Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Page 20
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 2o Jréttaljós Fálagsbústaðir hf: Vandræðabarnið sveitarfélagsígildið Stofnun rekstrarfélags Reykjavíkur- borgar á leiguhúsnæði í hennar eigu, Félagsbústöðum hf., hefur einkennst af vandræðagangi. Sá vandræðagangur er einkum tvenns konar: Annars vegar hefur gengið erfiðlega að finna félaginu löglegan starfsgrundvöll. Á hinn bóg- inn hafa yfirlýsingar um hærri húsa- leigu stefnt samskiptum borgarinnar og leigutaka hjá borginni í óefni. íbú- arnir óttast um hag sinn, en hafa ekki fengið skýlaus svör um væntanlega húsaleigu Félagsbústaða. Það breyttist í vikunni þegar DV greindi frá því að einn leigjandi, Sonja Guðrúnardóttir, hefði neitað að gera leigusamning við Féalgsbústaði og verið hótað útburði. Frétt DV varð tO þess að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri gekk í mál- ið og gerði Sonju tilboð. Ástæður viðbragða borgarstjóra skýrast af þeim vandræðagangi sem verið hefur á hlutafélaginu Félagsbú- stöðum, tilurð þess og raunar allri tveggja ára sögu. Frétt DV af máli Sonju Guðrúnar- dóttur vakti gríðarleg viðbrögð, ekki síst meðal leigjenda Reykjavíkurborgar sem hafa óttast mjög um sinn hag og ekki fengið svör þrátt fyrir eftirgangs- muni, um það hvemig leiga kæmi til með að breytast þegar Félagsbústaðir taka að fullu við rekstri leiguhúsnæðis borgarinnar. Þessu vildi Sonja Guðrún- ardóttir ekki una og neitaði að gera nýjan leigusamning um íbúð sína á þeirri forsendu að hún teldi starfsemi Félagsbústaða í blóra við lög. Hún af- tók einfaldlega að gera leigusamning um slík býtti. Hún væri hins vegar til- búin til að endurnýja leigusamninginn við Félagsmálastofnun. Tvöföld hækkun Á fundi sem stjóm Félagsbústaða hf. hélt með leigjendum borgarinnar, full- trúum Leigjendasamtakanna og Bú- seta þann 3. desember á síðasta ári kom fram hjá stjómarformanni fyrir- tækisins að leigan myndi einmitt hækka um helming að meðaltali. Gengið var eftir því á þessum fundi hvort átt væri við tvöföldun leigu eða 100% hækkun og var þeim skilningi ekki mótmælt að sögn Jóns Kjartans- sonar og fleiri sem þennan fund sátu. Stjómarmennimir sögðu á fundin- um að þessari hækkun yrði miðlað út til leigjenda þannig að sumar, þar á meðal eldri íbúðir, myndu hækka minna í leigu en þær nýrri og betri. DV gekk í vikunni eftir svörum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra um það hvemig greiðslubyrði leigjendanna yrði eftir 100% hækkun húsaleigunnar. Hún sagði að þeir sem ekki hefðu greiðslugetu til að standa undir hækkunum myndu ekki þurfa að bera þær. Reykjavíkurborg myndi koma til móts við þá tekjulágu með húsaleigubótum og með því að niður- greiða leiguna til Félagsbústaða þar sem húsaleigubætur dygðu ekki. Fé- lagsbústaðir væm fyrirtæki sem þyrfti að afla nægra tekna til að standa und- ir starfsemi sinni, en þeir tekjulægstu myndu ekki þurfa að standa undir því. Það myndi borgin gera. Ótraustur lagagrunnur I svari borgarsljóra felst það að borgin ætlar ekki að hlaupa frá laga- skyldu sinni að sjá hinum tekjulægri fyrir húsnæði. Borgin hefur sinnt þess- ari skyldu sinni m.a. með því að byggja verkamannabústaði og með því að koma upp félagslegu leiguhúsnæði. En vandinn er sá að lagagrunnur undir starfsemi Félagsbústaða er ótraustur því að um félagslegt leigu- húsnæði gilda sérstök lög og reglu- gerðir. í 73. grein húsnæðisiaga em ákvæði um hversu há húsaleiga í fé- lagslegu leiguhúsnæði