Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 32
32 {fíelgarviðtalið + LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1998 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 helgarviðtalið « Ólafsfiröingurinn Kristinn Björnsson hefw á síðustu vikum og mánuöum skíöaö sig inn í hjörtu landsmanna, ef svo má segja. Nú fylgjast allir meö Kristni í beinni útsend- ingu þar sem hann etur kappi við fremstu skíöamenn heims á borö viö Alberto Tomba, Austurrikismanninn Stangassinger og alla Norðmennina. Tvisvar hefur Kristinn hreppt silfriö í heimsbikarkeppninni, kominn í 6. sœtið á heimslista svigsins, og nú um helgina keppir hann á tveimur mikilvœgum mótum í Kitsbúhel í Austurríki í einni erfiöustu braut heims, Hahnenkamm. Helgarblaöiö náöi tali af Kristni í Kitsbúhel í vikunni þar sem hann var mœttur til undirbúnings fyrir átök helgarinnar. Allra augu íslendinga munu beinast aö honum á morgun og mánudag og því er fróölegt aö heyra hvernig kappanum líöur. - Hvernig tilfinning er þaö aö vera kominn í hóp bestu svigmanna heims? „Það er erfitt að segja. Þetta er nokkuð sem maður hefur alltaf ætl- að sér. Að vísu er það svolítið skrít- ið að vera allt í einu kominn á þann stað sem maður hefur verið að vinna að í mörg ár. Mér líður rosalega vel og er afslappaðri en áður. Þetta er alls ekkert erfiðara eða öðruvísi en ég bjóst við. Það er kostnaðarsamt? „Kostnaðurinn minnkar eftir því sem þú keppir á fleiri mótum í heimsbikarnum. Við fáum svokall- aða ferðapeninga ef við lendum í hópi 45 bestu í hverju móti. Það gengur upp í kostnað hvað varðar ferðir og uppihald. Þetta hefur verið allt í lagi síðustu árin, peningalega séð.“ - Geta menn oróiö ríkir á því aó vera i fremstu röö skíðamanna, eru ur sagt manni um nokkurt skeið að líklega gæti maður þetta, eiginlega alveg frá því ég kom í skíðamennta- skólann í Geilo árið 1990. Þá var ég að verða 18 ára og fór að æfa að hætti atvinnumanna. Framförin var jöfn til að byrja með en kannski svolítið hæg. Þær stundir komu að maður efaðist um framhaldið. Þeg- ar ég sleit hásin fyrir tveimur árum hélt ég að þetta væri alveg búið. Ég var lengi frá æfingum og hugsa að litlu hafi munað. Lengi komst ég ekkert að hjá norska liðinu og peningar voru af skornum skammti. Ég held að það hafi munað fimm dögum eða svo að ég hætti í Noregi og færi í atvinnumennsku til Bandaríkjanna. Sem betur fer komst ég svo að hjá Finnunum." - Kom einhvern tímann upp sú staöa að þú þyrftir hreinlega að skipta um ríkisfang til aó komast að eða hjálpaði smœö landsins þér? „Ég held að mestu hafi skipt hvað maður var góður skíðamaður, ekki hvaðan maður kom. Það er erfitt að komast að hjá þessum stóru skíðalið- um, þau hafa nóg með sitt. Finnarn- ir urðu fyrir valinu og líklega sem betur fer í dag.“ - Hefur athygli fjölmióla ekki beinst að þér í meiri mœli þarna úti aó undanförnu? „Jú, þegar maður kemst á verð- launapall þá vekur það auðvitað at- hygli. Enn meiri athygli vekur það þegar maður kemur frá svona litlu landi og litlu liði. Margir skilja ekki Gaman ef áhuainn eykst heima á Islandi - Finnst þér þrýstingur hafa aukist á þig núna eftir þennan góða árang- ur, aó þú sért orðinn fyrirmynd ann- arra? „Ég hef aldrei litið á mig sem fyr- irmynd annarra en kannski þarf maður að fara að spá í það. Ég ætla rétt að vona að þessi árangur leiði til einhvers heima á íslandi, bæði á skíðum og í öðrum íþróttum. Oft þarf eitthvað svona til að koma skriðu af stað, samanber hjá Norðmönnum þegar Ole Christian Furuseth sló í gegn fyrir nokkrum árum. Fram að því voru Norðmenn óþekkt stærð í skíðaheiminum. Það er gaman að vita ef áhuginn hefur aukist heima.