Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Qupperneq 32
n&viniM Frjáls fjölmiðlun: Á hlutabréfa- markað Búnaðarbankinn hefur umsjón með allsherjar endurfjármögnun Frjálsrar fjölmiðlunar sem verður gerð í framhaldi af kaupum Sveins R. Eyjólfssonar, stjómarformanns fyrirtækisins, og Eyjólfs Sveinsson- ar framkvæmdastjóra á 35% hluta- bréfa sem áður voru í eigu íslenska útvarpsfélagsins. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í morgun og segir að Búnaðarbank- inn fjármagni um helming kaupanna á bréfum íslenska út- varpsfélagsins með láni til að brúa bilið frá kaupum á bréfunum og þar til þau, eða hluti þeirra, verða seld að nýju. Búnaðarbankinn muni einnig undirbúa skráningu félags- ins á hlutabréfamarkað. Fjárfestar hafi þegar skráð sig fyrir tilutum í Frjálsri fjölmiðlun. -SÁ Engar fréttir af loðnunni Þaö var napurt í höfuðborginni í morgun þegar Vetur konungur geröi vart viö sig. Af því tilefni sátu strákarnir i Austurbæjarskólanum fyrir stelpunum og leyföu þeim aö finna hvaö fyrsti snjórinn væri kaldur. DV-mynd S DV, Akureyri: „Það hefur ekkert borið til tið- inda,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, í morgun en skipið fór í loðnuleit í fyrrakvöld. Hjálmar sagði að þeir hefðu feng- ið brælu það sem af væri. 1 morgun hélt skipið kyrru fyrir í Lónvík og sagði Hjálmar að þeir myndu ekkert hreyfa sig fyrr en lægði. -gk Hraðbankamálið: Tveir til viðbótar handteknir Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir í gærkvöld vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaðinum um síðustu helgi. Lögregla mun fara fram á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. 25 ára karlmaður er fyrir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar- innar. -RR Minjasafnið skemmdist Húsnæði Verslunarminjasafnsins á Hvammstanga skemmdist mikið þeg- ar flutningabíll skall á húsið í gær. Talsvert af safnmunum eyðilögð- ust. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjóm á bílnum í mikilii hálku. -RR Háöldruð ekkja Svavars Guðnasonar kærð fyrir að selja falsað verk: Eg er alsaklaus segir Asta Eiríksdóttir, málið er hjá ríkislögreglustjóra „Ég er alsaklaus. Þetta er róg- burður. Ef að þessi mynd hefur ver- ið seld á sýningunni í Árósum þá sá ég ekki sjálf um söluna heldur gall- eríið. Þeir á galleríinu í Árósum sendu mér yfirlit yfir þau verk sem þeir seldu og greiðslu fyrir. Hins vegar finnst mér skrítið hve margar myndir eftir Svavar hafa verið í umferö í Danmörku. Ég tel að marg- ar þessar myndir, sem eru eignaðar Svavari, séu falsaðar," sagði Ásta Eiríksdóttir, 85 ára ekkja Svavars Guðnasonar listmálara við DV í gærkvöld. Jónas Freydal Thorsteinsson, for- stjóri í Kaupmannahöfn, hefur lagt fyrir að hafa selt falsað málverk og sagt það vera eftir Svavar. Kæran barst ríkislögreglustjóraembættinu í gær. Myndin sem um ræðir er svart hvít og gerð í blek. Mótíf myndarinnar er naut og tvö svokölluð „fabeldýr". Dæmt falsaö „Ólafur Ingi Jónsson forvörður hefur dæmt nefnt málverk eftir Sva- var falsað. Ég keypti málverkið af Gallerí Profilen í Árósum. Seljandi þar var Ásta Eiríksdóttir. Eigandi Gallerí Profilen hefur endurstaðfest kaup mín í síma en mun senda mér ljósrit af hans pappírum varðandi söluna á næstu dögum. Ég hef beðið Ólaf Inga um að senda hlutaðeig- andi aðilum ljósrit af rannsókn þeirri er hann byggir dóm sinn á að málverkið sé falsað. Myndina keypti íslendingurinn Eysteinn Jónsson sem býr í Holte í Dan- mörku af Galleri Leif Jensen. Ég seldi Pétri Gunnarssyni í Gallerí Borg myndina og hef boðið honum fulla endurgreiðslu þessara kaupa,“ segir Jónas Freydal við DV. Jónas Freydal hefur komið við sögu í rannsókn ríkislögreglunnar þar sem hann seldi Pétri 5 málverk sem eru til rannsóknar vegna meintrar fólsunar. Jónas Freydal hefur vísað því á bug að hann hafi verið með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar, heldur hafi hann verið með réttar- stöðu vitnis. Hann segist mjög ánægður með að dómsmálaráðherra hafi komið fram og sagst líta málið alvarlegum augum. -RR Algjört verkfallsbrot Smáeyjar „Þetta er algjört verkfalls- nBBnMBj LÍÚ og útvegsbændur al- brot. Sá sem á þetta skip og ^Hpflpflflj|l| mennt á námskeið og stýrir þessum aðgerðum er kenna þeim mannleg sam- formaður útvegsbændafé- H skipti," sagði Sævar lags Vestmannaeyja. En H f. "'** ffH Gunnarsson, formaður þetta er bara eins og LÍÚ- Mk Sjómannasambands ís- forystan hefur hagað sér. |H lands, í morgun, mjög Þeir virða ekki lög og þeir il'' 'xJBfl ósáttur við að Smáey frá Ég held að það veitti ekki af IHl_^_^^B Vestmannaeyjum fór í því að setja forystumenn Sævar Gunnarsson. róður í gærkvöldi með fimm manna áhöfn, allt yfirmenn. „Ég er alveg viss um hvað ég ætla að leggja til um aðgerðir við samn- inganefndina á eftir - ef við sjáum þá yfirhöfuð ástæðu til að fara til samninga við menn sem ekki geta farið eftir nokkrum lögum. Við eig- um að hittast klukkan tvö hjá sátta- semjara en ég reikna með að sjá mína menn fyrr,“ sagði Sævar. Aðspurður hvort lögskráningar verði framkvæmdar biðji fleiri um slíkt sagði Georg Lárusson, sýslu- maður í Vestmannaeyjum, i morg- un: „Við munum lögskrá þá sjómenn sem skipstjórar óska eftir að verði lögskráðir svo framarlega sem við- komandi hafa réttindi." -Ótt Veðrið á morgun: Víða snjókoma Á morgun verður vaxandi suð- austan- og austanátt sunnan- og vestanlands, víða allhvasst eða hvasst um hádegi. Snjókoma í fyrstu en rigning síðdegis vestan- og sunnanlands. Fremur hæg breytileg átt og úrkomulítið aust- antil en snýst í suðaustan kalda eða stinningskalda og viða snjó- koma seinna. Veðrið í dag er á bls. 29 ÓDÝRASTI EINKAÞJÓNNINN rmrm BÍLSKÚRSHURÐA- OPNARI Verð kr. 18.950,- AFPOR' ýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.