Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 18
18 Fréttir MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 > '-elsi " KOHVJ* Bætt kjör kvenna skila sértil barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. í i hjálmrstofnun Vnr; KIRKJUNNAR — hcima og heiman ÁRVÍK Armúla 1- _ Sími 568 7222 - Fé Kentruck kemur Pottaskefill til byqqða. Apisgs^roraNi! Jólostóllinn I997I SflVO 31 Vandaöur skrifborðsstóll. Hæðorstillanlegt, fjoðrondi bok sem hægt er oð festo í hvoðo stöðu sem er. Porket- hjól, sérstoklego slitsterkt óklæði. 5 óro óbyrgð. Verð til jólci aðeins kr. 11.900 Býður nokkur bctur? epol Skeifunni 6, sími 568 7733 Veltan í laxveiðileyfum um milljarður króna: Færri laxar veiddir en fleiri krónur Þrátt fyrir aö stutt séð síðan síöasta veiðisumar var úti og færri laxar komu á stangir veiöimanna virðist sumariö vera gleymt og grafið hjá mönnum meö veiðidellu. Eða er veiði- skapurinn bara svona hrikalega della? Veiðimenn geta bara alls ekki stoppað. Veiðileyfasalan fyrir næsta sumar er komin á fullt og hljóðið virðist vera gott í þeim leigutökum sem við heyrö- um í í vikunni. Veiðileyfi í Laxá á Ásum eru næstum fullseld fyrir næsta sumar og færri komast að en vilja, þrátt fyrir að áin gefi ekki eins mikla veiði og fyrir fáum ánrni. Reyndar stendur hún sig vel miðað við stang- arfjölda. Dýrustu dagarnir eru að fara á sama verði og í fyrra, um 170 þús- und bestu dagamir stöngin. Það virð- ist bara vera flott að veiða í Laxá á Ásum, þrátt fyrir færri laxa á stöng- ina. Laxá mun halda sinni sölu um ókomin ár þrátt fyrir áföll. Laxá í Dölum var ekki í sínu besta formi í fyrra, en vel hefur gengið að selja veiðileyfi í hana. Fáir dagar eru eftir í ánni næsta sumar. Laxaíjöldinn virðist ekki skipta eins miklu máli hjá veiðimönnum og áður. Líklega hefur verið sleppt um 200 löxum aftur í veiðiámar í fyrra og þá flestum í Vatnsdalsá í Húnavatns- sýslu. En löxum var sleppt víðar en þar, eins og í Haftjarðará, Miðfjarð- ará, Laxá á Ásum og Hrútafjarðará svo einhverjar séu nefndar til sögunn- ar. Veiða og sleppa er komið til að vera, þó auðvitað drepist alltaf ein- hverjir laxar þegar þeim er sleppt aft- ur. 700 milljónir í seld veiöileyfi Veiðileyfamarkaðurinn er orðinn mikill um sig og veltan á síðasta ári hefur verið kringum einn milljarður. Góð laxveiðiá veltir um 35-40 milljón- um á ári, en hérlendis em um 20 veiðiár með þessa veltu. Sem gæti þýtt að það er verið að selja laxveiði- Nor&urá í Borgarfir&i er vei&iá í toppformi og veltan er um 40 milljónir á hverju ári í sölu veiöileyfa. Á myndinni eru kátir veiöimenn, Gu&laugur Berg- mann, Gu&rún Bergmann, Kristján Gu&jónsson, Fri&rik Þ. Stefánsson, Mar- grét Hauksdóttir og Ólafur Haukur Ólafsson viö Laxfoss meö 10 laxa. DV-mynd G.Bender Barna-moonboots hlý og góð jólagjöf °g svart lakk, silfur St. 20-34 Verð 2.290 - 2.790 smáskór I bláu húsl vlð Fákafen Slml 568 3919 leyfi fyrir um 700 milljónir. Veiðiá eins og Laxá á Ásum er að gefa í sölu um 15-16 miUjónir á sumri. Það þykir gott