Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 50
58 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Afmæli ________________ Indriði Pálsson Indriði Pálsson, fyrrv. forstjóri Skeljungs og hdl., Safamýri 16, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Indriði fæddist á Siglu- firði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1948, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1954 og öðlað- ist hdl-réttindi 1958. Indriði var fulltrúi hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli 1955 og til árs- loka 1956, starfrækti lögfræðiskrif- stofu í Reykjavík 1957-59, var fram- kvæmdastjóri Meistarasambands byggingamanna frá stofnun þess og til ársloka 1958, var fulltrúi for- stjóra Olíufélagsins Skeljungs frá ársbyrjun 1959 og til ársloka 1970 og forstjóri Skeljungs frá ársbyrjun 1971 og til 1.7. 1990. Þá hefur hann verið stjómarformaður Skeljungs frá 1990. Indriði situr í stjóm Eimskipafé- lags íslands hf. frá 1976 og er stjórn- arformaður Eimskipafélags íslands frá 1992, situr í stjórn Flugleiða hf. frá 1988 og á sæti í stjórnum ýmissa smærri verslunar- og atvinnufyrir- tækja. Hann hefur lengi setið í stjórn VSÍ og átt sæti i stjórn Versl- unarráðs íslands um árabil. Indriði hefur verið Stórmeistari Frimúrara- reglunnar á Islandi frá 1988. Indriði var sæmdur riddarakrossi Indriði Pálsson. íslensku fálkaorðunnar 1988 og stórriddarakrossi 1993. Fjölskylda Indriði kvæntist 15.1. 1955 Elísabetu Guðnýju Hermannsdóttur, f.j 16.6. 1928, húsmóður. Hún er dóttir Hermanns Vil- hjálmssonar, verslunar- manns og fulltrúa á Seyðisfirði, og k.h., Guð- nýjar Vigfúsdóttur hús- móður sem bæði eru látin. Börn Indriða og Elísabetar Guð- nýjar eru Sigríður, f. 13.2. 1956, hús- móðir og kennari í Reykjavík, en maður hennar er Margeir Pétursson hdl. og stórmeistari í skák og eiga þau eina dóttur; Einar Páll, f. 8.5. 1963, læknir í Svíþjóð en kona hans er Halla Halldórsdóttir læknir og eiga þau tvo syni. Albræður Indriða: Einar, f. 9.4. 1929, nú látinn, forstöðumaður Reiknisstofnunar bankanna; Ás- grimur, f. 13.8.1930, nú látinn, fram- kvæmdastjóri. Hálfsystkini Indriða, samfeðra, eru Magnús, f. 6.9. 1939, öryggis- vörður í Reykjavík; Sigríður, f. 10.12.1940, fulltrúi í Reykjavík; Lilja Kristín, f. 5.1.1948, hjúkrunarkona í Reykjavík. Foreldrar Indriða voru Páll Ás- grímsson, f. 21.3. 1892, d. 3.8. 1978, verkamaöur og verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., María Sigríður J. Indriðadóttir, f. 6.3. 1900, d. 3.12. 1935, húsmóðir. Ætt Meðal systkina Páls má nefna Dagbjörtu, móður Þorsteins Svörf- uðar læknis og Önnu hjúkrunarfor- stjóra; Sigurð, afa Sigurðar Geirdal bæjarstjóra, og Kristin Ágúst, fóður skólastjóranna Björns Ottós og Magnúsar Bærings og Árna Garð- ars, auglýsingastjóra Morgunblaðs- ins. Páll var sonur Ásgríms, b. og smiðs á Sigríðarstöðum og Dæli í Fljótum, Sigurðssonar, b. í Hvammi, Pálssonar, b. á Miklahóli í Viðvíkursveit, Sigfússonar, b. á Dæli í Svarfaðardal, Rögnvaldsson- ar, bróður Jóns, langafa Arnfmns, afa Baldvins Tryggvasonar spari- sjóðsstjóra.. Móðir Páls á Miklahóli var Sigríður Pálsdóttir, systir Guð- rúnar, langömmu Olgeirs, fóður Einars. Móðir Ásgrims var Guðný Bjarnadóttir, b. í Sigríðarstaðakoti, Þorleifssonar, og Helgu Guðmunds- dóttur, b. í Sigríðarstaðakoti, Helga- sonar. Móðir Páls var Sigurlaug Sigurð- ardóttir, b. á Stóra-Grindli, Sig- mundssonar, b. á Krossi á Akranesi, Snorrasonar, b. í Andakil, Magnús- sonar. Móðir Sigurðar var Guðríð- ur, systur Helgu, ömmu Þorbjörns þorskabíts skálds. Guðríður var dóttir Þorleifs, b. á Hæli í Flókadal, Auðunssonar. Móðir Sigurlaugar var Ingiríður Grímsdóttir, pr. á Barði í Fljótum, Grimssonar, græð- ara á Espihólum, Magnússonar. Móðir Gríms prests var