Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Page 16
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 JjV 16* viðtal ■K ★ Þessa dagana eru tíma- mót í lífi systkinanna Hallgrims H. og Helgu Völu, bama Helga Skúla- sonar og Helgu Bach- mann. í dag útskrifast Helga Vala frá Leiklistar- skóla íslands og á vordög- um hefjast æfingar á leik- riti Hallgríms, Vorkvöld meö krókódílum, í Þjóð- leikhúsinu og um næstu mánaðamót verður annað leikrit eftir hann frum- sýnt í Kaffileikhúsinu. Bifvélavirkjun og leiklist Þau eru leikaraböm og hafa alist upp í leikhúsi og því er kannski ekki skrýtið að þau skuli hafa farið út á braut leiklistar- innar. Helga Vala lék til dæmis fyrst þegar hún var fimm ára. Brautirnar sem þau hafa valið sér eru þó mjög ólíkar. Hall- grímur segir eðlilegt að mál hafi þróast á þennan hátt. „Er það ekki þessi tiihneiging að ef maður elst upp í einhverju fagi, hvort sem það er bifvéla- virkjun eða annað, þá ferðu mjög líklega í það fag, nema maður slysist til að verða ópemsöngv- ari eins og sumir bifvéla- virkjar. Við emm alin upp við þennan tjáningar- máta og það er sjálfsagt samgróið okkur að vita hvernig þessir hlutir verða tii. Síðan reynist þetta nærtækasti tjáning- armátinn." Streittist á móti Helga Vala segir að hún hafl lengi barist á móti þessari tilhneigingu en hún hafi að lokum lát- ið undan. „Núna held ég að auðvitað hafi þetta alltaf verið þarna undir niðri. Það var einhver rembingur að reyna að finna eitthvað annað. Ég ætlaði að verða hitt og þetta, til dæmis gullsmið- ur.“ „Leikhúsið hefur ekki verið öskr- andi á mig" „Ég var mjög hissa þegar Helga Vala fór í leiklist," segir Hallgrím- ur, „ég hélt að það væri „Er það ekki þessi til- hneiging aö ef maöur elst upp í einhverju fagi, hvort sem þaö er bifvélavirkjun eöa annað, þá feröu mjög líkiega í þaö fag, nema maður slysist til aö veröa óperusöngvari eins og sumir bifvéiavirkjar.“ DV-mynd Hilmar Pór Æskudýrkun leikhússins Leikrit Hallgríms, Vor- kvöld með krókódílum, sem sýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í haust, ijallar um ungt fólk en verkið í Kafflleikhúsinu fjallar aftur á móti meira um eldri kynslóðir. Hallgrím- ur segir að í leikhúsinu hafi ríkt æskudýrkun og að hann sé ósjálfrátt far- inn að streitast á móti því. „Ég ólst upp við að sjá ákveðna kynslóð af leikurum vinna. Mig langar dálítið að vinna með og skrifa fyrir þessa kynslóð, þessa tegund af leikurum úr þvl ég er að fikta við þetta á annað borð.“ Eldri konan er leikin af Helgu Bachmann, móður Hallgríms og Helgu. „Ég er ekki viss um að hvötin á bak við það að skrifa fyrir hana sé sérlega væmin. Mig langar að sjá leikkonu af hennar stærðargráðu fara með texta eftir mig. Ef maður heldur áfram að skrifa leikrit þá eru Helga Vala og Ólafur Darri leikarar sem ég held að sé mjög þakklátt að skrifa fyrir. Þau eru með þessa fyll- ingu. Fyrir höfund virka þau eins og magnarar á tilfinningar." Helga Vala er heldur ekki ánægð með þessa þróun. „í allri þessari æskudýrkun forum við kjúklingamir að vaða uppi með nefið upp í loft- ið eins og við þekkjum þetta allt saman. Við ætt- um aðeins að setjast niður og bera virðingu fyrir þeim sem vitið hafa og geta kennt okkur að bera virðingu fyrir leikhús- inu.