“ - Hvernig fyndist þér aó skíðafor- ystan á íslandi fylgdi eftir þínum ár- angri? „Það er erfitt ef enginn er snjór- inn, hann er grundvallaratriði. Fé- lögin þurfa að halda vel utan um virðingu fyrir einu eða neinu þegar ég er kominn í brautina. Margir eru að gera vel á þessum minni skíða- mótum en svo stífna þeir þegar kem- ur að heimsbikarnum. Ég tek þetta bara eins og venjulegt mót.“ Happahálsmen - Hefuröu komió þér upp ein- hverri hjátrú í kringum skíöamót, eitthvaó fastheldiö sem þú gerir alltaf? „Ég held að ég sé ekki hjátrúar- fullur. Að vísu hef ég sett á mig happahálsmen fyrir mót í vetur. Ég keypti mér það á Spáni í fyrra, sá hálsmen sem mér leist vel á og hef haldið í það síðan. Hvort það er því að þakka eða ekki hefur árangur- inn verið þokkalegur í vetur!" - Hver er þinn betri helmingur og hvernig kynntust þið? „Hún heitir Hlín Jensdóttir og er frá Neskaupstað. Við kynntumst í Geilo í Noregi fyrir um ári. Hún var að vinna á veitingahúsi og var Kristinn Björnsson kominn í hóp bestu svigkappa heims eftir áralanga baráttu, blóð, svita og tár: i r* .................... _........ m I r) rj- J r JÐ J, Símamynd Reuter alltaf gaman að hafa tekist ætlunar- verk sitt.“ Alls staðar vel tekið - Hvernig hefur þér verió tekið, er mikill rígur eóa stjörnustœlar hjá köppum á boró við Stangassingar eóa Tomba? „Það fer eftir hverjum og einum. Tomba er mjög sérstakur og nýtur sín best í sviðsljósinu. Hann er alltaf að gera eitthvað af sér. En menn eins og t.d. Stangassinger og Jagge eru ósköp venjulegir og svífa ekkert um í öðrum heimi. Mér hefur alls staðar verið vel tekið. Andrúmsloftið í kringum mótin er yfirleitt mjög já- kvætt og gott. Ég hef ekki fundið að menn séu að vinna á móti hverjum öðrum.“ - Nú hefurðu lengið búió í Noregi, fyrst í Geilo og svo nú í Lillehammer, og síöustu misserin œft meó finnska landslióinu. Þarftu stöðugt að vera aó minna á aó þú sért íslenskur? „Já, ég hef þurft þess. Ég var að lesa það í norsku blöðunum að þeir tala um mig sem norsk-ís- lenskan. Ég er auðvitað ekkert sáttur við það. Maður er alltaf íslendingur, sama hvar maður býr. Fjölmiðlar hafa svolítið verið að rugla þessu saman, maður er að lesa alls konar bull. Eitt sinn var sagt að ég hefði búið í Noregi frá því ég var 8 ára!“ Vonandi verða vasarnir ekki tómir - Aó keppa í heimsbikarnum hlýtur aö vera mjög strembiö. Er þetta ekki mjög þeir Tomba ogfélagar ríkir? „Tomba er milljarðamæringur og í sérflokki. Hann er mjög áberandi maður og fær góða samninga út á það. Annars hafa góðir skíðamenn það þokkalega gott, eins og t.d. Norð- mennirnir. Þeir eru að hala inn nokkra tugi milljóna á ári. Maður þarf að vera mjög góður til að ná slíkum upphæðum. Það eru miklir peningar í húfi fyrir þá bestu. Skíða- heimurinn er stór, ekki síst hér í Evrópu, í löndum eins og Sviss og Austurríki, og fyrirtæki eru tilbúin að styrkja skíðamenn með háum fjárhæðum.