Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 28
* * * 28 * ★ %enning f* *---- MANUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Ármann Kr. Einarsson fléttar saman lífið og ritstörfin í nýrri bók: Ástar- helliri og heit viökomu. Ég skynjaði hve hún var undursamlega blið og eftir- lát. Við kysstumst heitt og vöfðum hvort annað örmum og nutum ást- aratlotanna. Tímaskyn hvarf. Hví- líkur himneskur unaður! Allt i einu tók stúlkan snöggt við- bragð. Ó, ég heyri eitthvert hljóð, ein- hver er að koma! sagði hún flumósa. Mér brá ónotalega og lagði við hlustir. Ég heyri ekkert. Almáttugur, þetta er fótatak, hélt stúlkan áfram og sópaði til sín föt- unum. Flýtum okkur í hellinn og felum okkur sagði ég og greip einnig fótin mín. Við smokruðum okkur í ein- hverjar flíkur og smugum inn í leynihellinn. Æ, hverjir geta verið hér á ferðinni? hvísl- aði ég og strauk svitaperlur af enninu. Ármann Kr. Einarsson gef- ur út bókina Æv- intýri lífs míns á þessu hausti, ekki ævisögu í venjuleg- um skilningi heldur eins konar kynningu a lífi sínu og ritstörfum, „sem lengst af hefur verið samofið og samfléttað", eins og segir í káputexta. Við gríp- um niður í bókina þegar Ar- mann er enn þá innan við tvítugt. Kaflinn er styttur lítillega. „Við upprifjun þessara æskum- inninga hef ég sagt frá íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Sigurður var á mörgum sviðum hagsýnn og framkvæmdasamur at- orkumaður. Slíkum manni kom náttúrlega ekki til hugar að láta skólahúsin standa ónotuð yfir besta tíma ársins, vorið og sumarið. Eins og að líkindum lætur starfrækti hann hótel í skólanum yfir sumar- tímann. Geysir hefur líka ávallt ver- ið einn vinsælasti ferðamannastað- ur landsins, bæði hvað varðar er- lenda og innlenda ferðamenn. Á hót- elinu var til reiðu gisting og matur auk annarrar almennrar þjónustu. Þá taldist mikill lúxus að geta feng- ið sér sundsprett í notalegri útisundlaug. Sundlaugar voru ekki á hverju strái á fyrri hluta aldarinn- ar. Umhverfið var fallegt og stór- brotið, og góðar gönguleiðir var hægt að velja til allra átta. Bjamar- fellið eitt út af fyrir sig var marg- brotinn undraheimur. Einn hinna innlendu gesta sem dvaldi um tíma á hverju sumri á hótelinu við Geysi var Sigurður Nordal. Hann tók sér- stöku ástfóstri við Bjamarfell. Á góðviðrisdögum valdi hann sér gönguleiðir í fjallinu. Fáir held ég að hafi kynnst betur fegurð og leyndardómum fjallsins. Stöku sinnum leit Sigurður við í Neðradal ef leið hans lá þar um. Hann var ákaflega viðfelldinn og al- þýðlegur. Þar var ekki einungis að hann ræddi við fullorðna fólkið, heldur átti hann það til aö spjalla einnig við okkur krakkana. í eitt skipti lýsti Sigúrður fyrir mér bestu gönguleiðinni á Stakk og útsýninu þaðan. Ég hafði oft smalað á þessum slóðum. Ég dauðskammaðist min, gesturinn hafði tekið miklu betur eftir öllum kennileitum. Hið ljósa man Sumarið þegar ég var átján eða nítján ára réði pabbi til okkar unga kaupakonu frá Eyrarbakka á aldur við mig. Hún var frekar há vexti, grönn, bláeygð og Ijós yfirlitum. í minningunni er hún hið ljósa man. Ég varð strax skotinn í henni og braut heilann um hvernig ég gæti kynnst