Sigurlaug, systir Kristjáns, langafa Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Jóns, föð- ur Jónasar frá Hriflu. Sigurlaug var dóttir Jóseps, b. í Ytra-Tjamarkoti, Tómassonar, bróður Jónasar í Hvassafelli, afa Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg Hallgrím,sdóttir, systir Gunnars, pr. á Upsum, afa Tryggva bankastjóra og langafa Hannescir Hafstein. Móðir Ingiríðar var Helga Jósepsdóttir, b. í Hvammi, bróður Sigurlaugar. Maria Sigriður var dóttir Indriða, sjómanns og verkamanns á Siglu- firði, Jóhannssonar, b. í Hólsgerði í Flókadal, Jónssonar, b. á Ulugastöð- um í Laxárdal, Jónssonar. Móðir Jó- hanns var Guðrún ísleifsdóttir, ráðskona í Kálfárdal. Móðir Indriða var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Skeiði í Fljótum, Þorgeirssonar, og Maríu Sigurðardóttur. Móðir Sigríðar var Oddný Björg Jóhannsdóttir, b. á Steinavöllum, Jóhannssonar, b. á Syðsta-Mói, Jónssonar. Móðir Oddnýjar var Björg Jónsdóttir. Indriði og Elísabet taka á móti vinum og kunningjum í Sunnusal á Hótel Sögu í dag, mánudaginn 15.12., á milli kl. 17.00 og 19.00. Guðmundur Ólafsson Guðmundur Ólafsson, fyrrv. bóndi, póstur og bókbindari á Dröngum á Skógarströnd, nú til heimilis að Borgarholtsbraut 27, Kópavogi, er níræður í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Jónsnesi við Stykkishólm og ólst upp í Stykk- ishólmi. Hann var í Barnaskóla Stykkishólms og stundaði síðan bú- fræðinám við Bændaskólann á Hvanneyri. Guðmundur var bóndi á Dröng- um á Skógarströnd á árunum 1934-68. Þá var hann jafnframt land- póstur á milli Stykkishólms og Stað- ar í Hrútafirði og siðar á milli Stykkishólms og Búðardals. Síðustu starfsárin og eftir að Guð- mundur flutti suður var hann bókbindari við Bóka- safn Kópavogs. Guðmundur sinnti ýms- um félgasstörfum fyrir sína sveit. Hann var t.d. í Búnaðarfélaginu á Skógar- strönd, Ungmennafélaginu Þresti á Skógarströnd og í Rotaryklúbbi Stykkis- hólms. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 19.5. 1934 Valborgu Vest- Qörð Emilsdóttur, f. 22.1. 1916, húsfreyju og ljósmóður. Hún er dóttir Emils 0. Sæmundssonar Vestfjörð, á Þinghóli í Tálknaflrði, og Kristjönu G. Guðmundsdóttur húsfreyju. Börn Guðmundar og Valborgar eru Ólafur Kristinn Guðmundsson, f. 20.11. 1936, byggingar- fulltrúi á Snæfellsnesi, kvæntur Herdísi Jóns- dóttur og eiga þau þrjú böm; Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, f. 23.4. 1939, bókbindari í Kópa- vogi, gift Jóni H. Sig- urðssyni og eiga þau sex börn; Unnsteinn Guð- mundsson, f. 5.5. 1945, sjómaður á Höfn í Hornafírði, kvæntur Hildigerði Skaftadóttur og eiga þau þrjú börn; Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir, f. 25.6. 1947, framkvæmdastjóri á Ak- ureyri, gift Kára Þórðarsyni og eiga þau þrjú böm; Kristín Björk Guð- mundsdóttir, f. 15.3. 1953, kennari í Kópavogi, gift Friðbimi Emi Stein- grimssyni og eiga þau þrjú böm. Systkini Guðmundar vom Stefán Gunnar Ólafsson, f. 17.12. 1909, d. 21.4. 1954; Ragnheiður, f. 9.3. 1912, d. 20.11. 1912; Siggeir, f. 4.6. 1916, d. 25.9. 1987. Foreldrar Guðmundar voru Ólaf- ur Guðmundsson, bóndi, póstur og smiður á Dröngum á Skógarströnd og í Stykkishólmi en siðan loks bú- settur í Kópavogi, og k.h., Þorbjörg Kristín Stefánsdóttir, húsfreyja og saumakona. Guömundur Ólafsson. Bridgefélag Reykjavíkur 9. desember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður tvímenn- ingur með þátttöku 24 para. Meðal- skor var 216 og efstu pör. NS 1. Vil- hjálmur Sigurðsson jr. - Viðar Guð- mundsson 262 st. 2. Siguróli Jóhannsson - Magnús Ingólfsson 254 og 3. Róbert Geirsson - Geir Róbertsson 247. AV 1. Sturla Snæbjörnsson - Cecil Haraldsson 264 st. 2. Halldóra Magnúsdóttir - Kristín Torfadóttir 255 og 3. Guðrún Jóhannesdóttir - Jón Hersir Elíasson 