“ - Ertu farinn aó sjá möguleika á aó geta þénaó svolítið? „Ég veit ekki hvað skal segja. Maður hefur fengið eitthvað fyrir 2. sætið í heimsbikar tvisvar sinn- um. Auðvitað væri gott að geta safnað ein- hverjum auði það var erfitt að byrja aftur.“ - Þú hefur kannski alveg verió viö það aö hœtta, pakka saman og fara heim til ís- lands? „Já, ég hvernig í ósköpunum þetta á að vera hægt. Ég er oft spurður hvaðan, hvað bærinn minn heitir og allt það. Ég vona að þetta komi íslandi á kortið." Þolinmæðin gildir - Talandi um bœinn þinn, Ólafs- fjörö, hvaöa drauma átti Kristinn Björns- son sér þegar hann svo vasamir verði ekki tómir þegar maður hættir að keppa eða lendir í meiðslum. Við skíða- menn eigum okkur ekki neina líf- eyrissjóði." Litlu munaði að ég hætti - Hvaö er langt liöiö síö- an þú settir þér þau markmiö sem þú ert aö ná um þessar mundir? „Undir- meðvit- undin hef- var lít- ill gutti aö renna sér í brekkunum á Ólafsfiröi? „Ég veit ekki hvort það voru draumar en ég vildi alltaf vera bestur í öllu sem ég gerði. Ég var eiginlega bestur frá þvi ég byrjaði á skíðum, t.d. fyrst á Andrésar andar-leik- unum á Akureyri. Ætli mig hafi ekki langað líka í eitthvað nýtt og meira, fá meiri keppni. Ég hef líklega vitað það nokkuð snemma að maður vildi ná langt. Þetta virðist vera að rætast núna. Lengri tíma tekur að ná árangri hjá þessum litlu liðum sem hafa ekki sömu aðstöðuna og þeir stóm. Það eina sem gildir er þolinmæðin." ungu krakkana þegar áhuginn vex. Sjálft skíðasambandið ætti að geta farið að byggja eitthvað upp í kring- um landsliðið og gera meira fyrir unglingana þegar frá líður. Fjár- magnið þarf auðvitað að vera til staðar. Einnig þarf að auka menntun skíðaþjálfaranna." Strangur við sjálfan mig - Ef viö víkjum aöeins að þér sjálf- um. Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér? „Ég held að ég sé rólegur og skynsamur, veit hvað ég vil. Ég set mér alltaf takmörk sem ég ætla að ná og er mjög strangur við sjálf- an mig hvað það varðar. Ég geri miklar kröfur til sjálfs mín. Að eðlisfari er ég tillitssamur og skynsamur, að ég held.“ - Hvaö ertu aö hugsa í mótunum á þessum mikla hraöa niöur brekkuna? „Þegar maður er kominn af stað er eins og maður falli í trans, sér ekkert nema brautina fyrir framan sig og eiginlega gleymir öllum þeim tækni- atriðum sem hefur verið unnið með í mörg ár. Þetta er krefjandi íþrótt og maður getur ekki eingöngu verið að hugsa um þetta. Æfingarnar og reynslan verða bara aö skila sér. Þetta er gífurleg barátta og maður reynir að gera sitt besta. Ég er auð- vitað ekki ánægður ef ég dett úr brautinni. Hugsunin gengur alltaf út á það að komast niður. Þó maður detti í einhverjum mótum þá koma mót inni á milli sem skipta sköpum. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki. Menn voru furðu lostnir í Sviss að ég skyldi ná aftur öðru sæti eftir árang- urinn í Park City. Ég held að ég nái góðri einbeitingu og ber ekki einnig skiðakennari. Ég var reynd- ar búinn að hitta hana í Austurríki fyrir nokkrum árum og vissi hver hún var. Við höfum ekki sett upp hringana enn þá, það er nægur tími til þess.