Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 Útlönd Clinton segir ekkert ómögu- legt í könnun geimsins Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamönn- um væri ekkert ómögulegt þeg- ar könnun geimsins væri annars vegar. Hann lét þessi orð falla þegar hann kannaði undirbúning Johns Glenns öldungadeildar- þingmanns fyrir geimferð hans í haust. Glenn er 76 ára og einn af fyrstu geimförum Bandaríkjanna. Glenn sýndi Clinton aöstæður I þjálfunarmiðstöð geimfaranna í Johnson geimferðamiðstöðinni skammt sunnan viö Houston í Texas. „Þetta er frábært, nóg að gera,“ sagði Glenn sem er að búa sig undir ferð með geimskutlu í októ- ber. Hægriöfgamenn hafa fært sig upp á skaftið Hægriöfgamenn í Bandaríkjun- um hafa haft sig meira í frammi undanfarin þrjú ár. Samsænnn þeirra um aö sprengja brýr, myröa þekkta menn og trufla lestasamgöngur hefur fjölgað til muna frá því alríkisbyggingin í Oklahomaborg var sprengd í apr- il 1995. Það var lögfræðistofnun sem starfar í Suöurríkjum Bandaríkj- anna og berst gegn kynþáttahatri sem skýrði frá þessu í gær. Fyrirhuguð af- taka gagnrýnd Stjórnvöld í Paragvæ hafa gagnrýnt harðlega þá ákvörðun yfirvalda í Virginíu í Bandaríkj- unum að taka af lífl paragvæskan þegn, Francisco Breard, þrátt fyr- ir hávær mótmæii erlendis frá. Breard var liflátinn í nótt. Hann var dæmdur fyrir að myrða nágrannakonu sína árið 1992. Hann hafði áður gert tilraun til að nauðga henni. Botha verður leiddur fyrir rétt Allt bendir nú til aö P.W. Botha, fyrrum forseti Suður- Afríku, verði leiddur fyrir rétt þar sem samningavið- ræður hans og sannleiks- nefhdarinnar hafa fariö út um þúfur. Sambandssinnar mótmæla lausn fanga úr rööum IRA: Morðingjar látnir lausir á göturnar Mikil reiði ríkir meðal sam- bandssinna á Norður-frlandi vegna ákvörðunar írskra stjómvalda um að sleppa úr fangelsi níu félögum úr IRA, írska lýðveldishernum. Mennirnir áttu eftir að afplána frá einu og hálfu ári í fangelsi upp í sjö ár. Enginn þeirra var sakaður um aðild að morði, en flestir dæmdir fyrir ólöglega eign á skotvopnum. Sambandssinnar líta þó lausn þeirra alvarlegum augum og saka íra um að vilja greiða fyrir því að Sinn Fein, pólitískur armur IRA, samþykki friðarsamkomulagið sem undirritað var á föstudaginn langa. Fjallað verður um samninginn á fundi flokksins nú um helgina. Efnt verður til þjóðaratkvæða- greiðslu um samkomulagið þann 22. maí, og hafa andstæðingar þess þegar hafið kosningabaráttu sína. Lýðræðisflokkur sambands- David Trimble, leiðtogi sambands- sinna, á erfiða daga fram undan. Þriðjungur flokksfélaga hans er mótfallinn friðarsamningnum. sinna, sem sagði sig úr friðarvið- ræðunum, hóf herferð sina gegn samkomulaginu nú í morgun með heilsíðuauglýsingu í dagblöðum á N-írlandi. Þar segir að samkomu- lagið verði til þess að morðingjum verði sleppt lausum á götum úti, og eru loforð um lausnir fanga notuð til að styðja málflutninginn. Það er því ljóst að það verður þungur róðurinn fyrir David Trimble, leiðtoga mótmælenda og flokks sambandsinna í Ulster, að sannfæra félaga sína um ágæti samkomulagsins, sem gerir ráð fyr- ir áframhaldandi stjómmálasam- bandi við Bretland, en auknum samskiptum við írland. Engu að síður eru flestir íbúar N-írlands á því að binda verði enda á óöldina sem ríkt hefur þar undanfarin 30 ár. V Wm im v >rwí 1 fl . i ^ Austur á Indlandi leggja hindúar það f vana sinn að gera á sig göt og stinga alls kyns hlutum þar í gegn. Þessi mað- ur þræddi sig upp á snæri sem fest var við aðra trúaða hindúa. Tilefni alls þessa er Gajanhátíð í þorpinu Bainan í Vestur-Bengal. Á hátíð þessari er fagnað brúðkaupi guðsins Siva og gyðjunnar Parvati. 