Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Page 8
sælkerinn________________
Jón Daníel Jónsson, yfirmatreiðslumaður á Fjörukránni:
Áramótakalkúnninn
Jón Daníel Jónsson á Fjörukránni töfrar fram gómsæta kalkúnauppskrift
fyrir gamlárskvöldið. DV-mynd S
Jón Daníel Jónsson, yfirmatreiðslu-
maður á Fjörukránni í Hafnarfirði, er
sælkeri okkar að þessu sinni. Hann
sagði það við hæfi að gefa okkur upp-
skrift að gómsætum og fylltum áramó-
takalkún með trönuberjasultu og
gratíneruðum kartöflum. Gott er að
undirbúa sultuna með a.m.k. sólar-
hringsfyrirvara.
Kalkúnninn má vera 4-6 kíló að
þyngd. Hann er kryddaður með með
salti og pipar og kalkúnakryddi frá
Pottagöldrum. Fyrst er það fyllingin:
300 g svínahakk
100 g brauðteningar
1 stk saxaður laukur
3 stk saxaðir sellerístilkar
150 g grófsaxaðar pecan- eða kast-
aníuhnetur
1 tsk salvía
1 bolli rúsínur
2 stk egg
1 dl rjómi
2 msk smjör
1 msk salt
Grænmetið er fyrst svissað í potti í
smjörinu og hnetum og brauði bætt út
i. Að síðustu er rjóma hellt yfir og soð-
ið upp, tekið af hita og kælt.
Hakkinu er næst bætt út í blönduna
í köldum pottinum og brætt saman.
Þá er eggjum, rúsínum og kryddi bætt
út í og allt hrært vel.
Þurrkið fuglinn vel og snyrtið til.
Skerið óskabeinið burtu og fyllið fugl-
inn með fyllingunni. Saumið fyrir göt-
in á fuglinum og bindið saman lærin.
Steikið kalkúninn á 140° C í 40 mín-
útur á hvert kíló. Þegar búið er að
steikja fuglinn í 30 mínútur er gott að
leggja yfir hann viskustykki, vætt í
bráðnu smjöri.
Trönuberjasulta
350 g trönuber (fást í stórmörkuð-
um)
1 appelsína
12 sítróna
1 bolli púðursykur
12 bolli appelsínulíkjör, t.d.
Grand Mariner
Skerið appelsínu og sítrónu í bita
með berki og öllu nema munið að
hreinsa steinana úr. Setjið allt í mat-
vinnsluvél og blandið í mauk. Látið
standa í kæli í u.þ.b. sólarhring.
Kartöflugratín
6 stk stórar bökunarkartöflur
2 msk ólífuolía
1-2 stk hvítlauksgeirar
2 dl ijómi
salt og pipar
100 g rifinn ostur
Byijið að sjálfsögðu á að skræla
kartöflurnar og sneiðið þær síðan í
þunnar sneiðar. Smyrjið eldfast form
með ólífuoliunni og merjið hvítlauk-
inn og dreifið honum í botninn.
Raðið helmingnum af kartöflunum
í fatið og kryddið með salti og pipar og
stráiö helmingnum af ostinum yfir. Þá
er hinn helmingurinn af kartöflunum
settur yfir, kryddað og afgangurinn af
ostinum. Rjóma er loks hellt yfir allt
saman.
Þetta er bakað í ofni í 60-80 mínút-
ur við 140° C.
Jón Daníel segir gott að bera fram
með kalkúninum soðið grænmeti, eft-
ir smekk hvers og eins, og eplasalat
eða ferskt salat. -bjb
Melóna með
jarðarberjum
Þennan rétt má hæði
nota sem forétt og
eftirétt, nú eða bara
sem gúmmelaði með
sjónvarpinu. Ekki
skemmir að auk þess að
vera bragðgóður er
hann afskaplega hollur.
í réttinn þarf:
1 melónu
örlítinn flórsykur
350 g lítil jarðarber
2 msk. Cointreau eða
Grand Mamier
safa úr hálfri sítrónu.
Aðferð
Skerið örlítinn hatt
ofan af melónunni og
geymið til hliðar.
Skeriö kjötið úr
melónunni, fjarlægið
fræin og skerið litlar
kúlur úr kjötinu.
Geymiö skelina.
Stráið flórsykri yfir
melónukjötiö, hyljið og
kælið þar til bera á
réttinn fram. Helliö
líkjörnum og
sítrónusafanum yfir
jarðarberin. Stráið
flórsykri yfir til aö
, brægöbæta. Geymið í
j kæli.
Rétt áður en bera á
' réttinn fram á að
blanda jarðarberjunum
og melónuboltunum
(sjá mynd) saman.
Setjið ofan í
melónuskelina og setjið
hattinn á. Berið fram á
muldum ís skreyttum
með blómum. -sv
• ,j'rr-—v ,.
matgæðingur vikunnar
Tristan Elizabeth Gribbin leikkona leitaði til ömmu sinnar:
Skosk smábrauð
„Uppskriftin er upphaflega frá
ömmu minni, Ruth Woolman, sem er
af skoskum ættum en hefur lengst af
búið í Bandaríkjunum. Hún er minn
uppáhaldskokkur og ég stend í þeirri
trú að ég hafi erft eitthvað af hennar
hæfileikum í gegnum móður mína,
sem erfði þá alla,“ segir Tristan Eliza-
beth Gribbin, leikkona og dagskrár-
gerðarmaður, sem ætlar að gefa okkur
uppskrift að smábrauði, ættuðu frá
Skotlandi. Uppskriftin varð þó til i
kolanámubænum Gebo í Wyoming í
Bandaríkjunum, þangaö sem Skotar
fluttu i unnvörpum um síðustu alda-
mót og þar sem amma hennar Tristan
fæddist. Tristan hefur verið búsett hér
á landi um skeið og er gift Ingvari
Þórðarsyni, Loftkastalamanni og tón-
leikahaldara með meiru.