“ Ein og hálf eilífð Dagskráin hjá þeim er þétt næstu vikurnar. Systkinin Hallgrímur og Helga Vala, börn Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar: ■ S -l S ‘l t s S I S s s s s s s s s s ekki á dagskrá að fleiri úr fjölskyld- unni fæm út í þetta. Hvað mig varöar þá var ég ekkert að pæla í þessu. Upp úr menntó var ég eitt- hvað að fikta og athuga hvort mig langaði að skrifa leikrit. Mig minn- ir að útkoman úr því hafi verið hálfleiðinleg. Það er ekki fyrr en til- tölulega nýlega sem ég fer aö skrifa. Leikhúsið hefur ekki verið öskr- andi á mig.“ Tvær slóðir Þegar ég spyr þau hvort það hafi aldrei komið til greina að þau fet- uðu slóðir hvort annars, hvort Helga Vala hefði aldrei skrifað og Hallgrímur aldrei leikið, sögðu þau það af og frá. Þrátt fyrir það hefur Hallgrímur reynt aðeins fyrir sér á sviðinu auk þess sem hann leikur stórt hlutverk í Myrkrahöfðingjan- um, mynd Hrafns Gunnlaugssonar. „Þegar ég var strákur lék ég fífil í bamaleikriti. Ég held að mér hafi ekki tekist að gera skapgeröarhlut- verk úr því. Á síðari árum hef ég einstaka sinnum hrasað inn í að leika. Það hefur yfirleitt verið al- gjört slys og þetta hjá Hrafni er enn eitt slysið. Hrafn hringdi í mig norð- ur á Akureyri og spurði hvort ég væri til i að lesa þetta hlutverk. Ég spurði hann hvort hann væri orð- inn bandbrjálaður en við látum svarið liggja á milli hluta hér. Þaö sem heillaði mig við þetta hlutverk var að það eru skemmtilegar víddir í persónunni. Hann er ekki ster- eotýpa af valdsmanni heldur eru sýndar á honum margar hliðar. Ég lít ekki á mig sem leikara og veit ekki hvort ég er nokkur leikari en í þessu hlutverki getur maður sýnt ýmislegt. Svo veit ég ekkert hvað af því skilar sér. Eftir að ég hóf að leika í þessari mynd fór ég að heyra utan að mér að margir héldu að þetta væri hlut- verk sem Helgi Skúlason hefði átt að leika. Það er ekki rétt. Persóna mín og persóna Hilmis Snæs eru jafnaldra í myndinni, um 35 ára, svo það hefði aldrei komið til álita.“ Töfrar samspilsins Á hátíðarstundum er oft talað um töfra leikhússins og tilgang þess. Manni vefst hins vegar oft tunga um tönn þegar á að lýsa því í hverju þessir töfrar og tilgángur felast. Helga Vala segir að töfrarnir felist í augnablikinu. „Töfrarnir eru fólgn- ir í samspili leikhússins og þeirra sem horfa. Leikhúsið er ekki til þess að leikarar geti staðið uppi á sviði og sýnt sig. Leikhúsið byggist á sambandi þess að gefa og þiggja. Það er magískt að fá fullan sal af fólki og finna salinn anda með. Það er svo gaman að það er ólýsanlegt. Það skiptir miklu máli að leikhús- fólk beri virðingu fyrir leikhúsinu annars gera aðrir það ekki. Þetta vill oft gleymast. Það fer mjög í taugamar á mér þegar leikarar koma fram með „ég-meina-nú-eigin- lega-ekkert-með- þessu-en-ég-fæ- launaseðilinn-minn- einu-sinni-í- mánuði“vandlætingarsvip“.“ Þau telja að tilgangur leikhússins geti verið fólginn í þessu augna- bliki. „Ef fólk nær að koma út eftir góða leiksýningu og fá tvö „hugs“ á leiðinni heim er tilganginum náð,“ segir Helga Vala. Helga Vala útskrifast í dag og í sumar fer hún til Riga í Lettlandi i vinnubúðir leikara þar sem verða ýmsir þekktir leikhúsmenn frá Eystrasaltsríkjunum og Norður- löndum, þar á meðal Rimas Tum- S inas sem er íslenskum leikhúsgest- 4 um að góðu kunnur. Hallgrímur segir að nóg verði að * gera hjá honum við æfingar á tveimur verkum og einnig í sam- bandi við Myrkrahöfðingjann. Hann segir að þau tvö ár sem eru síðan hann skilaöi Þjóðleikhúsinu leikriti sínu, Vorkvöld með krókódílum, séu löng en hanrt hlakki mjög til að takast á við verkið að nýju. „Tvö ár eru eilífð í þessum bransa, ein og | hálf eilífð.“ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.