fyrir EFTA fyrir um ári. Samkvæmt samningnum hefur hann störf í síðasta lagi í lok næsta árs. Björn veit hins vegar ekki hvenær á næsta ári hann mun hefja störf. í dag vinnur hann fyr- ir ráðuneytið að kynningu á EES- samningnum auk þess sem hann sinnir ráðgjafarstarfi. Núverandi ráðuneytissfjóri, Hálfdán J. Kristjánsson, mun því láta af því starfi einhvern tímann á næsta ári. -KJA Akranes: Brotist inn í sex bíla Brotist var inn í sex bíla í Grundahverfi á Akranesi í fyrri- nótt. Þaðan var stolið geislaspilur- unum, útvörpum og geislaplötum. Rúður voru brotnar í þremur bíl- um en hinir þrír reyndust ólæstir. Lögreglan leitar þjófanna eða þjófsins og biður fólk um upplýsing- ar um grunsamlegar mannaferðir á þessum stað um nóttina. -bjb Höfn í Hornafirði: Slagsmál í verbúðum Lögreglan á Höfn í Homafirði var kölluð að verbúðunum í fyrrinótt vegna slagsmála sem þar voru í gangi. Ólætin voru stöðvuð með því aö færa burtu einn slagsmálahundinn og leyfa honum að sofa ölvímuna úr sér í fangaklefa. í gær var ekki búið að leggja fram kæru vegna slags- málanna og óvíst hvort þaö ger- ist nokkuð. -bjb Bílvelta við Seljalands- foss Bíll valt skammt frá Selja- landsfossi um kvöldmatarleytið á laugardag. Tvennt var í bílnum og þurfti að flytja ökumanninn á sjúkrahús í Reykjavík. Meiðsl hans voru þó ekki alvarleg, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hálka var og sviptivindasamt þegar óhappið átti sér stað. Bíll- inn fór eina veltu áður en hann stöðvaðist. -bjb Þessar hressilegu stúlkur, Jóhanna Steingrímsdóttir, t.v., og Þóra Björk Eysteinsdóttir, brugðu sér í gervi kátra jólasveina þar sem Ijósmyndari DV rakst á þær í vinnu sinni í Kringlunni í gær. DV-mynd Hilmar Þór. Vestmannaeyjar: Barði konu tvisvar sinnum á öldurhúsi Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum þurfti hún að hafa óvenjumikil afskipti af partium í heimahúsum um helgina, einkum í fyrrinótt. Margsinnis var kvartað yfir ölvun og ólátum nágrannanna. Einungis einn þurfti þó að gista fangaklefa lögreglunnar. Ölvaður karlmaður var færður þangað að- faranótt laugardags eftir að hafa barið konu á öldurhúsi tvisvar sinn- um í andlitið. Ekki var um eigin- konu eða sambýliskonu mannsins að ræða heldur kom til einhvers ósættis á milli þeirra .-bjb Eldur í fiskverkunarhúsi á Dalvík: Hélt að Eldur kom upp í fiskverkunarhús- inu Norðurströnd á Dalvík í fyrri- nótt. Slökkviliðið kom skjótt á vett- vang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Skemmdir urðu töluverðar vegna reyks en eldurinn var einangr- aður við tækjaherbergi þar sem talið er að hann hafi komið upp. Eldsupp- tök eru að öðru leyti óljós. Að sögn Þorsteins Más Aðalsteins- allt myndi brenna sonar, framkvæmdastjóra Norður- strandar, er óljóst hvort fiskur í ná- lægum frystiklefa hafi skemmst. Sam- kvæmt ráðgjöf tryggingarfélagsins var klefinn ekki opnaður í gær en verður líklega gert í dag. „Það er líklega lán i óláni að ófrá- gengið vatnsrör að einni frystivélinni brann í sundur þannig að vatnið úð- aðist yfir eldinn. Skemmdir urðu að minnsta kosti minni en reykurinn frá húsinu benti til í upphafi. Maður hélt að allt myndi brenna til grunna," sagði Þorsteinn. Engin starfsemi hafði farið fram hjá Norðurströnd síðan á fostudag. Þorsteinn sagði að enginn fiskur yrði verkaður í húsinu daga, byrjað yrði á þrifum og tiltekt eftir brnnann. -bjb Akureyri: Gengu hús úr húsi vegna ammoníaksleka DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri gekk í hús við Furulund síðdegis á