“ - Komast einhver önnur áhuga- mál aó hjá þér en skíðin? „Eiginlega ekki, það er lítill tími til annars. Annars er maður iþróttafrík, ég hef gaman af flestum íþróttum, ekki síst fótbolta. Ég hef gaman af því að spila fótbolta sjálf- ur. Ég fylgist að sjálfsögðu vel með gengi Leifturs heima á íslandi enda náði ég tvisvar að sitja á bekknum hjá þeim. Ætli ég hafi ekki komið einu sinni inn á i 15 mínútur þegar þeir voru í 2. deild fyrir mörgum árum!“ Skíðaþjálfun kitlar - Nú ertu aö veróa 26 ára. Hvað teluróu aó þú eigir mörg ár eftir í skíöa- bransanum mióaö viö eðlilegar aðstœður? „Ég ætla rétt að vona að ég eigi a.m.k. fimm ár eftir. Þau geta vel orðið fleiri ef maður heldur sér ungum og í góðu formi. Meðalaldur þeirra bestu er alltaf að hækka, þessir „kallar“ eins og Stangassin- ger og Tomba eru allir um eða yfir þritugt." - Ertu eitthvaö farinn aö spá í hvaö tekur við aö loknum skíóaferl- inum? „Ég hefði áhuga á að fara í skóla og læra eins mikið og ég get. Ann- ars er þetta allt óákveðið. Ég hef áhuga á mjög mörgu og gæti hugs- að mér allt. Það kitlar mig auðvitað að fara út í skíðaþjálfun." - Sérðu fyrir þér að þú eigir eftir aó snúa heim til Ólafsfjaröar á ný eða setjast að erlendis? „Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég efast þó um að ég eigi eftir að flytja heim á Ólafs- fjörð. Vel gæti komið til greina að setjast ein- hvers staðar að erlendis. Maður er opinn fyrir öllu. Okkur líður vel í Noregi, tölum málið, og því aldrei að vita hvað gerist.“ Vonandi rátt að byrja - Nafn þitt var mikiö í umrœö- unni áöur en kom aö kjöri íþrótta- manns ársins á nýliönu ári. Varöstu fyrir vonbrigóum með aö vera ekki kjörinn? „Nei, alls ekki. Ég átti ekki von á því að verða kjörinn, var sáttur við mitt. Maður heyrði einhverjar óá- nægjuraddir á meðal skíðamanna. Ég var ekkert að ergja mig á þessu. Sá sem varð fyrir valinu átti það áreiðanlega mjög vel skilið. Ég vona líka að þetta sé rétt að byrja hjá mér þannig að ég eigi eitthvað eftir.“ - Ólympíuleikarnir í Japan eru fram undan. Hvaöa markmiö set- uröu þér þar? Lofarðu gulli? „Þegar svona vel gengur verður maður að setja markmiðin hærra og hærra. Þarna verða allir þeir bestu og það yrði frábært að lenda í hópi 10 fyrstu manna. Ef mér tekst það verð ég mjög sáttur. Ég veit að allt getur gerst, sérstaklega á svona stórum mótum. Úrslit geta orðið óvænt og alltaf sá möguleiki fyrir hendi að geta krækt sér í verðlaun. Annars ætla ég ekki að lofa neinu.“ Frábært ef... það nú Ha- í Kitsbuhel stóra mótið í ég búinn að „Þegar maður er kominn af stað er eins og maður falli í trans, sér ekkert nema brautina fyrir framan sig og eigin- lega gleymir öllum þeim tækniatriðum sem hefur verið unnið með í mörg ár,“ segir Kristinn m.a. í viðtalinu. Hér er hann að keppa í heimsbikarnum í Kranjska Gora í Slóveníu í byrjun þessa mánaðar. Símamynd Reuter - En fyrst er hnenkamm-brautin núna um helgina? „Jú, jú. Þetta er heimsbikamum og hlakka til í langan tíma. Ég keppti hérna í fyrra og það var feikileg upplifun. Það yrði auðvitað frábært ef vel tækist til núna.