Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Fréttir Sólon Stefán Sigurösson. Pálsson. Þögulir bankastjórar Jón Adolf Steingrímur Birgir Isleifur Eiríkur Guðjónsson. Hermannsson. Gunnarsson. Guðnason. Sverrir Haildór Björgvin Hermannsson. Guðjarnason. Vilmundarson. Punktar vegna ferðalaga á vegum bankanna: Rlkisbankastjóramir 9 hafa enn ekki svarað spumingum DV um það hvort þeir séu aðilar að Fríðinda- klúbbi Flugleiða. DV boðsendi öll- um bankastjórunum bréf þann 19. nóvember og spurði þá um aöild að klúbbnum. Lesendur hafa haft sam- band við DV og spurt eftir svömn- um og þess vegna skal upplýst að bankastjóramir hafa hvorki hafnað að svara spumingunum né svarað þeim efnislega. Þar var spurt hvort þeir nýttu persónulega þá punkta sem til féllu vegna ferða þeirra á vegum bankanna. í síðasta lagi var spurt hvort þeir gæfu hugsanlegan ávinning upp til skatts, svo sem reglur um hlunnindi gera ráð fyrir. Til upprifjunar má geta þess aö punktar sem falla þeim i skaut sem ferðast dýrt gefa oft mikinn ávinn- ing. Þannig getur einstaklingur sem ferðast mánaðarlega til útlanda á vegum fyrirtækis eða stofnunar fengið bónus í formi utanlandsferða eða annarra fríðinda sem nemur hundruðum þúsunda árlega. Af þessum hlunnindum ber þeim sem ferðast á vegum þriðja aðila að greiða skatta sem nemur rúmlega 40 prósentum. Rétt er að taka fram að DV hefur ekki neinar heimildir um það hvort og þá hvernig bankastjóramir nýti punkta sína. Fríðindaklúbburinn gefur ekki upp aðildarfélaga sína og skattframtöl þeirra eru hulin aug- um almennings. Þannig hafa banka- stjórarnir það einir á valdi sínu að svara þessum spurningum. DV mun þó vísa máli þeirra til Úrskurðar- nefndar um upplýsingamál svari þeir ekki á næstu dögum. -rt Bygging fjarskiptamasturs við Síðumúla: Mikil óánægja meðal nágranna - gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs, segja íbúar íbúar við Fellsmúla 17 og 19 auk þeirra sem búa við Háaleitisbraut 117 og 119 eru mjög andvígir bygg- ingu fyrirhugaðs fjarskiptamasturs Islenska farsímafélagsins við Síðu- múla 28. Nú þegar hefur Reykjavík- urborg úthlutað fyrirtækinu lóð fyr- ir mastrið en byggingamefnd borg- arinnar hefur enn ekki gefið leyfi fyrir byggingu þess. Fyrirhugað er að reisa 25 metra hátt mastrið í um 30 metra fjarlægð frá næstu íbúðarhúsum en þau eru við Fellsmúla 19. Þetta eiga íbúam- ir erfitt með að sætta sig við og segja margt mæla mót byggingu mastursins. „Fyrir utan þá miklu sjónmengun sem af þessu mun óneitanlega hljótast, höfum viö miklar áhyggjur af skaðlegum út- varpsbylgjum sem okkur gnmar að verði miklar í næsta nágrenni mast- ursins. Maður hefur heyrt af því að útvarpsbylgjur frá GSM-símum geti verið skaðlegar notendum og því teljum við ekki ólíklegt að umhverfi GSM-mastra eins og þessa sé hættu- legt. Svefnherbergin í íbúðunum við Fellsmúlann snúa öll að Síðumúlan- um og þar með fyrirhuguðu mastri og það er ljóst aö við komum ekki til með að sofa rótt með það fyrir utan gluggann," segir Baldur Ing- ólfsson. Hann býr að Fellsmúla 19 og hefur verið einn af forsvars- mönnum þeirra íbúa sem barist hafa gegn byggingu mastursins und- anfarnar vikur. En það er fleira sem íbúarnir telja mæla mót mastrinu, því vinda- samt getur orðið við Fellsmúlann og ekki ólíklegt að mjög hvíni í mann- virki sem þessu. Með allt þetta i huga er það skoðun þeirra sem þama búa að hætta sé á lækkun fasteignaverðs í kjölfar byggingar þess. Því spyrja þeir hver muni bæta þann skaða sem þeir hugsan- lega verða fyrir af völdum fjar- skiptamastursins. íbúar við Fellsmúla og Háaleitis- braut hafa safnað undirskriftalist- um til að mótmæla byggingunni og m.a. farið á fund borgarstjóra til að skýra sína hlið málsins. I kjölfar þess boðaði byggingarfulltrúi íbú- ana á fund þar sem hann ræddi þetta mál við þá. Þar