Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
Neytendur
Verökönnun á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu:
Fjórðungsverðmunur
í dag rennur út frestur bíleigenda
til að skipta yfir á sumardekk. Neyt-
endasamtökin hafa, í samvinnu viö
BSRB og ASÍ, kannað verð á sumar-
hjólbörðum og vinnu viö dekkjá-
skipti á höfuðborgarsvæöinu, á Ak-
ureyri, Isafirði og á Selfossi.
Kaldasel lægst á höfuðborg-
arsvæðinu
Verð var kannaö á tuttugu og sjö
verkstæðum. Þar af voru sextán á
höfuðborgarsvæðinu, þijú í ísafjarð-
arbæ og fjögur á Akureyri. Verð á
skiptingu, umfelgun og jafnvægis-
stillingu var lægst á höfuðborgar-
svæðinu hjá Kaldaseli, 2800 krónur,
næstlægst var veröið hjá Jöfri, 2957
krónur, en hæst var það hjá Hjól-
barðaverkstæði Sigurjóns og Hjól-
barðaverkstæði Einars á Akureyri,
3500 krónur á báðum stöðum.
Munurinn á hæsta og lægsta
verðinu er því 25%.
Allra hæsta verðið í könnuninni
var hins vegar hjá Gúmmívinnsl-
unni á Akureyri, þ.e. 3820 krónur.
Það verð var hins vegar ekki sam-
bærilegt við verð hjá hinum fyrir-
tækjunum í könnuninni þar sem
fjórða hvert skipti er frítt hjá
Gúmmivinnslunni. Af þeim sökum
er Gúmmívinnslan ekki inni á súlu-
ritinu á síðunni.
þjónusta Kristjáns á Þingeyri. Véla-
og bílaþjónusta Kristjáns bauð
lægsta verðið í ísafjarðarbæ, þ.e.
3247 krónur. |
Önnur verkstæði í Isafjarðarbæ
bjóða þjónustúna á 3400 krónur.
Algengt verö 3300-3400
krónur
Nokkuð mörg fyrirtæki bjóða
skiptingu, umfelgun og jafnvægis-
stillingu á 3300 til 3400 krónur.
Fyrst er að nefna Nýbarðann og
Fjarðardekk sem bjóða þjónustuna
á 3300 krónur. Hjá Hjólbarðavið-
gerðum Vesturbæjar kostar þjónust-
an 3330 krónur, hjá Höfðadekki
kostar hún 3350 krónur og hjá
Dekkjahöllinni á Akureyri kostar
hún 3366 krónur.
Fimm fyrirtæki bjóða skiptingu,
umfelgun og jafvægisstillingu á 3400
krónur. Þau eru Brimborg, Eyrar-
steypa á ísafirði, Hjólbarðastöðin,
Hjólbarðaverkstæði ísafjarðar og
Hjólbarðahöllin.
Næst á eftir þessum fimm fyrir-
tækjum kemur Gúmmívinnustofan
sem býður þjónustuna á 3401 krónu,
Sólning á Selfossi, sem býður þjón-
ustuna á 3430 krónur, Dekkið, sem
býður þjónustuna á 3450 krónur, og
Hekla sem býður þjónustuna á 3496
krónur. Eins og áður sagði var
hæsta verðið að finna hjá Hjól-
í dag eiga bíleigendur að vera búnir að skipta yfir á sumardekkin.
Lægst hjá Höldi á Akureyri
Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling
0
Gúmmívinnustol
\
Sólning, Selfoss
Dekklð
500 1.000 1.500 2.0
Kaldasel
Jöfur
HJólbarðaþjðnusta Magnúsar, Selfossi
Höldur, Akureyri
VDO
Sólnlng
Barðinn
Fossdekk,
Bíllfoss,
Nesdekk
Véla og bílaþjóusta Kr .
Nýbaröinn
Fjarðardekk
Hjóibaraðviðgerölr Vesturbæjar
Höfðadekk
Dekkjahöllin, Akureyri
Brimborg
Eyrarsteypa, ísafirðl
HJólbarðastööin
Hjólbarðaverkstæði ísafjröar
Hjólbaröahöllin
2.500 3.000 3.500 kr.
2.800
2.957
3.000
3.000
3.000
3.060
Hekla
Hjólbarðaverkstæöi Sigurjóns 3.500
Hjólbarðaverkstæöi Einars, Akureyri 3.500
barðaverkstæði Sigurjóns og Hjól-
barðaverkstæði Einars á Akureyri,
3500 krónur á hvorum stað.
