Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Side 16
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 IjV
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
SHMMMMHHHSB
Hið mannlega og hið dýrslega
Danski útvarpskórinn
Minnt skal á að Kammerkór Danska út-
: varpskórsins syngur í Hafnarborg í Hafn-
arfirði í kvöld kl. 20.30 fyrir þá sem ekki
Ífengu miöa á hátíðartónleikana í gær. Á
efnisskrá verður kórtónlist eftir Ligeti,
Dvorák, Kodaly, Jorgen Jersild, Per
Norgaard og fleiri.
Kórahátíð
Kóraáhugamönnum skal líka bent á að
1 stóra Kórahátíðin í Tampere í Finnlandi
| verður dagana 9.-13. júní 1999, það er að
| segja eftir rúmt ár. Forsvarsmenn hátíðar-
innai' hvetja nú kóra heimsins, af hvaða
tagi sem þeir eru, til að ákveða prógramm
og æfa sig vel og senda söngprufur til
Tampere fyrir 8. mars 1999 ásamt efnisskrá
og mynd af kórnum. Kórar geta ákveðið
efnisskrána alveg sjálfir, þó vilja hátíðar-
menn leggja áherslu á a capella tónlist,
I það er að segja án undirleiks, og prógram-
mið á ekki að vera meira en 15 mínútur að
lengd. Einnig verður keppni milli söng-
hópa, 3-8 manna, og geta slíkir sótt um að-
ild með sömu skilyrðum.
Verðlaun eru veitt í lok mótsins og allir
| þátttakendur fá umsögn frá sérstakri dóm-
nefnd. Upplýsingar og eyðublöð fást hjá
Tampere Choir Festival, Tullikamarin-
j j aukio 2, FIN- 33100 Tampere, Finland.
Brotahöfuð í kilju
Skáldsagan Brotahöfuð eftir Þórarin
Eidjárn - sem nú er tilnefnd til evrópsku
Aristeion-bókmenntaverð-
launanna - kom nýlega út í
kilju hjá Uglunni, Islenska
kiljuklúbbnum. Hún kom
fyrst út hjá Máli og menn-
: ingu 1996.
Brotahöfuð er söguleg
skáldsaga. Haustið 1649 sit-
ur Guðmundur Andrésson,
; íslenskur almúgamaður
| fi'á Bjargi í Miðfirði, bak
\r\F\ lóo r\ci eló ? V’oim.
-- -o ----- - ----r
mannahöfn. Hann er skólagenginn fræði-
maður og skáld en hefur aldrei lært að
bera tilhlýðilega virðingu fyrir yfirvöldum
og það hefur komið honum í koll. í Blá-
turni, einu illræmdasta fangelsi Danaveld-
is, veltir hann fyrir sér lífshlaupi sínu og
raðar saman brotunum.
Þórarinn leggur sig sérstaklega eftir 17.
aldar málfari i sögunni til að miðla betur
lífssýn og hugarheimi söguhetju sinnar.
Hainarhúsinu
Hún er ófogur aldamótalýsingin í skáld-
sögu Marie Darrieussecq, Gyltingu; harð-
neskjulegt mannlíf, siðspillt stjómmál og
kuldalegt um að litast. Sögumaður er gylta
sem párar sögu sína í útbíaöa og illa fengna
stílabók einhvers staðar í námunda við París
árið 2000. Hún rifjar upp sögu sína frá því aö
hún var ung stúlka í atvinnuleit nokkrum
mánuðum áöur og var ráðin til starfa á vafa-
sama nuddstofu og segir frá þeim atburðum
sem valdið hafa þessum veigamiklu breyting-
um á líkama hennar.
Frásögnin af því hvernig svínsleg hegðun
yfirmanna og viðskiptavina nuddstofunnar í
hennar garð breytir henni smám saman í
Bókmenntir
Sigþrúður Gunnarsdóttir
svín er einfold og blátt áfram. Bamsleg rödd-
in segir frá breytingunum, andlegum og lík-
amlegum, og því sem hinn síbreytilegi kropp-
ur verður fyrir án allrar fordæmingar eða
sjálfsvorkunnar, þannig að frásögnin sveifl-
ast á milli þess að vera grótesk og fyndin og
þess að vekja viðbjóð lesanda.
