Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Síða 16
i6 nlenning Trúðu ekki Það ægði öllu saman á sýningunni „Flögð og fögur skinn“ sem opnuð var í Nýlistasafninu á mánudaginn var, listamönnum, hverdagsstreðurum, menningarelítu, börnum, draumum og vonum, stefnum og straumum. Ið- andi mannkösin streymdi um sali og stiga safnsins og neyslan í algleymi. í Nýló er nefnilega hægt þessa dag- ana að smakka á vodka eftir að hafa virt fyrir sér 200 kg glerkassa með innyflum dýra gegnsósa í formalíni (Ómar Stefánsson: Ferðaspargamos) og láta síðan lækni taka úr sér blóð- prufu sem þú færð að taka með þér heim og eiga sem vottorð um þátttöku þína (Haraldur Jónsson: Blóðnám). En blóðið er ekki bara í hylki því þama gefur að líta myndband með Orlan, listakonunni sem gengst undir hvern hnífinn á fætur öðrum til að umbreytast og ögrar fegurðarímynd- inni og skaparanum af slíkri stóískri ró að hún bregður vart svip á píninga- læknisbekknum og sekkur sér ofan í lestur heimspekirita eða spjallar við viðstadda í grautfúlli alvöru meðan hnífamir rista og skærin klippa, varnimar bresta og varir hennar blæða eins og særð vagína. IVIyndlist Víðar Eggertsson Þú gengur út og á vit stúlknanna í Hinum íslenska gjörningaklúbbi sem mála á sér varirnar blóðrauðar og fæða úr munnum sínum afar smábörn í gagnsæjar kúlur og þar svamla þau í himinbláu vatni, þú kyngir munn- vatni og skolar kverkamar með kafFi eða færð þér pylsu með öllu og kók, sem þú þarft reyndar að borga fyrir, en þú getur líka ef þú vilt keypt pylsu- vagninn (afgreiðslumaðurinn fylgir ekki!). Ef þú hefur ekki efni á honum, þá gætirðu altént fjárfest í teikningu af honum (Spessi: Pylsa og kók). Allt er falt, kruflð og gegnumlýst. Atferli mannsins, líf, eigin augum! Hallgrímur Helgason: „Eg veit alveg nákvæmlega hvernig þér líður.“ Sjálfs- mynd í gervi tveggja ítalskra kvenna á leið úr kirkju. Eftir listaneyslufylleríið staulastu niður Laugaveg- inn þar sem hið hvers- dagslega mannlíf iðar, öllu heldur áfram að ægja sam- an, þú speglar þig f rúðun- um, sérð í gegnum þær og samlagast slagorðum, gín- um, tískuklæðum, sauð- meinlausum bjórdrykkju- mönnum, listaverkum og listgjörningum. Lífið og listsýningin renna saman í eitt og þú trúir ekki leng- ur eigin augum, hefur ekki hugmynd um hvenær þetta tekur enda - og það er allt í lagi! Hannesi Sigurðssyni sýningarstjóra og félögum hefur tekist að setja sam- an ótrúlega víðfeðma og áreitna sýningu. Þrátt fyr- ir allan þann aragrúa myndlistarmanna sem tek- ur þátt í þessum mikla gjörningi verður hún heildstæð og heillandi. Þeir sem hímdu á hafnar- bakkanum við opnun lista- hátíðar og sáu fátt annað en nokkra menningarfor- kólfa máta sig á drottn- ingarrauðum dregli og fóru öskuillir heim, ættu að drífa sig á karnivalið í Nýló (og á Laugaveginum) - þar er listahátíð í al- gleymingi! Flögð og fögur skinn stend- ur til 7. júní í Nýlistasafninu og í fjórtán verslanaglugg- um við Laugaveg, Banka- uppruni, tilFmningar, hégómi. Hjartað ræður Fór eða er bara líffæri. stræti og Hverfisgötu. Einnig eru tónleikar, fyrirlestrar og aðrar uppákomur. í fréttum er þetta helst Hinn föngulegi Caput-hópur ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Hauki Tómassyni. Þau tíðindi gerðust fyrir stuttu