Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Síða 20
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 DV » fréttaljós Sameinaðir stöndum vér, sundraðir follum vér. Þetta gamla slagorð er enn i fullu gildi og í því liggur mótsögnin fyrir prófkjörs- frambjóðendur Reykjavíkurlistans, nú þegar vika er til kosningadags. Sigurmöguleikar R-listans byggja á að ímynd sameiningar og sam- heldni bresti ekki og á sama tíma þurfa frambjóðendur listans að takast á í slag þar sem „allir eru á móti öllum“. Þessa stöðu má auðvit- að heimfæra upp á prófkjörsslagi í hvaöa flokki sem er, þar sem ein- staklingar innan flokks takast á, en hættan fyrir R-listann er sú að þeir fjórir flokkar sem að listanum standa fari að reisa flokksmerkin á síðustu stundu. Freistingin er mikil þar sem atkvæðamagn hvers flokks ræður innbyrðisröö borgarfulltrú- anna, en ekki síst þar sem sá flokk- urinn sem slakasta kosningu hlýtm- fær aðeins einn borgarfulltrúa í staö tveggja. Menn renna nokkuð blint í sjóinn þegar kemur að ágisk- unum um þátttöku í prófkjörinu en telja að fjöldi kjósenda gæti legið á bilinu fjögur til sjö þúsund. Gróf- lega talið eru nöfn á útsendingarlist- um flokkanna um 400 hjá Kvenna- listanum, 700 hjá Alþýðubandalag- inu, 1100 hjá Alþýðuflokki og 1500 hjá Framsóknarflokki eða um 3700 einstaklingar alls. Árangur flokk- anna í þessari innanhússmölun get- ur því skipt verulegu máli fyrir ár- angur í kosningunum í heild. Að hringja eða hringja ekki Það er þvi mikið í húfi, sérstak- lega fyrir þann listann sem skoð- anakannanir hafa gefið til kynna að standi verst að vígi, Kvennalistann. Enda hefur skrifstofa Kvennalistans verið virkjuð og þaðan er hringt í miklum móð í skráöa félaga og aðra stuðningsmenn og þeir minntir á aö merkja við réttan flokksbókstaf. Hinn flokkurinn sem hefur látið undan þessari freistingu er Fram- sóknarflokkurinn. Alþýðuflokkur- inn ætlar ekki að standa í slíkum hringinginn, en mun þess í stað gefa út Alþýðublaðið og senda það til flokksfélaga, en aðalefni þess eru framboöskynningar fulltrúa flokks- ins. Þá hefur Alþýðuflokkurinn boö- ið frambjóðendum sínum upp á vinnuaðstöðu í húsakynnum sínum. Skrifstofa Alþýðubandalagsins ætl- ar hins vegar ekki aö standa í nein- um hringingum eða leggja út í ann- an kostnað fyrir frambjóðendur sína. Hvort þaö er til marks um reynsluleysi flokksins af opnum prófkjörum skal ósagt látið. Það sem er sérkennilegt við þetta próf- kjör er auðvitað að hér er ekki ein- vörðungu verið að kjósa einstakl- inga inn á R-listann, heldur er þetta flokkakosning á sama tíma. Þaö má því telja að ákveðin viðbrögð flokk- anna af þessu tagi sé eölileg, meðan ekki er blásið til orrustu í nafni flokkanna. Þaö má því segja að það sé eðlilegt að kraumi í pottinum en að flokkarnir verði að gæta vel að því að ekki sjóði upp úr. Framsókn Þótt óvissa einkenni þetta próf- kjör öðru fremur, vegna hins nýja kosningafyrirkomulags og sökum þess að það er opið öllum Reykvík- ingum, eru línumar aðeins famar aö skýrast. Innan Framsóknar- flokksins eru þó fimm frambjóðend- ur af sjö taldir geta blandað sér í baráttuna um tvö efstu sætin. Sitj- andi borgarfulltrúar, þau Alfreð Þorsteinsson og Sigrún Magnúsdótt- ir, njóta ákveðins forskots sem slík- ir og smölun flokksskrifstofunnar meðal flokksbundinna framsóknar- manna er talin vinna með þessum langreyndu flokkshestum. Sigrún hefur fyrir nokkru opnað kosninga- skrifstofu, hefur Skúla Oddsson sem kosningastjóra og hefur þegar kom- ið upp hópi stuðningsmanna sem sitja við símann og reyna að krækja í stuðningsmenn með öllum ráðum. Innlent fréttaljós Páll Hannesson Að auki vilja sumir meina að yfir- kosningastjóri hennar sé bóndi hennar Páll á Höllustöðum og að- stoðaryfirkosningastjóri sé aðstoð- armaður hans, Ámi Gunnarsson. Sigrún