Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaéLir og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Nýr feluskattur Meirihluti Alþingis hefur samþykkt breytingu við frumvarp til nýrra sveitarstjómarlaga sem heimilar sveitarfélögum að taka arð af þjónustufyrirtækjum í eigu þeirra. Þetta er afar vafasöm breyting enda galopnar hún leið til nýrrar, falinnar skattheimtu. Heimildin kom fram í breytingartillögu sem meirihluti félagsmálanefndar lagði fram við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Uppruni hennar er hins vegar í borgarstjóm Reykjavíkur þar sem hún nýtur stuðnings bæði Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins. Breytingin heimilar sveitarfélögum að haga gjaldskrá þjónustufyrirtækja þannig að gjöldin dugi ekki aðeins til að mæta kostnaði við rekstur heldur líka til að greiða arð af viðkomandi fyrirtækjum í sjóði sveitarfélaganna. Arðinn á ekki einu sinni að reikna af þeim flármunum sem sveitarfélagið hefur lagt til viðkomandi fyrirtækis. Þess í stað má miða hann við skráð verðmæti fyrirtækjanna í reikningum sveitarfélaganna sem hækkar auðvitað tekjur þeirra af feluskattinum. Engar leiðbeiningar er að finna um hversu hár skatturinn má vera í þeim gögnum sem fylgdu tilögunni frá þingnefndinni sem lagði hana fram. Einungis er talað um „eðlilegan afrakstur“. Sveitarfélögin geta því túfkað þetta eins og þeim sýnist. Verjendur hins nýja feluskatts skáka í því skjóli að arðgreiðslur þjónustufyrirtækja sveitarfélaganna hafi tíðkast í meira en hálfa öld. Það er ótrúlega léleg afsökun fyrir því að lögbinda beinlínis galopna heimild til nýrrar skattheimtu. Mönnum væri nær að athuga hvort skortur á lagastoð fyrir gjaldtökunni fyrr á árum jafngildir ekki heimildarlausri skattheimtu af borgurunum? Hvað segja Neytendasamtökin? Höfum í huga að til eru lög um endurgreiðslu oftekinna skatta. Breytingin virðist einnig fela í sér möguleika umsvifamikilla sveitarfélaga til að heimta skatt af íbúum annarra smærri sveitarfélaga. Það skýrist af einföldu dæmi: Geri sveitarfélag samning við önnur sveitarfélög um að selja tiltekna þjónustu, svo sem vatn eða rafmagn, er þjónustugjald sem felur í sér arðtöku um leið orðið skattheimta seljandans af íbúum þeirra sveitarfélaga sem kaupa þjónustuna. Hafa menn hugsað það til enda? Sveitarstjómir, sem þjást af sífelldu fjárhungri, eru vitaskuld líklegar til að standa upp og klappa fyrir hugmynd af þessu tagi. Þær geta stutt hana margvíslegum rökum, eins og þeim að arðurinn komi íbúunum sjálfum að lokum til góða. Það eru hins vegar falsrök. Borgararnir eiga heimtingu á að vita hvenær þeir em að borga þjónustugjald, og hvenær þeir eru að greiða skatt. Óhófleg arðgreiðsla er nefnilega ekkert annað en nýr feluskattur. Hið dapurlega í málinu er sú staðreynd að mörg önnur ákvæði frumvarpsins fyrirskipa sveitarfélögunum loksins aukinn aga í fjármálum sínum. Þetta ákvæði gengur hins vegar í þveröfuga átt. Það gefur sveitar- félögunum opið veiðileyfi á pyngjur skattborgaranna. íslendingar em þegar að kikna undan hömlulausri skattgleði stjórnvalda. Alþingi getur ekki samþykkt þessa breytingu í núverandi mynd nema verða sér til hneisu. Það þarf að kanna málið miklu betur. í því sambandi þarf það að svara eftirfarandi lykilspurningu: Hvenær hættir gjald að vera gjald og breytist í skatt? Össur Skarphéðinsson Verður þéttbýlisbúum meinaður aögangur aö hálendinu? Verður hálendinu spillt til frambúðar? - Vanþekking á málinu og vísvitandi rangfærslur, segir m.a í grein Magnúsar. Herferðin gegn landsbyggðinni einn af ritstjórum DV er farinn að trúa þessum ósannindum og taka undir þau í leiðurum blaðsins. Það mætti álykta sem svo að þing- menn Alþýðuflokksins hafi einhvem sérstakan aðgang að þessum rit- stjóra hins frjálsa og óháða dagblaðs. Vanþekking og vís- vitandi rangfærslur í umræðunni um mið- hálendið er því meðal annars haldið fram að með nýjum sveitar- stjórnarlögum sé verið að færa örfáum sveitar- félögum, þar sem lítið „í hugum landsbyggöarþing- manna ganga hlutirnir ekki upp í þessu samhengi ogbúast má við að svo geti farið að lengra verði í breytingar á kosningalöggjöf- inni og kjördæmaskipan en sum- ir ætla.u Kjallarinn Magnús Stefánsson alþingismaður Undanfarið hef- ur verið uppi at- hyglisverð umræða um miðhálendi ís- lands. Umræðan er fyrst og fremst at- hyglisverð fyrir það hvernig mála- tilbúnaður ýmissa aðila hefur verið. Þessi