laugardag og bað fólk að loka vel gluggum á íbúð- um sínum vegna ammoníaksleka í Mjólkursamlagi KEA þar skammt frá. Starfsmaður í Mjólkursamlaginu, sem var fyrir tilviljun staddur á vinnustað, varð var við er viðvörun- arkerfi fór í gang en olíurör í kæli- kerfi hafði brotnað. Manninum tókst að loka fyrir kerfið en gerði um leiö lögreglu og slökkviliði viðvart og var fjölmennt lið kallað á vettvang. Næsta íbúðabyggð er í um 200 metra fjarlægð viö Furulund og vegna ammoníakslekans var íbúum þar gert að loka vel að sér en nokkur ólykt var. Ekki varð alvarlegt hættu- ástand og má e.t.v. þakka það að starfsmaður skyldi vera í samlaginu þegar óhappið átti sér staö. -gk DV Stuttar fréttir Steingrímur og P&S Steingrímur Hermannsson segir í viðtali við Stöð 2 að koma þurfi í veg fyrir að auður safnist á of faar hendur. Að hans mati getur Seðlabankinn lagt sitt af mörkum hvað þetta varðar. Stein- grímur vill að almenningur eign- ist Póst og síma I framtíðinni en ekki örfáir einstaklingar. Upphlaup Sturla Böðvarsson, þingmaðiu- Sjálfstæðisflokksins, segir að yfir- lýsingar starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur um aö loka þurfi um 100 sjúkrarúmum-séu upphlaup. Borgarstjóri Reykjavíkur er nýbú- inn að undirrita samninga sem þýða að þetta geti varla staðist, að hans mati. RÚV segir frá. Heil- brigðisráðherra segir ummælin ótímabær og að faghópur verði settur í málið. Hótel Flugleiðir Flugleiðum er heimilt að stofna hlutafélag sem yfirtekur rekstur hótela fyrirtækisins og Feröaskrif- stofa íslands. Samkeppnisstofnim hefúr heimilað hlutafélagið en set- ur þó ýmis skilyrði sem fyrirtæk- ið þarf að uppfylla. Um tvær hót- elkeðjur verður að ræða, annars vegar heils árs hótel og hins vegar smnarhótel. RÚV segir frá. Friðrik með lífvörð Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður þurfti að ráða sér lífvörö meðan hann lá á sjúkrahúsi í Grikklandi vegna þess hversu opið og frjálslegt sjúkrahúsið var. Morg- unblaðið greindi frá. Öryggi jólaljósa Stærstur hluti jólaljósa á is- lenskum markaöi uppfyllir örygg- iskröfur en þó má bæta úr ýmsu. Rannsókn sýndi að 22% jóla- ljósanna voru ekki nægilega ör- ugg. Helst bar á að viðvaranir vantaði. Fólk er varað við að nota inniljós úti, skipta þarf um brotn- ar klær og bilaðar snúrur og ekki skal nota of sterkar perur. Rúv segir frá. Góðæri sjávarútvegs Árið 1997 er metár í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt fféttum Stöðvar 2. Flotinn hefur aldrei veitt jafnmörg torrn og í ár. Mikið góðæri þykir vera í fiskveiðum um þessar mundir og er þorskur farinn að finnast á fleiri stöðum en áður. Telja menn þetta vera ár- angur friðunaraögerða síðustu ára. í ofanálag hefur þorskverð hækkað talsvert undanfarið. Færri stútar við stýri Þriðjúngi færri ökumenn hafa verið teknir fyrir ölwm við akstur i desember í ár en á sama tíma í fyrra. Lögreglan þakkar auknum áróðri þennan árangur. Stöð 2 sagði ffáþessu. Árni og sinfónían Fjöllistamað- urinn Ámi Johnsen frum- flutti Stórhöfða- svitu sína í átta vindstigum á laugardag. Tón- verkið var flutt af bandi á Stór- höfða í átta vindstigum. Verkið verður flutt fyrir alla landsmenn á rás 1 milli jóla og nýárs. Þingeyingar og loftið Samkvæmt könnun meðal inn- lendra ferðamanna eru Þingeying- ar montnir. Ferðamálafrömuðir í Þingeyjarsýslu hyggjast nýta sér þetta við ferðamannaiönaðinn, að sögn Stöðvar 2. Samkvæmt sömu könnun er gott veður eitt af ein- kennum Akureyrar. -KJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.