Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Page 6
6
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997
Mannskaðaveður á írlandi, Wales og Englandi á jóladag:
Sex fórust og fimm
skipveria saknað
Sex manns létu lífið í miklu
óveðri sem gekk yfir írland, Wales
og norðvesturhluta Englands á jóla-
dag. Þá er fimm skipverja af frönsk-
um togara, sem fórst í hafinu undan
ströndum Suður-Wales, enn saknað.
Brak fannst í hafinu en leit að
mönnunum hafði engan árangur
borið þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld.
Veður var afar slæmt á leitar-
svæðinu á jóladag, öldur á hæð við
há hús og mikill vindhraði. Varð að
fresta leit í fyrrinótt en í gærmorg-
un var haldið áfram. Vind hafði þá
lægt eilitiö en þó var mjög hvasst.
Meðal fómarlamba á landi vom
maður, dóttir hans og tengdasonur
sem fórast þegar tré féll á bíl sem
þau vora í. Þá lést kona i bílslysi af
völdum veðursins á hinni víðfrægu
götu Penny Lane í Liverpool. Önnur
fómarlömb létust einnig í bílslysum
sem mátti rekja til óveðursins.
Um 100 þúsund heimili á svæð-
inu voru án rafmagns yfir
hátíðarnar þar sem línumöstur
hrundu og raflínur fóra í sundur.
Urðu þúsundir fjölskyldna af hinum
hefðbundna jólamat á þessum slóð-
um, steiktum kalkún. Þá fuku þak-
plötur eins og haustlauf um allt og
ollu veralegu tjóni.
Starfsmenn rafveitna unnu í gær
hörðum höndum við að koma raf-
magni á aftur en áttu sums staðar í
vök að verjast vegna veðurs. Veður
hafði þó víða lægt á Englandi í gær.
Reuter
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen, 62 ára, er hér á göngu í Feneyjum á aöfangadag ásamt eiginkonu
sinni, Soon-Yi Previn, 27 ára. Pau giftu sig við borgaralega athöfn í Feneyjum á Þorláksmessu. Símamynd Reuter
Woody Allen og Soon-Yi Previn giftu sig á Þorláksmessu:
Eru yfir sig hamingju-
söm og ástfangin
„Viö erum yfir okkur hamingju-
söm,“ sagði bandaríski leikstjórinn
Woody Allen þar sem hann spásser-
aði á götu í París í gær með nýrri
eiginkonu sinni, hinni 27 ára gömlu
Soon-Yi Previn. Allen og Soon-Yi
voru gefin saman við borgaralega
athöfn í Feneyjum á Þorláksmessu.
Þau dvöldu þar fram á aðfangadag
en héldu þá í brúðkaupsferð til Par-
ísar. Þau dvelja á Ritz-hótelinu þar
sem Díana prinsessa og Dodi Al-
fayed nutu siðustu máltíðar sinnar.
AÍlen lét ekkert uppi um hve lengi
hann og Soon-Yi myndu dvelja i
borg ljósanna.
Soon-Yi er fyrrum fósturdóttir
Allens og leikkonunnar Miu Far-
row. Mia hafði þegar ættleitt Soon-
Yi þegar hún og Allen giftu sig forð-
um en hjónabandið sprakk með
miklum látum þegar Miafann nekt-
armyndir af Soon-Yi í fórum Allens.
Allen og Soon-Yi höfðu þá fellt hugi
saman, hún 21 árs og hann 56 ára.
Ástarsambandið vakti mikla athygli
og ekki síður skilnaðarmálið sem
fylgdi í kjölfarið. Þar deildu þau
Mia og Allen um forræði yfir synin-
um Satchel og tveimur fósturböm-
um sem þau ættleiddu saman,
Moses og Dylan. Mia sakaði reynd-
ar Allen um að hafa misnotað Dylan
kynferðislega en hann var sýknaður
af öllum slíkum ásökunum fyrir
rétti. Reuter
Jeltsín óánægður með árangurinn í efnahagsmálum:
Lífsskilyrði milljóna Rússa
hafa ekkert batnað á árinu
; stuttar fréttir
Fögnuðu
Verðbréfamiðlarar í Suður-
Kóreu fognuðu því mjög að ílýta
' ætti láni ffá Alþjóða gjaldeyris-
; sjóðnum.
