Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Page 8
8 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 TIV sælkerinn__________________________________________________ Úáfengir fordrykkir sem henta öllum: Sigrún Þóra Skúladóttir, fram- reiðslumaður á Astro, er sælkerinn að þessu sinni og gefur hér uppskrift- ir að fjórum óáfengum fordrykkjum sem gætu sett skemmtilegan svip á veisluhöld, hvort sem það er í tilefni afmælis, fermingar eða jafnvel brúðkaups. Þrjá þeirra (alla nema Ógnvekj- andi sem í er rjómi) má nota sem bollu en þá mælir Sigrún með því að ekki sé settur klaki út í bolluna. Best er að hræra vel í henni og hella innihaldinu í glas með klaka því þá kemur ekki vatnsbragð af drykknum. Allar uppskriftirnar mið- ast við eitt glas svo hver og einn getur margfaldað eftir fjölda gesta. -ingo Setja skemmtilegan svip á veisluna Úgnvekjandi Ljúffengur Sigrun Þora Skula- dóttir á Astro býöur okkur upp á nokkra girnilega, óáfenga drykki. DV-mynd Pjetur 3 cl rjómi 6 cl appel- sínusafi 1 tsk. grena- dine Allt hrist með klaka. 3 cl appelsínusafi 3 cl ananassafi 1 tsk. grenadine Allt hrist með klaka. DV-kokkteill 6 cl appelsínusafi 6 cl Sprite 1 tsk. grenadine Allt hrist með klaka. Traustvekjandi 6-8 cl appelsínusafi 1 cl sítrónusafi 1 tsk. grenadine Allt hrist með klaka. Crépes Þegar sólin skín er oft gott að geta setið úti undir vegg og gætt sér á einhverju góðgæti. matgæðingur vikunnar Áslaug Agnarsdóttir með sannkallaðan veislumat: Lambalæri að hætti Georgíubúa 250 g hveiti. 1/4 tsk. salt. 4 þeytt egg. 2 msk. ólífuolía. 60 ml koníak. 500 ml mjólk. Aðferðin: Sigtið hveitið og saltið sam- an í skál. Búið til holu í miðj- unni og bætið eggjunum, olí- unni og koniakinu út í. Hrær- ið vel saman og bætið mjólk- inni út i og vatni þannig að deigið verði mátulegt. Hrærið þar til deigið er loftkennt og kekkjalaust. Látið deigið bíða í tvær klukkustundir. Bakið kökurnar á pönnu eins og venjulegar pönnukök- ur. Franskarpönnukökur með Grand Marnier Þeir sem vilja bragöbæta kökurnar frekar en orðið er og svala fýsn sinni í sætindum !! geta notað þessa uppskrift. 6 sykurmolar. 1 sítróna. 2 appelsínur. 100 g smjör. 24 franskar pönnukökur. 8 msk Grand Mamier (má vera einhver annar líkjör). Aðferðin: Nuddið sykurmolunum í sítrónuna og appelsínurnar þangað til þeir verða gegnsósa af safa. Hitið smjörið á pönnu, setjiö sykurmolana út í og hitið þang- að til kraumar. Dýfiö kökunum einni og einni niöur í sósuna, brjótið saman eins og á mynd- inni og leggið á hitaöan disk. Hellið Grand Marnier á pönn- una, hitið varlega og kveikið í. Hellið logandi vökvanum yfir kökumar og berið strax fram. -sm „Uppskriftina fékk ég hjá rússneskri vinkonu sem giftist fiðluleikara frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Móðir tónlistarmannsins bauð henni upp á safaríka lambasteik í fyrsta sinn sem hún hitti fjölskylduna og síðan hefur þessi réttur verið í uppáhaldi á hennar heimili. í Georgíu vaxa óteljandi tegundir af grænmeti og ávöxtum og landiö er þekkt fyrir góðan og ekki síður hollan mat og háan meðalaldur. Uppistaðan í ge- orgískum réttum er steikt eða grill- að kjöt ásamt grænmeti, ávöxtum og bragðmiklum sósum. Hér er um veislumat að ræða,“ segir Áslaug Agnarsdóttir, deildarstjóri í Þjóðar- bókhlöðunni og matgæðingur vik- unnar, sem býður okkur upp á steikt lambalæri að hætti Georgíubúa. Uppskriftin hjá Áslaugu er eftir- farandi: ofn, 200-210 gráður. Eftir 20-25 mín- útur er hitinn lækkaður í 170 gráður og kjötið steikt áfram í eina og hálfa klukkustund, má vera styttra. Á meðan kjötið er að steikjast er grænmetiö skorið niður. Tómatarnir eru skornir í tvennt. Eggaldinið er skorið langsum í tvennt og hver helmingur síðan. í 4 jafnstóra bita. Afganginum af ólífuolíunni er svo hellt ýtvc. Um 30 mín. áður en steik- ihgú lýkúr er grænmetinu raðað í kringum lærið og látið steikjast með. Þegar lambið er fullsteikt skal þekja það með álpappír og láta það bíða í 15 mín. áöur en það er borið fram. Með lambalærinu borða Georgíu- menn hrísgrjón og plómusósu en það er einnig gott að bera fram kartöflu- rétt eða gott brauð og salat. Áslaug lætur okkur í té uppskrift að plómusósunni. því með sítrónusafa. 