253. Sveitakeppni BR 10. desember var spilað 3. kvöldið í 4ra kvölda sveitakeppni félagsins. Staða efstu sveita er: 1. Landsferðir 171 st. 2. Grandi 160 st. 3. Erla Sigurjónsdóttir 156 st. 4-5. Gylfi Baldursson 154 st. og Búlki 154 st. 6. Roche 151 st. 7. Hjólbarðahöll- in 147. Reykja- víkurmót Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1998 verður spilað með sama fyrir- komulagi og undanfarin ár og hefst 3. janúar. Ef þátttaka fer yfir 22 sveitir verður skipt í tvo riðla. Eftir að riðlakeppni er lokið spila fjórar efstu sveitir í hvorum riðli útslátt- arkeppni þar til ein sveit stendur eftir sem hlýtur titilinn Reykjavik- urmeistari í sveitakeppni 1998. Á sama tima spila sveitirnar sem end- uðu í 6.-9. sæti í sínum riðli um fjögur síðustu sæti Reykjavíkur í undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni 1998. Safnaðarstarf Árbæjarkirkja: Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur í dag kl. 17-18. Allir velkomnir. Félagsstarf aldr- aðra á mánudögum, kl. 13-15.30. Fótsnyrting í dag. Pantanir í síma 557-4521. Áskirkja: Æskulýðsfélag mánu- dagskvöld kl. 20. Fella- og Hólakirkja: Bænastund og fyrirbænir í dag kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. For- eldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10-12. Friðrikskapella: Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Minn- ingarspjöld kirkjunnar fást í Bóka- búð Böðvars, Pennanum í Hafnar- firði og Blómabúðinni Burkna. Grensáskirkja: Æskulýðsfélagið í kvöld kl. 20. Hjallakirkja: Predikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum, kl. 9.15- 10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Ey- jólfsson héraðsprestur. Neskirkja: Starf fyrir 10-12 ára böm í dag kl. 16. Æskulýðsfélag í dag kl. 18. Foreldramorgunn mið- vikudag, kl. 10-12. Jólagleði. Seljakirkja: Fundur KFUK í dag. Fyrir 6-9 ára stelpur kl. 17.15-18.15 og fyrir 10-12 ára kl. 18.30-19.30. Mömmumorgnar á þriðjudögum, kl. 10-12. 7//////// staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur attt milfi og stighœkkandi % Smáauglýsingar birtingarafsláttur DV 550 5000 DV Tll hamingju með afmælið 15. desesmber 85 ára Ida Ingólfsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Katrin Ólafsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. 75 ára Erna B. Árnadóttir, Dalshrauni 5, Hafharfirði. 70 ára Hannes Eyjólfsson, Sæbóli, Borgarfirði eystri. Hjálmar Þorleifsson, Áshamri 31, Vestmannaeyjum. Ingólfur Kristjánsson, Veghúsum 31, Reykjavík. Þorsteinn Guðmundsson, Búðargerði 10. Reykjavík. 60 ára Guðríður Hannibalsdóttir, Hörðalandi 22, Reykjavík. Linda Kristjánsdóttir, Greniteigi 2, Keflavík. Þorvaldur Ólafsson, Vitastíg 18, Reykjavík. 50 ára Guðmundur Ketill Guðfinnsson húsgagnasmiður, Álmholti 8, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Þuríður E. Pétursdóttir líffræðingur. Hann verður heima á afmælis- daginn og með heitt á könn- unni. Baldur Jónsson, Stórholti 17, ísafirði. Bjarki A. Unnsteinsson, Dalbraut 18, Reykjavík. Bragi Jónsson, Stórholti 17, ísafirði. Helena Svavarsdóttir, Hjaltabakka 8, Reykjavík. Rín Elíasdótir, Miðbraut 17, Seltjarnarnesi. Sigrún Edda Gestsdóttir, Grenigrund 6, Kópavogi. Þórdís Kolbeinsdóttir, Fifumýri 9, Garðabæ. 40 ára Gunnar Davíðsson, Heiðarbraut 5, Höfn í Homafirði. ísar Guðni Arnarson, Veghúsum 11, Reykjavík. Jón Bjamason, Baugstjöm 1, Selfossi. Jón Brynjar Jónsson, Klapparstig 28, Reykjavík. Rósa Friðriksdóttir, Reykjabyggð 31, Mosfellsbæ. Salvar Finnbogi Guðmundsson, ísalind 5, Kópavogi. Sigrún Sigurðaidóttir, Súluholti, V illingaholtshreppi. Stefanía Jónsdóttir, Heiðarbraut 4, Sandgerði. Þórdís Hjörvarsdóttir, Austurbergi 14, Reykjavík. / jjrval - gott í hægindastólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.