Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Side 50
62
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
Páll Pampichler Pálsson
Páll Pamphichler Pálsson, hljóm-
sveitarstjóri og tónskáld, Bragagötu
22, Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Páll fæddist í Graz i Austurríki
og ólst þar upp. Hann stundaði nám
við Tónlistarskólann í Graz frá niu
ára aldri í hljóðfæraieik með píanó,
fiðlu og trompett sem aðalhljóðfæri,
brautskráðist 1945, stundaði nám í
tónlistarsögu hjá dr. Franz Mixa,
var í einkatímum í tónsmiðum hjá
prófessor Michl og stundaði síðar
framhaldsnám í hljómsveitarstjórn
við Tónlistarháskólann i Hamborg
1959-60.
Páll var trompetleikari við fil-
harmóníumhljómsveitina í Graz
1945-49 er hann var ráðinn trompet-
leikari og stjómandi Lúðrasveitar
Reykjavíkur.
Hann var trompetleikari við Sin-
fóníuhljómsveit ís-
lands frá stofnun
1950-62, var falið að
stjórna Sinfóníu-
hljómsveitinni á tón-
leikum og við hljóð-
ritanir frá 1952, varð
síðan fastráðinn
hljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar
íslands og jafnframt
ráðinn stjórnandi
Karlakórs Reykjavík-
ur. Auk þess stundaði
hann tónlistar-
kennslu og tónsmíðar.
Páll lét af stjórnandastörfum fyrir
tveimur árum og helgar sig nú tón-
smíðum eingöngu.
Páll var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
störf sín að tónlistarmálum hér á
landi og sæmdur heiðursprófessors-
nafnbót af austurríska menntamála-
ráðuneytinu fyrir störf sín
að kynningu og útbreiðslu
tónlistar frá Austurríki.
Fjölskylda
Fyrri kona Páls er Ástríð-
ur Lóa Eyjólfsdóttir, f. 8.12.
1930, tannsmiður í Reykja-
vik. Hún er dóttir Eyjólfs
Ólafssonar, stýrimanns í
Reykjavík.
Börn Páls og Ástríðar eru
Helene, f. 1953, starfsmaður
hjá gleraugnaversluninni
Optik í Reykjavík, gift Jóni Ólafs-
syni verslunarmanni og eiga þau
tvö böm, Lindu Björk og Ólaf Pál;
Páll, f. 1956, deildarstjóri hjá Sam-
skip en kona hans er Stella og eru
börn þeirra Tina Ásta, Páll og Hel-
ene Ósk; Stefán, f. 1966, starfsmaður
hjá Samskipum.
Seinni kona Páls er Kristín S.
Kristjánsdóttir, f. 11.9. 1950, sýning-
arstjóri hjá íslensku óperunni. Hún
er dóttir Kristjáns Jóhannessonar,
sjómanns á Patreksfirði, og Erlu
Hafliðadóttur húsmóður.
Systur Páls eru Gerlinde, f. 1924,
húsmóðir í Bretlandi; Erika, f. 1926,
en hún starfrækir dansskóla í Graz
í Austurríki.
Foreldrar Páls voru Paul
Pampichler, f. 1897, d. 1966, yfirbók-
ari og hljóðfæraleikari í Graz í
Austurríki, og k.h., Nanda
Pampichler, f. Wiesler 1899, d. 1979,
húsmóðir.
Nanda var systir Helmut Wiesler,
kvikmyndagerðarmanns í Vínar-
borg, föður Manuelu Wiesler
flautuleikara sem er íslendingum af
góðu kunn.
Karlakór Reykjavíkur heldur tón-
leika, afmælisbarninu til heiðurs, í
Langholtskirkju, laugard. 9.5. kl.
16.00.
Páll Pampichler
Pálsson.
Gunnlaugur Finnsson
Gunnlaugur Finnsson,
kennari bóndi í Hvilft í
Önundarfirði, verður sjö-
tugur á mánudaginn.
Starfsferill
Gunnlaugur fæddist í
Hvilft og ólst þar upp.
Hann lauk stúdentsprófi
frá MA 1949 og hefur sótt
ýmis kennaranámskeið.
Gunnlaugur er bóndi í
Hvilft frá 1950, var kenn-
ari við Héraðsskólann á
Núpi 1953-54, farkennari í
Breiðadal 1954-55, kennari við
Barna- og unglingaskólann á Flat-
eyri 1959-74, við Grunnskólann á
Flateyri 1978-80 og frá 1988, alþm. í
Vestfjarðak. 1974-78 og kaupfélags-
sfjóri KÖ á Flateyri 1980-88.
