Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Side 20
20
Spurt á Húsavík
•-“ v^'v <*' ' -'
MÁNUDAQUR 18. MAÍ 1998
Sveitarstj órnarkosningar 1998
Hver veröa kosningaúr-
slitin á Húsavík?
Guðmundur Hákonarson elli-
lifeyrisþegi: „Ég held að H-list-
inn fái hreinan meirihluta,
hann fær fimm menn sem er
nóg til þess.“
Hólmfríður Benediktsdóttir
kennari: „Ég held að D-listinn
fái 3 menn, og það verði sami
meirihluti hér áfram.“
Ingibjörg Karlsdóttir fisk-
verkakona: „Ég get engu spáð
um það og hef ekki hugmynd.
Sjálf ætla ég jú að kjósa.“
amemi: „Ég styð H-listann og
held að hann fái meirihluta.“
Ari Þór Matthíasson, atvinnu-
laus: „Ég vil fá H-listann í meiri-
hluta."
Unnur Katrín Bjarnadóttir
verslunarmaður: „Ég hef ekki
hugmynd um þaö. Það er leyndar-
mál hvað ég ætla að kjósa sjálf.“
Bæjarstjórnarkosningar á Húsavík:
Valið milli núverandi meiri-
hluta og Húsavíkurlistans
DV, Akureyri:
Valkostur kjósenda á Húsavík
við kosningarnar til bæjarstjórnar
virðist vera nokkuð skýr. Fái nú-
verandi meirihlutaflokkar, Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokk-
ur, til þess fylgi bendir flest til að
þeir starfi áfram í meirihluta.
Þannig setja aðstandendur Húsavik-
urlistans líka dæmið upp og þeir
segjast stefna ótrauðir að meiri-
hluta í bæjarstjórninni.
Kjörtímabilið sem er að renna sitt
skeið á enda hefur verið viðburða-
ríkt á Húsavík. Mikil átök urðu um
sameiningu útgerðarfyrirtækjanna
og síðan samruna þeirra sam-
einaðra við Fiskiðjusamlag Húsa-
víkur. Þá blossaði allt upp aftur við
sölu Fiskiðjusamlagsins á skipum
úr bænum og lauk því reyndar
þannig að meirihluti Framsóknar
og Alþýðubandalags klofnaði og
Sjálfstæðisflokkurinn tók sæti Al-
þýðubandalags í nýjum meirihluta.
Alþýðubandalag og Alþýðuflokk-
ur bjóða nú fram saman undir
merkjum Húsavíkurlistans og hafa
sett stefnuna á að fá 5 bæjarfulltrúa
en þeir hafa 4 fulltrúa í dag. Krist-
ján Ásgeirsson, oddviti Alþýðu-
bandalagsins, leiðir það framboð.
Nýir oddvitar eru hjá Framsókn og
Sjálfstæðisflokki. Stefán Haralds-
son, oddviti Framsóknar, hættir en
Sigurjón Benediktsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, ákvað að taka
3. sæti á listanum og berjast fyrir
því. -gk
Aðalsteinn Skarphéð-
insson, B-lista:
Mest áhersla
lögð á orku- og
hafnarmál
„Við framsóknarmenn leggjum
mjög mikla áherslu á að okkur takist
að nýta þá miklu orku sem við eigum
kost á hér í nágrenni bæjarins. Þá eru
hafharframkvæmdir stórmál og þetta
verða stærstu málin á næsta kjör-
tímabili," segir Að-
alsteinn Skarphéð-
insson sem skipar
efsta sæti á lista
Framsóknarflokks-
ins._
„Á Hveravöllum
reiknum við að fá
125-130 stiga heitt
vatn úr nýrri bor-
holu og það er
reiknað með að
haustið 1999 verði
komin í gagnið ný
aðveituæð til Húsavíkur og vatnið
verði flutt inn á nýtt iðnaðarsvæði og
á hafnarsvæðið. Fyrirtæki, bæði inn-
lend og erlend, eru að skoða það að
flytja starfsemi sína hingað og það
tengist þessu nýja vatni, auk þess sem
fyrirtæki í bænum munu hugsa sér
gott til glóðarinnar.
