Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 32
40 MANUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Tifið er ekki bara í heilanum: Um dásemdir W i n u, „ii „ i'i % í fyrstu sígarettu | \ 1 dagsins | LllVullldlVII UIVIVull IIIVl 1 1 að fyrsta sígaretta dagsins er alltaf sú besta. Vísindamenn telja sig nú hafa skýringuna á því hvers vegna svo er. Nikótín, eins og önnur ávanabindandi efni, verkar á taugafrumur i heilanum sem bregðast við dópamíni, efni sem stýrir hugarástandi og mótar mannlega hegðun. Rannsókn, sem John Dani og fleiri við Baylor-læknaskól- ann í Houston í Texas gerðu, sýndi fram á að starfsemi dópamín-taugafrumnánna jókst í fyrstu af völdum nikótínsins en síðan urðu þær smám saman ónæmari fyrir því. Texasbúarnir segja frá rannsókn sinni í vísindaritinu Nature, Nikótínmagnið í líkamanum minnkar á meðan sofið er og því er nikótínskammturinn úr fyrstu sígarettunni svona ánægjulegur. Ánægjan fer síð- an minnkandi eftir því sem líður á daginn og meira er reykt. Ekki einhugur um skóganna Hópur þýskra vísindamanna er ekki sammála því mati sér- fræðinga Evrópusambandsins að skógar Evrópu séu að deyja. Þjóðverjamir telja ein- faldlega að tæknin, sem notuð er til að mæla heilbrigði trjáa, sé ekki nógu góð. Núverandi tækni byggist á því hvort trén fella lauf í ótíma. Þýsku vísindamennimir segja aftur á móti að tré geti fellt mikið af laufum eitt árið vegna streitu en síðan endur- heimt þau árið eftir. Frá þessu segir í tímaritinu New Scient- ist. Ekkert sameiginlegt með Neanderdals- mönnum Nútímamaöurinn og Neand- erdalsmaðurinn lifðu í þúsund- ir ára samtímis á jörðinni, stundum meira að segja hlið við hlið. Maður gæti því kannski ímyndað sér að þeir hefðu getið böm saman og af- kvæmin orðið forfeður okkar Evrópubúa. Svo mun þó ekki vera. Nýjar rannsóknir sem gerð- ar vom á DNA úr bæði Neand- erdalsmönnum og nútima- manninum sýna að þeir eiga afskaplega lítið sameiginlegt þegar erfðaefni er annars veg- ar. Rannsóknimar leiddu einnig í ljós að þessar tvær manntegundir aðgreindust fyr- ir 550 þúsund til 690 þúsund árum. Það mun vera eitthvað eistum karlmannanna Líkamsklukkan okkar, þetta dásamlega innra úrverk sem kemur manni niður á kvöldin og upp á morgnana, er sennilega ekki bara í kollinum, að minnsta kosti þegar karlpeningurinn er annars vegar. Hún er líklegast líka í eistunum. Vísindamenn voru til skamms tíma þeirrar skoðunar að líkams- klukku okkar mannanna væri eingöngu að finna í heilanum, á stað sem er fyrir ofan sjóntauga- víxlin. Ný rannsókn sem sagt er frá i nýlegu hefti tímaritsins Nat- ure, leiddi aftur á móti í ljós að klukkur þessar tifa hugsanlega um allan líkamann. Klukkurnar, sem stjómast af mismunandi genum eftir dýra- tegundum, bregðast við þeim breytingum sem verða á birtunni yfir daginn og einnig við þeim hægfara breytingum sem verða á því yfir allt árið. í flugum, músum og mönnum kallast genið tímagenið. „Það kom nýlega í ljós að tímagenið finnst í mönnum,' segir Steve Kay, frrnnu- líffræðingur við Scripps rannsóknarstofnunina í San Diego í Kalifomíu. „Staðurinn þar sem það kemur hvað skýrast fram í músum, og ég held einnig í mönnum, er eist- un.