Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997
55
x>v
Sviðsljós
Vinir söngkonunnar áhyggjufullir:
Whitney stríðir við
fíkniefnavanda
Vinir söng- og leikkonunnar
Whitney Houston óttast að hún hafi
ánetjast flkniefnum. Telja vinimir
að hún hafi smitast af lífsstíl eigin-
mannsins, Bobbys Browns.
Tveir lífvarða Whitney hafa
einnig sagt að söngkonan eigi við al-
varleg fikniefnavandamál að stríða.
Lífvörðurinn David Roberts hefur
skrifað átta síðna langt bréf til lög-
fræðings Whitney þar sem hann
fullyrðir að læknar hafi varað hana
við því að hætti hún ekki notkun
fíkniefna sé ferli hennar sem söng-
og kvikmyndastjömu brátt lokiö.
Lífvörðurinn Kevin Ammons hefur
greint frá því að Whitney sé vön að
sameina maríjúananeyslu og neyslu
kókaíns.
Söngkonan Whitney Houston.
Ekki er langt síðan Whitney
hætti viö að koma fram á samkomu
í Washington sem hún átti að fá
greiddar rúmlega 80 milijónir ís-
lenskra króna fyrir.
Á ýmsu hefur gengið í hjóna-
bandi Whitneys og Bobbys um dag-
ana. Söngvarinn er sagður skíthæll
sem bæði lemji eiginkonu sína og
haldi fram hjá henni. Orðrómur
um skilnaö er alltaf á kreiki annað
slagið. En svo sjást þau saman á ný
og þá virðist allt leika í lyndi.
Það hversu sáttfúst Whitney
hefur verið hefur komið mönnum á
óvart því ekki hefur hún þurft að
hafa áhyggjur af því að komast ekki
af fjárhagslega án eiginmannsins.
Janet vorkennir
Michael
Systir Michaels Jacksons, Janet
Jackson, segist í raun ekki vita
hvort bróðir hennar sé ham-
ingjusamur. Hún hefur ekki séð
hann í tvö ár og þá heldur ekki litla
frændann sem hún er búin að
eignast.
Janet segist vorkenna Michael og
öðrum bræðrum sínum. Þeir hafi
aldrei átt neina bemsku. Bræðumir
hafi fengið að leika sér svolitla
stund að loknum lexíulestri en helst
hafi þeir átt að æfa sig fyrir
sýningar og tónleika.
Janet vísar harðlega á bug
ásökunum um að Michael hafi beitt
unga drengi kynferðislegri áreitni.
Leikkonan Tori Spelling er ein af stjörnunum ( nýju hryllingsmyndinni
Scream 2. Hér kemur hún til frumsýningar myndarinnar í Hollywood í
síöustu viku. Símamynd Reuter
ÐcniyrLí i
t ar dr yfIQzyr i íi: íl
Ógleymanleg jólagjöffyrir œttingja og vini.
Fást í verslunum JAPIS,
Skífunni Laugavegi 26
og í íslensku óperunni.
Gjafakort Operunnar
Jólapakkatilboð Póstsins
Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt
jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skilyrði er
að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd).
Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum
umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrir pakkann, þyngd
hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá
1.-23. desember 1997 og skiptir þá engu hvert þú sendir
pakkann hér innaniands. Svo lengi sem hann er í þessum
umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr.
Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst- og símstöðvum.
Með því að nota jóiapakkatilboð Póstsins hefur þú valið
eina fljótlegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að
PÓSTUR OG SÍMI HF senda jólagjafirnar í ár.