Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Fréttir DV Hús einbúa í Böðvarsdal brann til kaldra kola: Olíuluktin fuðraði upp DV heimsótti Héöin Hannesson í Bö&varsdal sl. sumar. Hér eru hann og bla&ama&ur DV fyrir utan íbúöarhúsiö, sem nú er brunniö til grunna. Á innfelldu myndinni er Héöinn. DV-mynd GVA íbúðarhúsið að Böðvarsdal í Vopnafirði brann til kaldra kola á laugardag. Héðinn Hannesson, sem er 68 ára að aldri, bjó einn í húsinu. Hann brenndist töluvert í andliti og á fótleggjum. Er líðan hans eftir atvikum, að sögn Bald- urs Friðrikssonar, heilsugæslu- læknis á Vopnafirði. Héðinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Vopnafirði, þar sem gert var að sárum hans. Hann dvelur nú á hjúkrunarheimilinu að Sundabúð á Vopnafirði. Það var tun fjögurleytið á laug- ardag sem eldm-inn kom upp. Að sögn lögreglunnar á Vopnafiröi hafði Héðinn verið að setja olíu á lukt frammi i forstofu hússins en ekkert rafmagn var í húsinu. Þeg- ar hann ætlaði að kveikja á lukt- Leitað í Grafarvogi: Fannst heima Nokkur umfangsmikil leit lögreglu var gerð síðdegis á laugardag að þriggja ára dreng, búsettum í fjölbýlishúsi í Graf- arvogi. Bróðir drengsins taldi aö sá stutti hefði rokiö á dyr, fáklæddur út í kulda og trekk, og þegar ekkert hafði sést til hans í klukkutíma var kallað eftir lögreglu. Nágrannar tóku einnig þátt í leitinni að piltin- um. Eftir rúmlega klukkutíma leit þurfti faöir drengsins aö gera hlé á eftirgrennslan sinni til að ná í hlífarfot heima hjá sér. Kom hann þá auga á dreng- inn sem kom af fjöllum þegar honum var sagt aö leitað væri aö honum. Um það leyti voru björgunarsveitir komnar í við- bragðsstöðu en ástæða þótti til aö óttast um drenginn sökum þess. hve fáklæddur hann var talinn vera. -bjb inni skipti engum togum að hún fúðraði upp. Héðinn missti hana á gólfið, en þar stóð m.a. olíubrúsi. Þurfti ekki að spyrja að leikslokum, eldurinn breiddist þegar út með slíkum hraða að Héðinn komst ekki einu sinni í síma til að hafa samband við Starfsmenn við Sultartangavirkjun hafa ákveðið að vinna ekki yfirvinnu umfram þá sem þeir hafa þegar samiö um til að þrýsta á um samræmd launakjör starfsmannanna. Einstök- um hópum starfsmanna hefúr verið boðinn kaupauki en öðrum ekki. Sem stendur er deilan í jámum og engar samningaviðræður í gangi en sam- kvæmt heimildum DV má búast við að einhver hreyfmg verði á málum nú slökkviliðið. Maður, sem er búsettur hinum megin við fjörðinn, sá aö íbúðar- húsið stóð í björtu báli og lét lög- regluna á Vopnafirði vita. Það hélt þegar á staðinn, um 25 kílómetra vegalengd. En þaö fékk ekki við neitt ráðið. Húsið sem eftir helgi. Forsaga málsins er sú að um miðj- an nóvember kynnti Fossvirki, sem er vinnuveitandi þeirra er um ræðir, launatilboð til starfsmanna þar sem stór hluti starfsmanna fékk ekki það sem þeir óskuðu en smiðir og nokkr- ir aðrir fengu kaupauka. Starfsmenn komu með gagntilboð viku síðar en því var hafnað af Fossvirki. Vegna óánægju með málið hafa því var gamalt, forskalað timburhús, klætt utan með asbesti, brann til kaldra kola á skömmiun tíma. Böðvarsdalur stendur nokkuð afskekkt, yst við Vopnafjörð aust- anverðan, undir Hellisheiði þar sem ekið er austur á Hérað. Tveir næstu bæir milli byggðar og starfsmenn ákveðið að vinna ekki yf- irvinnu umfram þá sem þeir hafa samið um. Þetta þýðir að þeir munu ekki vinna í matar- og kaffitímum og ekki eftir klukkan sjö á kvöldin. Tals- vert munar um þessa minnkun yfir- vinnu. Jólafrí starfsmanna á Sultartanga hefst 19. desember og er óvíst hvort samningar nást fyrir þann tíma. -KJA Böðvarsdals eru í eyði. Héðinn er með 200 kinda bú á jörðinni. Hann tók við búskap á henni eftir foreldra sína og hefur búið þar einn síðan. -JSS Kristján Jóhannsson: Rútuferð til Akureyrar DV, Akureyri: Erfiölega gekk að koma Mótettukómum og Kristjáni Jó- hannssyni stórsöngvara noröur til Akureyrar í gær vegna þess aö ekki var hægt að fljúga vegna veðurs. Einhver hluti kórsins komst þó norður meö flugi í gærmorg- im en síðan var allt flug ixman- lands fellt niður. Gripið var til þess ráðs að flylja aðra kórfélaga og Kristján til Akureyrar meö