Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Utgáfufélag: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON 06 ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sögulegur samningur Samningurinn í Kyoto er sögulegur. Hann er að sönnu gagnrýndur úr andstæðum áttum. Umhverfissinnar telja að hann gangi of skammt, meðan aðrir álíta að hann reisi alltof strangar skorður við iðnaðarframleiðslu þró- uðu ríkjanna. Þegar samningurinn er skoðaður virðist hvoru tveggja fullyrðingin röng. Umhverfissinnar benda með réttu á að samningurinn felur einungis í sér að i lok samningstímans, 2012, verður losun skaðlegra lofttegunda ekki nema liðlega 5% minni en árið 1990. Sömuleiðis nær hann einungis til iðnaðarlanda heimsins, meðan þróunarríkin standa utan hans. Virtar vísindastofnanir hafa hins vegar fært þétt rök fyrir því að nauðsynlegt sé að draga úr losun gróður- húsalofttegunda um 50-60% fyrir miðja næstu öld. And- spænis því er skiljanlegt að mörgum finnist samningur- inn í Kyoto ganga allt of skammt. Hann mun hins vegar hafa þau áhrif að um allan heim verður verulegt atgervi og fjármagn sett í að þróa nýt- ingu nýrra orkugjafa. Nú þegar vantar aðeins herslumuninn á að sannköll- uð bylting verði á sviði samgangna. Bandaríska geim- ferðastofnunin hefur til dæmis þróað tækni sem innan fimm ára gerir kleift að tengja efnarafala, knúna venju- legu bensíni, við hefðbundnar bílvélar. Þessi nýjung mun minnka skaðlegan útblástur frá bílum um 90%. Japanskir vísindamenn eru sömuleiðis að ljúka þróun á efnarafolum sem knúnir eru vetni og duga til að reka 2-300 tonna skip. Tæplega verður þess þá langt að bíða að svipaða tækni verði hægt að nota fyrir stóra úthafstogara. Byltingarkenndar nýjungar á allra næstu árum munu því auðvelda verulega gerð nýs samnings, þegar gildis- tíma samkomulagsins frá Kyoto lýkur árið 2012. Þá verð- ur raunhæft að stefna að því marki að draga fyrir miðja næstu öld um helming úr losun skaðlegra lofttegunda. Þróunarlöndin munu þá einnig verða að taka á sig svip- aðar skuldbindingar og iðnaðarlöndin. Hið jákvæða skref kann að vera hænufet. En það mun hrinda af stað nýrri tæknibyltingu, sem gerir mannkyn- inu kleift að koma í veg fyrir þær hörmungar, sem hlýn- un andrúmsloftsins af mannavöldum hefði ella leitt yfir heiminn. Fáar þjóðir eiga jafnmikið undir því og íslendingar. Hlýnun andrúmsloftsins getur leitt til staðbundinnar kólnunar á norðurslóðum með þeim afleiðingum að ís- land verði óbyggilegt. Þess vegna eigum við fremur en aðrar þjóðir að fagna áfanganum í Kyoto. Staða íslands Það er kórrangt að sérstaða íslands hafi ekki verið metin á fundinum í Kyoto. íslendingar fengu heimild til að losa 10% meira en þeir gerðu árið 1990. Á sama tíma þurfa önnur samningsríki að draga úr eigin losun sem nemur 5,2% að meðaltali. Miðað við það er hægt að meta það tillit sem tekið er til sérstöðu okk- ar um liðlega 16%. Það er dágóð niðurstaða. íslendingum mun ekki veitast erfitt að laga sig að nið- urstöðunni frá Kyoto. Að sönnu munum við ekki geta ráðist í mikla stóriðju á næstu árum. En það bendir ekk- ert til að efnahagslífið þurfi á stóriðju að halda. í kjölfar Kyoto mun orkuverð óhjákvæmilega