Hittast á ný
Yasser Arafat, forseti Palestínu,
og Benjamín
Netanyahu, for-
sætisráðherra
ísraels, munu
hittast til við-
ræðna í Washing-
ton eftir áramót.
Arafat hefur
undirbúið áætlun um að koma
1 friðarferlinu í gang á ný.
Hörð atlaga
Stjórnarhermenn gerðu harða
atlögu að fylgismönnum Rana-
riddhs, fyrrum varaforsætis-
j ráðherra Kambódíu.
Nýnasistar
Þýska vamarmálaráðuneytiö
j svaraði gagnrýni um linkind
gagnvart nýnasistum innan
hersins, sagði að tekin hefðu
verið ákveðin skref til að halda
nýnasistum í skefjum.
Drápu Kúrda
Talsmenn öryggissveita í
Tyrklandi sögöu herinn hafa
drepið um 6 þúsund Kúrda í
átökum á þessu ári.
Vill stöðugleika
Jiang Zemin, forseti Kína,
hefur skipað
lögreglu að
tryggja fé-
lagslegan stöðug-
leika. Hann óttast
óróleika á vinnu-
markaði þegar
efnahagsumbætur
fara að skila sér í uppsögnum á
; næsta ári.
Höfuðið af
Maöur var hálshöggvinn í
Sádi-Arabíu fyrir morð. Hafa 123
verið hálshöggnir þar syðra á
i þessu ári.
Hungurverkfall
Kenneth Kunda, fymum forseti
| Zambíu, er í hungurverkfalli
eftir að hafa verið handtekinn án
sýnilegrar ástæöu.
Betra ár
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, spáir því að
næsta ár verði
mun betra í þýsku
efnahagslífi en
árið sem er að
líða. Spáir hann
því að
atvinnulausum
! muni fækka umtalsvert.
Heitur jóladagur
Heitir vindar ollu því aö í
Belgíu mældist mesti hiti á
jóladag frá því mælingar hófust.
! Náði hitinn að fara í 13,6 gráður
á celsíus.
Svartsýnir
En þrátt fyrir heitan jóladag
era Belgar svartsýnir á fram-
tíðina. Samkvæmt könnun óttast
meirihluti Belga að verða at-
vinnulaus í nánustu framtíö.
Fuglaflensan
Tvö ungböm í Hong Kong hafa
smitast af fuglaflensunni sem
þegar hefur dregið þrjá til dauða.
Óttast er aö fuglaflensan verði að
faraldri um allan heim. Bóluefni
verður ekki komið á markað fyrr
I en eftir hálft ár.
Ekkert Ijós
Ekkert hefur enn komið fram
sem varpað getur ljósi á orsök
Sflugslyssins í Indónesíu í síðustu
viku.
Ákærður
ísraelar hafa ákært 26 ára
Þjóðverja, sem tekið hefur
j íslamska trú, fyrir aöild að
Ífyrirhuguðu sjálfsmorðstilræði.
Reuter
líss^MMBnMMMMMMMMMMMMNHNMWMKKMMN
Boris Jeltsín, forseti Rússlands,
sagði í sjónvarpsávarpi að á árinu
sem er að líða hefðu lífsskilyrði
milljóna Rússa ekkert batnað og gaf
í skyn að hrókeringar í ríkisstjórn-
inni væru mögulegar á næstunni.
„Það er ljóst í augum margra að
afskaplega rýrar efnahagsumbætur
hafa átt sér stað. Lífið er mörgum
Rússanum afar erfitt og fólk kvartar
réttilega yfir ástandinu," sagði
Jeltsín í siðasta vikulega sjónvarps-
ávarpi sínu, því síðasta á þessu ári.
Jeltsín fékk unga umbótamenn til
liðs við sig fyrr á árinu til að blása
lífi í staðnaðár efnahagsumbætur og
stöðva hran í lífskjöram fólks. Nú
gerði hann öllum ljóst að hann
mundi kalla ríkisstjórnina til
ábyrgðar. Árangurinn væri slakur.
„Við munum leiðrétta mistök og
draga nauðsynlegar ályktanir,"
sagði Jeltsín og endurómuðu þar yf-
irlýsingar sem hann gaf um það
leyti sem ráðherraskipti urðu í rík-
isstjóminni í nóvember.