Ég er mjög bjartsýnn og tel að
þama liggi framtíð Húsavíkur. Það
mun t.d. skýrast í sumar hvort fyrsta
erlenda fyrirtækið kemur hingað en
þetta lítur ekki illa út.
Það er mikið að gerast í hafnarmál-
um. Rykið hefur verið dustað af göml-
um hugmyndum um nýjan hafnar-
garð sem verður 120 metra langur og
með dýpi frá náttúrunnar hendi. En
rikið borgar 75% þessara fram-
kvæmda og við munum fylgja þessu
máli eftir af mikilli festu.“
Hvað með áframhaldandi samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta?
„Við höfúm ekki rætt það sérstak-
lega en ég get alveg hugsaö mér það.“
Sem fyrsta kost?
„Við getum starfað með öllu góðu
fólki.“ -gk
Dagbjört Þyrí Þor-
varðardóttir, D-lista:
Meirihlutasam-
starfið hefur
gengið mjög vel
„Okkar aðaláherslumál í kosn-
ingabaráttunni eru fræðslumál.
Grunnskólinn hér hefur veriö ein-
setinn í tvö ár og
byggingu glæsi-
legs skólahúss að
ljúka. Því er tími
steinsteypufram-
kvæmda að ljúka
og nú er kominn
tími til að fara að
huga að innri
starfsemi skól-
ans, að tölvuvæða
og koma skólan-
um inn í þá tækni
alla,“ segir Dag-
björt Þyrí Þorvarðardóttir sem skip-
ar efsta sætið á lista Sjálfstæðis-
flokksins.
„Við leggjum líka áherslu á að
ganga frá skólalóðinni og efla sam-
starf skóla og foreldra. Þá leggjum
við áherslu á að hingað verði ráð-
inn fræðslufulltrúi sem hafi yfirum-
sjón með skólamálunum í bænum.
Atvinnuástand hér á Húsavík er
mjög gott og atvinnuleysi nánast ekk-
ert. Þessu viljum við halda og gerum
það best með því að færa atvinnu-
stefnuna inn á nýjar brautir. Við
bindum miklar vonir við borun eftir
heitu vatni á Hveravöllum og við
þurfúm að nýta þá umframorku sem
þar er að myndast. Þegar hafa bæði
innlendir og erlendir aðilar sýnt því
máli áhuga og eru með það til skoðun-
ar að setja hér upp fyrirtæki. Mig
langar hka að nefna að við ætlum
okkur að koma hér upp tómstundaað-
stöðu fyrir unglinga 16 ára og eldri.
Bærinn á húsnæði til þess og þar ætl-
um við að útvega unglingunum að-
stöðu sem þeir geta ráðið miklu um
sjálfir hvemig verður nýtt.
Fljótt á litiö sé ég ekki mikinn
ágreining milli framboðanna hér en
ég hef reyndar lítið séð frá H-listan-
B-listinn:
1. Aðalsteinn Skarphéðinsson
byggingameistari.
2. Anna S. Mikaelsdóttir
bæjarfulltrúi.
3. Gunnlaugur Stefánsson
framkvæmdastjóri.
4. Elsa G. Borgarsdóttir
húsmóðir.
5. Sveinn V. Aðalgeirsson
sölustjóri.
6. Sólveig Sveinbjömsdóttir
fiskvinnslumaður.
7. Karl Hreiðarsson
nemi.
8. Hulda Salómonsdóttir
sjúkraliði.
9. Benedikt Kristjánsson.
um enn þá. Mér sýnist á stefnuskrá
Framsóknarflokksins að hún falli
nokkuð að okkar, enda hefur sam-
starfið i meirihluta gengið mjög vel
og verið farsælt. Það voru átakamál
i gangi hér fyrri hluta kjörtímabils-
ins sem varð til þess að meirihlut-
inn þáverandi sprakk. Síðan hefur
meirihlutasamstarfið gengið vel.“
Hvert er markmið ykkar í kosn-
ingunum?