fyrir ekki stærri veiöiá en Laxá er. En þrátt fyrir Utla sem enga lækk- un, frekar hækkun á miUi ára, Uggur það á borðinu að laxamir veröa færri og þeir kosta líka meira. Dráp er veiðimönnum ekki eins mikUs virði og fyrir fáum árum. Orri Vigfússon hefur unnið sigur með veiða- og sleppa- umræðunni. Löxum hefur ver- ið sleppt í ríkari mæU en áður. Innan fárra ára verður kannski flestum löx- um sleppt aftur í ámar. Stangaveiöifélagiö haföi sitt fram Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur breytt miklu á veiðimarkanum síð- ustu árin, eða aUt síðan Friðrik Þ. Stefánsson kom inn i félagið. Leigu- mál veiöiánna hafa verið sett í hakka- vél og svo sannarlega '.erið unnið í málunum. Áhættan var mest hjá þeim sem leigðu veiðiámar fyrir 10-12 árum, en þessu hefúr verið snúið við og minni laxveiði hefur verið tekin inn í dæmið. Stangaveiðifélagið hefúr breytt miklu um hugarfarið á mark- anum. G.Bender Hákarlaverkunin í fullum gangi: Gott fyrir kynhvötina „Ég fékk nægan hákarl fyrir mína viðskiptavini. Tíðarfarið hef- ur verið í lagi fyrir verkunina þannig að við náum að framleiða gæðavöru," segir Sigurður Hólm Guðmundson, hákarlaverkandi í Reykjavík. Hann hefur áratuga- reynslu af hákarlaverkun en hann hóf ungur verkun austur á Vopna- firði en hefúr undanfarin ár verk- að á Kjalamesi. Hann segir hákarlinn vera að vinna á hjá þjóðinni. „Hákarlinnn nýtur vaxandi vin- sælda. Maður tekur eftir því að unga fólkið er fariö að taka við sér enda er þetta bæði hollt og einstakt hnossgæti," segir hann. „Hákarlinn er góður fyrir mag- ann. Ég þekki dæmi um að menn hafa verið orðnir illa haldnir þegar þeir hófu að neyta hákarls og náðu fullum bata,“ segir hann. Hann segir að auk hollustunnar hafi hann haft af því spurnir að há- karlinn hafi náð að hressa við ein- staklinga sem bjuggu við skerta kynhvöt. „Maður hefur heyrt að þetta bæti úr hjá fólki þar sem kynhvöt- in hefur látið undan síga,“ segir Sigurður Hólm. -rt Sigur&ur Hólm Guömundsson hákarlaverkandi stoltur meö afur&ir sínar. DV-mynd S Snæfellsbær: íþróttahús á 140 milljónir DWesturlandi: Undirbúningur að fjárhagsáætlun fyrir árið 1998 er í fúllum gangi þessa dagana i Snæfellsbæ að sögn Guðjóns Petersens bæjarstjóra. „Stærsta verkefnið verður tví- mælalaust bygging nýs íþróttahúss í Ólafsvík. Útboö hefur farið fram meðal arkitekta í hönnunarsam- keppni. í forvali er búið að velja 3 stofur sem munu keppa um hönnun hússins samkvæmt keppnislýsingu. Miðað er við að húsið uppfylli all- ar kröfur íþrótta innanhúss, þar á meðal verður löglegur handbolta- völlur sem er stærsti völlur sem er notaður innanhúss. Þá á húsið að falla vel að umhverfinu sem það verður byggt í. Það má ekki kosta meira en 140 milljónir. Þær þrjár stofur sem keppa um hönnunina eru Arkþing, Glámakín og Batteríið. íþróttahúsinu hefur verið valinn staður á milli Ólafsvík- urkirkju og grunnskólans, nánar til- tekið við Engihlíð í Ólafsvík," sagði Guðjón Petersen í samtali við DV. -DVÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.