Jeltsín, sem hefur náð sér að fullu
eftir sýkingu í lungum, var sýnilega
mjög óánægður með árangur ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum og
þær leiðir sem famar hafa verið til
að halda verðbólgu i skeíjum.
Reuter
Seinfeld
að hætta
Jerry Seinfeld, aðalstjarna og
framleiðandi bandarísku gaman-
þáttanna Sein-
feld, hefur
ákveðið að
hætta gerð
þáttanna í vor.
Samkvæmt
stórblaðinu
The New York
Times lýsti
I Seinfeld þessu
yfir á jóladag. Seinfeld neitar því
| að hann ætli að hætta vegna spá-
dóma um að vinsældir þáttanna
mundu hrynja heldur vilji hann
| hætta á hátindi frægðar sinnar.
Seinfeld er aðalþáttur sjón-
varpsstöðvarinnar NBC og hefur
aflað stöðinni ómældra auglýs-
ingatekna, tryggt methagnað og
sigur í samkeppninni við CBS og
ABC. Forráðamenn hennar vora
því ekki seinir aö bjóða Seinfeld
nýjan samning. Heimildir herma
I að þeir hafi boðið honum 350
milljónir króna fyrir hvern þátt í
| 22 þátta röð eða 7,7 milljarða alls.
I Seinfeld er nú þegar ríkasti sjón-
I varpsleikari sögunnar og hefði
aldeilis bætt um betur hefði hann
tekið boðinu. En svarið var ein-
falt; Nei takk.
IVistvæntar
fjárfestingar
Marit Amstad, orkumálaráð-
herra Noregs, sagði á jóladag að
Norðmenn ættu að setja 10 pró-
sent af olíugróðanum í vistvænar
fjárfestingar. Um áramót munu
Norðmenn byrja að nota 40 pró-
sent olíusjóðs síns til að fjárfesta
í erlendum hlutabréfum. Hingað
til hefur örugga leiðin verið farin
og einungis fjárfest í ríkistryggð-
um skuldabréfum. Amstad vísar
á bug gagnrýni í þá veru að vist-
vænar fjárfestingar séu ekki eins
arðsamar en vildi þó ekki skýra
nánar hvaða fjárfestingar hún
hefði nákvæmlega i huga.
Mótmæltu refa-
veiðum
Hundrað mótmælenda með
kröfuspjöld reyndu að hindra
refaveiðar sem fóra fram víða á
Bretlandi í gær. Annar í jólum
I eða Boxing day er einn anna-
: samasti dagur breskra veiði-
: manna sem safhast rauðklæddir
f saman við sveitasetrin að göml-
um sið og hleypa síðan hundun-
um af stað með lúðrablæstri.
Þingmaður verkamannaflokksins
| hefur kynnt lagafrumvarp sem
: bannar refaveiðar. Hins vegar
eru margar hindranir í vegi
framvarpsins í þinginu og útlit
fyrir að veiðamar haldi áfram.
Jólin hér og þar:
Elísabet
minntist Díönu
í árlegri jólaræðu sinni þakk-
- aði Elísabet Englandsdrottning
Íalmenningi fyrir stuðning og
þátttöku í sorg hennar vegna
dauða Diönu prinsessu í ágúst.
Hún sagði árið sem er að líða
hafa verið ár andstæðna í lífi
sínu. Díana hefði farist í bílslysi
| og síðan hefðu hún og Filippus
f: fagnað gullbrúðkaupi. Drottning-
I in mælti með auknu sjálfstæði
I Skotlands og Wales en ítrekaði
i að Samveldið yrði áfram við lýði.
Jóhannes Páll páfi var hálf-
veikur þegar hann flutti jólapré-
I dikun sína á jóladag. Þar bað
hanh heimsbyggðina um að
: styðja við bakiÖ á hinum fátæku.
i í Betlehem fóru gyðingar og
| palestínumenn í friðargöngu en í
ÍMexíkó vora fómarlömb
fiöldamorðanna á mánudag borin
til grafar.
Á Kúbu hringdu kirkjuklukk-
umar jólin inn. Castró lýsti því
yfir að jóladagur yrði opinber
frídagur. Hafði það ekki gerst frá
því 1969. Kaþólikkar á eynni hafa
engu að síður haldið jól.
Reuter