„Við fengum tvo menn kjörna síð-
ast og stefnum að þremur mönnum
núna.“ -gk
Kristján Ásgeirsson,
H-lista:
Kjósendur hafa
skýra valkosti
„Meirihlutasamstarf okkar og
Framsóknarflokksins rofnaði upp
úr miðju kjörtímabili vegna sölu á
hlutabréfum í væntanlegu samein-
uðu fyrirtæki þá og þeir stofnuðu
meirihluta, oddvitar Framsóknar og
íhaldsins. Þá stóðu þeir þannig að
verkum að selja frá okkur forræði
yfir aflaheimildunum á undirverði
að mínu mati og við töpuðum á
þeirri sölu 50-60 milljónum að minu
mati,“ segir Kristján Ásgeirsson,
oddviti Húsavíkurlistans.
Bærinn á líka tvo fulltrúa í stjórn
Fiskiðjusamlagsins og þeir tóku
ákvörðun um það ásamt öðrum að
selja héðan Kolbeinsey, Júlíus Hav-
steen og bátinn Kristey með kvóta.
Þótt stórt og öflugt skip kæmi i stað-
inn, sem reyndar kemst ekki hingað
í höfnina og hefur ekki borið fyrir
augu Húsvíkinga, hefur það leitt af
sér mikla röskun varðandi atvinnu-
D-listinn:
1. Dagbjört Þ. Þorvarðardóttir
hjúkrunarforstjóri.
2. Margrét M. Sigurðardóttir
lögfræðingur.
3. Sigurjón Benediktsson
bæjarfulltrúi.
4. Gunnlaugur K. Hreinsson
framkvæmdastjóri.
5. Rannveig Jónsdóttir
framkvæmdastjóri.
6. Sigurgeir Höskuldsson
matvælafræðingur.
7. Aðalgeir Sigurðsson
stjómmálafræðingur.
8. Guðjón Ingvarsson
umboðsmaður.
9. Jón Gestsson búfræðingur.
möguleika og
staðan er þannig í
dag að það eru
um 20 manns héð-
an á launaskrá
hjá Jökli á Húsa-
vík. Þá tapar
höfnin á því að
nýja skipið kem-
ur ekki hingað og
3.500-4.000 tonn af
olíu, sem skipið
þarf, fara heldur
ekki hér í gegn. Þá þarf skipið við-
hald upp á einhverja tugi milljóna
sem koma ekki hingað. Allt þetta
hefur rýrt tekjur okkar verulega og
haft slæm áhrif á fólk hér í bæ sem
m.a. má sjá á því að hér í bænum
eru nú til sölu 15-20 íbúðarhús.
Það verður einnig kosið um fram-
tíðina hér eins og annars staðar.
Okkar stærsta mál er hafnarmálið
en höfnin verður að komast í þá
stöðu að hingað geti komið milli-
landaskip og öll fiskiskip. En það
eru tekjur bæjarins sem ráða þvi
hvort okkur tekst að uppfylla þær
óskir sem borgararnir gera um
þjónustu. Við erum búin að yfirtaka
grunnskólann sem tekur þriðjung af
útsvarstekjum okkar þannig að við
megum ekki við miklum sveiflum í
tekjum án þess að það bitni t.d. á
fræðslumálunum. “
- Stefnið þið að meirihluta í bæj-
arstjórn?
„Álveg tvímælalaust og kjósend-
ur hafa skýran valkost. Annað
hvort áframhaldandi meirihluta
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
eða okkur.“ -gk
H-listinn:
1. Kristján Ásgeirsson
bæjarfulltrúi.
2. Jón Á. Salómonsson
bæjarfulltrúi.
3. Txyggvi Jóhannsson
bæjarfúlltrúi.
4. Gunnar Bóasson
vélfræðingur.
5. Grímur Kárason
verkstjóri.
6. Erla Sigurðardóttir
aðstoðarhótelstj ór i.
7. Dóra F. Guðmundsdóttir
leikskólakennari.
8. Margrét Samsonardóttir
kennari.
9. Ingólfur Freysson kennari.
Aöalsteinn Skarp-
héöinsson, oddviti
B-listans.
DV-mynd gk
Framboðslistar á Húsavík
Kristján Ásgeirs-
son, oddviti H-list-
ans. DV-mynd gk