umræða hef- ur verið einna há- værust í tengslum við umfjöllun Al- þingis um frum- varp til nýrra sveitarstjómar- laga, þar sem með- al annars er gert ráð fyrir því að landinu verði öllu skipað innan marka sveitarfé- laga. Þáttur Alþýðu- flokksins Kratar eru þekktir fyrir það að vera tækifæris- sinnaðir í umræðu um einstök mál og þá sérstaklega á þann hátt að reyna að enduróma sjón- armið sem þeir telja hverju sinni til þess fallin að auka þeim vin- sældir í þéttbýlinu á höfitðborgar- svæðinu. Umræðan um miðhá- lendið er lifandi dæmi um þessi vinnubrögð kratanna, þar sem þeir berjast um á hæl og hnakka við að telja þéttbýlisbúum trú um að með frumvarpinu til sveitar- stjómarlaga sé verið að stela há- lendinu frá þéttbýlisbúum. Þetta hefur gengið svo langt að brot þjóðarinnar býr, öll yfirráð yfir hálendinu. Með því verði þéttbýlisbúum meinaður aðgangur að hálendinu og að þessu fylgi að landsbyggðar- menn munu spilla hálendinu var- anlega til frambúðar þannig að þessi perla þjóðarinnar verði eyðilögð. Þessar skoðanir lýsa ekki aðeins ótrúlegum hroka og ómálefnalegum máiflutningi sem byggist annars vegar á vanþekk- ingu á málinu og hins vegar á vís- vitandi rangfærslum. Áróðurinn veldur óeiningu Þessi málflutningur lýsir ekki síður ótrúlegri andúð margra þétt- býlisbúa á landsbyggðarfólki og er það einna alvarlegast við þessa um- ræðu. Það er til þess fallið að skipta þjóðinni í aðskilda hópa eftir bú- setu og mun kalla á það að þing- menn landsbyggðarinnar munu spyma enn frekar við fótum og verja hagsmuni landsbyggðarfólks af enn meira afli en hingað til. í þessu samhengi er hlálegt til þess að hugsa að á sama tíma og þessi umræða á sér stað em þing- menn, hvar í flokki sem þeir standa, að leita samkomulags um breytingar á kosningalöggjöfinni og hugsanlega um breytingar á kjördæmaskipan. Það gengur með- al annars út á að draga úr misvægi atkvæða og fjölga þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarkjördæma, enda hefúr verið uppi hávær krafa á höfuð- borgarsvæðinu um að þessar breyt- ingar verði gerðar. í hugum landsbyggðarþingmanna ganga hlutirnir ekki upp í þessu samhengi og búast má við að svo geti farið að lengra verði í breyting- ar á kosningalöggjöfinni og kjör- dæmaskipan en sumir ætla. Hingað til hafa landsbyggðarþingmenn komið að þessu verkefni af fullum heilindum en eftir þá ómerkilegu áróðursherferð gegn landsbyggð- inni sem verið hefur í gangi í tengslum við hina ótrúlegu umræðu um miðhálendið er ljóst að a.m.k. einhverjir þeirra munu koma að málinu með öðru hugarfari á næst- unni en verið hefur til þessa. Magnús Stefánsson Skoðanir annarra Frambjóðendur og kjósendur „Kjósendur eiga sannarlega rétt á að vita hvort frambjóðendur hafi sýnt af sér framferði sem gerir þá ótraustvekjandi. Viðbrögð þeirra sem lenda í erf- iðleikum geta sýnt siðferðisbrest. Draga má hæfni og heiðarleika í efa með því að rekja feril frambjóð- enda. Jafnvel krefjast afsagnar kjörinna fulltrúa ef svo ber undir. En þeir sem sækja slík mál verða að sýna ábyrgð og færa fram rök. Ella fellur aðförin um sjálfa sig og verður þeim til hneisu sem að standa.“ Stefán Jón Hafstein í Degi 12. maí. Þögn fjölmiðla „Með þögninni bregðast fjölmiðlarnir því trausti, sem allur almenningur þarf að geta borið til þeirra ... í sæluvímu sjálfsupphafningar hafa fjölmiðlar hér á landi ekki sparað að dásama nýja tíma frjálsrar blaðamennsku og íjölmiðlunar, ekki síst halda þeir því hátt á lofti að flokksmálgögnin séu fyrir bí (er það?) og ríkið hafi ekki einokun á ljósvakamiðlun- um ... Erfitt er þó að sjá að þetta hafi leitt til bættr- ar upplýsingagjafar til almennings ...“ Þórhallur Jósepsson í Mbl. 12. maí. Kögun hf. opinberuð „Það er alveg ljóst, að með samningi íslenzkra og bandaríski-a stjómvalda og með einkaleyfinu til Kög- unar hf. verða til umtalsverð verðmæti, sem engum hefði dottið í hug í upphafi að afhenda fámennum hópi manna, eins og síðar hefur orðið raunin á. Það er óviðunandi með öllu að sagan frá verktakastarf- seminni á Keflavíkurflugvelli endurtaki sig með þessum hætti... Ef hins vegar er um að ræða breytta stefnu íslenzkra stjómvalda gagnvart eignaraðild að fyrirtækinu frá því að það var sett á stofn hefur eng- in grein verið gerð opinberlega fyrir þeirri breyttu stefnu ... Þá er tímabært að skýrt verði frá því opin- berlega." Úr forystugrein Mbl. 12. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.