Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 35
MANUDAGUR 15. DESEMBER 1997 ‘ g menmng Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil - Franz Schubert: Hljómfegurð Söngljóð eftir Franz Schubert hafa löngmn notið hylli aðdáenda ljóðasöngs. Á þeim tvö hundruð árum sem liðin eru frá fæðingu hans hafa flest helstu tónskáld vest- rænnar tónlistarsögu reynt við list þessa knappa forms en með misjöfn- um árangri. Á okkar tímum líta tón- listarffæðingar stöðugt til baka og reyna að fanga í hverju snilldin fólst; leysa gátuna um sköpunina. En töfrar verða seint í sundur fléttaðir og þátta- greindir og þannig er með tónlist Schuberts. Á nýj- um hljómdiski sem Mál og menn- ing gefur út flytja þau Rannveig Friða Bragadóttir mezzósópran og Gerrit Schuil píanóleikari fhnmtán lög eftir tónskáldið. Þama er ekki að finna hans þekktustu lög en þó eru þar lög eins og Ave Maria og Dvergurinn. En jafnvel í, að þvi er virðist einföldum strófískum lögum, búa sérstakir töfrar. Það er eitthvað óáþreifanlegt og fagurt við það hve eðlilega og fyrirhafnarlaust línur raddar og píanós fléttast saman. Hve textinn lifnar meö laglínu, án þess að vera ofurliði borinn, og hve mikið innra jafnvægi ríkir í hverri hugmynd í tónlistinni. Rannveig Fríða og Gerrit Schuil eru frábærir listamenn og gætu sjálfsagt feykt mun lélegra efni upp í hæstu hæðir listrænnar upplifun- ar - slikt er oft á valdi góðra lista- manna. En þegar saman fer gott efhi og góðir flytjendur verður til ómótstæðileg samsetning. Rödd Rannveigar Friðu er mjög áferðar- falleg, hlý og sérlega hljómfögur. Rannveig beitir röddinni á mjög hófsaman hátt í þessum lögum sem fer þeim vel. Þó má heyra drama- tískari tilþrif í t.d. ballöðunni um dverginn og drottninguna þar sem litur og kraftur óperuraddar- innar koma fram. Texta- meðferð er mjög góð. Leik- tir Gerrit Schuil er einnig mjög fágaður, án þess að það sé á kostnað tján- ingarmáttar- ins. í höndum hans syngur hljóðfærið jafn- lifandi veikt og sterkt og svörun milli raddar og hljóðfæris verður einstök. Ef sett skal spurningarmerki viö eitthvað þá er það kannski sá fjar- lægi en um leið mikli hljómur sem tónmeistari, Bjami Rúnar Bjama- son, og upptökustjóri, Hreinn Valdi- marsson, hafa valið diskinum. Upp- takan og heildarsvipur em góð en ræöa mætti lengi um heppilegasta og besta bakhljóminn. Frágangur er mjög góður, hönnun falleg, íslensk- ar þýðingar og jafnvel inngangsorð fyrir hvert ljóð í bæklingi. Það er fengur að þessum hljómdiski og vonandi aðeins upphaf að meiri samvinnu tveggja frábærra lista- manna. Sigfríður Bjömsdóttir Kolbeinn Jón Ketilsson - Sjá dagar koma: Tenórperla Nú þegar enginn er maður með mönnum á viðskiptasviðinu hér á landi nema hann reki útibú fyrir- tækis síns á erlendri grundu þá er það mikið fagnaðarefni að hið öfl- uga menningar- starf sem hér þrífst skuli geta státað af sam- bærilegu sjálf- stæðu en þó greinilega ná- tengdu Evrópu- útibúi. Hér er átt við hljóðver Hrólfs Vagnsson- ar, Vagnsson- Tonstudio, sem er í Hannover. Þaðan koma upptökur á söng tmgs tenórsöngv- ara sem ekki er ólíklegt að tónlist- amnnendur eigi eftir að heyra mik- ið um í framtíðinni. Kolbeinn Jón Ketilsson heitir maðurinn. Með hornun leikur á píanó Hjálmur Sig- hvatsson sem einnig minnir með leik sínum á þann fjölda góðra lista- manna sem héðan fara til að stunda list sína á vettvangi þar sem tæk- ifæri em fleiri. En þessir tveir senda heimalandinu fagra kveðju með vönduðum flutningi sínum á íslenskum sönglögum. Þessi hljóm- diskur, sem í hljómi og hönnun angar af íslandsást, er ekki ein- göngu ætlaður okkar litla markaöi, þó yfirskriftin sé íslensk, þvi hvert ljóð er þýtt yfir á ensku, norsku og þýsku. Eins og við er að búast þá er það Sigvaldi S. Kaldalóns sem á flest laga, en þama er að finna mörg þekktustu laga höfunda sem flestir em fæddir fyrir eða um síðustu aldamót. Þarna liggja perlur á streng, uppáhaldslög okkar allra. Kolbeinn hefur styrka og kraft- mikla rödd sem bæði býr yfir falleg- um dökkum lit á neðra tónsviði og mikilli birtu þegar upp í hæðir er farið. Túlkun hans er oftast látlaus og sannfær- andi. Hann syngur af miklu öryggi og lika smekkvísi. Raddbeitingin er óþvinguð, helst er að vinna þurfi meira lok sterkra tóna á háu tónsviði. Framburður texta er skýr og mjög góður. Lögin era flutt á söngrænni ís- lensku sem ber merki hinna auð- veldu orðatenginga á ítölsku. Sum- um gæti þótt þetta galli, en þegar farið er jafn vel með þetta og í þess- um flutningi þá hljómar það ekki þannig. Flutningurinn er frá ákveðnu sjónarhomi nokkuð ein- slitur sem hefur þann kost að heild- arsvipur á efninu verður skýr. Það þýöir að auðvelt er að leika hljómdiskinn frá upphafi til enda án þess að vera stöðugt að þrífa til fjarstýringar til að hækka eða lækka eða breyta öðmm stillingum. Hljómdiskur þessi, Sjá dagar koma, er enn eitt lifandi dæmið um það hvernig hver kynslóð verður að gera menningararfinn að sínum því aðeins þannig lifir hann. Að fram- tak sem þetta komi frá íslendingum búsettum erlendis sýnir líka hvað það er sem gerir okkur íslensk, hvar sem við erum stödd, og hvern- ig við deilum því hvert meö öðra. Sigfríður Bjömsdóttir 43 Sígilt œvintýrifœrt í töfrabúning leikhúss -frumsýnt í janúar Gjafakort í ÞjóðleikHúsið er gjöf §em ÞJOÐLEIKHUSIÐ 551 1200 I fyrra seldist upp tvisvar tryggðu þér miða strax! Miðaverð aðeins krónur 600, ódýrt eins og í bíó. Forsala hafin í Háskólabíói. Háskólabíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.