má vera og er það nánar útfært í 70. grein reglugerð- ar. í henni segir að leiga í félagslegu leiguhúsnæði megi aldrei nema hærri fjárhæð en sem svarar samanlögðum kostnaði af ársvöxtum, afborgunum og verðbótum lána úr Byggingarsjóði verkamanna og Byggingarsjóði ríkis- ins. Vextir af þessum lánum em lög- bundnir og aðeins 1%. Aðrir þættir sem ráða upphæð húsa- leigu eru vaxtakostnaður fram- kvæmdaaðila upp að hámarki vaxta á lánum til almennra kaupleiguíbúða á hverjum tíma, fasteigna og brunabóta- iðgjöld og kostnaður við viðhald íbúða og sameigna. Aðra þætti er óheimilt að reikna inn í húsaleigu. f öðra lagi era lánveitingar til bygg- ingar félagslegs leiguhúsnæðis lögum samkvæmt einvörðungu bundnar við sveitarfélög og tengd þeirri skyldu sveitarfélaga að ala önn fyrir þeim sem ófærir era um að framfleyta sér að hluta eða öllu leyti. Meðan slík lán hvíla á félagslegu húsnæði er sveitar- félögum óheimilt að selja það eða framselja í hendur annarra. Undir þennan leka var reynt að setja þegar félagsmálaráðuneytið gaf það út að þar sem Félagsbústaðir væra alfarið í eigu Reykjavíkm-borgar og Reykjavík bak- tryggði félagið og allar skuldbindingar þess, bæri að líta á hlutafélagið sem ígildi sveitarfélags. Þetta þykir mörgum einkennileg niðurstaða og DV spurði á sínum tima virta lögmenn um hvaða þýðingu orð- ið ígildi hefði í þessu samhengi. Eng- inn treysti sér tU að svara því. Vandræðamál Þetta era helstu fingurbrjótarnir í tUveru Félagsbústaða hf. og um þetta hafa erindi gengið bréflega fram og tU baka mUli forráðamanna Félagsbú- staða hf, borgarstjóra og borgarstjórn- ar, félagsmálaráðuneytisins og Hús- næðisstofnunar og ótal fundir verið haldnir. Á meðan hafa leigjendur borg- arinnar beðið í óvissu. Búið er að segja þeim upp húsaleigusamningunum sem Reykjavíkurborg gerði við þá og þeim uppálagt að gera nýja við Félagsbú- staði, í síðasta lagi fyrir 1. júlí i sum- ar, en þá rennur þorri samninganna út. Eftir því sem næst varð komist í vikunni af viðtölum við leigjendur og talsmenn þeirra þá hafa mjög fáir gert samninga við Félagsbústaði. Því neit- aði hins vegar Sigurður Friðriksson framkvæmdastjóri í samtali við DV og sagði að flestir væra búnir að semja. Leigusamningur Sonju Guðrúnar- dóttur rann út i aprU og hefur hún fram að þessu neitað að gera nýjan samning við Félagsbústaði þar sem framsal borgarinnar á félagslegu leigu- húsnæði tU einkafyrirtækis brjóti í bága við lög sem áður hafa verið nefnd. Sonja styðst í þessu efni við álitsgerð Lúðvíks EmUs Kaaber lög- manns. Álitamál DV hefur undir höndum talsvert af bréfum sem gengið hafa mUli ráðuneyt- is, borgar, Húsnæðisstofnunar og Fé- lagsbústaða og af lestri þeirra er vand- ræðagangurinn augljós. Eitt þessara bréfa er umsögn Percys Stefánssonar deUdarstjóra hjá Húsnæðisstofnun. Percy er gjörkunnugur löggjöf um hús- næðismál og Húsnæðisstofnun og nið- urstaða hans, dagsett 12. ágúst 1997, er skýr: „Það er skoðun undirritaðs..... að byggingarsjóður verkamanna geti ekki samþykkt yfirtöku Félagsbústaða hf. á lánum á umræddum ibúðum eins og málið stendur í dag.“ í álitsgerð Percys segir m.a. um „sveitarfélagsígUdið:" „Réttindi við- skiptamanna kunna að verða með öðr- um hætti þegar þeir eiga viðskipti við hlutafélag en sveitarfélag. Hlutafélag er ekki ígUdi sveitarfélags og skoðast ekki sem stjómvald." Um hlutverk sveitastjóma segir Percy: „Sveitarstjórnir hafa lögbundnu hlutverki að gegna, m.a. í húsnæðismál- um. Slik lögbundin verkefni og skyldur er ekki unnt að fela/framselja öðram, nema tU þess komi heimild í lögum. Það er álit undirritaðs, að lagaheim- Ud þurfi tU valdframsals, eins og þess, sem nú hefur farið fram með yfirtöku Félagsbústaða hf. á félagslegum leiguí- búðum Reykjavikurborgar..." Um bakábyrgð Reykjavíkurborgar á skuldbindingum Félagsbústaða segir Percy: „Samkv. 