Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 39 Explorer má ekki samhæfa Windows Microsoft er ekki heimilt að skylda tölvu- framleiðendur til að taka vef- ráparann Inter- net Explorer inn í tölvur sem keyra á Windows 95. Þetta er sam- kvæmt dóms- úrskurði sem kveðinn var upp á fímmtu- dag. Fyrirtæk- ið þarf hins vegar ekki að borga dagsektir eins og ráðu- neytið hafði krafist. I úrskurðinum segir meðal annars að það geti ekki talist mikil byrði á fyrirtækinu að aðskilja þessar tvær vörur, enda væri það gert i markaðssetningu þeirra. Það verði að gera fólki kleift að velja sjálft hvort það viU flakka um vefinn á Explorer eða Netscape. í réttarhöldunum hélt Microsoft því fram að með því að samhæfa Internet Explorer og Windows 95 sé fyrirtækið hreinlega að verða við óskum neytenda. Sérfræðingar höfðu hins vegar áhyggjur af því að fyrirtækið samhæfði enn fleiri af forritum sínum Windows 95 ef úrskurðað hefði verið því í vil. Lög- fræðingur Microsoft lét meira að segja þau orð falla að samhæfa mætti forrit á borð við Microsoft Word við Windows 95 og jafnvel láta þau vera hluti af stýrikerfinu. Sigur fyrir neytendur Flestir hafa tekið þessum tíðindum fagnandi. Meðal þeirra var Joel Klein saksóknari sem sagði að úrskurðurinn væri sigur fyrir neytendur. Hann segir þetta staðfesta það álit sitt að enginn eigi að njóta skerts valfrelsis einungis vegna þess að fyrirtækjunum væri gert tilboð sem þau gætu ekki hafnað. Netscape, aðalkeppinaut- ar Microsoft, hefur einnig fagnað þessu og telur þetta auka val neyt- enda. Intemet Explorer hefur smám saman verið að draga á Netscape með markaðs- hlutdeild á ráparamark- aðnum og hefur nú um 40% hlutdeild á móti 60% hjá Netscape. Talsmaður Microsoft segir að tilfinningarnar séu blendnar en er þó glaður með að dómurinn studdi Microsoft í vissum málum. Fyrirtækið er enn sannfært um að samhæfing Windows 95 og Internet Explorer komi neytendum til góða. Hvað um Windows 98? En það er ekki allt fengið með þessum úrskurði. Hann nær nefni- lega aðeins yfir Windows 95 en ekki Windows 98 sem er væntanlegt um mitt næsta ár. Intemet Explorer verður samhæft því stýrikerfi. Þetta finnst mörgum vera mikill galli við beiðni stjómvalda um takmörk á slíku. Margir hafa áhyggjur af því að þegar Windows 98 kemur út verði engin samkeppni lengur í þessum geira. Þá er ekki svo fjarlægt að orðin sem lögfræðingur Microsoft lét falla gætu orðið að veruleika. Til að breyta því verði dómsmálaráðherra Bandarikjanna að höfða annað mál. Sérfræðingar gera ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað til hæstarétt- ar, sama á hvom veginn úrskurðað verður. -HI/Reuter — artni Einkaréttur á Rnal Fantasy Eidos Interactive hefur gert sam- komulag við Square Co. um að fyrr- nefnda fyrirtækið hafi einkarétt á aö gefa út Final Fantasy VII fyrir PC- tölvur. Þessi leikur hefur þegar selst í 3,2 milljónum eintaka í Japan fyr- ir Playstation-leikjatölvur og er þeg- ar orðinn mest seldi leikurinn fýrir þessar tölvur. PC-útgáfa af leiknum er væntanleg um mitt næsta ár í samvinnu þessara fyrirtækja. Þessi leikur er mjög ttarlegur og fullur af margs konar gögnum og sem dæmi má nefna að hann mun koma út á þremur geisladiskum. James Bond á Playstation MGM Interactive vinnur