Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 34
42 menning MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 30? ' Jóhanna V. Þórhallsdóttir - Flauelsmjúkar hendur ★★★ í kjölfar Díabólusar Diabolus in Musica kom, sá og hvarf fyrir árum sem manni flnnst skyndilega ótrúlega mörg þegar lit- iö er til baka. Seinni plata hópsins er í minningunni tengd hrakning- um. Gott ef hún datt ekki í sjóinn á leið til landsins og er því væntan- lega eina sjóblauta platan í safn- inu. Þetta er aukatriði en alltént hefur manni ávallt þótt dæminu á einhvern hátt ólokað hjá Diabolus. Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söng- kona Diabolus á sínum tíma, tekur hér að vissu leyti upp þráðinn að nýju. Hún vinnur að vísu plötu sína á eigin forsendum en kallar til liðs við sig gamla hljómsveitarfé- laga ásamt fleirum. Útkoma starfs- ins er lúmskt skemmtileg plata. Tónlist sem læðist að manni þegar síst skyldi, tangóar, bossa nóvur, sveiflumúsik, kabarettstemningar í gylltasalarstíl og sönglög sem blandað er smekklega saman. Tvö lög þykja mér reyndar stinga i stúf við hin tólf, sönglögin Lofið þreyttum að sofa og Móðir mín í kví kví. Jóhanna hefði mátt geyma þau til betri tima og ein- beita sér að þessu sinni að hinu því að vonandi lætur hún ekki staðar numið hér. Þetta eru þó eng- in stórlýti á plötunni. Verra er hins vegar að í tækni- vinnslu virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis þannig að diskanturinn nýtur sín ekki sem skyldi. Tíðni- sviðið þarf allt að vera til staðar til að fingerð tónlist eins og Jóhanna V. Þórhallsdóttir valdi sér til flutn- ings njóti sín til fullnustu. En efni- viðurinn er finn, flutningurinn lif- andi og útkoman að flestu leyti hin ágætasta. Ásgeir Tómasson * Töfrar Disneys í fölvuna þína! Vinningshafar l.vinningshafi: Óskar Elías Sigurðsson Hercules-Action Game tölvuleikurinn. nr. 5950 2. vinningshafi: Laufey Steinarsdóltir nr. 4710 Hercules-print Studio tölvuforrit. 3. vinningshafi: Sigurlaug L. Jónasdóttir nr. 8764 Hercules-Animated Storybokk tölvuleikur. 4.-24. Hercules músamotta. Björn S. Ólafsson Kristín E. Siguröardóttir Anna L. Gísladóttir Egill Aron Valur Ingólfsson Jón F. Sigurðsson Tinna 0, Grímarsdóttir Geirný Ómarsdóttir Jóhannes B. Jónsson Jóhann B. Finnbogason Telma Logadóttir Svanur J. Biörnsson Þorkell M. Guðnason Arndís Yr Hafþórsdóttir Ivar Orri Þorsteinsson Björn Ó. Jóhannsson Auður Seljavegi 11 Ragnar Árnason puðni L. Benediktsson Ivar K. Hallson 25.-45.Disney Interactive sýnishorna fyrir tölvur. Dagur G. Jónsson Jóhann P. Harðarson Ernir Magnússon Haukur Þorri Birgir Þ. Þorbjörnsson Birgitta Sigursteinsdóttir Koíbeinn Lárus Perla Ó. Hjartardóttir Guðjón H. Hilmarsson Guðni T. Björgvinsson Pygló Bylgja Iris B. Róbertsdóttir Guömundur Árnason Elva Eir Grétarsdóttir Sólveig Dröfn Magnus Þ. Ingólfsson Hörður Eiríksson Sigurður R. Steinarsson Kolbrún Eva Jón Víglundsson nr. 10778 nr. 11596 nr. 1047 nr. 11342 nr. 5628 nr. 12362 nr. 12480 nr. 6393 nr. 4811 nr. 12335 nr. 8816 nr. 8951 nr. 11778 nr. 8057 nr. 5545 nr. 7300 nr. 11197 nr. 9701 nr. 5334 nr. 7469 i-diskar nr. 9396 nr. 11334 nr. 7412 nr. 10711 