Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Side 4
4 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 JjV fréttir Líkamsrækt utanhúss: Rangar æfingar geta eyðilagt þjálfunina Hjólreiöar eru heppileg fjöiskylduíþrótt sem hefur litla hættu á meiöslum í för meö sér, þ.e. ef undanskildar eru allar þær hættur sem geta leynst f umferöinni. Þeim sem eru að reyna að koma sér af stað i líkamsrækt finnst oft erfitt að átta sig á því hvaða af- brigði líkamsræktar henti þeim. Það getur skipt meginmáli að velja sér æfingar við hæfi, þannig aö þær séu bæði hæfilega erfiðar fyrir við- komandi og einnig nægilega skemmtilegar. Sé misbrestur á þessu aukast líkurnar á að fólk gef- ist upp til muna og þá getur verið langt þangað til það leggur í að reyna aftur. Ef þaö þá leggur í þaö nokkum tímann framar. í bókinni Betri línur er að finna góða lýsingu á helstu þjálfunaraðferðum og hvers konar fólki þær henti. Byrjendur, mjög feitt fólk, fólk eldra en fimmtugt og ófrískar konur ættu að hefja þjálfun sína með því að ganga. Ef gengið er í minna en hálfa klukkustund verður fitu- brennslan frekar lítil, en i meðallagi ef gengið er lengur. Hætta á meiðsl- um er lítil. Sundið er vinsæl almennings- íþrótt, en hafa verður í huga að fitu- brennsla i sundi er lítil. Fólki með liðagigt eða önnur vandamál í liða- mótum, ófrískum konum, rosknu fólki og fólki sem er að ná sér eftir meiðsli er ráðlagt að stunda sund, enda er meiðslahætta nær engin. Hjólreiðar eru heppileg fjöl- skylduíþrótt og talsvert stunduð, a.m.k. á sumrin. Fitubrennsla við hjólreiðar er í meðaUagi og hætta á meiðslum lítil ef undanskildar eru hættur sem geta leynst í umferð- inni. Hjólreiðar eru heppilegar fyr- ir eldra fólk og fólk sem er of feitt. Jafnvel geta þær hentað þeim sem eru slæmir í baki. Skokk og hlaup eru án efa sú hreyfing sem flest- ir stunda sem ætla sér að komast í gott form. Skokkið hentar vel ungu fólki í tiltölulega góðu líkamlegu ástandi og eldra fólki sem hefur áður stundað tölu- verða likamsrækt. Fitubrennslan er mikil og hætta á meiðslum ekki mikil fyrir þá sem hlaupa minna en 55 kilómetra í viku. Besta fitu- brennslan fæst þó í skíðagöngu sem er mjög heppileg íþrótt þar sem hætta á meiðslum er lítil. Skíöa- gangan hentar þeim sem eru þegar í sæmilega góðu formi. Vandkvæðin eru hins vegar þau að einhver verð- ur snjórinn að vera til aö hægt sé að stunda hana. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli hvemig æfmgamar em gerðar og hafa má í huga tvö atriði sem hjálpa manni við að gera æfingamar á réttum hraða. Annars vegar verður æfingin að vera algerlega samfelld til að hún nái þeim árangri sem stefnt er að. Ekki er t.d. leyfilegt að stoppa í miðri æfingu til að spjalla við nágrannana. Hin reglan er að fólk eigi ekki að standa á öndinni á meðan æfingin er stunduð. Þá er fólk að ofreyna sig sem gerir alls ekki það gagn sem margir halda. Ágæt þumalfmgursregla er aö við- komandi geti haldið uppi samræð- um meðan á æfingunni stendur. -KJA HEILSUMOLAR / / / Því feitari sem einstaklingur er og í verra formi þvi hægari ætti æfingin að vera þegar hann stundar lík- amsrækt. Æfingar auka hungurtilfmn- ingu hjá þeim sem em feitir á meðan þær draga úr hung- urtilfinningu hjá þeim sem em í góöu formi. Taktu bara þá ákvörðun aö borða aldrei fitu framar. Auðveldasta leiðin til þess er að sleppa því að bæta smjöri, smjörlíki, majónesi eða annarri hreinni fitu ofan á matinn sem þú borðar. Úr bókinni Betri línur. Ættfræðivefur DV fær um eitt þúsund heimsóknir á dag: Mikill fengur fyrir áhugafólk um ættfræði - segir Magnús Guðmundsson, einn margra ánægðra lesenda „Ættfræðivefurinn er mikill fengur fyrir áhugafólk um ættfræði þar sem þar er að finna gríðarlegt magn upp- lýsinga. Mér finnst uppsetningin á vefhum skemmtileg og það er mjög auðvelt að fara um hann og leita,“ seg- ir Magnús Guðmundsson, áhugamað- ur um ættfræði, við DV. Magnús hefúr verið tiður gestur á ættfræðivef DV sem er að finna undir slóðinni http://www.dv.is. Ættfræði- vefúrinn, sem verið hefur opinn í einn mánuð, hefur fengið frábærar móttök- ur. Hátt í 10 þúsund manns heimsóttu ættfræðivefmn strax fyrstu vikuna en nú heimsækja vefmn um eitt þúsund