Enda hefur bókin, sem er fyrsta skáldsaga
Darrieussecq, verið túlkuð á afar ólíka máta
eins og til dæmis kemur fram í viðtali við
höfundinn í DV 2. maí. Þar hvetur hún les-
endur til að taka söguna ekki of alvarlega en
þessi gagnrýnandi getur þó ekki annað en les-
ið úr henni snarpa ádeilu á samfélag samtím-
Hreinn sýnir í Gall-
5 erí 20 fermctrum
| Listahátíðardagana 16. maí
I til 7- júní sýnir myndlistar-
í maðurinn Hreinn Friðfinns-
i son í smásýningarrýminu 20
fermetmm aö Vesturgötu 10,
kjallara. Þar er opið miðviku-
i daga til fimmtudaga kl. 15-18.
klassískar konur úr listasög-
unni.
Ég hef ekki tilheyrt aðdá-
endaklúbbi Errós hingað til og
geri svosem ekki enn en viður-
kenni fúslega að mér finnst
þetta mjög glæsileg sýning.
Húsið á sinn þátt í þvi, mynd-
ir Errós hefur maður oftast séð
á Kjarvalsstöðum þar sem þær
njóta sín engan veginn. Jafnvel
allrastærstu flekamir eru í
„eðlilegri" stærð inni í Hafnar-
húsinu í stað þess að keyra
yfir áhorfandann. Magnið
virkar vel, maður gengur rými
úr rými og enginn endir virð-
ist ætla að verða á málverka-
flóðinu. Það er í fullkomnu
samræmi við myndimar sjálf-
ar sem flestar eru drekkhlaðn-
ar. Persónulega er ég hrifriust
af eldri myndunum, til dæmis
arabísku konunum og
japönsku klámmyndunum.
Þær em margar mjög fallegar
en það get ég t.d. ekki sagt um
teiknimyndaverkin þó þau séu
kraftmikil.
í tengslum við sýninguna
eru til sölu glæsilegar bækur
með verkum Errós sem sýna
vel hvemig hann nær betri og
betri tökum á sínu eigin mynd-
máli. Og ég dáist aö afköstum
mannsins þótt gæðin séu ærið
misjöfn.
Húsið lofar mjög góðu og
það er skemmtilegt að fá að
koma inn í það á meðan það er
enn svona hrátt. Það er lika
gaman hvað fólk virðist vera
áhugasamt en mér skilst að
tæplega 2000 manns hafi kom-
ið í húsið á fyrsta degi. Fram-
kvæmdir em rétt hafnar, von-
andi verður ekki gengið of
langt í breytingunum. Það er
alltaf skemmtilegra að horfa á
myndlist i rými með sögu,
hana má ekki útmá gjörsam-
lega með marmara og látúni.
Með tilkomu menningar-
húss á þessum stað hefur hafn-
arbakkinn og svæðið í kring
fengið hlutverk sem útivistar-
svæði. Ég óska Reykvíkingum
til hamingju með Hafnarhúsið,
Errósafh og Listahátíð!
ans og nánustu framtíðar þar sem meiri virð-
ing er borin fyrir velferð dýra en manna;
komið er fram við menn eins og dýr
og dýr eins og menn.
En þessi ádeila er sett
fram á snilldarlegan hátt.
Með þvi að ramba ævinlega
á barmi fáránleikans, vekja
hlátur meðfram viðbjóönum,
er frásögnin laus við hvers
kyns fordæmingu og einfalda
skiptingu heimsins í gott og
vont. Sögukona er síður en svo
hjartahreinni en fólkið í kringum
hana og lætur lesanda alveg eftir
aö finna orsakir þeirra misþyrm-
inga sem hún verður fyrir.
Gylting fjallar um það mannlega og það
dýrslega - hvemig það rennur á stundum
saman, myndar til skiptis hliðstæður og and-
stæður. Gylting veitir lesendum sinum nýja
sýn á samspil manna og dýra, á stöðu manns-
ins í dýraríkinu og gefur orðunum „mannleg
reisn“ nýja merkingu.
Þýðing Adolfs Friðrikssonar skilar hinni
naífu sögumannsrödd á sannfærandi hátt og
kápumynd Guðjóns Ketilssonar af svínslegri
kvenásjónu er frábær!
