Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Page 7
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 7 scmdkorn Þörffyrir Þórunni Hið nýja sameinaða sveitarfélag í uppsveitum Borgarfjarðar hefur nú ráðið sér sveitarstjóra. Vel hefur tek- ist með valið þvi úr stórum hópi um- sækjenda var Þór- unn Gestsdóttir, fyrrum aðstoðarmað- ur bæjarstjóra ísa- fjarðarbæjar, valin. Sagan segir að það sem réði úrslitum hafi verið að I hjarta hins nýja sveitarfélags kúrir Stóri-Kroppur hvar endalausar deOur um nýtt vega- stæði hafa engan látið ósnortinn. Sú krafa hafi því staðið hæst varðandi nýjan sveitarstjóra að hann hefði enga skoðun á umdeildum vegi. Þá kom á daginn að það var þörf fyrir Þórunni því allir aðrir umsækjendur hafi verið ýmist með eða á móti... Mogginn skúbbar Rás 2 Það vakti mikla athygli um helg- ina þegar það spurðist út aö pening- um hefði rignt á Holtavörðuheiði. Þar varð alsaklaust ferðafólk fyrir því að hundruð þús- unda dundu á fram- rúðu bifreiðar þeirra þannig að beita þurfti rúðuþurrkum tO að forða frá bein- um háska. Ferða- fólkið var með ein- dæmum heiðarlegt og safhaði saman aurunum og fór á næstu löggustöð tO að tilkynna um fjársjóðinn sem taldist vera um hálf miOjón. Það var Anna Kristine Magnúsdóttir sem sagði fyrst frá þessu í þætti sínum á Rás 2 á mánu- dagskvöld. Mogginn gerði síðan mál- ið að sínu á baksíðu miðvikudags- blaös. Það merkOega var að þá tók morgimvakt Rásar 2 upp málið og las upp úr Mogga með svo sem um ný- mæli væri að ræða. Það er greinilega ekki mikiO samgangur á miOi deilda þar á bæ... Karon og Carmen Söngleikurinn Carmen Negra hef- ur slegið í gegn hjá landandum, ekki síst fyrir frammistöðu söngkonunnar Caron sem þykir frábær. Ekkert lát virðist á aðsókn og nú er fyrirhugað að halda söngleiknum gang- andi fram á haust. Þátttakendur i leikn- um fengu nýlega ör- stutt sumarfrí og einn þeirra, Garð- ar Cortes yngri notaði það meðal annars til að skjótast út tO að fylgja eftir erindum umboðsskrifstofa í Lundúnum sem líst greinOega vel á pOtinn. Sýningar hefjast þó aftur um helgina en þess má geta að vegna mikOlar aðsóknar hafa aðstandendur söngleiksins neyðst tO að bæta við fleiri sýningum i ágúst og september en voru áður ráðgerðar ... Slagur um banka LítO hrifning er innan Sjálfstæðis- flokksins á frumkvæði Halldórs Ás- grímssonar í bankamálunum. Það kom nefnilega sjálfstæðismönnum al- gerlega á óvart þegar HaUdór upplýsti í fjöl- miðlum að bak við tjöldin væru viðræð- ur í gangi um að selja Skandinaviska Enskilda-bankanum í Svíþjóð, sem Wal- lenberg-ættin ræð- ur, stóran hlut í bankanum. For- maður efnahagsnefndar Alþingis og framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Vilhjálmur Egilsson, vissi þannig ekkert af málinu og helsti sérfræð- ingur framsóknar i bankamálum, Gunnlaugur M. Sigmundsson, er lítt hrifinn af því. Það vekur jafn- framt athygli innan stjórnarliðsins að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur gætt þess að taka hvergi undir hugmyndir HaUdórs Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Fréttir Stjörnu Oddi ehf. framleiðir íslenskan hátæknibúnað: Merkja dýr til að rann- saka hegðun þeirra - merkin notuð víða erlendis, m.a. á skjaldbökur í Afríku „Með þessum merkjum mælum við og rannsökum ýmsa hegðun dýranna. í leiðinni er komið inn á umhverfisþætti tengda dýrunum. Sem dæmi mælum við hitastig, seltustig og dýpi þar sem fiskar lifa. Við getum meira að segja mælt haUastig fisksins, þ.e. hvemig hann haUar í sjónum," segir Sigmar Guð- björnsson, framkvæmdastjóri Stjömu Odda. Fyrirtækið býr tO ís- lenskan hátæknibúnað og sérhæfir sig í rafeindamerkjum á dýr. Merk- in, sem em örsmá, hafa verið notuð á fiska, fugla, krabba- og