Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Page 22
22
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
Fréttir
Meirihlutinn hélt í Stykkishólmi:
Olafur Hilmar Sverris-
son áfram bæjarstjóri
DV, Vesturlandi:
Þótt hart hafi verið sótt aö sjálf-
stæðismönnum náðu þeir að halda
meirihluta sínum í Stykkishólmi og
hafa þeir haldið honum í 24 ár. D-
listi Sjálfstæðisflokks fékk 381 at-
kvæði, 49,5%, og íjóra menn kjöma,
hreinan meirihluta. B-listi fékk 134
atkvæði, 23,4%, og einn mann kjör-
inn en hafði tvo menn. Stykkis-
hólmslistinn, sem er arftaki H-list-
ans sem hafði einn, fékk 254 at-
kvæði, eða 33,3% atkvæða, og tvo
menn og aðeins munaði 33 atkvæð-
um að Stykkishólmslistinn, sem er
ótvíræður sigurvegari kosninganna,
næði þriðja manninum af sjálfstæð-
ismönnum.
„Ég er ákaflega ánægður með úr-
slit kosninganna og er afskaplega
þakklátur kjósendum í Stykkis-
hólmi fyrir það traust sem þeir
sýndu okkur. Við vissum að það
yrði hart sótt að okkur en við héld-
um velli og erum mjög ánægðir með
okkar hlut. Ólafur Hilmar Sverris-
son, sem verið hefur bæjarstjóri,
verður það áfram,“ sagði Rúnar
Gíslason, efsti maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins.
Erling Garðar Jónasson, efsti
maður á lista Stykkishólmslistans,
var að vonum óánægður að geta
ekki fellt meirihlutann. „Svo sann-
arlega erum við ekki ánægðir með
niðurstöðuna, þetta eru skilaboð til
sjálfstæðismanna í Stykkishólmi
um að breyta sínum stjómunarstíl.
Við fengum til þess atkvæðamagn
að við getum sagt við vini okkar í
Sjálfstæðisflokknum, nú störfum
við saman að málefnum Stykkis-
hólms,“ sagði Erling Garðar Jónas-
son, efsti maður á lista Stykkis-
hólmslistans, við DV.
-DVÓ
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörin borgarstjóri, og Árni Sigfússon, leiötogi sjálfstæðismanna, takast í hendur ör-
fáum mínútum eftir að fyrstu tölur höfðu birst í Reykjavík og Ijóst var að Reykjavíkurlistinn hafði sigrað. Augnablik-
iö var hlaðiö tilfinningum því bæöi höfðu lagt höfuðið að veöi í baráttunni og Ijóst var að Árni var á leiðinni út úr leið-
togahlutverki því sem hann hefur gegnt síöustu ár meðal sjálfstæðismanna í borginni. Ingibjörg Sólrún hafði hins
vegar fest sig í sessi. Þau tóku bæöi orönum hlut meö glæsibrag og óskuðu hvort ööru góðs gengis í framtíðinni.
-phh/DV-mynd Pjetur
Siglujgöröur:
Góður sigur hjá
Sjálfstæðisflokki
Viðræöur flokksins og Framsóknar um meirihluta hafnar
DV, Akureyri:
„Ég er mjög ánægður með úrslit-
in og þakka hann m.a. góðri vinnu
samhents hóps,“ segir Haukur
Ómarsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins á Siglufirði, en þar vann
flokkurinn stórsigur, bætti við sig
tveimur bæjarfulltrúum og veru-
legu fylgi og fékk 4 menn kjöma.
Framsóknarmenn héldu sínum eina
bæjarfulltrúa en Sigluf]arðarlistinn,
sem samanstóð af vinstrimönnum,
tapaði illa. Meirihlutinn í bæjar-
stjórn, sem samanstóð af Alþýðu-
flokki og af lista óháðra, tapaði
tveimur mönnum af 6 og féll. Krist-
ján L. Möller, forseti bæjarstjórnar
og oddviti krata, sem var í 5. sæti
Siglufjarðarlistans, missti sæti sitt í
bæjarstjórn.