að í frétta- tíma Sjónvarpsins var sagt frá tónleikum sem halda átti; hljóðfæraleikarar voru teknir tali og gerð grein fyrir viðfangsefnum. Þetta var ekki skot þar sem nöfn þeirra sem sáu um fréttatímann flæddu yfir á meðan heldur tekið á efninu eins og öðru fréttnæmu efni. Fyrir rúmri viku gafst svo þjóðinni tækifæri til að fylgjast með hátíðartónleikum í sal Þjóð- leikhússins, en þeir voru haldnir á vegmn Listahátíðar i Reykjavík. Þar var meðal annars frumflutt nýtt íslenskt tónverk. Útsendingin var bein og á besta tíma. Margir sáu dagskrána og umræða um viðburðinn hefur verið ótrú- lega almenn. Fólk sem að öðrum kosti heföi setið hjá hefur blandað sér í umræðu um tón- skáld, flytjendur og verk þeirra. Hvað helst er talið vera í fréttum hverju sinni fylgir ekki neinu lögmáli heldur speglar aðeins fréttamat þeirra sem að standa. Verð- bréfahrun og hryðjuverk eru tíunduð á hverju kvöldi en miklu oftar látið hjá líða að nefna það sem betur fer í mannlífinu. Það þarf kjark til að breyta áherslum. Einhverjir hjá okkar ágæta Rúv hafa þennan kjark og vonandi fær sjónarhom þeirra hljómgrunn til frambúðar. Tónlist Sigfríður Bjömsdóttir Á tónleikum í Iðnó síðastliðið föstudags- kvöld gafst þannig tækifæri í annað skipti á stuttum tíma, þökk sé Rúv, til að hlýða á Konsert fyrir Fiðlu og kammersveit eftir Hauk Tómasson í flutningi Sigrúnar Eðvaldsdóttur og CAPUT-hópsins. Verkið er í fjórum köflum sem leiknir skulu samfellt. Fyrsti kaflinn ein- kennist af einkennilega grípandi eintali fiðl- unnar en ýmis litbrigði og áferðir fljóta fram í bakgrunni. Kröftug einleikskadensa skreytir lok kaflans. í öðrum kafla ráða þekkileg stíl- brigði, afleidd mynd minimalisma þar mest áberandi. í þriðja kaflanum má heyra mjög fal- legt ferli þar sem samsvörun Fiðlu og sveitar verður smám saman mikil. Þessi kafli er svo mjög vel hlekkjaður við þann síðasta þar sem fyrri stílbrigði verða aftur áberandi. Slagverk gegnir veigamiklu hlutverki og er vel nýtt þó full sterkt hafi á stundum hljómað úr því homi. Botn er sleginn í verkið með ljúfri minningu úr fyrsta kafla rétt í lokin. Flutningur Sigrún- ar var hreint frábær. CAPUT- hópurinn lék oft vel undir stjórn Guðmundar Óla Gunn- arssonar. Stokkseyri eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson er samið við ljóð eftir ísak Harðarson, Sverr- ir Guðjónsson söng með CAPUT. Þetta safn tólf mis- langra ljóða er tónsett með fjöl- breyttum hætti. Sönglínur sumra laganna er fullþvingað- ar, eins og t.d. lagið Pósthólf hjartans og Tvö flæðarmál II. Á hinn bóginn er þarna fjöldi ein- faldra og stundum grípandi lag- brota i útsetningum hverra stíll er sóttur í ýmsar áttir. Hindemith smíðaði á sínum tíma eitthvað sem hann kallaði Gebrauchsmúsík og ætlað var að brúa bilið milli hlustenda og tónskálda. Stokkseyri gæti þjón- að slíku hlutverki. Af erlendum verkum er það að segja að Release eftir Marc- Anthony Tumage var vel unnið en minnti sterkt á frumlega tónsmiði fyrr á öldinni, s.s. Varése. Living Toys eftir Thom- as Adés sótti einnig í ýmsar smiðjur. Fyrsti kaflinn nánast eins og uppflettirit um stil og stæla í tónlist þessarar aldar og í þriðja kafla endurómuðu t.d. verk eftir Ives. En bæði þessi tónskáld vinna vel á auðheyran- legum grunni þekkingar. CAPUT flutti um margt vel og Guðmundi Óla var þökkuð með lófataki hans mikla vinna. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 É IV Nýjar plötur með Savall Jordi Savall heldur langþráða tónleika í Hallgrímskirkju í Reykjavík í kvöld, en þeir sem komast ekki þangað geta hugg- að sig við að geysimikið úrval er til af hljómplötum með honum og hans fólki. Hann er nýbúinn að stofha sitt eigið út- gáfufyrirtæki sem heitir Alia Vox og hef- ur Japis flutt inn þrjá hljómdiska frá því. Á Tonos Humanos eru tónverk eftir José Marin sem uppi var á 17. öld og það eru félagar Savaíís í kvöld sem flyitja, söngkonan Montserrat Figueras og lútu- leikarinn Rolf Lislevand sem leikm- á gamla gítara af ýmsu tagi. Á öðrum diski eru tónverk eftir 17. aldar tónskáldið Joan Cabanilles; þar stjómar Savall og leikur með tónlistarhópnum Hespérion XX. Á þeim þriðja, Alia Vox 1998, er safn verka eftir ýmis tónskáld fyrri alda, með- al annarra Abel, Bach, Cabanilles, Lully, Marín og Woodcock. Þar syngur Montserrat Figueras með Savall og fleiri hljóðfæraleikurum úr Hespérion XX og La Capella Reial de Catalunya. Kristinn og Jónas Þó að Listahátíð ljúki eftir tvær vikur deyr ekki listallfiö þar með því Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson boða tónleika í Þjóðleikhúsinu þriöjudaginn 9. júní kl. 20.30. Miðasala er þegar haftn. Kristinn er þessar vikumar að syngja í óperuhúsum í Þýskalandi. í Dresden syng- ur hann hlutverk Mustafa í óperunni Itali- ana in Algeri eftir Rossini en í Múnchen syngur hann Raimondo í Lúsíu de Lammen- mor eftir Donisetti. Eftir tónleikana í Þjóð- leikhúsinu fer hann til Amsterdam og Lissabon og syngur hlutverk MeFistófelesar í Fást eftir Berlioz með Consertgebouw hljómsveitinni undir stjórn Sir Colin Davis. Á tónleikunum í Þjóðleikhúsinu verður slegið á létta strengi - eins og búast má viö af þessum listamönnum - í afar fjölbreyttri efnisskrá. Pétur Pan í Reykjavík Börnin geta farið að hlakka til næsta vetrar því þá verður ekki einungis hægt að sjá Bróður minn Ljónshjarta í Þjóðleikhús- inu, eins og við höfum sagt frá, heldur kem- ur Pétur Pan í fyrsta skipti fram á íslensku leiksviði í Borgarleikhúsinu. Af því tilefni kom hingaö breskur sviðflugsérfræðingur, Nick Kirby, til að kenna leikurum LR að fljúga - því eins og menn muna getur Pétur Pan flogiö og tekið aðra með sér á flug. Nick Kirby er af fjórðu kynslóð Kirbya sem hafa annast flug í óteljandi uppfærslum á Pétri Pan um allan heim síðan 1904 þegar leikrit J.M. Barrie var sett upp í fyrsta sinn í London. Fyrirtækið Kirby’s Flying Ballets er ennþá ejdra, það var stofnað 1898. María Sigurðardóttir stýrir verkinu, en hún hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur næsta ár eftir stjömustykkið Sex í sveit sem enn gengur fyrir fullu húsi. Karl Ágúst Úlfsson þýðir verkið en Pétur sjálfan leikur nýútskrifað- ur Friðrik Friðriksson sem glansaði svo eft- irminnilega 1 Uppstoppuðum hundi í vor. Með honum á flugi á myndinni er skólasyst- ir hans Edda Björg Eyjólfsdóttir en Nick Kirby horfir hróðugur á. Pétur Pan verður frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins í september. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir wm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.