Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 26
26 wennmg MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 JD"V Tenórtöfrar Þeir eru ekki margir tónlistarmennirnir í heiminum sem gætu státað af öðrum eins viðbrögðum við komu sinni tii íslands og Kristján Jóhannsson nú. Fyrirhugaðir eru margir tónleikar og varla búið að opna miðasölu þegar allt er uppselt. Hallgrímskirkja var fuhskipuð áheyrend- um löngu áður en auglýstur tónleikatími hófst síðastliöinn laugardag. Þó að nafn Kristjáns hafi verið stærst í hópi flytjenda voru þeir fjölmargir tónlistarmennimir sem þama komu fram. Fyrst er að nefna Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt stjóm- anda sínum, Herði Áskelssyni, og var kór- inn þarna í raun í aðalhlutverki. Hljóm- skálakvintettinn, sem sóknarbörn Hall- grimsskirkju þekkja vel, lék bæði einn sér og með öðrum flytjendum, á orgelið lék Douglas A. Brotchie og á óbó lék Daði Kol- beinsson. Tónlist Sigfríður Bjömsdóttir Efnisskrá þessara jólatónleika var að mestu með hefðbundnum hætti. Þarna hljómuðu lög eins og þjóðsöngur okkar, Heims ból, Ó, helga nótt, Ave Maria eftir Bach og Gounod, Nóttin var sú ágæt ein og Ave María Kaldalóns. Á efnisskránni vom líka verk sem ekki heyrast eins oft, bæði eft- ir erlenda og innlenda höfunda. í heildina var þetta vel samansett og var fjölbreytni Kristján Jóhannsson - syngur betur en nokkru sinni fyrr. DV-mynd BG útsetninga sérstaklega þakkarverð, það er óneitanlega skemmtilegra að lífga áðeins upp á jólatónleikafyrirbærið með slíkri til- breytni. Óbóleikur Daða Kolbeinssonar var vel þegin viðbót við söng og orgelleik og skilaði hann sínu mjög vel. Aukarödd Jónu Fanneyjar Svavarsdóttur var líka áberandi falleg og birtan sem frá henni stafaði mjúk og hlý. Hljómskálakvintettinn var fullósýnilegur fyrir okkur sem sátum á öftustu bekkjunum miðað við skipan mála en í Hallgrímskirkju er kirkjubekkjum iðulega snúið við á tón- leikum og hafa tónleikagestir þá hljóðfærið mikla og fallega fyrir augum. Hvað varðar blásarana þá heyrðist álíka vel til þeirra og sást, eða í öllu falli bar hljómurinn ekki leik þeirra nógu vel. Orgelleikur Douglas A. Brotchie var á stundum ekki viðunandi. Það er atriði að menn finni flöt á því að geta verið samtaka í þessu húsi án þess að mað- ur viti nákvæmlega í hverju sá vandi felst. Mótettukór Hallgrímskirkju hljómaði mjög vel, söngurinn hreinn og skýrleiki mikill. Ekki átti það síst við í texta og er það með ólíkindum að hægt sé að flytja texta svona skýrt í þessari kirkju. Kven- raddir hljómuðu óvenjulega bjartar og létt- ar og jafnvægi var gott. Þessi lýsing á t.d. við flutning á laginu Oss barn er fætt, en a capella söngur kórsins var almennt mjög góður. Kristján Jóhannsson er óumdeildur stór- söngvari. Hann syngur betur en nokkru sinni fyrr. Túlkun hans er meira lifandi, lit- ir raddar fiölbreyttari og styrkleikabreyt- ingar meira unnar. Framburður var góður. Ef eitthvað er þá mætti hann kannski passa að lita ekki sárt upphaf allra sinna fallegu háu tóna, sennilega arfur frá óperutúlkun og á betur heima þar. En mun skýrar í minningunni er örlæti hans í söng, þar er allt gefið og það ríkulega. Þrjár nýjar eftir metsöluhöfundana Ekki þarf að segja íslenskum krökkum frá því að enn ein bókin um Bert sé komin út. Þau vita það. Og hörðu pakk- arnir biða þeirra margra þeg- ar uppi í skáp því gefendur vita að eins gott er að festa kaup á henni áður en hún hverfur af markaði: Upp- seld! Bert og baðstrand- argellumar er sjöunda bókin um þennan gi'allara. Nú er vin- urinn í sumarfríi og ætlar að eyða því i kvennarannsóknir á heimsmælikvarða. Verst er að þurfa að burðast með for- eldra með sér á sólarströnd- inni sem aldrei geta hagað sér eins og fólk. Gott hjá þér Svanur er sjötta bókin um prakkar- ann Svan sem líka hefur mikinn áhuga á kvenfólki en er ekki orðinn alveg eins staffirugur og Bert. Dúfa-Lísa og sonur vinds- ins er sjálfstætt framhald bókarinnar Dúfa-Lísa sem kom út fyrir nokkrum árrnn. Dúfa-Lísa er á