Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 15 Reykj anesbrautin: Stærsta vatnsrenni- braut landsins Er þaö einlæg stefna stjórnvalda aö draga úr slysum á brautinni? spyr Stur- laugur í greininni. - Á Reykjanesbraut. Dugleysi er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég ek um Reykjanesbraut. Brautin er sem endranær með djúpum hjólforum á löngum köflum, sem skapa stórhættu. Og það sem verra er, brautin er að- eins ein akrein að hluta á sumarmánuð- um og verður það væntanlega næstu árin vegna viðhalds á henni á aðal ferða- maxmatímaniun. Ein akrein um háannatím- ann á aðalvegi þjóðar- innar - það er glæsi- legt hjá þjóð sem telur sig vera fremsta í flestu. Ef til vill er hægt að laða hingað ferðamenn til að skoða herlegheitin. Það þarf ekki vegaverkfræðing til að sjá að ógjömingur er að við- halda brautixmi svo vel sé við svo búið. Ég hef heyrt tölfræðilegar upplýsingar frá sérfræðingi Vega- gerðarinnar um að bifreiðafjöldi á sólarhring sé ekki nægur til að réttlæta tvöföldun brautarinnar með háfleygum tilvitmmmn í er- lendar viðmiðanir. Ef menn hefðu hugsað svona fyrir þijátíu árum hefði brautin ekki verið byggð. Hvort sem mönnum líkar það bet- ur eða verr þá verður að huga að því mikla viðhaldi sem brautin þarf. Eina raun- hæfa leiðin er að fjölga akrein- um. Álagið á annatíma Það var stund- um sagt til sjós þegar veðurspá var mjög misvis- andi: „Þeir ættu að opna hjá sér hjaragluggann þama á veður- stofúnni." Ég held að best væri að skylda þá sem meta eiga álagið til að aka braut- ina t.d. í mánuð yfir annatima í júlí eða desem- ber. Það er engum blöðum um það að fletta að þessi vegur er úr öllu samhengi við þann raunveruleika sem íslending- ar telja sig búa við. Fyrir liggur að umferð er meiri á Reykja- nesbraut en sam- anlögð umferð um Borgarfjarð- arbraut og Suð- urlandsveg þar sem þrjár akreinar eru komnar að hluta, sem er gott mál. Er það einlæg stefna stjóm- valda að draga úr slysum á brautinni? Það er gott og blessað hjá þingmönnum að standa úti í vegkanti og biðja ökumenn að aka hægar en hvar er dugurinn og kjarkurinn til að ná fram löngu tímabærum endur- bótum á þessum vegi. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki treysta sér til að aka hratt á brautinni en því miður valda þeir hvað mestri hættu við núverandi aðstæður. Fólk getur svo velt því fyrir sér hve margar akreinar væm á Reykjanesbrautinni ef hún lægi um Vestfirði með sambærilegu álagi. Nú er þetta ekki sagt til að gera lítið úr vestfirskum þing- mönnum, fremur til að minna okkar þingmenn á mátt samstöð- unnar. Nýjar akreinar í staö Reykjavíkurflugvallar Greiðar og öflugar samgöngur gegna lykilhlutverki í hagræð- ingu og hagvexti þjóða en því miður læðist sá grimur að mér að verið sé að veija Reykjavíkurflug- völl með því að hafa samgöngur við Keflavíkurflugvöll í ólestri. Því ljóst er að mun auðveldara er að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar þegar sam- göngur eru komnar í viðunandi ástand. Eða eru menn famir að trúa því sem stendur í farseölum í miili- landaflugi að Keflavíkurflugvöllur sé í Reykjavík. Því skyldi það nú vera, spyr sá sem ekki veit? Hag- ræðing og aftur hagræðing, þetta hefúr ríkisapparatið lagt höfuðá- herslu á, og jafnvel farið offari að margra dómi. Væri það ef til vill hagræðing og skynsamlegt að nota það fjármagn sem eyða á í að end- urbyggja