nr. 8940 nr. 7407 nr. 12488 nr. 10156 nr. 3934 nr. 6239 nr. 6581 nr. 5635 nr. 5229 nr. 10543 nr. 10057 nr. 11008 nr. 10869 nr. 3277 nr. 5179 nr. 5168 Krakkaklúbbur DV 09 Japis óska vinningshöfum til hamingju með vinninginn og jrakkar ölium sem töku j»átf ksrlega fyrir þátttökuna. œm. Pétur Östlund - Power Flower: í jólapakka djass- geggjarans Ekki hef ég tölu á þeim plötum sem Pétur Östlund hefur spilað inn á gegn- um árin og efast satt að segja um að Pétur sjátfur hafi sjálfur nokkra tölu þar á. En það er fyrst nú - og kominn tími til, kynnu margir að segja - sem hann gefur út plötu undir eigin nafni, Power Flower. Og ekki þykir okkur íslendingum það slæmt að hann skuli velja með sér til verksins tvo spilara að heiman, þá Eyþór Gunnarsson pí- anóleikara og Þórð Högnason bassista. Þessir þrir léku fyrst saman á Rú- Rek-hátíðinni 1996 og ég minnist þess ekki að Eyþór hafi fyrr en þá spilað í hefðbundnu píanótríói opinberlega þótt svo kunni reyndar að vera. En fjórða hjólið undir Power Flower- vagninum er kunningi Péturs af heimaslóðum hans í Sviþjóð, Fredrik Ljungkvist, sem blæs í tenór- og sópr- ansaxófóna. Opnunarópusinn, titillagið Power Flower, er kröftug lína, snaggaralega blásin í sópransaxinn, en Fredrik á marga betri spretti sína á það hljóð- færi á plötunni. The Saga of Harrison Crabfeathers eftir Steve Kuhn er næsta lag, ballaða sem að mestu er í þrískiptum takti, ekki mikil melódía en unaðslegt er hvernig íslenska tríó- ið, með Eyþór í fararbroddi, leysir upp hryninn þegar siglt er inn i pí- anósólóið eftir hausinn. Hlutir svipað- ir þessu heyrast hér og þar á plötunni - hrynurinn fer að svífa yfir tempóinu á draumkenndan hátt. Auk titillags- ins á Pétur tvö önnur lög á plötunni. Anja er falleg ballaða, snilldarlega leikin með tilfinningahita af kvartett- inum. Auk þess er stuttur eftirmáli, Epilogue, að mestu slagverk á ýmis- legt sem ekki tilheyrir hefðbundnu trommusetti. Auk þess vekur athygli hið vel þekkta lag Thelóníusar Monks, Round Midnight, hér með undirtitli Péturs, Round Seven. Það kemur til af því að lagið er flutt í 7/4 og líður áfram á ótrúlega eðlilegan hátt í þessari takttegund því taktskil- in eru svo lítið undirstrikuð í flutn- Power Flower rcturÖstlund . JT' KiiiIiÆ I .jnu^kviid Cunujrssim ingnum. Tveir málmblásarar bætast í hópinn í You Stepped out of a Dream, þeir Veigar Margeirsson og Edward Fredriksen. Útsetning Péturs er góð og útkoman minnir á stórsveit þótt ekki sé hljómsveitin stór. Það má segja að Jazzís Ijúki góðu útgáfuári með stæl þar sem þessi fyrsta sólóplata Péturs er og hún er sjálfsögð í jólapakka djassgeggjarans. ÁrsæH Másson Greifarnir - í ljósaskiptunum ★★★ Gleðimenn The Last Emperor og Dirty Dancing voru aðal-híómyndimar síð- ast þegar Greifarnir sendu frá sér plötu í fúllri lengd. Bad og The Jos- hua Tree voru aðalplötumar og Steingrímur Hermannsson var enn þá forsætisráðherra. Nú er loksins kominn tími til að fylgja Dúbli í hom eftir þótt Greifamir hafi vitaskuld verið duglegir við að senda frá sér lag og lag þau ár sem þeir hafa á annað borð starfað. í ljósaskiptunum er fyrst og síðast gleðiplata. Greifamir reka ballhljóm- sveit og reyna ekki einu sinni að sigla undir folsku flaggi. Þeirra hlutverk er að halda uppi stuði með hæfilegri blöndu af rómantík. Textamir við Greifalögin bera þessu vitni. Þeir em óttalega einnota, strákrembusvínslegir og innihaldinu er best lýst með broti úr fyrsta lagi plötunnar, Smástund: „Þetta er sagan endalausa. Ung stúlka hittir strák og þau gleyma stund og stað.