Uppskriftin aö smábrauðinu, sem
Tristan segir eiga sér samlíkingu í
mörgum öðrum löndum sem smákök-
ur, t.d. í Mexíkó og Þýskalandi, hljóð-
ar svo:
2 bollar smjör
2 bollar sykur
5 bollar hveiti
V2 tsk salt
sykur til skrauts
Tristan mælir með að smjöri og
sykri sé blandað saman í mat-
vinnsluvél. Það sé þægilegra en að
gera það í höndunum. Einum bolla
af hveiti er síðan bætt út í og deigið
því næst tekið úr matvinnsluvélinni
og lagt á borð. Þar er afgangnum af
hveitinu bætt smám saman við og
deigið hnoðað vandlega.
Deigið er flatt út þar til það er orðið
um lV^ cm á þykkt. Tristan segir enga
reglu á lögun brauðanna, það megi
skera deigið út eftir smekk hvers og
eins. Að þvi loknu er það sett á bökun-
arplötu, pínulítið af sykri stráð yfir og
deigið haft í kæli í u.þ.b. klukkustund.
Kveikið á bakaraofninum og hitið
hann upp í 130° C. Setjið brauðið inn
og bakið í allt að 50 mínútur, eða þar
til það fer að dökkna lítillega. Slökkvið
þá á ofninum og leyfið brauðinu að
standa þar um stund.
núna býr í Kalifomíu, var hún einmitt
að baka brauðið. Skemmtileg tilviljun
þar sem hún bakar þetta nú bara einu
sinni á ári,“ segir Tristan.
Hún ætlar að skora á vinkonu sína,
Disu Anderiman, til að vera næsta
matgæðing, þann fyrsta á nýju
ári. Þær ræktuðu saman líflrænt
grænmeti síðasta sumar í
Mosfellsdalnum þannig að
aldrei að vita nema að Dísa
verði á heilsunótunum.
-bjb
Tristan Elizabeth Gribb-
in er af skoskum ætt-
um Ifkt og uppskriftin.
DV-mynd E.ÓI.
að
man
gja frá
ð þegar
'ingdi í
Hrísgijónasalat
Nú þegar fólk er búið að
belgja sig út af kjöti síðustu
dagana vill það án efa prófa
eitthvað léttara áður en
áramótaátið byrjar. Ágætt er að
hvíla nú magann og friða
samviskuna með vænum salat-
disk. Fyrst kemur uppskrift að
ítölsku hrísgrjónasalati. í það
þarf:
Hráefni
250 g fljótsoöin ítölsk
hi'ísgrjón
2 tsk. salt
600 ml kalt vatn
4 msk. ólífuolía
1 msk. vínedik
2 fint saxaðir vorlaukar
1 litil græn paprika, söxuð
smátt
salt og pipar
1/4 agúrka, sneidd
2 msk. söxuð steinselja
stökk salatblöð
Aðferð
Setjið hrísgrjónin, salt og
vatn á pönnu og látið sjóða.
Hrærið, látið lok á pönnuna og
látið malla við vægan hita í 15
mínútur. Takið lokið af og látið
sjóða í 1 til 2 mínútur eða þar
til allt vatn er gufað upp af
hrísgrjónunum.
Blandið saman olíu,
vínedikinu, vorlaukunum,
grænu paprikunni og töluverðu
af salti og pipar i skál. Setjið
hrísgrjónin út á og blandið vel
saman. Setjið lok á skálina og
látið kólna.
Rétt áður en salatið er borið
fram á aö hræra agúrku og
steinselju út í. Setjið salatblöð í
botninn á grunnri skál, hellið
hrísgrjónasalatinu yfir og berið
fram strax.
Þessi uppskrift miðast viö 4
til 6 manns.
Fylltar ferskjur
Hér er mælt með léttum
ávaxtarétti, fylltum ferskjum
með möndlum. í hann þarf:
4 stórar ferskjur, skomar í
tvennt og steinhreinsaðar
75 g muldar makkarónur
50 g sykur
40 g mjúkt smjör
1 eggjarauða
1/2 tsk. sítrónubörkur, rifinn
smátt
möndluflögur til skrauts (má
sleppa)
Skerið örlítið af ferskjukjöti
úr hverjum helmingi og setjið í
skál. Bætið makkarónumuln-
ingnum, sykrinum, 25 g af
smjörinu, eggjarauðunni og
sítrónuberkinum og þeytið vel
saman.
Skiptið blöndunni á milli
ferskjuhelminganna og gerið
snyrtilega kúlu. Ofan á má setja
möndluflögur og örlítið af
smjöri. Bakið í ofni við 180
gráður á C (350 F). Berið fram
heitt eða kalt með rjóma.
ft
-sv