Sumarhjólbarðar
Neytendasamtökin, ASÍ og BSRB
könnuðu einnig verð á hjólbörðum
hjá áðurnefndum fyrirtækjum. Hins
vegar var erfitt að bera saman verð
á hjólbörðum þar sem um mismun-
andi vörumerki var aö ræða. í könn-
uninni voru tuttugu vörumerki af
nýjum hjólbörðum og fjögur vöru-
merki af sóluðum. Sjö vörumerki af
nýjum hjólbörðum eru seld á fleiri
en einum stað og yfirleitt er lítill
verðmunur á milli seljenda. Meiri
verðmunur er á milli seljenda á sól-
uðum hjólbörðum. Sem dæmi má
nefna að 31% verðmunur var á 13
tomma sóluðu dekki frá Regulus sem
selt er hjá Höldi á Akureyri, VDO,
Sólningu og Gúmmívinnslunni á Ak-
ureyri og 26% verðmunur var á 13
tomma sóluðu dekki frá Norðdekki
sem selt er hjá ellefu fyrirtækjum.
Rétt er að taka fram að í könnun-
inni var alls staðar miðað við stað-
greiðsluverð og að hér var einungis
um einfaldan verðsamanburð en ekki
gæðasamanburð að ræða. -glm
Tómat- og feta-
ostasalat
Þetta frískandi tómatsalat er
tilvalið með kvöldmatnum eða
eitt sér sem létt máltíð.
I það þarf:
900 g af tómötum
200 g af fetaosti
120 ml af olífuolíu
12 svartar olífur
svartan pipar
Skerið tómatana í þykkar
sneiðar og raðið þeim á grunnan
disk. Myljið fetaostinn yfir
tómatana, slettið olíunni yfir,
raðið olífunum ofan á og stráið
svarta pipamum yfir.
Gulur silfur-
borðbúnaður
Silfurborðbúnaður sem orðinn
er gulur, t.d. af eggjum, hreins-
ast á augabragði ef honum er
stungið í glas meö saltvatni og
bút með silfurpappír.
Vaxblettir
Vaxblettir í dúkum
og víðar geta verið
býsna erfiðir viður-
eignar. Hægt er að
nota terpentínu til að
ná þeim úr. Yfirleitt
hverfa blettirnir við
það og síöan er hægt
að þvo dúkinn á
venjulegan hátt.
Stiröar renni-
hurðir
Ef rennihurðir eru stirðar
nuddar þú svolitlu vaxi í renni-
grópin, þá liðkast þær fyrr en
varir.
Dyrabjalla viö þröskuld-
inn
Stundum kemur fólk heim
með báðar hendur fullar af varn-
ingi. Þá er þægilegt að styðja tá
á bjölluna sem sett var á þrösk-
uldinn svo ekki sé minnst á þæg-
indin þegar smábörn eru í hús-
inu.
Kaffiblettir og kartöflu-
mjöl
Kaffi sem hellist i gólfteppi
skilur eftir sig ljótan blett. Hægt
er að koma í veg fyrir að teppið
eyöileggist með því að strá kart-
öflumjöli ríflega á blettinn þegar
í stað. Ryksugaðu ekki fyir en
næsta dag, þá verður bletturinn
horfinn.
Silfurmunir og sykur
Það er gamalt húsráð að
geyma silfurmuni í dökkum
klút. Það er einnig gott ráð að
leggja nokkra sykurmola í hirsl-
una. Þá fellur langtum seinna á
silfrið.
Buxnasmellur
Saumaðu smellur innan á
buxnaskálmarnar. Þá flækjast
buxumar ekki í teinunum þegar
þú ferð út að hjóla.
-glm
Næst á eftir Jöfri, sem bauð upp á
næstlægsta verðið á skiptingu, um-
felgun og jafnvægisstillingu, komu
þrjú fyrirtæki sem buðu sömu þjón-
ustu á 3000 krónur staðgreitt. Þau
em Höldur á Akureyri, Hjólbarða-
þjónusta Magnúsar á Selfossi og
VDO. Höldur býður lægsta verðið á
þessari þjónustu á Akureyri og Hjól-
baröaþjónusta Magnúsar býður
lægsta verðið á Selfossi.
Næst á eftir þessum fyrirtækjum
komu Sólning, sem býður þjónust-
una á 3060 krónur, Barðinn og Foss-
dekk á Selfossi, sem bjóða þjónust-
una á 3100 krónur, Bílfoss á Selfossi,
sem býður þjónustuna á 3135 krón-
ur, og Nesdekk sem býður þjónust-
una á 3222 krónur.
Véla- og bílaþjónusta Krist-
jáns lægst í Isafjaröarbæ
Þar á eftir kemur Véla- og bíla-