Skarphéðinn Guðmundsson fram-
sóknarmaður er í oddaaðstöðu i
bæjarstjórn og getur myndað meiri-
hluta með bæði Sjálfstæðisflokki og
Siglufjarðarlistanum: „Ég er ekki
ánægður með okkar hlut, við sett-
um markið á að fá 2 menn og voram
mjög stutt frá því.
Ég tel eðlilegt að við ræðum fyrst
við sigurvegarana, sem eru sjálf-
stæðismenn, og ég sé ekki margt
sem ber á milli hjá okkur. Þaö er þó
áherslumunur í atvinnumálunum,"
segir Skarphéðinn. Haukur Ómars-
son segir þennan áherslumun vissu-
lega fyrir hendi en segist ekki sjá
hann sem eitthvað sem ekki sé hægt
að fmna lausn á.
-gk
Stórsigur Sjálfstæðisflokksins í Eyrarsveit:
Framsókn vill hafa Björgu
Ágústsdóttur áfram sveitarstjóra
DV, Vesturlandi:
Sjálfstæðismenn í Eyrarsveit
bættu við sig einum manni í sveit-
arstjórnarkosningunum í Grandar-
firði, þeir voru með tvo menn en
fengu þrjá og tóku hann af Alþýðu-
bandalagi sem hafði þrjá menn.
Framsóknarflokkurinn sem var
með tvo menn heldur sínum tveim-
ur mönnum. Framsóknarmenn og
sjálfstæðismenn hafa myndað
meirihluta í Grandarfirði og í gær
áttu sér stað viðræður um áfram-
haldandi meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks.
„Sjálfstæðismenn era búnir að
hafa samband við okkur og við
munum eiga viðræður við þá klukk-
an 13.00 á sunnudag. Björg Ágúst-
dóttir hefur verið sveitarstjóri í
Grandarfirði og við höfum sett það
fram að hún verði áfram sveitar-
stjóri, en hinir flokkamir sögðu
ekkert til um það,“ sagði Guðni
Hallgrímsson, efsti maður á lista
Framsóknarflokksins, við DV þegar
úrslit lágu fyrir.
„Þetta er mjög ánægjulegt, það er
óráðið hvort við höldum meirihlut-
anum áfram en við geram ráð fyrir
því að tala saman á sunnudag,"
sagði Sigríður Finsen, efsti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins í Eyrar-
sveit.
-DVÓ
SkagaQöröur:
Stórsigur hjá Sjálfstæöisflokki
DV, Akureyri:
Sjálfstæðisflokkurinn var ótvi-
ræður sigurvegari kosninganna í
nýju sameinuðu sveitarfélagi í
Skagafirði. Flokkurinn hlaut 5
menn kjöma, Framsóknarflokkur
fékk einnig góða kosningu og 4
menn en Skagafj arðarlistinn fékk 2
bæjarfulltrúa.
„Við settum markið á 4 menn
þannig að ég er mjög ánægður. Fólk
vill að sameining sveitarfélaganna
11 í Skagafirði fái góðan framgang.
Við vorum með góðan hóp fram-
bjóðenda víðs vegar úr Skagafirði
og þá gengu K-listamenn á Sauðár-
króki til liðs við okkur,“ segir Gísli
Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins.
„Mér finnst eðlilegt að þeir aðilar
sem fengu bestu kosninguna tali
fyrst saman og því ræðum við fyrst
við Framsóknarflokkinn um meiri-
hlutasamstarf. Hér er nýtt landslag
í pólitíkinni og reyndar ekki svo
mikill meiningarmunur milli þeirra
sem buðu hér fram,“ segir Gísli.
-gk
Methúsalem Þórisson, efsti maöur á H-lista húmanista, var sáttur við sitt
hlutskipti þrátt fyrir fá atkvæöi. Hér er hann ásamt félögum sínum eftir aö
fyrstu tölur birtust. DV-mynd S
Methúsalem Þórisson:
Minna en ég bjóst við
„Þetta er heldur minna en ég
hafði búist við. Ég bendi þó á að
hvert atkvæði okkar skiptir máli,“
sagði Methúsalem Þórisson, efsti
maður á lista húmanista, þegar
fyrstu tölur lágu fyrir og sýndu að
listi hans fékk aðeins 70 atkvæði af
13.140 greiddum atkvæðum.
-S/-rt