Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Page 40
-48 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 Hættur á Zanzibar Undanfarið hafa ferðamenn orðið fyrir alvarlegum árásum á Zanzibar, en sagan segir að heimamenn geri allt sem í ■Íj þeirra valdi stendur til að Íþagga frásagnir af því niður. Að þessu komst t.d. ferðamaður þegar hann var stunginn í bringuna með 10 tommu hníf á meðan verið var að ræna hann. Heimamenn fullyrtu við við- komandi að um einangrað til- vik væri að ræða. Á flugveUin- um rakst hann hins vegar á fjöldann aUan af ferðamönnum sem skörtuðu sáraumbúðum af ýmsu tagi. Þegar hann athugaði málið nánar kom í ljós að allir höfðu verið rændir og meiddir. Erlend yfirvöld hafa hins vegar fengið fregnir af auknu ofbeldi og biðja ferðamenn um að fara varlega á þessum slóðum. IMeð afkomanda Darwins Galapa- goseyj ar hljóma sjálf- sagt heill- andi í eyr- um margra enda staður- inn þar sem > CharlesDar- win fékk flestar hugmyndir sínar um þróun mannsins. í október á þessu ári er fyrir- huguð fjórtán daga ferð til eyj- anna og leiðsögumaðurinn verður enginn annar en Steph- en Keynes en Darwin var langafi hans. í ferðinni verður siglt í sjö daga en einnig verður farið í land á mörgum eyjanna og gefst þá ferðalöngum kostur á að sjá margar sjaldgæfustu dýrategundir sem búa hér á jörðu. Ferðin er skipulögð af Eng- lish Heritage og Bales Tours og þykir sennilegt að kostnaður- inn við þessa fjórtán daga ferð verði eitthvað um 300 þúsund krónur. Brotin afnumin í Bandaríkjunum er víst allt mögulegt. Það nýjasta úr millj- ónaborginni New York eru götukort sem eru án brota. Ferðafrömuðir í New York segja nefnilega að það geti farið í taugarnar á ferðamönnum - þegar götur sem þeir eru að ~ leita að lenda í broti eða jafnvel undir hefti götukortsins. Þeir sem ætla til New York geta þvi væntanlega andað létt- ar og þurfa ekki að óttast að villast; í það minnsta ekki af völdum illa hannaðra korta. Börn ein á ferð J Á síðasta ári varð 12% aukn- ing á að böm flygju ein með breska flugfélaginu British Airways. Yfir jólahátíðina flugu 5000 börn á eigin vegum með fé- laginu og hefur aldrei verið . meira að gera hjá barnfóstnnn sem starfa um borö í vélum fé- lagsins. Það mun þó að mestu hafa gengið vel að hafa ofan af fyrir smáfólkinu en fóstrumar segja erfiðast að eiga við böm sem vilja ólm komast út að leika sér í miðju flugi. wif linnnwwriinn’'ffl Fjölbreyttir ferðavalkostir 1998: Allt frá Finnlandi til Fídjieyja Nú þegar nýtt ár er upp runnið er ekki seinna vænna en að huga að því hvert skuli ferðast á næstu mánuð- um. Erlendar ferðaskrif- stofur hafa gefið út bæk- linga sína fyrir komandi sumar og ekki úr vegi að líta á sumt af því bita- stæðasta sem þar er að frnna. Helstu viðburðir Einn langstærsti og fyrirferöarmesti viöburöur ársins er HM í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi í sumar. Gríöarlegur fjöldi feröamanna mun streyma til landsins til aö sjá Ronaldo og fleiri leika listir sínar og án efa er fjöldi íslendinga aö íhuga feröir þangaö í sumar. Það þarf líklega ekki að segja mörgum fót- boltaáhugamönnum frá því að heimsmeistara- mótið í knattspyrnu fari fram í ár. Það sem er heppilegt fyrir íslend- inga er að mótið verður haldið í Frakklandi. Því er ekki langt að fara til að verða vitni að þessum stærsta íþróttaviðburði í veröldinni fyrir utan ólympíuleikana. Vissara er þó að tryggja sér miða sem fyrst því eftirspurn- in er mjög mikil. í Sydney í Ástralíu stendur „Mardi Gras“ hátíðin í mánuð. Hátíðin nær hápunkti þann 28. febrúar þegar hommar og lesbíur fara í skrúð- göngu um Oxfordstræti. Á eftir fylgir svo 12 klukkustunda veisla. Áhugamenn um bjór og víndrykkju ættu að íhuga að skreppa á „Októberfest" í Múnchen. Hátíðin stend- ur frá miðjum september fram að byrjun október. Þó svo íslenskir kráar- eigendur reyni að búa til íslensk afbrigði af hátíð- inni ár hvert jafnast fátt á við fyrirmyndina. Skoska eyjan Islay er vinsælasti viökomustaður villigæsa á Bret- landseyjum. í byrjun apríl er hægt að skoða 20.000 slíkar þar sem þær undirbúa