“ - Að lokum, Kristinn. Þjóöin verö- ur án efa límd viö skjáinn á sunnu- dag og mánudag þegar þú rennir þér niður Hahnenkamm-brautina. Hvernig viltu að hún hugsi til þín á meöan? „Ég vona bara að fólk verði já- kvætt, geri sér ekki alltof miklar vonir og njóti þess að horfa á keppnina. Þetta er ný staða fyrir manni. Markmiðið er að ná stöðug- leika á toppnum. Þetta er nýtt mót sem gefur nýja möguleika." -bjb Norskir blaðamenn vita ekki hvað skal segja um Kristin Björnsson: Undrið frá sögueyjunni DVOsló:________________________________________ Norskir blaðamenn byrjuðu á að kalla Kristin Bjömsson undrið frá sögueyjunni. Það var þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn í haust með glæsilegri frammistöðu í Park City. „Byrjenda- heppni,“ var undirtónninn í frásögnunum ásamt von um að hann gæti talist norskur. Nú hefur Kristinn leikið sama leikinn aftur og þá er ekki lengur spurningin um hver hann sé þessi nýi skíðamaður - né heldur hverra? Kannski er hann norskur og ekki svo hættulegur? Eða er hann finnsk- ur? Það er verst af öllu. Aftenposten hefur upplýst að Kristinn hafi í sumar æft með finnska landsliðinu í Austurríki, þótt hann sé heimilisfastur í Lille- hammer. Og í vetur er hann enn í slagtogi við Finn- ana. í Noregi er það kallað að „stökkva á eftir Virkola" ef menn eiga að gera eitthvað ómögulegt - slík ógn stendur Norðmönnum af finnskum skíðamönnum. Og svo leggur hann Kristinn, sem er nærri norskur, lag sitt við Finna. Ja, svei. Og það nú þegar Norðmenn þurfa sem mest á hjálp að halda í snjónum. Björn Dæhlie er eiginlega sá eini sem hefur haldið merki Noregs á lofti það sem af er vetri. Skíðastrákur á vogskorinni strönd Það var Aftenposten sem gaf Kristni viðurnefnið undrið frá sögueyjunni. Blaðið þóttist þess fullvisst að Kristinn væri fremstur allra skíðamanna í íslands- sögunni. Hann hefði byrjað að renna sér á skíðum ijögurra ára gamall á „vogskorinni norðurströnd sögueyjarinnar", eins og blaðið orðar það. Eftir þaö fór hann til Noregs. Þótt verulegur alþjóðlegur bragur sé yfir ferli Kristins sleit hann unglingsskíðum sínum í Noregi. Hann flutti til Noregs árið 1990 og lærði við skíðafjöl- brautaskólann í Geilo í fjögur ár. Norðmenn geta því að minnsta kosti gert kröfu í hluta kappans. Kannski bara að deila honum með íslendingum? Verdens Gang gengur svo langt að kalla hann „norskan" innan gæsalappa og í viðtali við blaðið segir Kristinn að sér „líði eins og heima“ í Noregi. Blaðið spáh* Kristni verðlaunum á komandi ólympíu- leikum og er upp með sér af honum. Strikaður út NTB-fréttastofan norska hefm- líka átt viðtal við Kristin og úrskurðaði í fréttaskeyti að hann væri ís- lendingur. Arbeiderblaðið notaði skeytið en strikaði allt um Kristin út. Blaðið er aö jafnaði súrara en aðr- Norskir fjölmiðlar hamast við að eigna sér hlut í vel- gengni í skíðabrekkunum. Hér er hann í afslöppun við kertaljós að ioknum æfingum í Kitsbuhel sl. miðvikudag. DV-mynd Calle Törnstrom ir norskir fjölmiðlar þegar íslendingar eiga í hlut. Frá íslandi hefur ekkert gott komið og kemur ekki. Það er raunar eftirtektarvert hve norsk blöð eru upptekin af hverrar þjóðar Kristinn sé. I sænskum blöðum er hann íslenskt nafn í íþróttafréttunum og það sama gildir um sænsku blöðin í Finnlandi. I Noregi er Kristinn hins vegar vandamál sem blaðamenn vita ekki alveg hvemig á að umgangast. Er hann góður eða bara svona heppinn? Ja, það er ekki svo mikilvæg spuming hjá stóru spurningunni: Er hann norskur? -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.