manns á dag. Hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak. Magnús segist hafa verið fljótur til þegar vefurinn opnaði. Hann leitaði upplýsinga um eigin ættir og annarra og varð margs vísari. Magnús segir að með ættfræðivefnum hafi opnast alveg nýjar leiðir í ættfræðigrúskinu sem hann hefúr stundað frá 1994. Frá þeim tíma hefúr hann m.a. fylgst með ætt- fræðisíðum DV og íslendingaþáttum Dags og hlaðið upplýsingum inn í ætt- fræðiforrit. „Þegar tölvan heima er laus, sem er heíst eftir miðnætti, heimsæki ég gjaman ættfræðivefmn og grúska. Það verður gaman að fylgjast með því hvemig vefúrinn á eftir að stækka og dafna. í því sambandi er mjög sniðugt að gefa fólki færi á að senda inn ábend- ingar og upplýsingar varðandi eldri greinar. í heild er þessi vefur bæði snjallt og skemmtilegt uppátæki," seg- ir Magnús. Fyrir þá sem enn hafa ekki heimsótt ættfræðivefmn er bent á slóðina hér að ofan. Þegar inn er komið má finna upplýsingar á tvennan hátt. Annað hvort með því að slá inn nafn og upp- lýsingar um fæðingar- dag eða aö smella á viðeigandi bókstafi. Margir lesendur ættfræðivefsins hafa nýtt sér möguleikann sem býðst til að senda inn ábendingar og upp- lýsingar um greinar á ættfræði- vefnum. Margt kann nefnilega að hafa breyst á þeim ellefu áram sem liðin era frá því ættfræði- Magnús Guömundsson hef- ur veriö tíöur gestur á ætt- fræöivef DV sem er aö finna undir slóöinni http://www.dv.is. Um eitt þúsund manns heim- sækja ættfræöivefinn daglega. skrif hófust í DV auk þess sem tækni viö upplýsingaöflun hefúr tekið örum framfórum. Hvetur DV lesendur ættfræðivefs- ins til að nýta sér þessa möguleika sem jvefurinn býður upp á, smella í hnappana iábendingar og/eða S’w fn upplýsingar og taka þannig þátt í að lifandi og skemmtilegan , vefumætt- í Ráðherrar geta veikst Skæð inflúensa hefur herjað á landsmenn að undanfömu. Hinir hraustustu menn hafa legið i bunkum og sumir jafnvel trúað því að þeir ættu aldrei eftir að sjá oftar til sólar. Þykir nú orðið ljóst aö sótt þessi muni engum hlífa. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra var veikur heima á dögunum og þótti þá mikið sagt. Ekki er vitað til þess að Tanni hafi tekið smitið, enda mikill hreystihundur. Þá hefur sjálfur heilbrigðisráð- herrann, Ingibjörg Pálmadóttir, legið veik í ranni sínum uppi á Skaga undanfarna daga... Gaman í Akrahreppi Þegar Stefán Guðmundsson, útibússtjóri ÁTVR á Sauðár- króki, las það í DV að Akra- hreppur borgaði fólki fyrir að standa í barn- eignum orti hann: Nú er gaman náttúr unni að hlýða, nakin skulum taka úr okkur hrollinn. Eftirleiknum ekki þarf að kvíða, því Akrahreppur greiðir fola tollinn. Ef á þorra að hann leggst með hríðar, undir sæng sér heimasætan hraðar. Úr bameign fara bændakonur síöar, í Blönduhlíð en víöast annars staðar. Saman í Brussel Þingmaöur framsóknar, ísólfur [ Gylfi Pálmason, skrifaði harða ; grein i DV gegn gamalli flokkssyst- ur sinni, Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur, þeg- i ar hún gekk í Al- þýðuflokkinn. í kjölfarið fóru þau saman í fræga ferð samgöngu- nefndar til Brussel. Ekki skarst þó í odda með flokks- systkinunum gömlu enda mun Halldór Blöndal hafa gætt þess að láta þau ekki sitja saman á fundum ... Erjur Heimdellinga Meðferð kjömefndar Sjálfstæðis- flokksins á hinum unga útvarps- stjóra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, ; þegar hún felldi hann úr sjöunda sætinu niöur í það tíunda, vakti að j vonum athygli og 1 hafa menn velt því j fyrir sér hver : stæði þar að baki. j Heimildamenn I Sandkorns hafa j nú kveðið upp úr j með að það hafi verið Lilja Stefánsdóttfr' hjúkrunarfræðingur sem hafi lagt ; þessa tilfærslu fram. Það hafi verið | gert með stuðningi fyrrum fjand- manna Guðlaugs Þórs úr Heimdell- ingapólitíkinni, þeirra Birgis Ár- mannssonar og Þorsteins Davíðs- sonar. Þeir félagar studdu Jónas Jónsson til formannsembættis í Heimdalli á sínum tíma á móti Guð- iaugi Þór. Auk þess fylgdi sögunni \ að þeir félagar væru heitir andstæð- ingar Árna Sigfússonar og vildu með þessu móti koma á hann höggi en Guðlaugur Þór er stuðningsmað- ur Árna... Umsjón: Reynir Traustason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.