ferðalag sitt til Græn- lands yfir sumartímann. Jasshátiðin í St. Lucia er haldin frá 6. maí til 10. maí. Flytjendur verða meðal annarra Grover Was- hington Jr., Cassandra Wilson og Thelonious Monk Jr. I Valencia mun Las fallas-hátíðin draga að sér múg og margmenni. Hún er haldin 15. til 19. mars og byggist upp á stórum skrúðgöngum, flugeldasýningum og risastórum grímubúningum. Stokkhólmur er menningarborg Evrópu í ár. Þar getur fólk séð rúm- lega þúsund listviðburði, sem spanna aflt litróf listarinnar. For- vitnilegt verður að fylgjast með hvernig Svíar standa að málum, þar sem sifellt styttist í að Reykjavík verði menningarborg Evrópu. Búist er við rúmlega 8 mifljónum manna á sýninguna Expo 98. Hún er haldin í Lissabon í Portúgal. Eyjaskoðun Þó við séum ef til vill orðin leið á að hanga hér uppi á skerinu mestan tíma ársins er ekki úr vegi að skoða hvernig aðrar eyjar líta út. Til dæmis mætti kíkja til Bermúda í vor eða haust, því þar er hægt að finna góðar strendur auk þess sem golfvellirnir eru ekki af verri end- anum. Á Madeira er ýmislegt í boði, margt að skoða og gera. Á einni viku má til dæmis búa bæði á sveitasetri og kráargistihúsi. Yasawa er á Fídjieyjum og er þorpslífíð spennandi, þar sem Fídji- búar lifa mjög ólíkt því sem við eig- um að venjast. Það getur verið dýrt að ferðast til Hawaii og það gera ferðamálayfir- völd á staðnum sér grein fyrir. Því bjóða þau tiltölulega ódýra gistingu á eynni Molokai í einhvers konar kofum. Boðið er upp á ýmsa skemmtan á eynni og gestir geta m.a. tekið þátt í störfum á búgarði. Ævintýraferðir Sumir vilja gera eitthvað meira en flatmaga á ströndinni. Fyrir þá hafa erlendar ferðaskrifstofur sett saman ýmsar ævintýraferðir. Meðal annars geta menn ráfað fótgangandi um Turtuguero-þjóðgarðinn í Costa Rica. Þar má sjá leirhveri, regn- skóga sem eru heimkynni 400 fugla- tegunda og strandlengjuna í sautján daga ferð. Þeir eru ábyggilega til á íslandi sem vilja sjá hvernig frændþjóðir okkar upplifa miðnætursólina á sumrin. Hægt er að fara í 15 daga ferðir um norðurhluta Svíþjóðar, Finnlands og Noregs og heimsækja Lappana. Þar eru meðal annars Ló- fóten-eyjur skoðaðar, auk þess sem farið er í hjólreiða- og bátsferðir. Áhugamenn um bátsferðir gætu varla orðið fyrir vonbrigðum með ferðir til helstu fljóta heims í Tyrk- landi, Nepal, Chile, Zimbabwe og Eþíópíu. Hvíta-Níl í Úganda er þó hvað erfiðasta verkefnið af þessum öllum. í Bandaríkjunum bjóðast fjöl- breyttar ferðir fyrir fámenna hópa ungs fólks. Ferðirnar byggja bæði á skoðunarferðum um borgir og ýmsa afdali og ná allt frá norðurhluta Al- aska til suöurodda Flórída. í Montana geta áhugamenn um hesta og kúreka fengið ýmislegt við sitt hæfi, þar sem í boði eru spenn- andi ferðalög fyrir reynda hesta- menn. Þeir sem ekki eru vanir hestamennsku geta þó fengið reið- skjóta og verkefni við sitt hæfi. Skíðin hættuleg? Nú undanfarið hafa tvö dauðsfoll af völdum skíða- iðkunar verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þeir Sonny Bono, stjórn- málamaður og fyrrverandi tónlistarmaður, og Michael Kennedy létust með stuttu millibili á dögunum, báðir á skíðum. Því er ekki ólík- legt að fólki finnist það ör- lítið óöruggara þegar það kemst næst á skíði. En fólk á ekki að þurfa að óttast hættur skíðaiðk- unar neitt verulega, þvi sérfræðingar telja að íþróttin sé í raun sérstak- lega hættulítil. Um það bil jafn miklar líkur eru á að fólk látist við skíðaiðkun og við að spila íþróttina rugby, en meiðsli eru tíu Skiltiö merkir byrjun brautarinnar sem Sonny Bono heföi þurft aö halda sig á til aö halda lífi. ■/' sinnum fátíðari á skíðum en í rugby. Reyndar eru jafn miklar líkur á að fólk slasist á skíðum og við að spila borðtenn- is að mati sérfræðing- anna. Um helmingur dauðs- falla á skíðum verður við snjóflóð en hinn helmingurinn verður við árekstur við tré eða aðra hluti. Þessir árekstrar eiga sér oft- ast stað fyrir utan brautir og því er í raun hægt að forðast langflest alvarlegri skíðaslys með því að halda sig á skíða- brautum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.