Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Page 10
10 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Spurt á fjörðunum Hver verða úrslit sveitar- stjórnarkosninganna í hinu sameinaða sveitarfélagi? Sigfús Sigfússon verkstjóri, Neskaupstað: Ekki spurning. F-listinn vinnur og fær hreinan meirihluta. Halldór Hinriksson verk- stjóri, Neskaupstað: Fjarða- listinn fær 7 menn. Guðgeir Björnsson verslunar- maður, Eskiflrði: F-listinn verður sterkastur. Sameiningin er til hins betra. Klara Jónasdóttir, starfstúlka í verslun, Eskifirði: Ég held að F-listinn vinni. Þuríður Haraldsdóttir fisk- vinnslutæknir, Reyðarfirði: Ég kýs Framsóknarflokkinn. Ný framboð eiga eftir aö breyta miklu. Hjördls Benediktsdóttir af- greiðslustúlka, Reyðarfirði: Ég held að F-listinn fái 4 menn, B- listinn 2, H-listi 2 og D-listi 3. x>v___________________________Sveitarstj órnarkosningar 1998 Sveitarstjórnarkosningar á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað: Ellefu menn kosnir Að hlúa að nýfrágenginni samein- ingu þriggja öflugra sjávarplássa á Austfjörðum - nágrannanna á Reyð- arfirði, Eskifirði og Neskaupstað, verður aðalkosningamálið í hinu nýja bæjarfélagi. Auk þess verður kosið um nafn. Fjórir listar bjóða fram og verður kosið um 11 bæjar- fulltrúa. Ákveðið var að fækka síðan fulltrúum um tvo þegar næsta kjör- tímabili lýkur. í hinu nýja öfluga bæjarfélagi virðast í raun engin stórhitamál enda eru atvinnumálin talin i góðum farvegi og sjávarútsvegsfyrirtæki standa í blóma. Til stendur að ein- setja alla grunnskóla bæjarfélagsins á kjörtímabilinu. Um þetta hefur náðst sátt. Mikill samhljómur og sameiningartónn er i oddvitum allra listanna sem bjóða nú fram. Hrepp- arígur virðist horfinn, að minnsta kosti hefur hann greinilega verið lagður til hliðar. íbúar bæjarfélags- ins virðast hafa komið auga á ný tækifæri. Áhersla er lögð á að laða að „minni og sérhæfð fyrirtæki". Kosningarnar munu að áliti margra snúast talsvert um það hvort Fjarðalistinn muni ná meirihluta. Hvort það gerist eða ekki er þó ljóst að Austfirðingar virðast verulega bjartsýnir á framtíðina. Af þeim nöfnum sem kosið verður um er fyrst til að taka Austurríki sem gjarnan er nefnt í daglegu tali eystra enda varð það hlutskarpast í könnun sem gerð var. Önnur nöfn eru Austurbyggð og Austurbær, Firðir, Fjarðarbær, Fjarðarborg og Fjarðarbyggð. -Ótt A6 nýta samein- ingu og tengsl viö ríkisvald „Sameiningin sem slík er mikil- vægust. Menn hafa til þessa farið afar gætilega í öllum yfirlýsing- um. En hér er stórmál á ferðinni. Ég held að allir flokkar séu mjög ákveðnir í að láta þessa sameiningu takast. Við erum hins vegar með áherslur eins og í skólamálum. Við erum í einsetn- ingaruppbygg- ingu hér og á Eskifirði. Reyð- firðingar eru bet- ur settir og rýmra um þá í skólanum. Við lít- um einnig ákveðið til umhverfis- og atvinnumála," segir Benedikt Sigurjónsson, fyrsti maður á B- listanuin. „Umhverfismál eru þessi sjáan- legi þáttur sem íbúarnir kalla til eins og t.d. í frárennslismálum. Við beinum sjónum okkar sérstak- lega að því hér í Neskaupstað og á Eskifirði. Við viljum einnig nýta okkur stækkun sveitarfélagsins til framsóknar í atvinnumálum. Ég tala nú ekki um þegar ríkisvaldið hefur gefið út yfirlýsingu