Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 52
60 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 * Uppblásinn blöðruselur „Hann er eins og uppblásinn blöðru- selur í þessum sel- skinnsjakka sín- um.“ Magnús Skarphéð- insson, á Stöð 2. Leiguliðar „Eins og staðan er í dag þá erum við hér leiguliðar. Þetta er sama lénskerfið og var á 15. öld þegar kirkjan og lénsherrar leigðu smæ- lingjunum jarðnæði." Kristinn Arnberg, útgerðarmaður á Suðurnesjum, um stöðu sjómanna þar, í DV. Ummæli Á skjön við samkeppnislög „Reynsla arkitekta á stjómar- timabili samtakanna um R- listann er sú, að byggingar- og skipulags- málum Reykjavíkurborgar hefur verið stjórnað algjörlega á skjön við samkeppnislög landsins með fá- keppni, fyrirgreiðslu, verktöku fastráðinna borgarstarfsmanna og hentistefnu að leiðarljósi." Páll Björgvinsson arkitekt, í Morg- unblaðinu. Áform iðnaðarráðherra „Minna má á að hér situr iðnað- arráðherra sem hefur uppi áform sem munu breyta öræfum íslands til ævarandi frambúðar. Eng- in umræða. Honum hefur aldrei verið gert að rökræða þessi áform sín á opinberum vettvangi." Pétur Gunnarsson rithöfundur, í DV. Orðsóðar og mengunarsóðar „Það eru bara orðsóðar á íslandi sem munu nota það orð.“ Davíð Oddsson, í Sjónvarpinu, þeg- ar hann var spurður hvort íslend- ingar yrðu kallaðir mengunarsóðar. Paul Welch kynnir vinnuaðferðir sín- ar í Lífssýnarsainum í kvöld. Innri umbreyt- ing og sjálfsrækt Paul Welch frá San Diego í Kali- fomíu mun í kvöld kl. 20 kynna vinnuaðferðir sínar í Lífssýnar- salnum að Bolholti 4 á 4. hæð. Paul er alþjóðlegur leiðbeinandi sem haldið hefur fjölmörg námskeið í Bandaríkjunum og Evrópu. Samkomur Það á að gefa börnum bók Sigrún Klara Hannesdóttir pró- fessor mun i dag flytja fyrirlestur í Norræna húsinu um jólabækur, lestrarvenjur og Intemetnotkun ís- lenskra ungmenna. Fyrirlesturinn hefst kl. 15.30. Félag eldri borgara í Kópavogi Kvöldvaka verður í Félagsheim- ilinu Gullsmára í kvöld kl. 20.30. Kór eldri borgara, Vesturgötu, syngur. Stjómandi Sigurgeir Björg- vinsson, Sigurður Geirdal bæjar- stjóri flytur ávarp og Kór eldri borgara, Selfossi, syngur undir stjórn Sigurveigar Hjaltested. Gísli Viðar Harðarson, formaður Suðurnesjadeildar Rauða kross íslands: Flestir fá úrlausn sinna mála DV, Suðurnesjum: „Við reynum eftir fremsta megni að aðstoða þá sem minna mega sín í samfélagi okkar. Nú þegar er byrjað að leita til okkar og þá fyrst og fremst til að óska eftir styrk fyrrir jólin í formi fata og fjárstyrkja. Við reynum að aðstoða þá sem við get- um og flestir fá úrlausn sinna mála að einhvejru leyti,“ sagði Gísli Við- ar Harðarson, formaður Suður- nesjadeildar Rauða Kross íslands. Gísli segir að deildin sé stöðugt með fatasöfnun allt árið. Síðustu vikumar eru þeir búnir að tína til þann fatnað sem er skástur - mjög góður og jafnvel ónotaður. „Þessar fatagjaflr gera okkur kleift að miðla þeim áfram til þeirra sem standa höllum fæti. Við erum mjög glaðir að geta hjálpað þessu fólki. Það eru alltaf erfið spor fyrir það að koma til okkar eða fara til einhverra ann- arra og leita aðstoðar. Við fáum oft og tíðum ábendingar frá öðrum um einstaklinga og ijölskyldur sem eiga um sárt að binda og þá reynum við eftir megni, með hjálp presta eða annarra, að aðstoða þetta fólk, þó svo að það hafi ekki endilega beðið um það sjálft." Rauða Kross-deildin er einnig með í gangi söfnun á lopa- og ullargami sem fer til fyrrum lýð- velda Júgóslavíu. „Það fer gámur utan um áramót- in og vil ég hvetja fólk sem á lopa- og ullargarn að taka til hjá sér og koma því til okk- ar.