sækir sitt fylgi fyrst og fremst inn í flokkinn, auk þess sem hún væntir umbunar meðal al- mennra kjósenda fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu. Rétt eins og allir aðrir borgarfulltrúar telja sig eiga heimtingu á. Alfreð Þorsteins- son hefur hins vegar farið sér hægt hingað til en væntir stuðnings flokksins og hefðbundinna stuðn- ingsmanna úr íþróttafélaginu Fram og annars staðar úr íþróttahreyfing- unni. Óskar Bergsson, Guðjón Ólaf- ur Jónsson og Sigfús Ægir Ámason eiga einnig nokkra möguleika og vinna ötullega að framboðum sín- um. Óskar sækir stuðning í flokk- inn, fjölskylduna sem er af Hánefs- staðakyni, Trésmíðafélag Reykja- víkur og Hestamannafélagið Fák. Sigfús Ægir herjar mikið á flokksfé- laga sem og Guðjón Ólafur. Sá síð- astnefndi sækir einnig fylgi í Há- skólann. Alþýðuflokkur Innan Alþýðuflokks eru helstu vonbiðlamir taldir vera Pétur Jóns- son, Hrannar Björn Arnarsson, Helgi Pétursson og Stefán Jóhann Stefánsson. Pétur er formaður full- trúaráðs Alþýðuflokksins og gróinn í flokksstarfi. Eftir að Gunnar Levy Gissurarson hvarf af vettvangi seg- ir sagan að flokkurinn hafi þjappað sér betur um Pétur til að tryggja sér „sinn mann“ í borgarstjóm. Pétur hefur þegar hafið kosningabaráttu sína og býst við að halda háum pró- fil í komandi viku. Hrannar Bjöm er helst þekktur sem mikill áhuga- maður um sameiningu A-flokkanna og reiknar með fulltingi yngra fólks og sameiningarsinna. Hann hefur þegar hafið mikla hringingaherferð og nafnasöfnun með um hundrað manna stuðningssveit en hefur lítið sótt inn í flokkinn eftir stuðningi. Helgi Pétursson treystir mest á sitt þjóðkunna andlit og hefur uppi fremur lítinn viðbúnað í barátt- unni. Hann er nýr í Alþýðuflokkn- um og hefur lengur verið félagi í Framsókn. Hvort það vinni með honum eða móti er erfitt um að segja en flestir reikna með hann nái a.m.k. þokkalegum árangri. Stefán Jóhann fékk flest atkvæði þegar kosið var um frambjóðendur flokks- ins í fulltrúaráðinu og þó að það dúgi honum sennilega skammt þeg- ar út á vígvöllinn er komið eru ýms- ir sem telja að hann gæti komið á óvart. Alþýðubandalag Borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins, þau Ámi Þór Sigurðsson og Guðrún Ágústsdóttir, eru ekki talin örugg með sin sæti. Að þeim sækja fyrst og fremst Helgi Hjörvar og Sig- rún Elsa Smáradóttir. Margir við- mælendur blaðsins telja þó Áma vera á mikilli siglingu, enda hefur hann lagt mikið í baráttuna, vinnu, fé og skipulagningu. Eitthvað er þó talið skorta á pólitískan sjarma hans og spurning hversu mjög hann höfð- ar til hins almenna kjósanda. Staða Guðrúnar er hins vegar talin fremur óömgg en vika er langur tími í póli- tík. Stuðningsmenn Helga vilja líta á þau Áma og Guðrúnu sem fulltrúa fyrir áffamhaldandi flokksveldi ög að sigur þeirra gæfi til kynna lítinn áhuga flokksins í sameiningarmál- um vinstri flokkanna. Að sama skapi yrði sigur fyrir Helga og Sigrúnu Elsu túlkaður sem sigur fyrir sam- einingaröflin í flokknum. Þessi til- raun til að skerpa linurnar með þess- um hætti er skiljanleg, enda sækja þau Helgi fylgi sitt fyrst og fremst í „Röskvukynslóðina". Kvennalistinn Þar sem almennt er talið að Kvennalistinn komi aðeins einum fulltrúa að í fyrstu sjö sætin má leiða að því líkum að baráttan á þeim bænum sé jafnvel enn harðari en í öðrum flokkum. Steinunn Val- dis Óskarsdóttir er sögð standa sterk að vígi en helsti keppinautur hennar mun vera Sólveig Jónasdótt- ir. Sólveig hefur öflugan hóp stuðn- ingsmanna sem stendur i hefð- bundnum símhringingum, en notar jafnframt nýstárlegri aðferðir. Þannig hélt Sólveig framboðsfúnd á irkinu á Netinu og sóttu þann fund 40 manns. Sólveig hefur starfað í Grósku, Félagi bókagerðarmanna og vonast m.a. eftir fylgi þaðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.