fóru íbúamir m.a. þess á leit viö hann að flytja krana eða annað tæki á stærð við fyrirhugað mastur í Síðumúla 28 svo þeir gætu betur áttað sig á um- fangi fjarskiptamastursins og áhrif- um þess á útsýni og nágrenni heim- ila þeirra. -KJA Akureyri: Mjög Imeg jólaverslun DV, Akureyri: „Það er búin að vera mjög mikil jólaverslun að undanfómu. Mönn- um ber saman um að nóvember- mánuður hafi verið mjög góður og það sem af er desember hefur verið mjög mikið að gera,“ segir Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmanna- félags Akureyrar. Ragnar segir aö mjög hagstætt veðurfar að undanfomu hafi þýtt greiðar samgöngur og það skili sér ávallt í mikiili verslun á Akureyri. „Við höfum t.d. orðið varir við fólk hér í verslunarferðum sem kom alla ieið austan af fjörðum. Eins vissi ég af Siglflrðingum hér í verslunar- ferðum sem komu um Lágheiðina sem er óvenjulegt á þessum árs- tíma. Kaupmönnum ber nær öllum saman um að verslunin í bænum hafi verið mjög góð og ef tíðarfarið helst svipað áfram er ekki ástæöa tU annars en bjartsýni," segir Ragn- ar. -gk rvj: |§j r^j Hér má sjá hvernig fyrirhugað fjarskiptamastur mun líta út. Myndin er tekin frá bflastæðum Fellsmúla 19 og mastrið teiknað inn. Um 30 til 40 metra fjar- lægð er frá mastrinu að næstu íbúðum. Samsett DV-mynd S og Unnur Hringtorg á pólnum Suðurskautsfararnir ís- iensku, Ólafur Öm Haralds- son og félagar, ganga nú ákveðnum skrefum eftir frera Suðurskauts- landsins og stefna á pólinn þar sem þeir áforma að drepa niður fæti í janúar. Takist þeim að komast gangandi á pólinn verða þeir fyrstir íslendinga tU að ganga þessa leið. Annars er mikU umferð um þetta heims- svæði þar sem menn ferðast á aUs kyns farartækjum. Þannig er önnur grúppa íslendinga í jeppaferð á suðurpólinn. Þá stökkva menn jafnvel í fallhlíf niður á pólinn með tilheyrandi lifsháska. Reyndar munu ferð- skrifstofur skipuleggja ferðir á þetta svæði. Sagt er að íslend- ingunum knáu stafi einna helst háski af umferðinni og ónefnd- ur heimUdarmaður Sandkoms sagðist vona að þeir væru með endurskinsmerki. Slíkt sé aUa vega nauðsynlegt þegar þeir komi í hringtorgið á Pólnum... Stöd 2 í kjölfar þess að Jón Ólafs- son hætti sem framkvæmda- stjóri íslenska útvarpsfélagins hafa miklar sögur gengið um að einhver stóru eigendanna í fyrirtækinu sé um það bU að selja hlut sinn, og aö gömlu keppi- nautamir úr Stöðvar 3 ævintýrinu ■ "WSP"' I vilji kaupa. Meðal annars er óska- barn þjóðarinnar, Eimskipafé- lagið, nefnt tU sögu. FuUtrúar Chase Manhattan-bankans, sem fjármagnaði á sínum tíma hluta af kaupum núverandi meiri- hluta á bréfum í fyrirtækinu, komu hingað til lands á dögun- um í tengslum við stjómarfund- inn þegar Hreggviður Jónsson tók við af Jóni. Það magnaði enn sögumar, og það gekk fjöll- unum hærra að Chase Manhatt- an væri að selja sinn hlut. Hið sanna í málinu er að bankinn á engan beinan hlut að fyrirtæk- inu og allir aðUar þess harð- neita að nokkur sala sé í gangi... Sjóvá og TM Eftir aö Landsbankinn keypti VÍS hafa eigendur Sjóvár-Al- mennra stööugt verið á höttun- um eftir aö stækka fyrirtækið og bæta sam- keppnisstöðu sína. Á dög- unum gerði Sjóvá-Almenn- ar tilraun tU að ná fótfestu í Tryggingamið- stöðinni og í viðskiptaheim- inum var litið á það sem sjald- gæfa tUraun tU „hostUe take- over“. VerðbréfadeUd Búnaðar- bankans, sem Þorsteinn Þor- steinsson stýrir, keypti þá hlut í TM fyrir um 100 mUljónir, meðal annars af Rakel Olsen athafnakonu í Stykkishólmi. Plottið var að Sjóvá-Almennar keypti síðan af Búnaðarbankan- um og freistaði að gera tilboð í meirihluta TM. Hörð viðbrögð forsvarsmanna TM, ekki síst Gunnars Felixsonar forstjóra, uröu tU þess að þeir Einar Sveinsson og Ólafur B. Thors, forstjórar Sjóvár-Almennra, drógu sig Ul baka...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.