Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Síða 28
32 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 Sviðsljós Leonardo undir smasjanni Hjartknúsarinn Leonardo DiCaprio er nú undir smásjánni hjá öllum slúöurblöðum sem fylgj- ast grannt með ferðum hans. Bandaríska dagblaðiö USA Today þótti það fréttnæmt að í síðustu viku sást til leikarans Leo á veit- ingahúsinu Crustacean í Beverly HUls, einum vinsælasta matsölu- stað þar i bæ. Leo sat ekki einn að snæðingi, en hann var heldur ekki í för með neinni glæsipíu. Það vakti sumsé athygli að leik- stjórinn Oliver Stone spjallaði við drenginn þar til staðnum var lok- að. Lék blaðinu forvitni á að vita hvað þar var skrafað. Tommy Lee í fangelsi Bandaríski rokkarinn Tommy Lee mun eyða næsta hálfa árinu í fangelsi. Hann játaði í síöustu viku aö hafa beitt konu sina, strandvarðarpíuna Pamelu And- erson, ofbeldi heima fyrir. Pamela kærði Tommy Lee fyrir að ráðast á hana meðan hún hélt á sjö vikna gömlum syni þeirra í fang- inu. Hún hefúr nú fengið nóg af heimaboxinu og sótti um skilnað í kjölfarið. Danir fagna þrítugsafmæli krónprinsins en vilja fá krónprinsessu: Friðrik prins heldur einn upp á afmælið Ólíkt Bretum eru Danir mjög ánægðir með konungsfjölskyld- una sína og kunna vel að meta krónprinsinn Friðrik og bróður hans Jóakim. Jóakim prins stal heldur betur senunni frá eldri bróður sínum áriö 1995 þegar hann kvæntist Alexöndru Manley, ættaðri frá Hong Kong, sem þegar í stað vann hug og hjörtu dönsku þjóðarinnar með þvi að læra tungumál þeirra. En árið 1998 er ár Friðriks krónprins enda verður hann þrí- tugur þann 26. maí. Og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Dönsku blöðin eru þegar farin að halda upp á viðburðinn og gefa út sérblöð um ævi prinsins. Uppeldi Friðriks hefur dregið að nokkru dám af því að hann er arftaki dönsku krúnunnar. Hann hefur engu að síður haft orð á sér fyrir að kunna að meta hið ljúfa líf, hraðskreiða bíla og fagr- ar konur. Og það er í raun lítið Friðrik krónprins heilsaöi upp á þegna sína ásamt móður sinni Margréti Þórhildi Danadrottningu þegar hann varö myndugur árið 1986. Hann mun aö öllum líkindum gera slíkt hið sama þegar hann verður þrítugur í maí. annað sem Danir geta sett út á drenginn, sumsé að hann sé nú brátt þrítugur og hafi ekki enn séð ástæðu til að festa ráð sitt. Friðrik hefur alla tíð heillað konur upp úr skónum og þær eru ófáar kærustumar sem hann hefur átt í gegnum tíðina. Þess er skemmst að minnast þegar krónprinsinn gerði stutt- an stans hér á landi fyrir nokkrum árum og ljósmyndar- ar náðu að festa á filmu unga blómarós sem hafði kastað sér í fangið á honum. Fyrirsætur og fegurðardísir hafa jafiian verið í fyrirrúmi hjá Friðriki og nú er hann í fostu sambandi við dönsku söngkonuna Mariu Montell. Danir bíða hins vegar í ofvæni eftir þvl aö fá að vita hvort prinsinn hafi nú loks fundið prinsessuna sína og Mar- ía verði því framtiðardrottning Danaveldis. Allar skotnar í Vilhjálmi prins Þegar Vilhjálmur prins var á ferð með föður sínum Karli krónprinsi Breta um Kanada í síðasta mánuði átti hann fótum sínum fjör að launa undan æstum ungmeyjum sem allar vildu fá að berja hann augrnn. Vil- hjálmur virðist njóta aðdáunar al- mennings á móður hans Díönu prinsessu og í aðdáendahópi hans mátti sjá jafnvel eldri konur. „Hann er svar Bretlands við Le- onardo DiCaprio,“ sagði ein Vancouvermær sem beið óþreyju- full eftir að hylla prinsinn. Vilhjálmur var hins vegar hvergi nærri undir þessa aðdáun búinn. Fjölmiðlar bentu á að þó prinsinn, sem er um 1,90 m á hæð, líti út fyr- ir að vera fulvaxta maöur sé hann einungis 15 ára gamall og það beri að virða. Hins vegar má ekki gleyma því að allir karlmenn í móðurætt hans, Spencer-jarlamir, hafa haft orð á sér fyrir kvenhylli og einungis tím- inn mun leiða í ljós hvort hann hefúr fallið langt frá þeirri eik. Aukablað um Miðvikudaginn 22. apríl nk. mun aukablað um sumarbústaði fylgja DV. Fjallað verður um ýmislegt sem viðkemur sumar- bústöðum, byggingu þeirra, viðhaldþ tryggingum, umhverfi og frágangi innan og utanhúss. Umsjón efnis er í höndum Jóhönnu Á.H. Jóhanns- dóttur blaðamanns, í síma 550-5000 Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði vinsamlegast hafi samband við Guðna Geir Einarsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í sírna 550-5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 17. apríl Svona hugsar búlgarski framúrstefnutískuhönnuöurinn Elena Belova sér fallegan og hentugan sumarkjol. -■ Mel Gibson ríkastur Það ætti sosum ekki að koma nokkrum manni á óvart að fjöl- skyldufaðirinn Mel Gibson er hæst launaði skemmtikraftur Ástralíu. í fyrra rakaði hann saman hvorki meira né minna en 2,8 milljörðum íslenskra króna. Næstur á eftir Mel á listanum er þekktur sjónvarpsmaður í and- fætlingalandi en í þriðja sæti eru tveir bananar sem ganga undir nafninu B1 og B2. Leikarinn Geoffrey Rush, sem fór svo eftirminnilega með hlutverk pí- anóleikarans Helfgotts í myndinni Shine, þénaði hátt í 300 milijónir króna sem dugði honum í fimmta sætið. Nicole Kidman var í sjöunda sæti með rétt rúmar 200 milljónir króna. Mel Gibson þarf ekki að horfa f aur- inn, blessaður drengurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.