Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 11 DV Fréttir Hér má sjá rjómann af frambjóöendum Reykjavíkurlistans. Kratar eru ekki alis kostar sáttir viö sinn hlut. Eftirmál prófkjörs R-listans: Óánægja innan Alþýðuflokksins - nýir fulltrúar ekki kratar í hefðbundnum skilningi, segir Pétur Jónsson „Það er rétt að nokkur óánægja er til staðar innan Alþýðuflokksins í kjölfar prófkjörsins og ég hef orðið mjög var við hana. Ég segi hins vegar að Alþýðuflokkurinn stóð svona að þessu prófkjöri og vissi hvað hann var að gera og menn verða að taka niðurstöðunum," sagði Pétur Jóns- son, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, í samtali við DV. Eins og kunnugt er féll Pétur í prófkjöri og nýir menn, Hrannar Arnarsson og Helgi Péturs- son, komu inn. Óánægjan innan flokksins nú er vegna þess að menn telja að „Alþýðuflokkurinn" eigi eng- an fulltrúa lengur í borgarstjórn. Hrannar bauð sig fram sem óháður og Helgi gekk inn í Alþýðuflokkinn skömmu fyrir prófkjör en hefur lengst af tengst Framsóknarflokki. En lítur Pétur ekki á þá félaga sem al- þýðuflokksmenn? „Nei, þeir eru góðir og gegnir vinstrimenn en þeir eru ekki alþýðuflokksmenn í þeim skiln- ingi að þeir hafa ekki starfað fyrir flokkinn og eru nýgengnir inn í hann.“ - En telur þú að þessi óánægja innan Alþýðuflokksins, sem er nú í gerjun, muni hugsanlega skapa erfið- leika í samstarfi flokksins við Reykja- víkurlistann? „Ég veit það ekki, það gæti verið hætta á því en ég skal ekk- ert fullyrða um það.“ Hvort listinn væri sterkari nú en fyrir prófkjör sagðist Pétur ekkert geta fullyrt um. „Það eru tveir ungir menn sem koma þarna inn í forystu og ég veit ekki hvort þeir koma tO með að draga bet- ur en þeir sem fyrir voru. En ég held að staða listans sé ekki verri en áð- ur.“ Nú hefur Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, lagt áherslu á að nú sé Alþýðubanda- lagið í forystu Reykjavíkurlistans. Telur þú að það breyti einhverju? „Nei, það breytir engu því forystan var og er hjá borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu." Nú hlaustu ágæta kosningu þótt það hafi ekki dugað í eitt af sjö efstu sætunum. Munt þú taka sæti sem varaborgarfulltrúi? „Það gæti farið svo ef boðið yrði upp á það, við verðum bara að sjá til ef og þegar,“ sagði Pétur Jónsson. -phh ✓ Ibúð óskast 3-4 herbergja íbúð óskast á leigu frá 1. mars til 1. okt. 3 fullorðnir í heimili. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 557-3469 e. kl. 18 á kvöldin. Guðrún Ágústsdóttir, önnur í prófkjöri R-listans: Þarf að breyta prófkjörsreglunum - engin eftirmál af Guðrúnarmálum B ORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚNI3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Landspítalalóð, barnaspítali Auglýst er til kynningar verðlaunatillaga að nýjum bamaspítala á Landspítalalóð. Kynning- in fer fram í sal Borgarskipulags og Bygging- arfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.15 og stendur til 4. mars 1998. „Ég tel aðalatriði að borgarbúar hafa valið mjög sigurstranglega sveit sem mun sækja sigur í kosn- ingunum í vor. Og ég er þakklát fyr- ir þá glæsilegu kosningu sem ég fékk. Ég vildi hins vegar útskýra daginn eftir prófkjörið fyrir þeim sem ekki höfðu skilið það hvemig þessar reglur í prófkjörinu virkuðu og af hverju ég tel þetta kerfi ekki gott,“ sagði Guðrún Ágústdóttir, en hún lenti í öðm sæti í prófkjöri Reykjavíkur-listans nú á laugardag. Það hefur vakið athygli aö hún hef- ur gagnrýnt fyrirkomulag prófkjörs- ins eftir að það fór fram, sem og að hún hefur lýst yfir að Guðrún Jóns- dóttir, frambjóð- andi Framsókn- ar, hafi unnið gegn sér í skrif- um fyrir próf- kjörið. „Ég tel það mjög djarft að hafa ekki meiri stigamun á milli sæta og held að bilið hefði þurft Guörún Ágústs- dóttir er ósátt. að vera meira. Fólk er vant því að efstu sætin hafi meira vægi og þannig hefði það þurft að vera. Helgi Hjörvar fékk glæsilega kosn- ingu og er ótvíræður sigurvegari kosninganna og í þessari kosningu fékk ég langflest atkvæði í fyrsta sætið. En ég bjóst við þessari niður- stöðu af því kerfíð bauð upp á þetta. Hvað varðar Guðrúnu Jónsdóttur þá hefur hún ekki óskað eftir því að ég útskýri þetta frekar. Ég vií bíða með það þangað til og ef slík ósk kemur fram og gera það þá á vett- vangi Reykjavíkurlistans. Ég tel aö það verði engin eftirmál af þessu, nú þurfum við að horfa til framtíð- ar því nú er mikið í húfi að sigra á nýjan leik i kosningunum i vor,“ sagði Guðrún. -phh SJÁÚFSVÖKN FYKItt KON\JK HeigarnámsVeid - bárnarV 20 i Vióp HELGINA *7. TIL B. FEBRÚAR FRÁ KLUKKAN 1 D : □ 1 2 : □ □ Farið í grunnatriði sjálfsvarnar: hugarfar, BRÖGÐ OC3 TÆKNI. SkrÁning í síma 55 1 -4D□ 3 MÆTING KL 9:30 Á LAUGARD. VERÐ KR. 3.500 Karatefélagid ÞÓRSHAMAR Brautarhotti 22 Simi 551 4003 Framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík: Hætti að eig- in fumkvæði DV, Akureyri: Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík, hefur sagt starfi sínu lausu og látið af störfúm. Valdimar Snorrason, stjórnarfor- maður fyrirtækisins, segir að Krist- ján hafi hætt að eigin ósk og hann kannast ekki við að um neinn þrýst- ing hafi verið að ræða á Kristján af stjómarinnar hálfu um að hann segði upp. „Ég lít alls ekki þannig á að um ágreining hafi verið að ræða milli stjómarinnar og Kristjáns. Hins vegar hefur fyrirtækið ekki náð markmiðum sem við höfum sett okkur undanfarin ár og á því byggir Kristján ákvörðun sína,“ segir Valdimar. -gk Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf. Undirstöðunámskeið um dulfrœði og þróunarheimspeki Námskeiðið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á miðvikudagskvöld- um kl. 20.00 til 22.20 og hefst 11. febrúar. Áætlað er að námskeiðið standi til loka aprílmánaðar. Þátttökugjald er 2.000 kr. á mánuði. Bókakynning er á erlendum fræðirimm samhliða námskeiðinu. Stuðst verður við efn- isatriði bóka Trans-Himalaya skólans. Sérstaklega má nefna tvær bækur sem eru til á íslensku, bækumar: Vitundarvígsla manns og sólar og Bréf um dulfræðilega hugleiðingu eftir tíbetska ábótann Djwhal Khul, skrásettar af ritara hans, A.B. Upplýsingar og innritun í síma 557 9763. Ahugamenn um þróunarheimspeki Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, sími 557 9763 Áhugamenn um þróunarheimspeki starfa ekki í ágóðaskyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.