við- kvæmasta aldri og segir í sögu hennar frá róm- antík, sambandi hennar við foreldra sína og líka dularfulla skáldið i almennings- garðinum - son vindsins. Varla þarf að taka fram að höfundar allra þessara bóka eru Sören Olsson og Anders Jac- obsson, Jón Daníelsson þýðir þær og Skjaldborg gefur út. Día hörkupía Það er rík hefð í íslenskum bókmenntum fyrir andstæðunum sveit og borg. Sigrún Björgvinsdóttir notar þann efnivið í sögu sína sem fjallar um 11 ára gamla stúlku sem er kölluð Día. Stúlkan sú er ekki alveg sátt við að flytja með pabba sínum úr borginni í sveitina en er þó fljót að aðlagast nýju lífsmynstri og eignast vini í heimavistarskólanum sem pabbi hennar kennir við. Día lærir margt nýtt í sveitinni, meðal ann- ars að það getur snjóað svo mikið að húsin sjá- ist ekki og að það er margt fleira sem þarf að gera á sveitabæ en á venjulegu heimili í Reykja- vík. Hún fær að gista heima hjá Kiddu eina helgi og uppgötvar þá af ___________________ hverju hún virðist eiga svo fátt sameiginlegt með hin- um krökkunum í bekkn- um. „Kidda, sem er svo einræn og kann allt svo vel í skólanum, hún vinn- ur allar helgar eins og full- orðin manneskja". Ástæðan er sú að móðir Kiddu er mikill sjúklingur og Uggur á sjúkra- húsi þannig að hin 11 ára gamla heimasæta sér að mestu um fóður sinn og tvo bræður. Bókmenntir Oddný Árnadóttir Ekki veit ég hvort þetta er fyrsta verk Sig- rúnar en það er byrjendabragur á því. Fyrir kemur að brengl verði í notkun tíða og setn- ingaröðin er ekki aUtaf ems og best verður á kosið. Versta dæmið um þetta tvennt er í sömu málsgrein á bls. 19. „Heil vika líður án þess að Día sjái Eygló. Sem betur fer hugs- ar hún með sér. Jónas og fjölskylda hafa ekki verið heima. Þegar Día kom á fætur annan morguninn er bíllinn þeirra horf- inn. Þau hafa skroppið í ferðalag". Þetta hefði mátt lagfæra i prófarkalestri. En persónusköpun í sögunni er ágæt og sérstaklega tekst höfundi vel upp ____________ með Díu, eins og best sést í lýsingum á viðureignum Díu við verstu stríðnispúkana í skólanum. Þeir leggja Kiddu í einelti og það fer svo fyrir brjóstið á Díu að hún ver hana með kjafti og klóm - í bókstaf- legri merkingu: „Hún stekkur fram og bregð- ur fæti fyrir Ragga. Hann á ekki von á árás, sist úr þessari átt, svo hann missir fótanna og dettur. Día sparkar í höndina á honum svo gulrótin hrekkur út að vegg, beygir sig eldsnöggt niður og grípur báðum höndum í eldrauðan hárlubbann og dregur þennan stóra slána eftir ganginum“. Af þessari lýsingu er ljóst að Día er _enginn aukvisi. Hún er sterk persóna og sprettur lif- andi ffarn í huga lesanda sem gleðst yfir sigrum hennar. Rík réttlætiskennd er ekki það eina sem prýðir hana. Hún er afar hnyttin í tilsvörum þegar strákamir eru að striða henni og slær þá oft út af laginu. Dæmi um það er þegar nafnið hennar ber á góma. Hvað kemur þér við hvað ég heiti. Ertu kannski strax orðinn skotinn í mér? spyr Día.“ Höfundi vex ásmegin eftir því sem á líður söguna og þegar upp er staðið er bókin ágætis lesning. Sigrún Björgvinsdóttir: Ég er kölluð Día Mál og menning 1997 Út í bláinn Skáldsögur Böðvars Guðmundssonar um íslensku vesturfarana mörkuðu tímamót í hérlendri bókmenntasögu og vöktu áhuga margra á afdrifum allra þeirra íslendinga sem fóru vestur um haf. Nú hefur Kristín Steinsdóttir skrifað vesturfarasögu fyrir böm og unglinga og nefnist hún Vestur I bláinn. Þar segir frá nútímastúlkunni Þóm, 13 ára Reykjavíkurmær, sem kynnist Magneu Hrólfsdóttur, jafnöldm sinni frá síöustu öld. Verkið er fléttað úr þremur frásögnum. Sú fyrsta er úr nútímanum. Þar segir frá Þóm og því hvemig hún læsist inni á lista- safni og sér málverkin lifna við. Hún hverf- ur inn í eitt verkið en heima hjá henni bíða fjölskylda og vinir áhyggjufullir. Önnur frá- sögnin er saga Magneu af for hennar vestur um haf og dvöl hennar þar fyrsta áriö. Magnea segir sögu sína sjálf en orðræða hennar ber þó fá merki þess að vera frá síð- ari hluta nítjándu aldar. Þriöja frásögnin era samtöl