um að það ætli sér að fara í stefnumót- andi byggðaáætlun sem eigi að fjölga íbúum landsbyggðarinnar um 10 prósent. Við framsóknar- menn ætlum okkur að vera og erum flokkspólitískt bundnir til að vera í tengslum við ríkisvaldið. Við bjóðum fram undir merkjum flokksins og teljum það styrk um- fram samflokkaframboð." Að efla samhug „Helsta áherslumálið er að koma sameiningunni í höfn. Hún var samþykkt með umtalsverðum meirihluta í nóvember en að öðru leyti eru flest verk óunninn. Höf- uðáherslan er að efla samhug og sýna mikinn samningsvilja og yfir höfuð að vinna af öllum kröftum að því að sættir takist," segir Magni Sigurjónsson, oddviti D-list- ans. „Ef okkur tekst þetta ekki getum við talað út og suður um öll hin málin. Við búum við þá gæfu hér að atvinnumál eru í góðu lagi að því leyti að hér er ekkert atvinnu- leysi og atvinnu- fyrirtæki öflug. Hins vegar vant- ar hingað smærri fyrirtæki. Eftir þeim sækjumst við, t. d. í ferða- þjónustu og fleiri greinum. Skólamál eru flestir sammála um að séu í þokkalegu lagi og það stefnir i að allir grunnskólar bæj- arfélagsins verði einsetnir á kjör- tímabilinu. Síðan leggjum við mikla áherslu á samgöngur innan „Bæjarins okkar“. Þær verði það góðar að fólk geti stundað skóla og vinnu án mikils kostnaðar. Þetta er mikið atriði til að efla sam- kennd og samhug milli íbúanna." Sterkt forystuafl þarf í bæjarstjórn „Fjarðalistinn leggur í fyrsta lagi áherslu á að ef bæjarstjórn í nýju sveitarfélagi á að vera sterk þá verði að vera sterkt forystuafl innan henn- ar. Við teljum að Fjarðalistinn geti orðið það afl. Okkar valkostur er skýrari en aðrir. Við bjóðum upp á bæjarstjóraefni en það gera hin fram- boðin ekki. Auð- vitað snúast þess- ar kosningar um sameiningu sveit- arfélaganna og hvernig eigi að vinna endanlega að henni," segir Smári Geirsson, forystumaður á Fjarðalistanum. „Við leggjum mikla áherslu á að vinnan, sem var innt af hendi bæði fyrir og eftir sameiningu, verði nýtt til fullnustu. Við teljum að samein- ingin sé mikið heillaspor og skapi svæðinu ný sóknarfæri. Helstu mál- efnin eru uppbygging fjölskyldu- væns samfélags. Góð félagsþjónusta, umhverfisáætlun, menningarmál og æskulýðs- og íþróttamál eru mjög mikilvæg. Skólamálum þarf mest að sinna nú, einsetningu. Við viljum ganga lengra - koma á sveigjanleg- um heils dags skóla. í atvinnumálum viljum við koma á örlánaneti, láns- fyrirgreiðslu, fræðslu og aðstoð við þá sem vilja koma upp smáum fyrir- tækjum. Auk þess viljum við koma á þjónustu- og tæknihreiðrum, að aust- firsk orka verði beisluð og mannafls- frekur iðnaður verði byggður upp. Þar er Reyðarfjörður helst inni í myndinni." Endurbætur vega milli fjarðanna „Við leggjum höfuðáherslu á að útfæra sameininguna - að hún verði bæði í orði og á borði. Ég tel að fyrst og fremst verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru við undirbúning og kynningu. Jafnræð- is verði gætt milli allra,“ segir Þor- valdur Aðalsteinsson, fyrsti maður á Austfiarðalistanum, H-listanum, frjálsu framboði. „Við viljum standa dyggan vörð um heilsugæsluna og fiórðungs- sjúkrahúsið á Neskaupstað. Við vilj- um stuðla að því að vegakerfið verði bætt hér á svæöinu, með því að laga betur og endurnýja veginn á milli Reyðarfiarðar og