Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Page 4
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997
4
(fréttir
Sölusamtök íslenskra hrossabænda á barmi gjaldþrots:
Milljona abyrgð-
ir yfirvofandi
- kanadískur kaupandi brást - allt að þriggja milljóna ábyrgð einstaklings
Sölusamtök íslenskra
hrossabænda eru á barmi
gjaldþrots vegna viðskipta
sinna við kanadískan aðila,
Amold Faber. Sá hefur lítið
sem ekkert greitt vegna
kaupa á íslenskum hestum
þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir félagsins til innheimtu.
Gjaldfallin skuld hins
kanadíska aðila er um 15
milljónir króna þegar allt er
talið. Faber mxm hafa haft
himinháar hugmyndir um
að selja Vestm--íslendingum
hross. Hann boðaði islensk-
um hrossabændum í upphafi
að hann gæti selt allt að 500
hesta á mánuði án þess að
blása úr nös. Faber kom vel
fyrir og virtist eiga mikiö af
peningum og ávann sér
þannig traust hinna íslensku
aðila. Þetta reyndist tálsýn
ein og nú er komið í óefni há
Sölusamtökum íslenskra
hrossabænda. Verði félagið
gjaldþrota munu ábyrgðir
falla á einstaka hrossabænd-
ur sem skrifað hafa upp á
víxla sem ábyrgðarmenn
vegna þessara viðskiota.
Samkvæmt heimildum DV eru allt
að 20 milljónir króna í uppnámi
vegna þessa.
Óvissa um örlög
Halldór Gunnarsson í Holti tók
við framkvæmdastjóm í félaginu,
sem áður seldi undir merkjum
EDDA-hesta, um síðustu áramót.
Hann segist hafa tekið að sér fram-
kvæmdastjómina í því skyni að
reyna að lenda því án þess að til
gjaldþrots kæmi. Hann sagði í sam-
tali við DV að ástandiö væri mjög
alvarlegt og ekki væri séð hver ör-
lög félagsins yrðu. Á aöalfundi, sem
haldinn var þann 19. desember sl„
gerði Halldór grein fyrir vandanum.
Þar kom fram að tapiö árið 1996
nam 4,5 milljónum króna. Þá er yf-
irdráttur í Landsbankanum löngu
útrunninn en hann nemur rúmum 4
miUjónum króna. Loks era löngu
fallnir víxlar. Halldór segist ekki
vilja hugsa þá hugsun til enda fari
félagið í gjaldþrot.
EDDA-hestar vora stórtækir í hrossaútflutningi til Þýskalands og félagið stóð f miklum blóma. Síðar hóf fyrirtækið
útflutning til Kanada og það var upphaflð að endalokunum. Kandíski aðilinn borgaði ekki og nú stefnir í gjaldþrot
Sölusamtaka íslenskra hrossabænda. Þessl mynd er fró árinu 1996 þegar með seinustu hrossunum vora send til
Kanada. Svo er að sjá sem hestunum hafi lítt hugnast það ferðalag sem fyrir höndum var og hefur nú valdið eigend-
um þeirra efnahagstjóni. DV-myndir Ægir Már
Hryllilegt mál
„Þetta er hryllilegt mál ef illa fer.
Þaö era bændur um allt land með
óskaplegar baktryggingar vegna fé-
lagsins. Þeir munu tapa stórapp-
hæðum fari félagiö í gjaldþrot. Það
er dæmi um aö einstaklingur sé í
ábyrgðum fyrir þremur milljónum
króna,“ segir Halldór.
Hann segir að ekki sé við fyrri
framkvæmdastjóra félagsins að sak-
ast að svo illa er komið. Málið snú-
ist einfaldlega um vanefndir Amold
Faber.
„Greiðsluerfiðleikamir era fyrst
og fremst tengdir því að fyrir þrem-
ur til fjóram áram var stærstum
hluta viöskipta okkar beint til
Kanada í stað Þýskalands áður. Þar
var fyrst og fremst skipt við Amold
Faber. Skuld hans nam um síðustu
áramót 15 milljónum króna," segir
hann.
„Það var gerður við hann
greiðslusamningur sem gaf mögu-
leika á því að hægt væri að hætta
starfsemi og greiöa á nokkrum áram
út til þeirra sem áttu kvaðir á félag-
ið. Verkefni mitt í stöðunni er að
innheimta þennan samning og enda
þetta. Vandamálið er að Amold hef-
ur ekki staðið við samninginn og
greiddi aöeins fyrstu afborgunina og
síðan ekki söguna meir. Við eigum
möguleika á að ganga aö honum
ytra en það er ekki einfalt að ganga
að jörð og hestum og fara að reka
þann búskap í Kanada," segir Hall-
dór.
Mikil velta var hjá EDDA-hestum
á gullaldarárum fyrirtækisins en
um síöustu áramót var komið í
óefni hjá félaginu. Félag íslenskra
hrossabænda starfar undir sömu
kennitölu og EDDA-hestar áður.
Nafhið EDDA- hestar hefúr verið
leigt öörum aðila og það félag
starfar nú undir annarri kennitölu.
