Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Page 47
 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 ------------------------ lyndbönd & Harrison Ford leikur lögreglumanninn Tom O’Meara sem tekur hryðjuverka- mann inn á heimili sitt. The Devils Own: Hryðjuverkamaður. heimsókn í myndinni The Devils Own er teflt saman tveimur stórleikurum, hvorum af sinni kynslóðinni, í hlut- verkum tveggja manna með ólikan bakgrunn. EVankie McGuire (Brad Pitt) er einn af hryðjuverkamönn- um IRA-samtakanna á Norður-ír- landi. Hann trúir því að hann sé að berjast fyrir göfugum málstað og að- ferðir hans eru ofbeldisfullar. Þegar hann neyðist til að flýja land er hann sendur til Bandaríkjanna til að reyna að kaupa Stinger-eldflaug- ar. Hann tekur sér nafhið Rory Devaney og þykist vera að flýja of- beldið í heimalandi sínu. Honum tekst þannig að komast í mjúkinn hjá írskættaða lögreglumanninum Tom O’Meara og fjölskyldu hans, og fær m.a.s. að búa á heimili hans. Tom O’Meara er rólyndur fjöl- skyldumaður og að mörgu leiti and- stæða Frankies McGuires. Hann reynir í starfi sínu að forðast of- beldi og gripur helst aldrei til byss- unnar. McGuire siglir undir fólsku flaggi en tengist þó OMeara sterk- um böndum. Viðskipti hans við vopnasala ganga ekki að óskum og leysast upp í átök sem fjölskylda OMeara dregst inn í. Alan J. Pakula leikstýrir stór- stjörnunum tveimur og meðleikur- um þeirra, þeim Margaret Colin (Terminal Velocity, Independence Day), Ruben Blades (Mo Better Blu- es, The Color of Night), Treat Will- iams (Hair, Mulholland Falls, Things to Do in Denver When Youre Dead), George Heam (The Vanis- hing, Sneakers) og Natascha McEl- hone (Surviving Picasso). Deilur um handrit Miklar sögusagnir höfðu gengið í blöðum um erfiðleika við gerð myndarinnar og margir voru farnir að búast við miklum skelli þegar liða tók að frumsýningu hennar. Aðstandendur myndarinnar voru því fegnir þegar hún fékk ágætar viðtökur hjá áhorfendum. Brad Pitt fékk áhuga á handritinu árið 1992 (þá var hann ekki enn orðinn stór- stjama) og samþykkti að leika í myndinni. Universal sat á handrit- inu í þrjú ár en þegar Columbia náði í það fóru hjólin að snúast og Brad Pitt stakk upp á Harrison Ford í hitt aðalhlutverkið. Ford sam- þykkti og hann og Pitt urðu ásáttir um að fá Alan J. Pakula til að leik- stýra. Nýir menn vom fengnir til að flikka upp á handritið og á meðan Brad Pitt var upptekinn við tökur á Sleepers sat Harrison Ford daglega fundi með handritshöfúndunum og miklar breytingar vom gerðar. Þegar Brad Pitt mætti til leiks og fékk að sjá nýjustu útgáfuna af handritinu brá honum í brún og í hönd fóm langir og erfiðir samn- ingafundir. Hámarki náðu deilum- ar þegar Brad Pitt hótaði að hætta við myndina viku áður en tökur áttu að hefjast. Hvort sem þakka má sannfæringarkrafti Ford og Pakula eða hótun Columbia um að lögsækja hamn og krefjast 63 milljón dollara í skaðabætur ákvað Brad Pitt að þrauka. Deilumar héldu áfram með- an á tökum stóð og stöðugt var ver- ið að endurskrifa handritið. Tökum lauk loks í júlí 1996 en nýr endir var síðan kvikmyndaður i febrúar 1997. Þá hafði Brad Pitt gefið stóryrtar yfirlýsingar í Newsweek en dró reyndar í land síðar meir og talaði um misskilning. Stjörnurnar Harrison Ford er einn af stærstu stjömum sinnar kynslóðar í Holly- wood. Árið 1994 var hann útnefndur stjama aldarinnar af landssamtökum kvikmyndahúsaeigenda, hann hlaut óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í Witness og hefur skapað tvær gríðarlega vinsælar persónur; Han Solo og Indiana Jones. Fyrstu árin hans sem kvikmyndaleikari voru fremur mögur og hann vann fyrir sér sem trésmiður til að hafa í sig og á en sást þó til dæmis í American Graffiti árið 1973 áður en stóra tækifærið kom þegar hann fékk hlutverk Han Solo í Star Wars. Meðal mynda hans má nefna Blade Runner, The Mosquito Coast, Clear and Present Danger, Working Girl, Patriot Games og Air Force One. Brad Pitt vakti fyrst athygli í smáhlutverki í Thelma & Louise og lék næstu árin m.a. i A River Runs Through It, Johnny Suede, True Romance og Kalifomia. Árið 1994 komst hann í stórstjömuflokkinn með leik sínum í Legends of the Fall og Interview With the Vampire. Síð- ustu árin hefur hann m.a. leikið í 12 Monkeys, Seven, Sleepers og Seven Years in Tibet. Leikstjórinn Alan J. Pakula hefur tvisvar unnið til óskarsverðlauna, fyrir All the Presidents Men og Sop- hies Choice. Hann hóf feril sinn sem framleiðandi og framleiddi m.a. ósk- arsverðlaunamyndina To Kill a Mockingbird áður en hann hóf leik- stjómarferil sinn. Meðal eldri mynda hans er t.d. Klute, sem aflaði Jane Fonda óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki, en af nýj- ustu myndum hans má nefha The Pelican Brief, Consenting Adults og Presumed Innocent. -PJ 0HÞ 0** sW * 51 wv/w.dv.i www.dv.iswww.dv.is www.dv.i www.dv.is v/wvv.dv.is www.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.isjl Aðgangur ókeypis fyrst um sinn Frá því ættfræðisíða DV hóf göngu sína 20. júlí 1987 hafa ættfræðingar og blaðamenn DV rakið ættir og æviágrip um 11.000 íslendinga á síðum blaðsins. Alls koma vel á annað hundrað þúsund manns við sögu í ættrakningum DV á vefnum. Frá deginum í dag eru ættfræðigreinar DV aðgengilegar almenningi á Netinu. Á Ættfræðivef DV er hægt að fletta upp nöfnum fólks í stafrófsröð eða leita að því með öftugri leitarvél í þessum hafsjó fróðleiks. Fyrst um sinn verður aðgangur ókeypis kynningar. V I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.