Gunnlaugur sat í stjómum og á
landsþingum hinna ýmsu félaga-
samtaka, sat í hreppsnefnd Flateyj-
arhrepps 1954-58 og 1962-78, var
oddviti 1966-70 og 1974-78, formaður
Fjórðungssambands Vestfjarða
1970-74, er kirkjuþingsmaður frá
1970 og kirkjuráðsmaður frá 1976,
sat í sýslunefnd Vestur-ísafjaröar-
sýslu 1974-78, hefur verið formaður
og setið í ýmsum stjórnskipuðum
nefndum, sat í stjórn Hjálparstofn-
unar kirkjunnar 1983-88 og var
þingkjörinn skoðunarmaður reikn-
inga Búnaðarbanka Islands frá 1981
og þar til starfið var lagt niður.
Fjölskylda
Gunnlaugur kvæntist 14.6. 1952
Sigríði Jóhönnu Bjamadóttur, f.
19.3. 1926, húsfreyju. Þau slitu sam-
vistum. Hún er dóttir
Bjarna Einars Einars-
sonar, bátsformanns og
fisktökumanns, og k.h.,
Halldóra Sæmundsdótt-
ur, húsfreyju.
Börn Gunnlaugs og
Sigriðar Jóhönnu eru
Sigurlaug, f. 1.4. 1953,
BA í sagnfræði, búsett í
Reykjavík, gift Gylfa
Páli Hersir jarðeðlis-
fræðingi og er sonur
þeirra Kári; Halldóra
Valgerður, f. 6.2. 1955,
mynd- og handíðakennari og er
dóttir hennar Helga Rakel; María, f.
27.3. 1956, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík en maður hennar er Júlí-
us Halldórsson sálfræðingur og em
börn þeirra Katrín, Hákon og Sunn-
eva; Finnur Magnús, f. 8.1. 1958,
cand.mag. í leikhúsfræðum á Akra-
nesi en kona hans er Jónína Kristín
Laxdal fulltrúi og er sonur hans
Máni; Bergljót, f. 3.2. 1960, bóka-
safnsfræðingur í Toronto í Kanada
en maður hennar er Alfreð Tulinius
skipatæknifræðingur og era böm
þeirra Arnar Þór og Steinar Þorri;
Birna, f. 23.7. 1961, BA í mannfræði
og kennari á Akranesi en maður
hennar er Vignir Bjarkarson raf-
virki og eru böm þeirra Regína
Björk og Matthías Finnur; Einar
Þór, f. 2.8. 1964, kvikmyndagerðar-
maður og rithöfundur í Reykjavík.
Systkini Gunnlaugs: Sveinbjöm,
f. 21.7. 1911, d. 1.4. 1993, hagfræðing-
ur og kennari í Reykjavík; Ragn-
heiður, f. 25.6. 1913, fyrrv. skóla-
stjóri í Reykjavík; Hjálmar, f. 15.1.
1915, fyrrv. forstjóri Áburðarverk-
smiðjunnar; Sigríður, f. 17.1. 1918,
hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjun-
um; Jakob, f. 30.7. 1919, d. 1.7. 1941,
lyfiafræðinemi í Reykjavík; Sveinn,
f. 23.11. 1920, d. 7.6. 1993, lögmaður
og framkvæmdastjóri í Reykjavík;
Jóhann, f. 23.11. 1920, d. 2.6. 1973,
tannlæknir í Reykjavík; María, f.
18.8. 1922, BA í hjúkrunarfræði í
Reykjavík; Málfríður, f. 22.11. 1923,
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík;
Kristín, f. 30.10. 1925, sjúkraþjálfari
i Reykjavík.
Fósturbróðir Gunnlaugs er Leif-
ur, f. 23.12. 1935, fyrrv. fulltrúi hjá
Dagsbrún í Reykjavík.
Foreldrar Gunnlaugs vora Finn-
ur Finnsson, f. 29.12. 1876, d. 14.8.
1956, bóndi í Hvilft, og k.h., Guðlaug
Jakobína Sveinsdóttir, f. 28.2. 1885,
d. 20.2. 1981, húsfreyja.
Ætt
Finnur var sonur Finns, b. í
Hvilft, Magnússonar, b. í Hvilft,
bróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyram,
föður Jóns, skálds á Þingeyrum og
afa Ásgeirs, rithöfundar frá Gott-
orp. Annar bróðir Magnúsar var
Torfi, alþm. á Kleifum. Systir Magn-
úsar var Ragnheiður, móðir Guð-
laugar, ömmu Torfa Ásgeirssonar
hagfræðings og Torfa rikissátta-
semjara og Snorra skálds, Hjartar-
sona. Magnús var sonur Einars,
dbrm. í Kollafjarðarnesi, Jónssonar,
b. í Miðdalsgröf, Brynjólfssonar, af
ætt Einars, prófasts og skálds í Hey-
dölum. Móðir Magnúsar var Þórdís
Guðmundsdóttir, smiðs að Seljum,
Torfasonar. Móðir Finns yngra í
Hvilft var Sigríður Þórarinsdóttir,
b. á Vöðlum, Jónssonar, b. í Unaðs-
dal.