skriðdýr bæði hér á íslandi og víða erlendis. „Við byrjuðum 1993 og höfum smám saman verið að efla út- breiðslu merkjanna. Hér heima eru laxfiskar, þorskur og skarkoli merktir og einnig lundi í Eyjum. Við höfum tO gamans mælt lunda á 58 metra dýpi. Varan er farin að dreifast víða um heim. Erlendis eru fiskar, krabba- og skriðdýr merkt með merkjum frá Sigmar Guöbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnu Odda. Þar er búinn til hátæknibúnaður, örsmá merki sem sett eru á dýr tii að rann- saka hegðun þeirra. okkur, m.a. skjaldbökur í Afríku. Við erum ungt fyrirtæki þaö er margt fram undan hjá okkur. í framtíöinni ætlum við koma með fleiri nema og minnka rafeinda- merkin. Það er mjög mikOvægt þeg- ar dýr eru merkt að fyrirferðin á nemunum sé eins litO og hægt er þannig að við séum ekki að mæla hegðun dýrsins vegna merkingar- innar. Við erum í mjög nánu samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Veiði- málastofnun og rannsóknarsetur Háskóla Islands í Vestmannaeyjum. Hér hjá fyrirtækinu vinnur einvala- lið sérfræðinga. Það eru sex starfs- menn hjá fyrirtækinu i dag og gæti hæglega fjölgað eftir því hvemig spOast úr framtíðaráformum fyrir- tækisins. Við erum bjartsýnir á að vera komnir tO að vera. Við emm fremstir á þessu sviði hér á landi og þó víðar væri leitað. Fyrirtækið hef- ur mætt skOningi og velvOja stofn- ana og stjórnvalda enda um mikið hagsmunamál að ræða í rannsókn- um á sjávardýrum. Með þessu úr- valsliði starfsmanna tekst okkur að nota og nýta hverja krónu betur en hátæknifyrirtæki gera annars stað- ar,“ segir Sigmar. -RR GLERAUGNAHÚS ÓSKARS LAUGAVEGI 8 ioi REYKJAVÍK ©55' 44 55 Hafnarfjörðir: 16" m/tveim áleggsteg. aðeins 940 kr. Sf litmr * r * tvnr 16’ ulimr /»il 3SO kr. auka ufildttur 18" m/tveim áleggsteg. aðeins 1080 kr. E/ tAttar tru tvar !&" pltsur fntt 300 kr. a u k a af 11 á 11 u r. Gerir oW mil/i hirryn$ Smáauglýsingar r»^i 550 5000 Sent heim 18" m/þrem áleggsteg. 12" hvítlauksbrauð, 21. Coke og hvítlauksolía aðeins 1890 kr. Ts.etfkjaoilí 5Ó8 4848 ^zÆaánatÁlözdu t 56? 1515 r 16" m/þrem áleggsteg. o aðeins 1280 kr. upp gamlan stigabíl Þegar rólegt er að gera hjá Har- aldi Eggertssyni, bifvélavirkja og slökkvOiðsmanni hjá SlökkvOiði Hafnarfjarðar, dundar hann við stigabO sem á án efa eftir að koma einhverjum tO bjargar seinna meir. Félagar hans rétta honum stundum hjálparhönd. BOlinn, sem er frá 1974, var keyptur fyrir tveimur árum af Sölunefnd vamarliðseigna. Haraldur segir að ekki sé óalgengt að slökkvOiðsmenn á öðrum stöðum á landinu séu að dytta að bílakostin- um. „Viðgerðarkostnaður er orðinn um 1,6 milljónir en stigabillinn kostaði slökkvOiðið 500.000 krónur. Nýr bOl myndi kosta um 30-40 miOj- ónir. Það er mikO upphæð fyrir sveitarfélag sem er ekki stærra." BOlinn var fyrst ryðbættur, sand- blásinn og lakkaður á verkstæði en síðan tók Haraldur við honum. Þeg- ar hann er búinn að dytta að bíln- um fara bifvélavirkjar á verkstæði lokahöndum um hann. Að sögn á hann að vera jafn góður og nýr bíB. SlökkvibOar eru almennt á slökkvistöðum í um 25 ár en þeir em náttúrlega ekki eknir eins mik- ið og aðrir bOar. „Aldur þeirra er hár á íslandi en ekki er sinnt sem skyldi að endurnýja þá. Síðustu árin eru eldri bOar notaöir sem var- abOar.“ Að meðaltali fær SlökkvOið Hafn- arfjarðar um 250 útköO á ári. Helm- ingur þeirra er vegna elds en hinn tengist annarri þjónustu sem tengist s.s. vatnsleka eða jafnvel að bjarga köttum úr trjám. Kannski á stigabOl- inn eftir að fara í þannig útkaO. -SJ Helgi ívarsson slökkviliösstjóri og Haraldur Eggertsson, bifvélavirki og slökkviliösmaöur. Stigabíllinn sem Haraldur dyttir aö er á bak viö þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.