hækka vegna orkuskatta sem fjölmörg ríki hyggjast innleiða. Af því leiðir að íslensk orka mun aukast að verðmæti, og aðrir nýt- ingarmöguleikar en stóriðja verða arðvænlegri en áður. Þess vegna er það í þágu íslenskra hagsmuna að slá öllum frekari áformum um stóriðju á frest. Össur Skarphéðinsson Eru neytendur önnum kafnir og stressaðir og láta sér nægja ímynd og umbúöir? Ljós í myrkri um- búðaþjóðfélagsins Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræöingur Upplýsingaþjónutu Háskólans I nýlegum leið- ara sínum (Kolbít- ar úr öskustó, DV 6. des 1997) fiallaði Jónas Kristjánsson ritstjóri um athygl- isverðar niðurstöð- ur úr könnun á af- stöðu Breta til aug- lýsinga. Um helm- ingur þeirra reynd- ist neikvæður í garð auglýsinga. Pjórðungur þeirra tók beinlínis fjand- samlega afstöðu. Annar fjórðungur helmingsins tekur ekkert mark á aug- lýsingum. Þetta eru að minni hyggju vægast sagt góð tíð- indi. Þau endur- vekja trú mína á „hinn vitiborna mann“ (lat.. Homo Sapiens). Markaöur ímyndanna Um langan tíma hafa auglýsendur lifað í þeirri trú að ímyndin hvers kyns góss sem boð- ið er á hinum ýmsu markaðstorg- um frjálsra viðskipta væri veiga- mikill þáttur í sölu þess. Um er aö ræða hvers kyns vörur, þjónustu, hugmyndir sem og stjórnmála- menn og stjórnmálaskoðanir. Al- kunna er að þessi hugmynd mark- aðsfræðanna er rétt að vissu marki. Hugmyndaheimur ímynd- argerðarinnar hefur á hinn bóg- inn vaxið í meðförum eins og óheft krabbameinsæxli. Um leið og æxlið hefur tútnað út hefur það þrengt að heilbrigðum vefjum um- hverfisins, rétt eins og gerist í mannslíkamanum. Innantómt yfirborðsskrum hefur náð háska- lega sterkri stöðu í auglýsingagerð gagnvart þeim þáttum er varða gagnlegar og réttar upplýsingar. Allt þetta hefur verið gert í þeirri trú að neyt- endur séu önnum kafnir og stressaðir kjánar sem láta sér nægja ímynd og umbúðir og hafa hvorki tíma né rænu til að skoða inni- haldið sem undir býr. • Ráðandi hugmynda- fræði auglýsingaheims- ins hefur þannig um- gengist „hinn vitiborna mann“ nánast sem heimskan apa, sem ekki hefði getu eða næði til að hugsa sjálfstæðar hugsanir og taka eigin ákvarðanir. Á þessum forsendum hefur hvers kyns vamingi verið otað að neytendum. „Innantómt yfirborðsskrum hef- ur náð háskalega sterkri stöðu í auglýsingagerð gagnvart þeim þáttum er varða gagnlegar og réttar upplýsingar. “ Hluti hans, líklega meirihlutinn, er hollur og æskilegur. Stór hluti hans er á hinn bóginn óhollur, óþarfur eða léttvægur þrátt fyrir uppsprengt verð sem krafist er i skjóli ímynda og vörumerkja sem oft hafa nánast ekkert að gera með vöruna sjálfa eins og fram kemur í leiðara Jónasar. Það sem hér er sagt byggi ég á því að ég hefi um langan tíma les- ið mikið um markaðs- og sölumál. Fræði þessi eru að stórum hluta nauðsynleg. Brýnt er að kunna þau í heimi frjálsra viðskipta og dreifðs valds þar sem gagnkvæm sannfæring þegna þjóðfélagsins kemur í stað valdboðs og miðstýr- ingar. Sumir afskrifa þessi fræði í heild sinni sem skrum og yfir- borðsmennsku. Þetta er að minni hyggju rangt. I þeim er að finna margt sem er fullkomlega heil- brigt. Samhliða þessu hefur þó ýmislegt annað komist á legg sem