“ Heimspeki Greifanna er ekki flóknari en þetta og dugar ágætiega meðan hljóm- sveitin stefnir ekki á önnur mið. Veika hliðin hjá Greifunum hefur lengi verið söngurinn. Felix Bergsson kvaddi fyrir löngu og tók Kristján Viðar aðallega við hlutverki hans. Hann er allur að koma til og sleppur þokkalega frá sínu á nýju plötunni. Að öðm leyti þarf ekki að hafa mörg orð um frammistöðu liðsmannanna. Hljóðfæraleikur er þéttur og stuð- músíkin er ágætiega útsett eins og við var að búast hjá meira en ára- tugsgamalli hljómsveit. Greifamir era, að því er ég best veit, fyrstir íslenskra tónlistarmanna til að láta fylgja myndband við eitt laga sinna á plötunni í ljósaskiptimum. Tölvunotendur með rétta búnaðinn geta því notið lagsins Skiptir engu máli á skjánum meðan þeir hlusta á það. Þá er rétt að vekja á því athygli að lagið Sexý er í tveimur útgáfum á plötunni, þeirri venjulegu og síðan aftan við síðasta lag- ið. I síðamefndu útgáfunni fær strákrembusvínshúmor- inn að njóta sín til fullnustu! Ásgeir Tómasson KK - Heimaland ★★★ Afslappað gæðapopp Það er með KK eins og aðra þá sem standa í fremstu línu ís- lenskra tónlistarmanna, það er ætiast til meira af þeim en þeim sem eru að byrja. KK hefur sent frá sér frábærar plötur á ferli sín- um og er skemmst að minn- ast Ómissandi fólks, sem hann gerði með Magnúsi Eiríkssyni, og síðustu sóló- plötu hans, Grand Hótel. Heimaland, nýjasta plata hans, er nokkuð misgóð. Maður hefur það á tilfinn- ingunni að hún sé varla fullkláruð. KK á að geta sent frá sér þéttari tónlist á plötu en heyra má á Heima- landi þegar heildin er skoð- uð. Á plötunni nýtin hann aðstoðar í einstaka lögum, meðal annars systur sinnar, EHenar Kristjánsdóttur, Bjöms Jörundar Frið- bjömssonar, Guðmundar Pétinssonar og Jóns Ólafs- sonar. Fleiri góðir tónlistar- menn koma við sögu, auk þess sem KK sýnir sem fyrr sntildar- takta á gítarinn. Það vantar sem sé ekki að undirstöðurnar séu sterkar. KK syngur með sínu nefi, eins og sagt er imi þá sem hafa sér- staka rödd, og gefur lögunum oft þá fyllingu sem vantar, hefur ein- stakt lag á að ná upp tilfmning- unni í textunum, en sem tónskáld hefra hann gert betri hluti. Á Heimalandi er að fmna tíu lög, öti eftir KK. Sem fyrr nýtur hann sín best í blúsn- um og rólegum ballöðum, á síður heima í rokkinu, enda eru bestu lög plötunnar blús- amir Vaknaðu pabbi og Plastpokamaðurinn ásamt ballöðunni Ástin sigrar. Þá er vert að minnast á hið skemmtilega lag, Krabbinn, þar sem KK fær smávegis að láni frá Spilverki þjóðanna. í hetidina er Heimaland ekki alveg það sem maður bjóst við frá KK en platan hefur sínar góðu hliðar og KK bregst ekki frekar en fyrri daginn sem söngvari og gít- arleikari. Hilmar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.