Guðlaug Jakobina var dóttir
Sveins, b. og skipstjóra í Hvilft,
bróður Rósinkranz, fóður Guðlaugs
Þjóðleikhússstjóra og Júlíusar,
kaupfélagsstjóra á Flateyri, fóður
Jóns, deildarstjóra í viðskiptaráðu-
neytinu. Annar bróðir Sveins var
Páll, faðir Skúla á Laxalóni og afi
Páls og Kjartans hjá P. Stefánsson.
Þriðji bróðir Sveins var Bergur, afi
Konráðs Adolfssonar skólastjóra.
Systir Sveins var Kristín, föður-
amma Kristjáns Ragnarssonar,
framkvæmdastjóra LÍÚ. Sveinn var
sonur Rósinkranz, b. í Tröð í Ön-
undarfirði, Kjartanssonar, b. í Tröð,
Ólafssonar, frá Eyri við Önundar-
fjörð.
Móðir Guðlaugar Jakobínu var
Sigríður, systir Jóhanns Lúthers,
afa Einars Odds Krisjánssonar
alþm. Jóhann var einnig faðir
Torfa, fyrrv. bæjarfógeta í Vest-
mannaeyjum, föður Kristjáns, bæj-
arfógeta í Vestmannaeyjum. Þá var
Jóhann faðir Björns skrifstofu-
stjóra, föður Ingibjargar, skólastjóra
Ballettskóla Þjóðleikhússins. Sigríð-
ur var dóttir Sveinbjörns, b. í Skál-
eyjum, bróður Sigríðar „stórráðu".
Sveinbjörn var sonur Magnúsar, b.
í Skáleyjum og Hvallátrum, Einars-
sonar, bróður Eyjólfs eyjajarls.
Móðir Sigríðar var María Jónsdótt-
ir, systir Sesselju, móður Herdísar
og Ólínu Andrésdætra og systir Sig-
ríðar, móður Bjöms Jónssonar ráð-
herra, föður Sveins Björnssonar for-
seta.
Gunnlaugur
Finnsson.
Theodór Frímann Einarsson
Theodór Frímann Einarsson,
Vallarbraut 3, Akranesi, er níræður
Starfsferill
Theodór fæddist í Eystri-Leirár-
görðum i Leirársveit og ólst þar
upp. Hann flutti til Akraness 1936
og hefur búið þar síðan.
Theodór vann fyrst hjá Haraldi
Böðvarssyni & Co en réðst síðan
sem verslunarmaður til Kaupfélags
Borgfirðinga. Hann starfaöi siðan
hjá Sláturfélagi Suðurlands á Akra-
nesi. Þá starfrækti hann eigin versl-
un um árabil, barnafataverslunina
Lind á Akranesi. í lok starfsferils
síns var hann afgreiðslumaður hjá
Skeljungi hf. á Akranesi.
Theodór er landsþekktur hagyrð-
ingur og textahöfundur. Meðal
þekktra dægurlagatexta hans má
nefna textann við lagið Angelía sem
hljómsveitin Dúmbó og Steini gerði
að vörumerki sínu á sjöunda ára-
tugnum; lagið og textann Kata rokk-
ar frá upphafsáram rokksins, og
textan við lagið Á hörpunnar óma.
Hann vann til fyrstu verðlauna í
danslagakeppni SKT 1956 og til
þriðju verðlauna í sömu keppni
1952. Hann samdi fjölda þekktra
gamanvísna fyrir grinara og gam-
anþætti til flutnings á ýmsum
mannamótum. Þá samdi hann 1945
revíuna, Allt er fertugum fært, sem
sló í gegn á Akranesi.
Gefnar hafa verið út bækur með
textum og gamanvísum Theodórs.
Fjölskylda
Theodór var kvæntur Guðrúnu
E. Ólafsdóttur, f. 11.10. 1917, d. 18.6.
1990, húsmóður.
Böm Theodórs og Guðrúnar:
Ragnhildur, f. 27.7. 1940, hjúkrunar-
fræðingur en börn hennar er Jakob
Halldórsson, f. 7.8.1966, kvikmynda-
gerðarm. en sonur hans er Sindri
Þór, f. 24.9. 1991, og Anna
Halldórsdóttir, f. 21.4.
1970, BS í sagnfræði; Ólaf-
ur Bragi, f. 20.8. 1943,
verslimarm., kvæntur Júl-
íu Baldursdóttur verslun-
arm. og era börn þeirra
Baldur Ragnar, f. 28.1.