henni nánar. Tækifærið kom síðla sumars. Ég var heima og í vikulok var blíðskapar veður, logn og sólskin. Svo vel hittist á að þurr- hey hafði náðst inn og allir gátu átt frí yfír helgina. Eftir hádegi á sunnudeginum bauð ég kaupakon- unni ungu að sýna henni falleg- ustu staðina í Bjarnarfelli. Hún þáði það með þökkum. Enn sem komið var hafði henni gefist frekar lítið tóm til að skoða sig um í næsta nágrenni. Ég gætti þess vel að láta ekki Nonna eða hina eldri bræðurna vita um þessa ráðagerð. Þeir voru vísir til að laumast í humátt á eftir til að njósna um okkur. Ég tók þann kost i upphafi göngutúrsins að fara á bak við fjárhúsin á Aukatúninu og leggja síðan leið okkar eftir alldjúpu og breiðu gildragi þar sem bæjar- lækurinn rann með glettnum skvettugangi. Stúlkan var hrifin af umhverfmu, en ég hugsaði mest um að við skötuhjúin sæjumst ekki heiman frá bænum. Enn lá leið okk- ar í vesturátt og við skoðuðum hell- inn í Hellisgilinu. Lykt af gólfskán og heyi var ekki rokin úr þessu skrýtna fjárhúsi. Hellirinn rúmaði vel 30, 40 fjár. Engin var heyhlaðan svo allt hey varð að flytja á milli á sleða. Nokkru vestan var Stekkjar- túnið, aðalfjárhúsin á bænum með pínulitlum túnkraga í kring. Nú göngum við upp á fjall Þú sýnir mér bara fjárhús, ég held þú viljir gera mig að bónda- konu, sagði kaupakonan og hló. Bíddu róleg, nú göngum við upp á fjall og þar er nú aldeilis margt að skoða. Við þræddum gilskominginn. Gilið var fremur ógreiðfært og bratt upp að sækja. Samt klungruðumst við þetta einhvem veginn. Má ég ekki styðja þig, sagði ég og rétti stúlkunni höndina. Þakka þér fyrir. í gilinu óx mest lyng, mosi og dá- lítill kjarrviður. Beggja vegna vora skógi vaxnar brekkur með rjóðram og grasivöxnum hvömmum. Þótt við væram ung og létt á fæti stöldraðum við samt stöku sinnum við til að kasta mæðinni og svipast um í náttúraparadísinni. Skyndi- lega rak ég augun í gat á gulri mosa- breiðunni hátt uppi í klettarana, sem skagaði fram í gilið. Ég benti kaupakonunni ungu á þetta undar- lega fyrirbrigði. Ha, gat á jörðinni! hváði stúlkan undrandi. Já, hvorki meira né minna, við verðum að kanna þetta nánar. Komdu, sagði ég ákafur, tók í hönd kaupakonunnar og studdi hana upp brattann. Erfitt reyndist að ná fótfestu, það var engu líkara en mosinn væri laus á klöppinni. Fljótt komumst við samt upp að opinu sem var nærri upp undir gilbrún. Kom í ljós hellismunni Er ég sópaði burt mosanum og ýtti lágvöxnu kjarri til hliðar kom í ljós hellismunni, sem var nægilega stór til þess að grannvaxinn maður gat smeygt sér þar inn. Hér er þá leynihellir hrópaði ég undrandi. Lengi er hægt að upp- götva eitthvað nýtt í Bjamarfelli. En spennandi! Umsvifalaust smeygði ég mér inn um opið. Miðsvæðis var hellirinn manngengur, en erfítt var að giska á stærðina. Ljósglætan sem lagði inn var svo dauf. Komdu líka inn, kallaði ég. En er ekki fullt af pöddum og alls- konar kvikindum þama niðri? Nei, nei, hér er allt fínt eins og i stássstofú. Jæja. Kaupakonan lét nú fætuma ganga á undan og ég tók á móti henni. Úff, en kalt, sagði hún og hryllti sig. Gættu þín að reka þig ekki upp undir. Við skulum þreifa eftir veggj- unum og reyna