3 DflGflR IBARDAGANN ►---------- DREGIÐ I DAG í dag verður dregið í Hnefaleiknum í þætti Hemma Gunn á Bylgjunni. Dregið verður um ferð til Manchester þar sem heppinn vinningshafi fylgist með bardaga Prinsins Naseem Hameds og Wilfredo Vazquez. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á SÝN 18. apríl. HHEFfl LEIKURINN Rússlandsþing í dag: Þingmenn ræða skipan Kíríjenkós Þingmenn í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, ræöa í dag hvort Borís Jeltsín forseti ætti að tilnefna einhvem annan en Sergei Kíríjenkó í embætti forsætisráð- herra. Þá ætla þingmenn að biðja stjómlagadómstólinn að úrskurða hvort Jeltsín hafi mátt tilnefna Kíríjenkó öðra sinni þar sem þing- heimur hafhaði honum á fostudag. Vonir um að deila forseta og þings tæki senn enda glæddust í gær þegar forseti Dúmunnar skip- aði sér í lið með Jeltsin og sagði að þingheimur yrði að staðfesta til- nefningu Kíríjenkós. Ef allt fer hins vegar á versta veg og þingið hafnar honum tvisvar enn verður forsetinn að rjúfa þing og boða til nýrra þing- Jeltsín Rússlandsforseti hefur eign- kosninga. ast bandamann í þinginu. Stuttar fréttir r>v Dauðsföll rannsökuð Norska lögreglan hefur verið beðin um að rannsaka dauða tveggja ungbama. Röng lyfjagjöf er talin ástæðan í öðru tilvikinu að minnsta kosti. Rætt um Ciller Tyrkneska þingið hefur ákveð- ið að ræöa á morgun um beiðni ríkisstjórnar- innar um að hafin verði rannsókn á til- urð persónu- legra auðæfa Tansu Ciller, fyrrum forsæt- isráðherra. Því hefur verið haldið fram að hún og maður hennar hafi auðgast mjög á meöan hún fór fyrir ríkisstjórn Tyrklands. Fjármál endurskipulögð Robert Rubin, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur kynnt metnaðarfulla áætlun sem miðar að því að styrkja alþjóðleg fjármálakerfi í kjölfar kreppunn- ar í Asíu. Námsmenn í baráttu Stúdentar í Teheran lentu i átökum við óeirðalögreglu i gær. Námsmenn kröfðust þess að borg- arsfjóra Teheran yrði sleppt úr fangelsi. Grænir handteknir Lögregla handtók sextán gríska og þýska grænfriðunga sem stóðu fyrir ^mótmælum gegn erfða- breytttim matvælum við verk- smiðju grísks matvælafyrirtækis. NATO í þinginu Neðri deild tékkneska þingsins lauk viðræðum um ingöngu Tékk- lands í NATO í gær og búist er við að atkvæði um málið verði greidd í dag. Ekki sopið kálið Embættismenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við þvi í gær að hugsanlega væri ekki enn búið að leysa deiluna um að- gang vopnaeftir- litsmanna að höllum Sadd- ams Husseins íraksforseta. Nærri tveir mánuður era nú liðn- ir frá því Kofi Annan, aðalfram- kvæmdastjóri SÞ, undirritaði samkomulag við íraka sem kom i veg fyrir hemaðarátök. Tólf teknir í Alsír Yfirvöld i Alsír hafa handtekið tólf menn í tengslum við morð dauðasveita á óbreyttum borgur- um. Gengnir af trúnni Bandaríska þjóðin er farin að missa trúna á lækna landsins og vilja þeirra til að hafa hemil á peningagræðgi sinni. Langvarandi fátækt Sár fátækt blasir við um átján milljónum Indónesa um ókomin ár vegna fjármálakreppunnar í landinu að undanfómu. Tafir í Sahara Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að ólík- legt væri að tækist að Ijúka við að skrá væntanlega kjósendur í Vestur-Sahara á tilsettum tíma. Upphaf- legur frestur til verksins rennur út 31. maí. Vitnisburði frestað Ákærukviðdómur sem rann- sakar meint kynlífshneyksli Clintons Bandaríkjaforseta ákvað í gær að fresta því að kalla ritara hans fyrir öðra sim i. Ekki var gefin nein ástæða fyrir þessari ákvörðun sem kom á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.