1/2 kg plómur 1 msk. kóríander 3-4 pressuð hvítlauksrif 1/4 tsk. rauður pipar salt 1 msk. ólíuolía (1/4 bolli sítrónusafi) Setjið plómurnar í pott og nóg vatn yfir til að þekja þær. Sjóðið við lágan hita í 10-15 mín. Takið plóm- umar úr vatninu og fjarlægið stein- ana. Merjið þær í hrærivél eða með því að þrýsta þeim í gegnum sigti. Setjið maukið aftur f pottinn, bætið kryddinu út í (og sítrónusafanum ef þarf). Sjóðið í 2-3 mín. í viðbót og kælið. Setjið kalda sósuna í krukku og hellið ólíuolíunni yfir. Sósuna á að búa til a.m.k. 4-6 tímum fyrir neyslu. Hún geymist vel í kæli. Áslaug skorar á kollega sinn í Þjóðarbókhlöðunni, Barböru Nelson, til að vera næsta matgæðing. Hún hefur nefnilega verið með mat- reiðslunámskeið á vinnustaðnum að undanförnu þar sem grænmetisrétt- ir hafa verið í öndvegi. Áslaug Agnarsdóttir er á alþjóölegum nótum og býður okkur upp á girnilegt lambalæri að hætti Georgíubúa og plómusósu með. DV-mynd Hllmar Þór 1 lambalæri 1 msk. kóríander 2 tsk. steinselja 1 tsk. oreganó 2 tsk. estragon 1/2 bolli ólífuolía 3 stór hvítlauksrif (klofin langsum í nokkrar flísar) salt og pipar 2 pressuð hvítlauksrif 1 stórt eggaldin (eða 2 lítil) 6 stórir tómatar „íbúar Georgíu vilja sitt lamba- læri vel steikt. Þeir krydda það gjarnan með sérstakri kryddblöndu sem nefnist khmeli-suneli. Þessa blöndu nota þeir í ýmsa rétti og upp- skriftimar að henni eru jafnmargar og húsmæðurnar," segir Áslaug. Kryddinu er blandað vel saman við u.þ.b. 2 msk. af ólíuolíu. Það er látið bíöa í a.m.k. klukkustund. Skorið er í lambalæri hér og þar með beittum hníf og hvítlauks- flísunum stungið í raufarnar. Síðan er lærið saltað og piprað og penslað með kryddolíunni. Það er sett í ísskáp í 2-4 tíma en látið ná herbergishita áður en því er stungið í vel heitan Plómusósa I Georgíu er notuð dökk, örlítið súr plóma í sósuna. Ef plómumar em sætar er hægt að bæta úr I s ÍÁ næstu grösum: Grænmetis- réttir til há- tíðabrigða Gunnhildur Emilsdóttir, eigandi veitingastaðarins Á næstu grösum, gefur hér upp- skriftir að grænmetiskarríi og kjúklingabaunaborgurum. Hvort tveggja er upplagt að prófa til tilbreytingar þegar þið fáið leið á kjötinu. Grænmetiskarrí 2 msk. ólífuolia 1 laukur, flnt saxaður 2 hvítlauksrif, söxuð 1 b. gulrætur, skomar í bita 1 b. rófúr, skomar í bita 1 b. grænmetissoö 1 tsk. karríduft salt og ferskur, mulinn svartur pipar 1 msk. örvarrót, leyst upp í 2 msk. af köldu vatni 1 kg blandað grænt kál (t.d. spínat, grænkál og spergilkál) gufað og saxað $ Aðferðin: IHitið olíu og steikið lauk og hvítlauk í 5 min. Bætið þá gulrótum, rófum og græn- metissoði saman við og sjóð- ið undir loki í 5-7 mín. Hrær- ið út í karrídufti, salti og pip- ar. Hellið svo örvarrót út í og sjóðið þar til sósan hefur þykknað. Bætið græna kál- inu saman við og sjóðið áfram í 5 mín. Gott aö bera fram með Basmati-grjónum. Kjúklingabauna- borgarar Það er gott að hafa eitthvað hollt, létt og gott að snæða á björtum vordögum, eins og til dæmis kjúklingabaunaborg- ara. 1 msk. Canola-olía 2 vorlaukar, saxaðir 3/4 b. sveppir, fint saxaðir 3 hvítlauksrif, söxuð 1 b. soðnar kjúklingabaunir 1/2 b. baunasoð 1/3 b. sólblómafræ 1/2 tsk. karríduft 2 eggjahvitur eða 1/4 b. brauðrasp 1/2 b. sesamffæ Aðferðin: Steikið lauk og sveppi íu í 5 mín. og takið af 1 Maukið hvítlauk, baunii soð í matvinnsluvél þai það er orðið mjúkt. Hrc lauk og sveppum saman Myljið sólblómafræ fínt bætið út í baunahrær ásamt karrídufti, eggjal um og brauðraspi. Mót: kúlur og veltið þeim upj sesamfræjum. Bakið í við góðan hita í 8 mín. ( er að snúa kúlunum við. ið fram með góðu salat: AB- sósu. w irrrnriWHMMi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.