Ekki tókst að ljúka aðalfundinum
þann 19. desember og verður fram-
haldsaðalfundur um miðjan janúar
nk. þar sem enn verður reynt að
finna leið til bjargar. -rt
Forseti íslands:
Veitir nýsköpunarverðlaun
Þann 8. janúar næstkomandi
verða nýsköpunarverðlaun forseta
íslands afhent í þriðja sinn. Forseti
íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
mun afhenda þau við hátíðlega at-
höfn að Bessastöðum. Verðlaunin
eru veitt fyrir framúrskarandi vinnu
nemenda og nýsköpunargildi verk-
efnis. Sérstök dómnefnd, skipuð full-
trúum frá menntamálaráðuneyti,
Reykjavíkurborg, Samtökum iðnað-
arins og Rannsóknarráöi íslands,
hefúr nú tilnefnt sex verkefni til Ný-
sköpunarverðlauna forseta íslands.
Verkefnin era: Samþætting heim-
speki og eðlisfræði í elstu bekkjum
grunnskóla,; Brynhildúr Sigurðar-
dóttir; Hvemig eru biðlistar í heil-
brigðisþjónustunni uppbyggðir?,
Aöalheiður Sigursveinsdóttir;
Menningararfúrinn í nútímanum,
Andri Snær Magnason og Sverrir
Jakobsson; Fáfnir, hugbúnaður fyr-
ir flokkun hráefnis í fiskvinnslu,
Gísli Reynisson og Hálfdán Guðni
Gunnarsson; Prófun á efnum úr ís-
lenskum fléttum, með tilliti til verk-
unar á krabbameinsfrumur og
bólguviðbrögð, Gunnar Már Zoéga;
Rannsóknir á líffræðilega virkum
efnum í sjávargróðri og öðra sjávar-
fangi, Hans T. Bjömsson.
Mathiesen fúll
Þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins af landsbyggðinni era ekki
kátir yfir því að Sólveig Péturs-
dóttir kunni að koma inn í rík-
isstjórnina í stað
Þorsteins Pálsson-
ar. Þeir telja nauð-
synlegt að næsti
maöur á eftir
Geir H. Haarde
verði úr þeirra
hópi. Árni M.
Mathiesen er
einna fremstur
í goggunarröö-
inni. Konurnar í
flokknum sætta sig hins vegar
ekki við að gengið verði fram
hjá þeim lengur. Til aö Sólveig
teppi ekki ráðherrasæti til ffarn-
búðar hafa því Mathiesenamfr
afráðið að berjast gegn því að
skipt verði út fleiri en einum að
þessu sinni...
Jólakveðja D-listans
Mmnihlutafúlltrúar D-listans
í ísafjarðarbæ sendu jólakveðju
sína til íbúa í málgagni flokks-
ins, Vesturlandi. Það vekur
nokkra athygli
aö undir jóla-
kveðjuna rita
aöeins þrír sjálf-
stæöismenn en
þeir era þó
fimm í bæjar-
stjóminni. Þau
Magnea Guð-
mundsdóttir,
Þorsteinn
Jóhannesson og Hall-
dór Jónsson skrifa öll undir
þar sem lögö er áhersla á að þar
fari fulltrúar Sjálfstæöisflokks-
ins af D-lista. Þá er í jólakveöj-
unni talað um „hörmungar"
sem Vestfirðingar hafi gengiö í
gegnum á síðustu vikum. Þeir
sem ekki er skráðir undir jóla-
kveðjuna eru Jónas Ólafsson
og Kolbrún Halldórsdóttir
sem sifja nú í nýjum mefri-
hluta. Samkvæmt þessu er búið
að reka þau úr flokknum. Þaö
mun nokkuö mörgum Vestfirð-
ingum hafa bragðiö illa við jóla-
boöskapinn ...
Vinsæll leikhússtjóri
Núverandi þjóðleikhússtjóri,
Stefán Baldursson, þykir hafa
staöið sig frábærlega og gott
gengi leikhússins á sföustu
árum er fyrst og
ffernst þakkað
honum. Sam-
kvæmt gildandi
lögum getur
þjóðleikhússtjóri
aöeins setið tvö
fimm ára ráðn-
ingartímabil og
nú hallar í það
síðara hjá Stef-
áni. Margir kvíða þvi hins
vegar að sjá á bak Stefáni. Nú
hefur Bjöm Bjamason
menntamálaráðherra lagt fram
framvarp aö nýjum leiklistar-
lögum þar sem lagt er til aö
hægt sé að endurráða leikhús-
stjóra eins oft og þurfa þykir.
Talið er aö þetta sé fyrst og
ffemst til að halda í frábæra
starfskrafta Stefáns...
Björkí jólafríi
Björk er heima um þessa
jólahátíð aö vanda. Hún var
stödd á ónefridum veitingastað
skömmu fyrir jól og fylgdi
henni hirð vina
og vandamanna.
Hvert sæti var
skipað en síðan
tæmdist staöur-
inn nánast á
svipstundu.
Ástæðan var
sú að drottn-
ing poppsins
stóð upp o
sagði að hana langaöi ffekar á
annan ótilgreindan stað. Það
var eins og við manninn mælt
að skarinn stóð upp og fylgdi
kalli drottningar sinnar...
8 .
MmmmmmmmmmmammmmmmmBmamm