að reikna út hve hellirinn er stór. Verst að hafa ekki vasaljós. Ég sá að sérkennilegar steinflög- ur lágu á gólfinu. Ég tók eina upp og rétti stúlkunni. Sjáðu þessa! Falleg slétt plata. Við getum skírt hellirinn Plötuhelli. Já eða Plathelli, svaraði ég og hló. Mér er kalt, sagði stúlkan og færði sig að opinu þar sem sólin þrengdi sér niður. Ég skal hjálpa þér. Mér var ekki óljúft að taka utan um ungu kaupa- komma og lyfta henni upp. Henni gekk líka greiðlega aö komast út. Stúlkan rétti mér síðan höndina og nú tókst auðveldlega að komast út. Kjarrið rétti sig og féll i sínar fyrri skorður. Enginn hellir var lengur sjáanlegur, aðeins dálítið op í mosabreiðunni, sem lítið bar á í fljótu bragði. Skammt frá leynihellinum var dá- lítill grashvammur eða rjóður í skógtnum. Það var líkt og blettur- inn byði göngulúnum gestum að tylla sér niður og hvila sig. Tilvalið að tylla sér niður, svar- aði ég og fleygði mér niður í rjóðr- ið. Mér er líka heitt Kaupakonan fylgdi dæmi mínu og hallaði sér útaf. Ó, þetta er eins og dúnmjúk sæng og sólin skín og vermir. Smátt og smátt losaði ég mig við utanyfirfótin. Mér er líka heitt, sagði stúlkan og fór úr blússunni. Ósjálfrátt færðumst við nær hvort öðra og ég þreifaði eftir hendi hennar. Hún dró ekki höndina til sín. Við ættum að fara í sólbað, hvisl- aði ég og fann að ég hafði ekki alveg vald á röddinni. Ég er ekki þannig klædd, svaraði kaupakonan unga, en ég skynjaði að orðunum fylgdi engin sannfæring- arkraftur. Oh, það er nú alltaf hægt að leggja yfir sig lausa flík og hér erum við ein útaf fyrir okkur. Stúlkan svaraði ekki en andar- drátturinn var ör. í þegjandi sam- komulagi fækkuðum við fótum. Ég snart stúlkuna laust, hún var mjúk Kannski sumargestir á hótelinu við Geysi, hvíslaði stúlkan í upp- námi. Guð í himninum! Það gæti verið sjálfur Sigurður Nordal hugsaði ég. Ætli bræður þinir hafi ekki séð til okkar þegar við fórum og elt okk- ur. Ætli þetta hafi ekki bara verið kindur eða hestar. Það er fullt af bú- peningi á þessum slóðum. Kaupakonan unga hristi höfuðið og sat við sinn keip. Þetta var fóta- tak manna. Ég hlustaði lengi og beið átekta. Ekkert grunsamlegt hljóð heyrðist. Loks gafst ég upp og hvíslaði. Við skulum koma. Þetta hefur verið misheym. Stúlkan kinkaði kolli og við luk- um við að klæða okkur. Þýður þrastasöngur Við svipuðumst enn um og hlust- uðum. Ekki urðum við vör neinna mannaferða. Engar skepnur sáust heldur í grendinni. Aðeins þýður þrastasöngur lét ljúft í eyrum. Heyrðu, sagði ég glaðlega og greip hönd kaupakonunnar ungu. Mér dettur í hug miklu betra nafn á hell- inn okkar. Við köllum hann Ástar- hellinn. Já, það er gott nafh, svaraði stúlk- an brosandi og þrýsti hönd mína. Seinna sýndi ég Nonna bróður þetta skrýtna náttúraundur í fjall- inu fyrir ofan Stekkjartúnið. í fyll- ingu tímans þegar hann kom heim með sína ungu brúði sýndi hann henni Ástarhellinn. Eins og áður segir bjuggu þau hjónin hálfa öld i Neðradal og eignuðust átta syni. Þeir fengu einnig vitneskju um hvar Ástarhellinn er að finna. Og þannig gengur þetta koll af kolli.“ (Millifyrirsagnir eru blaðsins.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.