Reykjavíkurflugvöll til að byggja nýjar akreinar viö Reykjanesbraut? Og flytja síðan innanlandsflugið til Keflavikur- flugvallar. Það má benda á fjölmargt sem mælir með þessari tilhögun og hirði ég ekki um að telja allt sem í hugann kemur, en læt nægja að nefiia stórbætt flug- og umferðar- öryggi. En burtséð frá Reykjavíkurflug- velli er löngu tímabært aö fjölga akreinum á Reykjanesbraut sem að mínu áliti er eitt brýnasta hags- munamál okkar Suðumesjabúa sem og allra landsmanna og ætti því ekki að vefjast fyrir hugsandi mönnum. Sturlaugur Ólafsson Kjallarinn Sturlaugur Ólafsson kennari „Grelðar og öfíugar samgöngur gegna lykllhlutverkl í hagræðingu og hagvextl þjóða en því miður læðist sá grunur að mér að verið só að verja ReykjavíkurfíugvöH með því að hafa samgöngur við Kefíavíkurfíugvöll í ólestrl. * Kvendi úti í mýri Ég hef aldrei verið liðtæk bamapía. Mér flnnast böm fremur lítið áhugaverö og er ekkert gefin fyrir að vera innan um gubbandi, gargandi smáverur, sem taka alla athyglina frá sjálfri mér. Þetta hef- ur þó ekki blásið mér í bijóst þörf- inni fyrir að hrista bamunga til dauðs, þrátt fyrir að nefiit áhuga- leysi mitt virðist oft vera séð sem svipaður glæpur; sem konu ber mér eðlislæg (en ekki félagsleg) skylda til þess að dá böm og dýrka og líffræðileg þrá eftir að kasta eins og einu. Forrituö I móöurtölvu Þannig em samskipti kvenna og bama forrituð inn í móðurtölv- una og öll frávik em séð sem ill- skeyttir vírusar og villur. Dæmi um þetta em viðbrögðin viö mál- verki Marcusar Harvey, „Myra“, sem um þessar mundir er sýnt í Konunglegu Listaakademíunni í London á sýningunni „Sensation" sem þýða má sem Fjaðrafok. Mál- verkið er andlitsmynd af hinum fræga bamamorðingja Mym Hindley sem mynduð er af þús- undum bamslófafara. Myra var fundin meðsek um morð á fimm bömum árið 1966. Hún notaði (kven)kyn sitt til að lokka bömin með sér til fundar við unnusta sinn, Ian Brady, sem síðan pyntaði þau og myrti og gróf úti í mýri. Málið vakti gíf- urlega athygli á sínum tíma og var Myra sjálf meginástæða þeirrar athygli, því það þótti undrum sæta að KONA gæti mögulega tekið þátt í því að drepa bam. Hún var umsvifalaust gerð að skrýmsli, ófreskju, sem braut ekki bara lög heldur bramlaði þær óskráðu reglur sem gera kon- ur líffræðilega og óhjákvæmilega bamvænar. Myra braut því gegn (kven)kyni sínu og dró um leið óhjákvæmflega í efa gulltryggingu þá sem ætluð var eðlisávísun kvenleikans. Þessi margháttaða sök kemur skýrt fram í því að þó að Myra hafi lýst yfir iðrun og yflrbót og sótt um náðun hafa bresk dómsyfirvöld hvað eftir annað synjað slíku og úrskurðað að hún skuli aldrei látin laus. Fréttnæmiö fremst Á sama tíma og æs- ingurinn yfir „Mym“ reið breskum húsum enn á ný greip um sig annars konar æsing- ur vegna bamadauða, mál auperunnar Lou- ise Woodward. Að þessu sinni gekk mál- ið ekki út á eilífa fangavist heldur frelsun. Meðferð á máli Louise var öll hin undarlegasta þar sem hún var fyrst fundin sek um morð og síðan manndráp af gáleysi sem stytti fangelsisvistina úr eilífð 1 hálft ár. Þrátt fyrir greinilega vítaverða hegðim hvað varðaði umönnun bamsins þótti Bretum einsýnt að stúlkan væri saklaus og sökinni var fljótlega komið yfir á móður- ina sem hafði tekið frama sinn fram yfir móðurskyldumar. Þannig var sökinni haldið kirfilega hjá konum; svona til þess að málið missti ekki