“ Suðurnesja- deildin var stofn- uð 1984 og starf deildarinnar hef- ur vakið mikla athygli fólks fyrir frábært starf. „Deildin er mjög öflug. Við rekum hér þrjá sjúkra- bíla og öflugt neyðarvamavið- bragðskerfi og erum með fólk sem er tilbúið að standa við þann samning sem viðGísli Viöar Haröarson. emm með um neyðarvamir. Þá er hér mjög öflugt fræðslustarf og síðasta árið hefúr verið mjög öflugt ungliðastarf innan hreyfingarinnar. Við erum með fræðslukvöld og þjálfun fyrir þessa unglinga. Þá eigum við húsnæði að Hafnargötu 15 og þar fer öll okkar starfsemi fram.“ Gísli hefur verið formaður deild- arinnar siðan 1986 og gert margt gott í hreyfingunni ásamt félags- mönnum sem eru á fimmta hund- rað. „Þetta er fyrst og fremst mjög gefandi. Það er gaman að geta veitt að- stoð.“ Gisli hefur starfað við sjúkraflutninga í 17 ár. Árið 1988 voru sjúkraflutn- ingar sameinaðir slökkviliði Brunavama Suð- umesja og hefur Gísli starfað á báð- DV-mynd Ægir Máryni vigstöðvum frá þeim tíma. Hann er varðstjóri BS. Gisli segir að áhugamálin séu fjölskyldan, líknar- og björgunarmál og fátt annað komist að hjá sér. Eig- inkona Gísla er Vilborg Reynisdótt- ir og eiga þau þrjú böm, Pál Ágúst, 11 ára, Reyni Öm, 8 ára, og Kristínu Ósk, 6 ára. -ÆMK Maður dagsins Myndgátan Hnattstaða Myndgátan hér að ofan lýsir oröasambandi. Margrét Pálmadóttir stjórnar Vox Feminae í Leikhúskjallaranum í kvöld. Maríusögur, ljóð og jólalög Kvennakórinn Vox Feminae verður með tónleika í Lista- idúbbi Leikhúskjallarans í kvöld en Vox Feminae er starfræktur innan Kvennakórs Reykjavíkur. Stofnandi og stjómandi kórsins er Margrét Pálmadóttir og undir- leikari er Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Tónleikar Á fyrri hluta dagskrárinnar mun kórinn flytja jólalög og sög- ur, helgaö Maríu mey. Harpa Amardóttir sér um lesið mál og hefur einnig gert dagskránni um- gjörð. Síðari hluti kvöldsins er á léttum jólanótum þar sem flutt verða nokkur þekkt aðventu- og jólalög. Gestir geta borið fram óskir um að kórinn syngi með þeim uppáhaldsjólalögin þeirra. Dagskráin hefst kl. 20.30. Jólatónleikar Tónlistarskólans Jólatónleikar nemenda Tón- listarskólans í Reykjavík verða haldnir i kvöld kl. 20 i Grensás- kirkju. Fjölbreytt efnisskrá. Að- gangur er ókeypis. Bridge Biðsagnakerfi Aðalsteins Jörgen- sen og Sigurðar Sverrissonar skil- aði þeim alla leið í 7 hjörtu í þessu spili í Politiken pairs tvímennings- keppninni i Danmörku á dögunum. Aðalsteinn og Sigurður voru að spila gegn Gunnari Hallberg og Frederic Wrang sem höfnuðu í fjórða sæti. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: 4 10765 « 532 4 KDG2 4 G5 4 Á832 V Á84 4 10854 4 K3 4 94 V 106 4 973 4 D108762 Noröur Austur Suður Vestur pass 1 * pass 1» pass 1 4 pass 1 grand pass 2 4 pass 2» pass 2 4 pass 34 pass 4 4 pass 4 grönd pass 5 4 pass 54 pass 7» p/h í fljótu bragði virðast 13 slagir upplagðir með einni lauftrompun í blindum en samgangurinn á milli handanna er vandamál. Ýmsir möguleikar blasa við. Spaðinn getur legið 3-3 eða 109 blankt í litnum. Ef sama hendin á þríspil í trompi og 4 spil í spaða getur sagnhafi tekið trompin aðeins tvisvar sinnum, lagt niður öll mannspilin i blindum í spaða, trompað lauf heima og hent tígli í spaðaásinn. Sú leið gefur hins vegar mun verri vinningslíkur en að spaðinn sé 3-3 eða 109 blankt þó að hún leiði til vinnings í þessu spili. Aðalsteinn spilaði að sjálf- sögðu með líkunum og varð að sætta sig við að fara einn niður. ísak Örn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.