Magneu og Þóm. Þar kemur fram að Þóra er áhorfandi að fór Magneu og reynir jafnvel að blanda sér í atburðarásina. Það er því óskiljanlegt hvers vegna söguhöf- undur lætur Magneu segja sögu sína sjálfa. Viö hvem er hún að tala ef Þóra er áhorf- andi? Eölilegra hefði verið aö notast við sögumann og þá hefði nútímaíslenskan á frásögninni líka verið eðlileg. Magnea leggur af stað frá Seyðisfirði í júlí 1875 með gufuskipinu Veronu til Skotlands og þaðan heldur hún til Quebec í Kanada. Því næst er haldið til Winnipeg. Þar slást sögupersónur Kristínar í hóp ferðalanga Böðvars Guðmundssonar í Híbýlum vind- anna. Rétt eins og persónur hans fara Magnea og ferðafélagar hennar niöur Rauöá á flekum að Víðinesi á Nýja-íslandi. Dag- setningin er sú sama, 17. október 1875. Ef- laust á þessi sigling sér stoö í raunveruleik- anum en mér finnst Kristín vera óþarflega samferða skáldsögu Böövars. Vesturferðir íslendinga stóðu yfir í rúm fjörutíu ár og því hefði vel mátt velja annan tíma. Lýsing- ar á sjóferðinni eru einnig fulllíkar og mað- Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir ur veltir þvi fyrir sér hvort Híbýli vindanna sé eina heimild Kristínar. Þess má þó geta að væntanlegir lesendur bamabókarinnar hafa fæstir lesið bækur Böðvars og kæra sig því sennilega kollótta þó að þetta sé end- urtekið efni. Frásögnin af lífinu á Nýja-íslandi er besti hluti verksins. Lýs- ingar á þessum nýju heimkynn- um em lifandi og for- vitnilegar. Sérstaklega fannst mér gaman að lesa um samskipti Magneu við frumbyggj- ana en hjá þeim nam hún meðal annars grasafræði. Gaman hefði verið að fá meira af slíku. Þá fer bólusóttin að slátra mann- skapnum (sem kom lesanda Böðvars ekki á óvart) og heggur nærri Magneu. Atburðarásin er átakanleg, það vantar ekki. Sagan er þó ekki sögð á nógu áhrifa- mikinn hátt til aö hræra lesanda. Þar sem Vestur í bláinn er bamabók er skiljanlegt að söguhöfúndur vilji vemda lesendur sína en hann gengur of langt. Lesendur tengjast varla öðmm persónum en Magneu og þaö snertir þá þvi lítið þegar meirihluti persón- anna deyr. Þegar á heildina er litið má segja að hér sé gott söguefni á ferðinni en ekki unnið nógu vel úr þvi. Því miður. Kristín Steinsdóttir: Vestur i bláinn Vaka-Helgafell 1997. Tvær frá Sverri Stormsker Sverrir Stormsker gefur þjóð sinni tvær bækur eftfr sig í jólagjöf í ár. Fjölvi gefur báðar út. Önnur er Ijóðabókin Með ósk um bjarta fram- tíð, mikil bók upp á 208 síður, full af kveðskap sem oftast er í hefðbundnu formi - en stafsetningin er óhefð- bundin. Til dæmis notar Sverrir ekki y. Þetta eru skemmtileg kvæði, sum full með ólíkindi, önnur snjallar niðurstöður í meitluðu máli, til dæmis „Saman-burður": Bakkabræður reindu af bestu getu að bera inn ljósið í bæinn sinn. Við gábnaljósin hlæum að heimsku slíkri og hellum mirkri í heiminn inn. í bókinni eru olíumálverk eftir Sverri sjálfan og teikningar Ara Helgason. Hin bókin frá Sverri er Orð- engill, „Nýtt tungumál í sköpum (svo) fyrir næstu öld. Hátt í annað þúsund nýyrði skýrð eða gömlum orðum gefin ný og alls óvænt merking", eins og segir i undirtitli. Hún er skreytt teikningum eftir Jóhann Valdimarsson eftir hugmyndum frá Sverri. Orðengill er eins og hver önnur orðabók, byrjar á A (abbadís = Agnetha eða Annifrid í Abba) og endar á Ö (Öskubuska = reykinga- manneskja). Þar á milli em 176 síður af bröndurum í stafrófs- röð. Teflt til sigurs Vaka-Helgafell gefúr út bókina Skák og mát eftir Anatolij Karpov, heims- meistara í skák. Þar kennir hann ungum skákmönnum spennandi að- ferðir til að tefla til sigurs, alveg því að þeir læra mannganginn. Til að gera skák- ina skemmtilegri fær Karpov aöstoð Andrésar, Mikka, Guffa og fleiri teiknimyndapersóna og í bókinni er líka teiknimyndasaga um ævintýri Guffa í Skáklandi. Einnig eru þar fróðleiksmol- ar úr sögu skáklistarinnar. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák og skóla- stjóri Skákskóla íslands, þýddi og staðfærði bók- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.