“ Kay og fleiri vísindamenn, meðal annars frá Brandeishá- skóla í Boston, rannsökuðu ávaxtaflugur til að ganga úr skugga um hvar genið var virkt þegar það stillti dægurrytma lík- amans. Vísindamennimir splæstu marglyttugeni við tímagen ávaxta- t flugunnar sem fyrir vikið varð sjall- lýsandi grænt. Flugurnar vom siðan skoðaðar imdir smá- sjá. Tímagenið reyndist vera út um allan skrokk skordýrsins: í meltingarveginum, í munninum, á löppunum og víðar. Þá var gripið til enn frekari genasplæsingar. í þetta sinn vom notuð gen úr eldflugum og fyrir tilstilli þeirra komust vísinda- mennimir að þvi hvaða líkams- klukkur tifuðu í ávaxtaflugun- um. Að sögn Kays miðaðist gang- ur margra þeirra við einn sólarhring. Það sást á því að ávaxtaflugumar gáfu frá sér dauft gult ljós sem síðan dofnaði eftir því sem á dag- inn leið. Þetta gerðist alveg óháð heilum flugnanna. Niðurstöð- ur rannsókna þessara gætu varpað ljósi á kvilla eins og vetrarþung- lyndi sem þjakar marga aðra Norður- álfubúa en okkur Islend- inga. Náttúran getur stundum leikiö börnin sín grátt. Þessi tvíhöfða pýtonslanga er til vitnis um það. Slangan fannst fyr- ir skömmu á Sri Lanka. Hún hefur tvo starfandi heila og er við góöa heilsu aö sögn vísindamanna sem hafa skoö- aö hana. Kvikindiö veröur til sýnis í dýragaröinum í Colombo, höfuöborg Sri Lanka. Háhyrningar í frisbíleik með gaddaskötur Háhymingar í frisbí? Hljómar einkennilega en það er nú samt einmitt það sem þeir gera í hafinu norður af Nýja-Sjálandi. Hvalimir kasta þó ekki milli sín litlum plast- diskum, eins og strandljón í mann- heimum, heldur gaddaskötum, sem sumar em allt að tveggja metra breiðar. Hvalir þessir em kunnir að því að leika sér að mat sínum áður en þeir sporðrenna honum. Það var þó ekki vitað til að þeir legðu gaddaskötur sér til munns, hvað þá að þeir köstuðu þeim á milli sín. í grein í danska blaðinu Jyllands-Posten segir að það hafi verið ástralska vísindakonan Ingrid Visser frá háskólanum í Auckland á Nýja-Sjálandi sem upp- götvaði þennan leikaraskap há- hyminganna. Hún var þá að rann- saka hafið umhverfis Norðureyju, á Nýja-Sjálandi. Svo virðist sem háhymingamir kasti skötunum svona á milli sín til að geta gripið þær með kjaftin- um án þess að stinga sig á hinum hættulega oddhvassa hala. Ingrid Visser fylgdist með því þegar nítján háhymingar sporð- renndu 55 skötum af þremur mis- munandi tegundum. í eitt skipti gleyptu tveir hvalir í sig átján skötur á aðeins sex klukkusflmd- um. Skötuveiðamar hefjast með því að einn háhymingurinn kafar nið- ur í leit að fiski. Þegar hann finn- ur bráðina lætur hann félaga sína vita, grípur skötuna með kjaftin- um og fer með hana upp að yfir- borðinu. Þar með getur frisbíleik- urinn hafist, með tveimur eða jafn- vel fleiri þátttakendum. Visser telur tvær skýringar á þessu atferli háhyminganna hugs- anlegar. í fyrsta lagi séu þeir með leik sínum að koma því þannig fyr- ir að þeir geti gleypt skötuna án þess að stinga sig á halanum, eins og áður segir. Nú eða þá að þetta sé aðferð þeirra til að kenna ungvið- inu hvemig fara skuli með hættu- lega bráð. Þurr- hreinsiefni bendluð við fósturlát Konum sem starfa í þurr- hreinsunum er hættara en öðr- um konum við að missa fóstur. Læknar telja að ástæðunnar sé hugsanlega aö leita í hreinsiefni sem notað er í slíkum efnalaug- um. Samkvæmt rannsókn sem vís- indamenn í London gerðu varð fósturlát hjá tuttugu prósentum kvenna sem vinna í þurrhreins- unum þar sem hreinsiefnið perklóretilín er notað. Það er nærri tvisvar sinnum meiri tíðni fósturláta en hjá konum al- mennt. Einnig kom á daginn að þær konur sem stjómuðu vélum sem nota efhið misstu oftar fóstur en samstarfskonur þeirra. „Niðurstöður þessarar rann- sóknar benda til að hugsanlega sé meiri hætta á fósturláti hjá þeim konum sem komast í snertingu við mikið magn perklóretilíns en ekki hjá þeim sem vinna með lítið af efiiinu,“ sagði Pat Doyle sem stjómaði rannsókninni. Vísindamennirnir skoðuðu 3500 konur sem unnu í þurr- hreinsunum bæði fyrir með- gönguna og á meðan á henni stóð. Aðrir áhættuþættir, svo sem aldur konunnar, voru einnig teknir með í reikninginn. Niðurstöðm- ensku könnunar- innr hníga í sömu átt og niður- stöður sænskra og bandarískra rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.