nú að þró- un leiks sem byggist á nýjustu James Bond-mynd- inni, Tomor- row Never Dies, sem var frum- sýnd hér á landi nú um helgina. Lit- ið er á þenn- an leik sem nokkurs kon- j ar svar viö leiknum Golden Eye sem var gef- inn út fyrir Nintendo- leikjatölvurn-1 ar eftir að stöasta Bond-mynd var frum- sýnd. í þess- ] um nýja leik ' er hægt að sjá Bond t kappakstri, sundi og sktðum. Það verður einnig ýmislegt í þessum leik sem haröir Bondaðdáendur ættu aö kannast viö bæöi úr nýjum og gömlum mynd- um. Búistervið að þessi leikurverði kominn t verslanir haustiö 1998. Westwood kaupir Panoptic Westwood Studios varð greinilega svo hrifið af grafíkinni I leiknum aö þaö hefur nú keypt fyrirtækiö sem sá um hana. Þaö fyrirtæki heitir Panoptic og er staösett t New Jers- ey. Westwood er hins vegar stað- sett í Las Vegas. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þessi kaup starfa á þess- um stööum áfram. I fréttatilkynn- ingu frá Westwood kemur fram að Panoptic muni koma með töluveröa grafík til fyrirtækisins. Ekkert var hins vegar sagt um hvort ætlunin væri aö fara í samkeppni á tölvu- leikjamarkaðnum. Starcraft seinkar Þeir sem bíða spenntir eftir því aö Starcraft komi á markað þurfa víst aö bíða eitthvað aðeins lengur en áætlað var. Þessi leikur átti að vera kominn út en nú hefur komiö tilkynn- ing frá framleiöanda leiks- ins, Blizzard Entertainment hefur staðfest að hann muni koma út í janúar. Ekki voru gefnar neinar ástæður fyr- ir þessari seinkun. Nú er aö sjá hvort fyrirtækið standi við orö sfn. Fölsk fráttatilkynning Einhverjir óprúttnir náung- ar gerður sér lítið fyrir og sendu frá sér ranga frétta- tilkynningu þess efnis að útgáfu á Quake II heföi ver- ið seinkað. Vitað er að þessi tilkynning olli töluveröum leiðindum meðal margra ein- lægra aðdáenda þessa leiks. Forsvarsmenn hafa opinber- lega harmað aö þessi mfeskilning- ur hafi komið í Ijós. Þegar þetta er ritað átti leikurinn aö vera kominn út í Bandaríkjunum og ekki er ann- aö vitað en aö svo sé. „Vúllí Pulb“ -fyrir þá sem forðast kulda en vilja líta vel út! Wooly Pully flispeysa: Þessi peysa hefur slegio í qegn á Norðurlondunum. Hentar sérlega veltilallrar útivistar. Vatnsheld. Verð aðeins 8.900,- REIÐLIST SKEIFAtt 7 - SÍKI: 611 1080 - FAX: Sll 107S Áskrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV Tölvutilboð Miðheima og DV: Flestir nýgræð- ingar Um 200 áskrifendur nýttu sér tilboð blaðsins og Miðheima um kaup á ódýrri tölvu og samtals yfir 300 manns gerðust áskrif- endur að Miðheimum. Tilboðið, sem ber nafnið Greið leið á Intemetið, gildir til jóla. Karl Pétur Jónsson, verkefnis- stjóri hjá DV, segir að stærsti hluti þeirra sem tekið hafi til- boðinu hafi lítið kynnst Netinu. Það sem komi hvað mest á óvart sé að um þriðjungur þeirra sé kominn yfir miðjan aldur. Karl Pétur telur það vera vísbend- ingu um að Netið sé að bijóta af sér öll kynslóðabönd og sé að verða samskiptabúnaður alls al- mennings. Til þess að greiða fólki leið um Netið hafa samstarfsaðilar DV sett upp nauðsynleg net- forrit á tölvuna fyrir hvem og einn kaupanda. íbúum á höfuð- borgarsvæðinu hefúr síðan ver- ið boðið að fá tölvuna senda heim og einnig aðstoð við upp- setningu. -HI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.