Eskifiarðar. Eins hefur verið afdráttarlaus sam- staða um að það verði boruð ný jarðgöng á milli Eskifiarðar og Neskaupstaðar, bara mun neðar en þau eru núna. Þannig verði komið á raunhæf- ari tengingum á milli þessai'a þétt- býlisstaða. Síðan eru mál sem tengja þessa staði vel saman bæði í nútíð og framtíð. Þannig þarf að taka vel á málum eins og þeir eru t.d. í skipuriti - skólamál, æskulýðs- og íþróttamál. Það er ljóst að við sameiningarkynninguna var stefnt að því að einsetja alla skólana. Að vísu er búið að einsetja á Reyðar- firði en því er ólokið á Eskifirði og Neskaupstað. Þetta þýðir að ráðast þarf í verulegar framkvæmdir á þessum stöðum." -ótt Benedlkt Sigur- jónsson, oddviti B-listans. Magni Sigurjóns- son, oddviti D-list- ans. Framboðslistar í sameinuðu sveitarfélagi á Austfjörðum B-listi 1. Benedikt Sigurjónsson, Neskaupstað, umsjónarmaður. 2. Þorbergur Hauksson, Eskifirði, slökkviliðsstjóri. 3. Guðmundur Bjarnason, Reyðarfirði, heildsali. 4. Sigrún Júlía Geirsdóttir, Nes- kaupstað, umboðsmaður og bankastarfsmaður. 5. Alrún Kristmannsdóttir, Eskífirði, hjúkrunarfræðingur. 6. Sigurjón Baldursson, Reyðarfirði, stöðvarstjóri. 7. Einar Sverrir Björnsson, Eskifirði, bifreiðastjóri. 8. Guðrún Jóhanna Kjartansdótt- ir, Reyðarfiröi, húsmóðir. 9. Guðmundur Skúlason, Neskaupstað, vélvirki. 10. Eiður Ragnarsson, Reyðarfiröi, verktaki. 11. Sigrún Traustadóttir, Eskifiröi, D-listi 1. Magni Kristjánsson, Neskaupstað, skipstjóri. 2. Andrés Elisson, Eskifirði, rafiðnfræðingur. 3. Jóhanna Hallgrimsdóttir, Reyðarfirði, leikskjólastjóri. 4. Hörður Þórhallsson, Reyðarfirði, framkvæmdastjóri. 5. Magnús Sigurðsson, Neskaupstað, verktaki. 6. Árni Helgason, Eskifirði, forstööumaður. 7. Isak J. Ólafsson, Reyöarfirði, sveitarstjóri. 8. Helgi Friðrik Kemp Georgsson, Eskifirði, tölvuður. 9. Guðrún Víkingsdóttir, Neskaupstað, hárgreiðslumeistari. 10. Heiðberg Hjelm, Eskifirði, bóndi. 11. Erla Vignisdóttir, Reyðarfirði, húsmóðir. F-listi 1. Smári Geirsson, Neskaupstað, framhaldsskólakennari. 2. Elísabet Benediktsdóttir, Reyðarfirði, forstööumaður. 3. Ásbjörn Guðjónsson, Eskifiröi, bifvélavirki. 4. Guömundur R. Gíslason, Neskaupstað, veitingamaður. 5. Guðnin M. Óladóttir, Eskifirði, deildarstjóri. 6. Þorvaldur Jónsson, Reyðarfirði, verksijóri. 7. Petrún B. Jónsdóttir, Neskaupstað, íþróttakennari. 8. R. Ásta Einarsdóttir,L Reyðarfirði, sjúkraþjálfari. 9. Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifiröi, fv. skipstjóri. 10. Heiðrún Helga Snæbjörnsdótt- ir, Neskaupstað, sjúkraþjálfari. 11. Gísli Arnar Gíslason, Eskifirði, afgreiðslumaður. H-listi 1. Þorvaldur Aðalsteinsson, Reyöarfirði, framkvæmdastjóri. 2. K. Júlíana Vilhjálmsdóttir, Eskifirði, nemi. 3. Sigurbjörn Marinósson, Reyðarfirði, rekstrai-fulltrúi. 4. Þóra Sólveig Jónsdóttir, Eskifirði, rekstrarfræðingur. 5. Jónas Wilhelmsson, Eskifirði, lögreglufulltrúi. 6. Bjarki Gunnarsson, Neskaupstað, kjötiönaöarmaður. 7. Auðbjörn Guðmundsson, Eskifirði, málarameistari. 8. Kristján Ragnarsson, Eskifirði, bæjarverkstjóri. 9. Elíasbet Ester Sveinsdóttir, Reyðarfirði, iðnverkakona. 10. Gunnlaugur Sigurðsson, Neskaupstað, bifreiðastjóri. 11. Þórhallur Ámason, Eskifirði, lögregluvarðstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.