1964, verslunarm. en son-
ur hans er Óli Dór, f. 1.6.
1990 en sambýliskona
Baldurs er Auður Sig-
marsdóttir, Guðrún Ellen,
f. 21.7.1965, verslunarmað-
ur en maður hennar er
Guðjón Theodórsson sjómaður og
eru synir þeirra Jökull, f. 18.10.1984
og Birkir, f. 23.7. 1987, Ragnhildur
ísleifs, f. 20.8. 1977, nemi; Ester
Lind, f. 26.12. 1950, sjúkraliði, gift
Hervar Gunnarssyni, formanni
verkalýðsfélags Akraness og fyrsta
varaforseta ASÍ og eru synir þeirra
Theodór Freyr, f. 15.5. 1970, nemi í
veðurfræði, kvæntur Kristrúnu
Dögg Marteinsdóttur en
dóttir þeirra er Ester
Lind, f. 27.3. 1996, Gunn-
ar Sturla, f. 15.12. 1974,
nemi við KHÍ en kona
hans er Christel Rud-
olfsdóttir og er dóttir
þeirra Margrét Saga, f.
2.6.1994, Daði Már, f. 5.3.
1984, nemi.
Hálfsystkini Theo-
dórs, samfeðra: Óskar,
nú látinn; Guðfinna, f.
13.2. 1916, húsmóðir í
Reykjavík; Jóhannes, nú
látinn; Guðrún, f. 9.9.1923, húsmóð-
ir í Reykjavík; Guðmundur Hannes
og Gústaf Adolf, f. 20.2. 1920, b. í
Eystri-Leirárgörðum; Guðríður, f.
13.6. 1929, húsmóðir í Lyngholti.
Foreldrar Theodórs voru Einar
Gislason, f. 6.2. 1876, d. 16.7. 1951,
bóndi í Eystri-Leirárgörðum, og
Ragnhildur Jónsdóttir, f. 13.9. 1863,
d. 8.3. 1924.
Theodór Frímann
Einarsson.
lil hamingju
með afmælið
9. maí
90 ára
Borghildur Hinriksdóttir,
Tómasarhaga 29, Reykjavík.
85 ára
Guðrún Sigmundsdóttir,
Faxabraut 13, Keflavík.
70 ára
Pálína Sigurðardóttir,
Gnoðavogi 78, Reykjavík.
Bjarni Þórarinsson,
Staðarhrauni 1, Grindavík.
Hallbera G. Leósdóttir,
Heiðarbraut 53, Akranesi.
Kristján Ólafsson,
Kjartansgötu 18, Borgarnesi.
Hulda Magnúsdóttir,
Hamraborg,
Svalbarðsstrandarhreppi.
Guðbjörg Tyrfingsdóttir,
Smáratúni 16, Selfossi.
Skúli M. Öfjörð,
Borgarhrauni 21, Hveragerði.
60 ára
María Þórdís
Sigurðardóttir,
Dvergholti 12, Mosfellsbæ.
50 ára
Jónína Erla Valgarðsdóttir,
Snorrabraut 27, Reykjavik.
Sveinn Theodór Magnússon,
Háaleitisbraut 37, Reykjavík.
Jón Ingi Guðjónsson,
Klyfiaseli 6, Reykjavík.
Guðjón Sólmundarson,
Brekkubraut 5, Akranesi.
Inga Harðardóttir,
Mánabraut 21, Akranesi.
Sólveig Stefanía
Kristinsdóttir,
Vesturgötu 68, Akranesi.
Halldóra J. Jónasdóttir,
Borgarvík 3, Borgamesi.
Svanborg Kristjánsdóttir,
Ártröð 10, Egilsstöðum.
40 ára
Sigurborg Oddsdóttir,
Hraunteigi 19, Reykjavík.
Jón Þrándur Steinsson,
Blesugróf 16, Reykjavík.
Guðni Halldór Guðnason,
Látraseli 8, Reykjavik.
Guðný Edda Gísladóttir,
Þingási 49, Reykjavík.
Sigurlína Gísladóttir,
Hverfisgötu 8, Hafnarfirði.
Pétur Pétursson,
Lindarbyggð 5, Mosfellsbæ.
Bergdis Hrönn
Kristinsdóttir,
Túngötu 27, Grenivík.
Hörður Sigurðsson,
Garðarsbraut 63, Húsavík.
Kristín A. Sigurðardóttir,
Birkihlíð 8, Reykjahlíð.
Óskar Amar Hilmarsson,
Skálabrekku, Þingvallahreppi.
Marjolyn Tiepen,
Árbæjarhjáleigu II,
Holta- og Landsveit.