allan slagkraft. Því að slagkrafturinn var ómissandi. Það sem einkennir bæði málin er hversu ótrúlegu fjaðrafoki þau ollu. Sekt kvennanna virðist engu skipta upp á fréttnæmiö, nóg er að konan sé tengd við bams- dauða til þess að vekja upp „sensation". Enda tók Myra sýninguna alveg yfir og sannaði þarmeð titilinn; aðal- gæjamir, hákarlinn hans Damien Hirst og blóðhaus- inn hans Marc Quinn, hurfú al- gerlega í skuggann af „Myru“. Er nokkur fúrða þótt nöldurs- tónn sé kominn í karla þegar svona er komið? Þó að Guöbergur kvarti yfir „kjaftastelpum" (DV), Andrés Magnússon yfir ,/emínas- istum" (Bleikt & bíátt) og strák- amir í Prodigy syngi pirraðir „Smack My Bitch Up“? (Og ég vil hann hristan, ekki hrærðan). Úlfhildur Dagsdóttir „Þrátt fyrlr greinllega vítaverða hegðun hvað varðaði umönnun barnsins þöttl Bretum einsýnt að stúlkan værl saklaus og sökinni var fíjótlega komið yfír á móður- ina...“ Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur Meö og á móti Breytingar á atvinnuleysis- skránlngu Breytinga er þörf „Ég vil breyta reglunum um at- vinnuleysisskráningu á þann veg að það fjármagn sem fer í at- vinnuleysisskráninguna verði frekar nýtt til úrræða fyrir það fólk sem er at- vinnulaust, t.d. til námskeiða- halds eða hluta- starfa í stað þess að fjár- magni sé eytt í fjölda starfs- manna sem stimplar bara í kort hjá við- komandi. Mér finnst það held- ur ekki ganga upp að það mynd- ist langar biðraðir af fólki sem þarf að láta stimpla í kortin hjá sér. Ég vil breyta skráningimni á þann veg að komið verði á ein- hvers konar sjálfsafgreiðslu. Ég hef nefnt hugmyndir allt frá handskönnum til póstkorta. Yið verðum bara aö vega og meta hvaða leið sé best í þessu máli. Einnig vil ég taka fram að þessi nýja skráning, hvort sem hún yrði með skanna, póstkorti eða einhverju öðru, yrði e.t.v ekki vikulega é®*i^gi®rSraneldur e.t.v. bara á tveggja eða þriggja vikna fresti. Ég vil að fjármagnið sem fer nú í þessa skráningu fari í raunveruleg úrræði fyrir at- vinnulausa því Vinnumálastofn- un er þjónustustofnun fyrir at- vinnulausa og fyrirtækin I land- inu. Ég tek sem dæmi að hér í Reykjavík eru átta til níu manns sem vinna eingöngu við að stimpla kort atvinnulausra og ég vil sjá þessa vinnu aflagða. Mér finnst að þama fari fjármagn í launakostnað sem væri betur nýtt í úrræði fyrir atvinnu- lausa.“ Hrólfur Ölvisson, formaöur Vlnnu- málastofnunar. Núverandi kerfi gott „Ég tel enga sérstaka van- kanta á kerfinu eins og það er í dag. Það er nokkuð skilvirkt og ég sé engin rök fyrir því að um- bylta þessu kerfi. Hugmyndir sem hafa kom- ið fram um ftngrafara- skráningu og handskanna finnst mér al- veg fáránlegar. Ég hef litið þannig á hing- að tfl að það væru bara tek- in fingrafor af þeim sem bijóta landslög. Það er nógu slæmt fyrir fólk að missa vinn- una þótt það sé þá ekki í þokka- bót meðhöndlað sem einhveijir glæpamenn. Mér finnst það bara að for- BJóra IraHöra 8on, formaöur VeikalýósfólaBslns Uð stöðu. Og not- því tU fyrir- mér alveg fáránlégar því þá er eins og fólk sé ólæst og óskrifandi. Ég vona bara að ég heyri aldrei neitt þessu líkt aftur. í heUd finnst mér kerfið bara ágætt eins og það er. Vikuleg skráning tekur ekki það langan tíma að það sé þörf á aö gjör- breyta kerfinu. Ég sé einfaldlega enga stórkostlega galla á kerfinu í dag.“ glm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.