Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 § Fjölskyldu- paradísin Flórída Vinsældir Flórída sem ferða- mannastaðar era siður en svo að dvína. Óhætt er að fullyrða að hvergi annars staðar i heim- inum er boðið upp á jafnmikla paradís fyrir fjölskyldufólk. Endalaust úrval er af skemmti- görðum og ekki vantar strend- urnar. Þá er dvalaraðstaða Flór- ídagesta tU fyrirmyndar með sundlaugum og öllu tilheyr- andi, meira að segja á ódýrustu gististöðunum. Þá þykir matur- inn á Flórída „barnvænn" og víða á veitingastöðum eru tU- boð þar sem ekki þarf að borga fyrir það sem börnin láta ofan I sig. Hraðlest á Heathrow Nýlega var opnaður fyrsti hluti járnhrautarteina sem liggja á miUi Heathrow-flugvaU- ar og hjarta Lundúna. Flugfar- þegar munu eiga kost á að ferð- ast ókeypis með hraðlest frá Paddington-stöð í vesturhluta Lundúna til þessa stærsta flug- vaUar i Evrópu. Ferðin á miUi þessara staða tekur hálftíma. Síðar mun þó sennilega verða tekið gjald af farþegum lestar- innar. LOT og British Airways í samstarf Pólska flugfélagið LOT og British Airways hafa nú stigið skref í átt að samstarfi sin á miUi. Um er að ræða samvinnu á Uugleiðum, Uugáætlunum og farþegabókunum. Fulltrúar Uugfélaganna eru þegar búnir að undirrita óformlega yfirlýs- ingu varðandi þessa samvinnu og að sögn forstjóra LOT er end- anlegs samnings að vænta í apr- íl næstkomandi. Einnig munu pólsk stjórnvöld hafa gefið í skyn að þau muni Ujótlega halda áfram meö einkavæðing- armál LOT. Átak í Egyptalandi Flugfélagið Egypt Air hefur lýst því yUr að arabískir ferða- menn eigi nú kost á lægri far- gjöldum hjá félaginu. Mun þessi lækkun vera liður í átaki sem ætlað er að auka ferðamanna- þjónustu í landinu eftir blóð- baðið sem varð í Luxor í nóv- ember. Um 30% gesta Egypta- lands eru Arabar. Holland á Netinu Ef þú hefur hugsað þér að fara til Hollands en vantar upp- lýsingar um landið þá er gott ráð að fara á Netið og Uetta upp netfanginu: www.tillhol- land.com. 1 .J V , -J Vinsæll ferðamöguleiki: Páskaferð til Kölnar I byrjun apríl býður ferðaskrif- stofan Samvinnuferðir-Landsýn páskaferð tU Kölnar. Á síðastliðnu hausti var farin sams konar ferð og seldist hún upp á svipstundu og sett var upp aukaferð á svipaðar slóðir. Farþegar voru þá mjög ánægðir með hótelið, Hótel AUegro, sem er vel staðsett, ákaUega skemmtilegt og býður upp á frábæran morgunverð, að sögn Lilju Hilmarsdóttur sem verður fararstjóri páskaferðarinnar í vor. Borgin vakti mikla hrifningu enda er þar margt að sjá og skoða. AUir þekkja hina frægu dómkirkju, meistaraverk gotneska stUsins, sem var 600 ár í byggingu. Köln er einnig þekkt fyrir mörg skemmtileg og áhugaverð söfn. Má þar nefna Wallraf Richartz- safnið með glæsi- legum málverkum eftir helstu snUl- inga veraldarsögunnar. Súkkulað- isafnið í Köln er mjög skemmtilegt og margir leggja leið sína þangað. Mikið tónlistarlíf er í Köln og þar er Philharmonie, þekkt tónleikahöll, þar sem flutt eru verk eftir eldri og yngri meistara. Ekki má heldur gleyma öllum jass- og blúsklúbbun- um eða veitingahúsunum með ekta þýskri tónlist. Saga borgarinnar er mikil að vöxtum. Hún var stofnuð á blóma- skeiði Rómverja en það var Agripp- ina keisaraynja sem á heiðurinn af stofnun borgarinnar árið 38 fyrir Krist. Með Rómverjum kom kristn- in og Karl mikli gerði borgina að að- setri erkibiskupa og hið andlega vald var mjög öflugt á miðöldum. Mikið var eyðilagt í borginni í Dómkirkjan í Köln er þekktasta bygging borgarinnar. Hún hefur verið kölluð meistaraverk gotneska stílsins og ekki að undra þar sem 600 ár tók að byggja hana. seinni heimsstyrjöldinni og var miðborgin nánast jöfnuð við jörðu. Nú er Köln ein af mikilvægustu borgum landsins með eina milljón íbúa og geysilega góöa aðstöðu fyrir alls konar vörusýningar, sem eru haldnar nokkrum sinnum á ári. Borgin er einnig mikil iðnaðarborg og samgöngumiðstöð, ekki síst vegna legu sinnar við Rín. Næsta nágrenni borgarinnar er einnig mjög áhugavert og má þar nefna skemmtigarðinn ævintýra- lega Phantasialand, svo ekki sé minnst á fjölmarga siglingarmögu- leika á Rín. Ferðin stendur yfir frá 8. til 12. apríl og verður ýmislegt gert ferða- löngunum til skemmtunar. Að sjálf- sögðu er farið í skoðunarferð um Köln þar sem markverðustu staðir borgarinnar verða heimsóttir og far- ið á tónleika í hinni þekktu tón- leikahöll borgarinnar. Farið verður í siglingu á Rín sem er nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Fegurð árinnar er mikil og við hana standa hallir og kastalar auk lítilla þorpa sem gaman er að skoða. Að auki verður farið í ferð út fyr- ir borgina. Þá verða meðal annars skoðaðar slóðir Niflunga og Drac- henfels heimsótt þar sem Sigurður Fáfnisbani háði viðureign við drek- ann Fáfni sem lá á miklum gull- sjóði. Bærinn Königswinter verður einnig skoðaður, hann stendur við hæðimar sjö sem setja mikinn svip á landslagið. í sömu ferð verður Bonn, höfuðborg Þýskalands, heim- sótt og þar skoðað fæðingarhús Beethovens. Langar þig... að lyfta þér upp í skemmtileg- asta og ódýrasta skólanum í bœnum eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi i viku? Efsvo er þá átt þú kannski samleið með okkur og yfir 700 ánœgðum nemendum Sálarrannsóknarskólans síðastliðin fjögur ár. Hringdu og fáðu allar upplýsingar um langmest spennandi skólann í bœnum ídag. Við svörum í símann alla daga vikunnar kl. 14-19. - Kynningarfundir verða í skólanum í dag kl. 14 og á mánudags- og þriðjudagskvöldin kl. 20.30 Sálarrannsóknarskólinn -skemmtilegasti skólinit í bœnum - Vegmúla 2, sími 561-9015 & 588-6050 j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.