Marie Darrieussecq:
Gylting
Adolf Friðriksson þýddi
Mál og menning 1998
Krakkar, krakkar
Emi er rúm fyrir nokkur börn á bók-
menntasmiðju í Norræna húsinu 25. til 28.
maí. Þau eiga að vera fædd á árunum 1987-8.
Bókmemitasmiðjan er haldin í tengslum
við Listahátíð í Reykjavik. Þar ætla rithöf-
undar frá Suöur-Afriku og Norðurlöndum að
semja bók meö íslenskum bömum. Unnið
verður daglega frá 13.30-16. Smiðjan er liður
í stóru samvinnuverkefhi á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar og Suður-Afríku.
Hver Norðurlandaþjóðanna sér um einn
þátt á listasviðinu og komu bókmenntim-
ar í hlut íslands.
Eftir að aðskilnaðarstefnan var aflögð
í Suður-Afríku var komið á skólaskyldu .
fyrir öll böm og eru barnabækur einn
mikilvægasti þátturinn í að vinna bug
á ólæsinu í landinu. Þetta er dýrmætt
tækifæri fyrir islensk böm að leggja
hönd á plóg því bókinni, sem búin
verður til í Norræna húsinu, verður
dreift meðal skólabama i Suöur-
Afríku.
Suður-afrisku rithöfundamir mimu koma
fram sem sagnaþulir í klúbbi Listahátíðar í
Iðnó 27. maí kl. 20.30, en norrænu höfundam-
ir munu lesa úr verkum sínum í Norræna
húsinu 26. maí. Tveir íslenskir höfundar
taka þátt i bókmenntasmiðjunni, þau Sjón og
Olga Guörún Árnadóttir.
Listahátíð í Reykjavík 1998 var
formlega sett á laugardaginn. Athöfn-
in fór fram í porti Hafnarhússins sem
verið er að breyta i listasafn og í
beinu framhaldi af henni var opnuð
stór sýning á málverkum eftir Erró í
hluta hins tilvonandi safns.
1 flestum myndum Errós ríkir öng-
þveiti. Allt er í einni þvögu, fólk,
teiknimyndir, svipir úr listasögunni,
stríðstól og hlutir úr öllum áttum frá
ýmsum tímum. Hann teflir gjaman
saman óskyldum heimum - vopnaður
her veltur inn í japanska kynlífs-
teikningu, geimfarar stilla sér upp
með gyðjum aftanúr öldum.
Erró hefur frábært vald á tækn-
inni, bæði teikningunni og málverk-
inu en það er erfiðara að átta sig á
inntakinu. Hann er sögumálari;
steypir saman öllum mögulegum sög-
um. Sumt er auöskilið en til dæmis
getur verið erfitt að átta sig á teikni-
myndasögunutn fyrir þá sem ekki
þekkja þær vel. Hitt veit maður þó að
teiknimyndir segja einmitt sögur.
Óreiðan er áhrifamikil og mann
granar að málverk Errós fjalli aðal-
lega um tvístringinn sem einkennir
nútimann en segi ekki neina eina
sögu.
Yfirskriftin, Konur, er meira svona
eitthvað-verður-sýningin-að-heita- yf-
irskrift en að hún sé virkilega sann-
færandi. Jú, vist em konur á mynd-
unum en þær em fremur yfirborðs-
Myndlist
Áslaug Thorlacius
legar og svo veður líka allt í körlum.
Konurnar hafa ekkert meiri merk-
ingu en annað í myndunum, merk-
ingar er miklu fremur að leita í heild-
inni en einstökum persómun.
í nokkrum myndröðunum eru
konur þó í aðalhlutverkum, til
dæmis í Örlagakonunum, tuttugu
mynda syrpu með ofurkvendum.
Mest er um alls konar teikimynda-
konur í áhættuhlutverkum - kaf-
ara, lífverði, herkonur - og flestar
erú mjög vel vopnum búnar. Þó eru
lika Matissekonur, Picassokonur,
austurlenskar konur með mildan
svip, ítalskar postulínsbrúður og Ein af örlagakonum Errós í Hafnarhúsinu.
menning
Vfl
Pomp og prakt í