langferðabifreið. Þessi ákvörðun var tekin fljótlega upp úr hádegi og gekk ferðin norður vel. Þó varð að seinka báðum tónleik- unum á Akureyri. Þeir fyrri hófust kl. 20.30 en hinir klukkan 22.30. Fyrstu tónleikamir af fimm, sem haldnir verða, vora í Hallgrímskirkju á laugardag og þar verða einnig tvennir tónleik- ar í vikunni. Uppselt er á alla tónleikana. -gk Sultartangavirkjun: Eitt gangi yfir alla - neita að vinna yfirvinnu Dagfari Berrassaðar konur í borða Tvær útlendar fraukur heimsóttu íslendinga í jólaönnum um helgina. Þær höfðu heitið því fyrir heimsókn sína hingað aö hlaupa berrassaðar niöur Laugaveginn. Það mun óheim- ilt samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Því hafði borgar- lögreglan nokkum viðbúnað. Rassa- köst kvennanna vora þó ekki bönn- uð þar sem málstaður þeirra þótti at- hyglisverður. Berrössuðu konumar gerðu sér nefiiilega ferð yfir hafið til þess að mótmæla því að íslendingar gengju í loðfeldum. Þessar konur og ýmsar aðrar, meðal annars frægar sýning- arstúlkur og leikkonur, hafa striplast víða rnn lönd í þágu loðdýranna. ísland er ekki í flokki sólarlanda hvað sem líður gróðurhúsaáhrifum. Því voru þessar góðu konur spurðar að því við komuna hvort heppilegt væri að striplast á Laugaveginum í svartasta skammdeginu. Berrössuðu konumar höfðu ekki áhyggjur af því. Gæsahúð kæmi ekki að sök þar sem þær væru hjartahlýjar. Barátta kvennanna virðist þó hafa stuðning æðri máttarvalda. Hitabylgja flæddi yfir landið bláa í desember. Veður var milt á laugardaginn þegar kon- umar fóru í bæinn. Enn betra hefði verið fyrir þær að striplast í gær. Þá féllu hitamet um allt land miðaö við árstima. í höfúðborginni var 12 stiga hiti og hefur aldrei verið heitara í desember. Fyrra hitamet í Reykjavík var skömmu eftir stríð. Þá hefði ekki veriö amalegt fyrir berrössuðu kon- umar að hlaupa um og mótmæla pelsum í Vopnafirðinum. Þar komst hitinn í tæp 18 stig. Aldrei mun hafa mælst heitara í desember á íslandi. Kaupmenn á Laugaveginum vora spenntir vegna heimsóknar kvenn- anna. Koma þeirra trekkti á við heilu auglýsingablöðin. í fréttum af komu beru kvennanna var búist við öngþveiti í bænum. Fyrir utan for- vitna mörlanda á Laugaveginum vora mættir ljósmyndarar og myndatökumenn. Allir virtust til- búnir að berjast gegn loðfeldum og með loðdýrum, að minnsta kosti rétt á meðan bera konumar færu hjá. Menn gleymdu um stund langvar- andi vanda loödýrabænda og fegin- leikanum vegna þess að aðeins hefúr birt til í þeirri atvinnugrein undan- farin misseri. „Við ætlum að vera naktar i mið- bæ Reykjavíkur á laugardag, ætlum úr öllum fótunum," sögðu konumar í viðtali á fóstudag. Það var því spenna og eftirvænting í svip vegfar- enda á Laugaveginum, einkum karla á ýmsum aldri. Það fór kliður um hjörðina þegar konumar birtust. Vandinn var að þær voru alls ekki berrassaðar. Þær voru kappklæddar, í stígvélum, með borða frá hnjám og upp í háls. Klæðnaðurinn var kórón- aður með jólasveinahúfum. Það varð spennufall hjá körlun- um. Þeir höfðu glaðir samþykkt að fara með konum sínum í bæinn og lofað að vera þægir í búðunum. Ferð- um þeirra var svo fyrir komið að karlamir voru akkúrat staddir á horrn Laugavegar og Frakkastígs í hádeginu. Þar sáu þeir kappklæddar mótmælakonur í stað berrassaðra. Sennilegt þótti þeim einnig að undir borðanum væru konumar í lopabux- um og peysum. Einu mennimir sem önduðu léttar voru lögreglumennimir. Þeir sáu strax að hér var engin hætta á ferð. Það var fráleitt að lögreglusamþykkt borgarinnar væri brotin. Það eina sem sást bert á mótmælafraukunum voru hnén og nefm. Það sást ekki einu sinni í eyrun á þeim. Konumar komu til þess að mót- mæla pelsum. Það var ekki mikil þörf á því. íslendingar era flestir í nælonúlpum. Líklegt verður þó að telja að vonsviknir karlar hafi tekið til sinna ráða. Ef íslendingseðlið er samt við sig má gera ráð fyrir að ör- tröð hafi verið í pelsabúðum. Til þess að sýna hug sinn og mótmæh er lík- legt að þeir hafi splæst loðfeldum á konur sínar. Það hljóp því á snæriö hjá kynsystrum berrössuðu kvenn- anna - kappklæddu. Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.