89. gr. sveitarstjómar- laga, nr. 8/1986 era hömlur settar á sjálfskuldarábyrgð sveitarstjórna, vegna annarra aðUa en stofnana sveit- arfélagsins. Ekki verður talið, að Fé- lagsbústaðir hf. geti skoðast sem stofn- un sveitarfélagsins eða ígUdi þess, held- ur er hlutafélagið sjálfstæður lögaðUi. Undirritaður telur mjög hæpið, að sjálfskuldarábyrgð Borgarsjóðs á lán- um Byggingarsjóðs verkamanna stand- ist umrætt lagaákvæði." Bókhaldsæfing Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag með tíu milljóna króna hlutafé. Félag- ið er alfarið 1 eigu Reykjavíkurborgar. Félagið var eftir stofnunina látið taka lán upp á hátt á annan mUljarð króna, tU að kaupa af einkaeiganda sínum, Reykjavíkurborg, leiguibúðir borgar- innar. Gefið var út skuldabréf fyrir láninu sem borgin ábyrgist skUvísa greiðslu á. Við þessi viðskipti var kaupverðið bókfært inn í bókhald borgarsjóðs og mikUl halli sem var á honum þar með réttur af í einu vet- fangi. DV spurði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra þess í vik- unni hvort hallinn á borgarsjóði hefði ekki veriö hin raunverulega ástæða fyrir stofnun Félagsbústaða. Því neitaði borgarstjóri og benti á að bæði meiri- og minnUUuti hefði staðið að stofnuninni. „Ástæðan er einfaldlega sú að það er engin sér- fræðiþekking á því hér inni í stjóm- sýslu Reykjavíkurborgar að eiga og reka fasteignir. Það er sérsvið sem þarf sérþekkingu í og opinberir aðUar era ekki bestir tU þess. Þess vegna var þetta sett inn í þetta tUtekna félag. Eftir sem áður mun Félagsmála- stofnun sefja reglur um það hverjir fá íbúðir og hvað menn þurfa að uppfyUa tU að fá íbúðir. Félagsmálaráð mun Innlent fréttaljós Stefán Ásgrímsson samþykkja upphæð húsaleigunnar og við berum ábyrgð á því, borgin, að sjá tekjulitlu fólki fyrir húsnæði, þannig að ábyrgðin er alveg okkar á þessu eft- ir sem áður,“ sagði borgarstjóri. Spurð um lagalegu hliðina og fram- sal á skyldum sveitarfélagsins í hend- ur hlutafélags sagði borgarstjóri: „Þeir era ekki með hina félagslegu skyldu. Hana berum við.“ Aðspurð um hvort flanað hefði ver- ið að málinu af hálfu borgarinnar vegna slæmrar stöðu borgarsjóðs sagði borgarstjóri: „Við eigum Félagsbú- staði, þeir eru 100% í eigu okkar og það er ekkert hægt að selja úr því nema með samþykki félagsmálaráðu- neytisins, en eins og ég segi; ábyrgðin er eftir sem áður sveitarfélagsins og sveitarfélagið er ekki að framselja þá ábyrgð." yy\tstercook Greiöslukjör við allra kynningarverði Bjóðum nú þessar frábæru eldavélar á ótrúlegu kynningarverði Láttu ekki happ úr hendi sleppa! Keramik hellur Blástursofn, tímarofi á ofni Stafræn klukka - Stærð 85x60x60 cm Kynningarverð Verð stgr. kr. 69.900.- Wðerumínaestahúsiv/ð VERIÐ VELKOMIN áíslandi Stærsta hoimilis-og raftækjaverslunarkoðja I Evrópu Fjór , ______________ Hitajafnari í ofni - Stærð 85x50x60 cm Grill o.fl. Verðstgr.kr. 29.900,- , hellur þaraf ein hraðsuðuhella Blástursofn m/hitajafnara Grill o.fl. -Stærð 85x50x60 cm Verð stgr. kr. 36.900.- - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 hæfi RflFTOKJfMRZLUN ÍSLflNDS Ff

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.