er miður gott. Ofvöxtur innan- tómrar ímyndargerðar, skrums og stundum ósanninda á kostnað upplýsinga og sannleika er eitt slíkt atriði. Umbúöaþjóöfélagiö Hörður Bergmann rithöfundur fjallaði um sambærilega hluti í viðtæku samhengi í bók sinni „Umbúðaþjóðfélagið, uppgjör og afhjúpun. Nýr framfaraskilning- ur“ (1989). Þar er sagt frá því hvemig umbúðir em farnar að sliga innihaldið á ótal sviðum mannlegra athafna. Umbúðakostn- aður um mannlíf og rekstur keyr- ir úr hófi fram. Afleiðingin er ein- föld. Almenningur greiðir upp- sprengt verð fyrir rýrnandi inni- hald. Þessa bók ættu sem flestir að lesa. Tími til aö breyta um stíl Kominn er tími til aö auka áherslu á innihald og grisja um- búðir í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Könnunin sem vitnað var til hér í upphafi sýnir að svartsýni er ástæðulaus. Um síðir mun verulegur hluti alls ahnennings ná áttum í flóði létt- vægra ímyndana, leiða þær hjá sér en skoða það sem að baki býr. Sem betur fer þá er það eitt einkenni auglýsingabransans að fylgjast grannt með viðhorfum neytenda. Því má búast við að þegar ljóst er að stór hluti neytenda greiðir skrumi innantómra ímynda at- kvæði sín með fótunum ellegar fjandskap og skeytingarleysi þá munu gúrúar auglýsingabransans fara að kyrja ný stef. í kjölfarið mun væntanlega hluti hinna ýmsu safnaða þessa menningarafkima breyta um áherslur, draga úr skruminu og auka áherslu á inni- haldið. Jón Erlendsson Skoðanir annarra Skilningur í Kyoto „Sérstaða íslenzks efnahagslífs og orkubúskapar naut augljóslega skilnings á ráðstefnunni í Kyoto; það sést þest á því að ísland er eina iðnríkið, að Ástraliu undanskilinni, sem fær að auka losun gróð- urhúsalofttegunda verulega miðað við árið 1990. Ýmis öniiur atriði bókunarinnar eru fslandi í hag, til dæmis er gildi bindingar koltvísýrings með skóg- rækt og landgræðslu viðurkennt... Það er þó engin ástæða til að kveða strax upp úr um að aðild íslands að Kyoto-bókuninni sé útilokuð, öðru nær.“ Úr forystugrein Mbl. 12. des. Á að stöðva Sálumessuna? „Nei, auðvitað ekki. Það eru fimm eða sex vikur síðan bókin kom út og á meðan fólkið í landinu les bókina er embættisveldið að vandræðast í kringum sjálft sig. En það væri sjálfsagt það besta sem gæti komið fyrir þá Ingólf og Esra að bókin verði innköll- uð með einhverjum ákveðnum fyrirvara, því þá myndi salan væntanlega taka stóran kipp.“ Ómar Valdimarsson í Degi 12. des. Opinber umsvif aukast „Athyglisvert er að sjá að vinnuafl í þjónustu hins opinbera sem hlutfall af heildarvinnuafli er nú kom- ið upp fyrir 20%. Heildarársverk í landinu voru áætluð 127.500 á síðastliðnu ári og af þeim voru 25.800 unnin í þágu hins opinbera eða 20,2%. Árið 1980 var þetta hlutfall 15,7% en 18,3% árið 1980. Ofangreindar tölur bera vitni um stóraukin umsvif hins opinbera á síðastliðnum áratugum. Á síðustu árum hafa stjórnvöld reynt að takmarka ríkisrekst- urinn en samt aukast opinber útgjöld milli ára að raungildi og starfsmönnum fjölgar... Opinber rekst- ur virðist því aukast hvort sem vel árar eða illa í þjóðarbúskapnum." Kjm í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 11. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.