Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 Annasamur dagur í lífi Kristins Arnarsonar, útgefanda og áhugamanns um heilsurækt: Sagðirðu ókeypis fitumælingu? „Fjölskyldan er í seinna lagi á fætur og hendur standa fram úr ermum um alla íbúð: nestið smurt, morgunmaturinn - súrmjólk, Special K og ristað brauð - greiðsla, útigallar og fyrr en varir eru allir komnir út í kaldan og svartan mánudagsmorguninn að takast á við daginn. Næsta verkefni dagsins er að ljúka við að semja spurningar fyrir heilsuleik á Bylgjunni sem hefst i dag í tengslum við átakið Leið til betra lífs: „Spuming 2) Eina endanlega lausn- in á offitu er ...: a) stanslausir megrunarkúr- ar, b) regluleg hreyfing og rétt mataræði, c) regluleg gufuböð og að b'orða aðeins þegar aðrir sjá ekki til.“ Felix hringir frá London og við ræðum væntanleg verkefni og fórum yfír stöðu mála. Hann biður fyrir kæra kveðju til Gunna og allra krakkanna á íslandi og er henni hér með komið til skila. Hugsa um heilsuna og fæ mér Bergvatn. Næ að keyra út meira af bókinni Betri línur í verslanir Hagkaups áður en hádegið skellur á. Lúðuveisla í hádeginu Ég býð samstarfsfélögunum til veislu. Ég ætlaði að slá í gegn heima í gærkvöldi með marineraðri stórlúðu sem ég fékk uppskrift að hjá henni Helgu Þóru um árið. Ég hafði sett skálina út á svalir um morguninn til að leyfa lúðunni að marinerast en gætti ekki að því að úti var 15 stiga frost. Þegar ég hugð- ist bera réttinn fram um kvöldið var hann eitt klakastykki. En í dag var rétturinn eins og hann átti að vera og lúðan hreinlega bráðnaði uppi í munninum á manni. Sam- starfsfólkið var hæstánægt með lúðuna og þakklátt fyrir frostið á svölunum! Fitumælingar Eftir hádegi hitti ég Ágústu Johnson og við undirbúum bókakynningar og fitumæl- ingar sem fram eiga að fara í tveimur versl- unum Hagkaups þann daginn. Upp úr tvö er ég kominn á vaktina. Það er rólegt framan af en engu að síður gott hlutfall af þeim sem leið eiga um verslunina sem stoppa við. Þegar líður á daginn fer umferðin að aukast. „Ég er að kynna bókina Betri línur og bjóða upp á ókeypis fitumælingu." „Sagðirðu ókeypis fítumælingu?" spyr frú á besta aldri. „Já.“ „Og hvemig ferðu að því, væni minn?“ „Þú ferð úr skóm og sokkum, stígur á vigtina og tölvan reiknar þá út hversu hátt hlutfall af líkamsþyngd þinni er fita.“ Frúin horfir undrandi á mig en sviptir síðan af sér pelsinum, fer úr skóm og sokkum og stígur á vigtina. „Fjörutiu prósent? Er það ekki soldið hátt?“ „Jú, þú þyrftir að stunda reglulega likamsþjálfun og huga að mataræðinu.“ „Jú, það er líklega rétt hjá þér,“ segir frú- in og gengur af stað. Þegar hún nálgast kjötborðið áttar hún sig á að hún er enn berfætt og snýr við. Næsti kúnni stígur á vigtina. Heilsu- og heimilispunktar Eftir kvöldverð fíölskyldunnar vilja börnin ræða nýtt fyrirkomulag á greiðslum fyrir tiltektir í herbergjum sinum. í takt við öll punktakerfi í viðskiptum landans vilja þau fá tækifæri til að safna eigin punktum með því að taka til, fara með ruslið og þess háttar. Ákveðið er að taka upp punktakerfi til reynslu og samið um hvernig ávinningurinn skilar sér til baka. Áður en kvöldið er á enda skýst ég svo í líkamsræktina til að safna punktum og ávinningurinn er ... betri heilsa." Kristinn Arnarson var í Hagkaupi við Laugaveg í vikunni að kynna heilsuátak DV og Bylgjunnar og bókina Betri línur. Um leið bauð hann gestum og gangandi upp á ókeypis fitumælingu. DV-mynd ÞÖK Finnur þú fimm breytingar? 447 Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáö kem- ur i ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fímm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490,- „Þeir eru hreint út sagt óþolandi á fengitímanum!" Vinningshafar fyrir getraun nr. 445 eru: 1. verólaun: 2. verólaun: Nafn: Anna Pálína Ámadóttir. Klara Hansdóttir, Ásabraut 5, Engihjalla 9. Heimili: 245 Sandgerði. 200 Kópavogi. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 447 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.